Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 39

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 39 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í FRAMHALDI af athyglisverðu viðtali við listakonuna Messíönu Tómasdóttur í Morgunblaðinu ný- lega um skapandi listir og tján- ingu barna vil ég taka alls hugar undir hennar orð. Þetta eru orð í tíma töluð. Það er sannfæring mín og margra annarra að listir skapi gleði og opni nýjar víddir. Fram hefur komið nýlega í danskri könnun að listir eigi að hafa for- gang í skólum vegna þeirrar hug- myndaauðgi og þeirrar breytingar sem þær hafa á skynjun okkar. Gildismat okkar kemur fram í hugmyndum, lífið er hugmyndir. Listin er ómissandi og opnar dyr að ýmsum áður óþekktum fylgsn- um í hugarheimi okkar. Þær leysa tilfinningar úr læðingi og skapa betri líðan. Í hvers konar skapandi ferli upplifir fólk oft hamingjusömustu stundir lífs síns.Lífsgleðin eykst við persónulegar upplifanir okkar í listaheiminum. Hvað gerist þeg- ar þetta skapandi ferli fer í gang? Listin verður verkfæri til að gera okkur kleift að lifa skapandi lífi. Það verður til eintal við innsta kjarnann í okkur sjálfum. Listin gegnir því jákvæðu hlut- verki sem mótvægi við streitu í velferðarþjóðfélaginu svokallaða. Á Norðurlöndum þar sem ég þekki til er unnið á mismunandi hátt með börn og listir en í meg- inatriðum út frá sameiginlegum markmiðum. Margt sem hrjáir börn og unglinga, svo sem of- virkni, athyglisbrestur og áfalla- streita, má færa til betri vegar með skapandi list og einnig með listmeðferð. Gefum börnum og unglingum tækifæri til að vinna í listasmiðjum sem vissulega fyr- irfinnast í skólum landsins. En betur má ef duga skal. Það eru til peningar fyrir tölv- um og tækni en í minna mæli til að vinna skapandi vinnu með ungu fólki. Ég á ekki við að fólk þurfi að skapa ódauðleg listaverk þegar ég tala um sköpun, heldur að börn og fullorðnir fái útrás í myndlist, tónlist, leiklist, dansi o.s.frv. Það getur bætt margs konar vanlíðan. Gefum börnunum innihaldsrík- ara og sjálfstæðara líf með þeirri hugmyndaauðgi sem fæst með listsköpun. Okkur ber að sýna börnum að við trúum á getu þeirra til að afla reynslu og hugmynda á eigin for- sendum og losna þar af leiðandi við mötun eða óraunhæfar vænt- ingar hinna fullorðnu. Með virkri þátttöku og skap- andi starfi í öllum listgreinum sannfærast börnin okkar um getu sína til að hafa áhrif og til að bæta eigin sjálfsmynd og hafa áhrif á heiminn. Nýjar hugmyndir breyta heiminum. SIGRID ÖSTERBY, sjálfstætt starfandi listamaður og listmeðferðarfræðingur. Hvaða gildi hafa listir? Frá Sigrid Österby VIÐ lyfjafræðingar á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi (19 talsins) lýs- um yfir stuðningi við framboð Krist- ínar Ingólfsdóttur í embætti rektors Háskóla Íslands. Við vitum öll hve einstaklega vönduð vinnubrögð hennar eru sem fræðimanns, og þekkjum ýmist af eigin raun eða af því góða orðspori sem af henni fer að ekki er hún síður góður kennari. Kristín hefur verið sérlega vin- sæll kennari í þau 22 ár sem hún hefur stundað kennslu við HÍ. Hún hefur verið mjög virk í rannsókn- arstarfi, stundað viðamiklar rann- sóknir á sínu fræðisviði og birt fjölda greina í virtum vísinda- tímaritum. Einnig má benda á að Kristín á stóran þátt í því að opna augu heilbrigðisstarfsstétta og al- mennings á hættum sem geta fylgt samtímis notkun lyfja og nátt- úrumeðala. Einn stærsti kostur Kristínar er einstakur hæfileiki í mannlegum samskiptum sem hefur meðal annars komið fram við setu hennar í margvíslegum nefndum og stjórnum bæði hér heima og erlend- is. Kristín er sérlega vandvirk í allri sinni framgöngu og fræðimennsku og til sóma í hverju því sem hún tekur sér fyrir hendur. Við getum því heilshugar mælt með því að Kristínu Ingólfsdóttur verði falið að leiða Háskóla Íslands til sóknar í þessu mikilvæga embætti. Heimasíða Kristínar er www.hi.is/ ~kring/ F.h. lyfjafræðinga á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi, GUÐBORG AUÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, ELÍN INGIBJÖRG JACOBSEN. Kristínu Ingólfsdóttur í embætti