Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 40

Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Æskulýðs- og léttmessa í Árbæjarkirkju ÞAÐ verður mikið um dýrðir frá morgni til kvölds í Árbæjarkirkju sunnudaginn 6. mars á æskulýðs- degi þjóðkirkjunnar. Dagurinn hefst með æskulýðsguðsþjónustu kl. 11.00. Þar munu börn og ung- menni safnaðarins koma fram með hljóðfæraslætti, söng, ritn- ingalestri og bænum. Rebbi refur og fleiri góðar brúður mæta á svæðið og skemmta ungum sem öldnum. Börn úr STN – TTT og úr æskulýðsfélaginu Lúkasi syngja lofgjörð. Stúlkur úr eldri deild æskulýðsfélagsins munu „hafa allt á hornum sér“ og selja skinkuhorn en afrakstur sölunnar fer í ferðasjóð þeirra. Um kvöldið kl. 20.00 verður léttmessa með Idolstjörnum fyrra árs þeim Jóni Sigurðssyni og Rannveigu Kára- dóttur, sem munu leiða söng, en Ómar Guðjónsson leikur undir á gítar. Gospelkórinn verður með kaffihlaðborð gegn vægu verði á eftir í safnaðarheimilinu en af- rakstur kaffisölunnar rennur í ferðasjóð kórsins. Viljum við- hvetja alla til að koma og eiga góðan dag í kirkjunni sinni á æskulýðsdegi kirkjunnar. Æskulýðsdagurinn í Hjallakirkju Á ÆSKULÝÐSDAGINN verður mikið um að vera í Hjallakirkju, Kópavogi. Guðsþjónustan kl. 11 verður helguð unga fólkinu. Krakkar úr æskulýðsstarfi kirkj- unnar munu koma að flestum þáttum guðsþjónustunnar, þeir lesa ritningarlestra og bænir, flytja prédikun og taka fullan þátt í því sem fer fram. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlistina sem að sjálfsögðu verður með léttu sniði. Í barnaguðsþjónustu kl. 13 mun Stoppleikhópurinn flytja leikritið Kamillu og þjófinn eftir Kari Vinje. Leikritið segir frá Kamillu litlu sem býr með Soffíu systur sinni í Sólarstofu. Besti vinur Kamillu er innbrotsþjófurinn Sebastían sem ákveður einn dag- inn að hætta að stela og verða Guðs barn. Skemmtileg og frísk- leg saga, uppfull af mannlegri hlýju og húmor. Verið hjartanlega velkomin í Hjallakirkju á sunnu- daginn. Gospelmessa og æskulýðsdagur í Norðfjarðarkirkju NÚ á sunnudaginn kemur, 6. mars, kl. 11:00 höldum við gosp- elmessu með aðstoð tveggja kóra; kórsins okkar og kórs Eskifjarð- arkirkju, og við undirleik hljóm- sveitar. Organistar beggja sókna aðstoða. Að þessu sinni er barna- starfið minna en venjulega vegna þessa, en ætti að vera jafn ánægjulegt sem fyrr. Að