rektors Frá lyfjafræðingum á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi BOLLI Thoroddsen skrifar grein í Morgunblaðið 18. janúar sl. sem hann kallar „Af skattaæði Reykjavíkurlist- ans“. Þótt ég sé sammála mörgu af því sem þar kemur fram, þá verður að gera eina veigamikla athugasemd. Hann segir: „Á sama tíma og rík- isstjórnin, af augljósum réttlæt- isástæðum, afnemur eignaskatt, þar sem húsnæði er einn stærsti stofn- inn …“ Þetta er rangt, greinarhöfundur ætti að vita að eignaskattur verður ekki afnuminn á þessu ári. Þvert á móti notar ríkisvaldið mikla hækkun fasteignamats á íbúðarhúsnæði til þess að stórhækka eignaskatt á þessu ári, alveg á sama hátt og R-listinn gerir í Reykjavík, en það er andstætt tillögum D-listans í borg- arstjórn. Mundi Bolli ef til vill biðja Björn Bjarnason borgarfulltrúa að ræða við Björn Bjarnason alþingismann og ráðherra um það að ríkið lækki eignaskatt á íbúðarhúsnæði í ár með nákvæmlega sömu rökum og Bolli færir fram í sinni grein? Ríkisstjórnin og R-listinn eru hjartanlega sammála um það að nota stórhækkað fasteignamat í Reykja- vík til að auka skattlagningu til hins ýtrasta. Það hjálpar öldruðum ekki í ár, að eignaskattur falli niður á næsta ári. Lækkun tekjuskatts af lágum tekjum um nokkur þúsund má sín lít- ils gegn tugþúsunda króna hækk- unar eignaskatts og fasteignagjalda af eigin íbúð. PÉTUR GUÐMUNDSSON, í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Skattaæði hverra? Frá Pétri Guðmundssyni Í GAMLA daga nutu svokallaðir þúsundþjalasmiðir mikillar virð- ingar. Allt lék í höndum þessara manna. Þeir kunnu skil á öllu, sérstaklega á verklega sviðinu, og nutu mikillar virðingar hver í sinni sveit. Nú er öldin önnur og sérfræðing- arnir eru þeir einu sem er treyst- andi ef allt á vel að fara. Einhvern tíma las ég eftirfarandi lýsingu á sérfræðingi: „Sérfræðingur“ er maður sem veit allt sem mögulega er hægt að vita um hreint ekki nokkurn skap- aðan hlut. Oft má heyra skynsama og vel menntaða menn segja afsakandi þegar viðkomandi er spurður álits á einhverju málefni: „Ég er nú enginn sérfræðingur á þessu sviði.“ Nei, nú er svo komið að venjuleg- ir menn með heilbrigða skynsemi þora ekki orðið að hafa skoðun á nokkrum hlut vegna blessaðra sér- fræðinganna. Vegna þess að sérfræðingarnir hafa álíka breitt sjónsvið og hestar með augnhlífar þurfa þeir að rann- saka hvert og eitt hinna einföldustu mála og brjóta niður í frumeindir. Þess vegna vinna hundruð manna í þjóðfélaginu baki brotnu við að rannsaka alla mögulega og ómögu- lega hluti. Svo þegar niðurstöð- urnar liggja fyrir þarf að sjálfsögðu að kalla til sérfræðing á viðkomandi sviði til að útskýra málið í smáat- riðum í útvarpi og sjónvarpi. Yf- irleitt leiða þessar rannsóknir í ljós að ástandið er í meira lagi slæmt. Það kallar auðvitað á nýtt sérfræði- álit og síðan vinnu fjölda sérfræð- inga til að bæta það sem aflaga hef- ur farið. Nú liggur ljóst fyrir, svo dæmi séu nefnd, að ekki er nánast nokk- urt barn á Íslandi með eðlilega hegðun. Matur sem þjóðin hefur lifað á í gegnum aldirnar og við almúga- menn töldum bráðhollan er allt í einu orðinn stórhættulegur. Svei mér ef það eru bara ekki all- ir þessir sérfræðingar sem eru að verða að einu stóru vandamáli. Ég legg til að skipuð verði nefnd sérfræðinga til að rannsaka málið. ÞÓRIR N. KJARTANSSON, Bakkabraut 14, 870 Vík. Sérfræðingar Frá Þóri N. Kjartanssyni framkvæmdastjóra FJÖLMARGIR dómar Hæstaréttar Íslands undanfarin misseri og ár hafa vakið furðu manna og undrun. Það á ekki síst við um dóma í kynferðisaf- brotamálum þegar jafnvel barnaníðingar sem sannarlega hafa verið fundnir sekir hafa ýmist algjörlega sloppið við refs- ingu eða fengið mjög væga dóma. Fólki hefur blöskrað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Mig langar að gera hér að um- ræðuefni tvo úrskurði Hæsta- réttar í málum er varða vinnu- slys, og vekja athygli á því hvernig dómarar við æðsta dóm- stól landsins líta á mál. Bæði slysin áttu sér stað árið 1999. Í öðru tilfellinu slasaðist sjómaður um borð í togara en tveir stórir steinar sem höfðu komið upp með trollinu lentu á tveimur skipverjum. Annar þeirra höfð- aði mál á hendur útgerð skipsins vegna meiðsla er hann hlaut, en þar var um að ræða opið bein- brot á vinstra fæti. Í þessu til- felli var talið að sjómaðurinn bæri 1⁄3 ábyrgð á því hvernig fór. Hinn maðurinn lenti í vinnu- slysi er hann féll ofan af þaki húss þar sem hann var við vinnu. Afleiðingarnar urðu lömun neð- an mittis og er maðurinn bund- inn við hjólastól og svo mun verða. Í þessu máli var ekki um deilt að vinnuveitandi bar 100% ábyrgð. Og hvernig skyldu svo úr- skurðir hins háa Hæstaréttar hafa hljóðað? Því er skemmst frá að segja að bætur til mannanna tveggja voru næstum jafnháar, hásetinn með fótbrotið fékk dæmdar tæplega 16 milljónir króna, en sá sem féll af þakinu og situr í hjólastól það sem hann á eftir ólifað fékk einhverjum hundruðum þúsunda meira í sinn hlut. Nú er það svo, að dómarar við Hæstarétt sitja í fílabeinsturni og þurfa engum að standa skil gjörða sinna nema sinni eigin samvisku. Það er hins vegar full ástæða til þess að vekja athygli á því hvað þeir aðhafast í sínum fílabeinsturni og varpa fram þeirri spurningu hvar réttlæti Hæstaréttar Íslands sé að finna. Gylfi Kristjánsson Hæstiréttur – hvar er réttlætið? Höfundur er blaðamaður. EINS og alþjóð veit verður brátt hafist handa við að leggja tvær háspennulínur frá Kára- hnjúkavirkjun til Reyðarfjarðar. Enn hefur Lands- virkjun ekki lokið samningum við alla sem málið varðar, þar á meðal við eina fjölskyldu í nábýli við undirritaðan. Fjölskylda þessi stendur frammi fyrir því að geta ekki nýtt íbúðarhús sitt svo öruggt sé vegna ná- lægðar við línurnar. Það segir sig sjálft að svo mikill orku- flutningur sem þarna verður veld- ur því að enginn tekur þá áhættu að búa við slíkt. Þó ekkert hafi ef til vill verið sannað um skaðsemi raf- segulmengunar þá hefur hún heldur ekki verið afsönn- uð. Að ala börn upp við slíkar aðstæður er óforsvaranlegt. Landsvirkjun hefur neitað að við- urkenna bótaskyldu vegna íbúðarhúss þessarar fjölskyldu og hefur farið fram á eignarnámsheimild, sem var veitt núna fyrir skömmu. En í millitíð- inni sótti fyrirtækið um fram- kvæmdaleyfi til bæjarstjórn- arinnar á Egilsstöðum. Bæjarstjórn gaf leyfið með þeim skilyrðum að lokið væri samn- ingum við landeigendur áður en verk hæfist. Þegar á reyndi guggnaði bæjarstjórn og hvarf frá fyrri skilyrðum og með því er aug- ljóst að bæjaryfirvöld á Egils- stöðum meta undirlægjuhátt við Landsvirkjun meir en það að standa við bak umbjóðenda sinna heima í héraði. Það má segja að hegðun hinna háu herra sem stjórna Lands- virkjun í þessu máli og ýmsum öðrum sé lík og hjá illa uppöldum krakka sem allt hefur fengið, gengist upp í frekju og yfirgangi og klagi í stóru mömmu (iðnaðarráðherra) þeg- ar ekki er gengið að kröfu þeirra skilyrð- islaust. Því er löngu tímabært að þessi kenjakrakki temji sér almenna mannasiði og betri samskiptahætti en hann hefur hingað til viðhaft. Með því að ganga fram gegn íslenskum þegnum á þennan hátt sem Landsvirkjun ger- ir, að skerða eigur þeirra eða gera þær ónothæfar í þeim til- gangi að afhenda er- lendu stórfyrirtæki ís- lenska auðlind á afsláttarkjörum, er Landsvirkjun ekki ein- ungis að ganga gegn eignarétti íslensku stjórnarskrárinnar heldur einnig Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þar kveður á um að allir eigi rétt á að njóta eigna sinna í friði og eigi megi skerða þær nema al- menningsheill krefjist, enda komi fullar bætur fyrir. En að almenningsheill krefjist í þessu máli er út í hött, þar sem einungis erlent stórfyr- irtæki hagnast á þessum við- skiptum. Þess vegna er framkoma Lands- virkjunar gegn fjölskyldunni í Eyrarteigi, sem og öðrum sem ósamið er við, hrein og klár vald- níðsla. Það eitt er víst. Háspenna – lífshætta! Guðmundur Ármannsson fjallar um áform Landsvirkj- unar um lagningu háspennulína frá Kárahnjúkavirkjun til Reyðarfjarðar ’Þess vegna erframkoma Landsvirkjunar gegn fjölskyld- unni í Eyrar- teigi, sem og öðrum sem ósamið er við, hrein og klár valdníðsla.‘ Höfundur er bóndi Vaði, Skriðdal. Guðmundur Ármannsson Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.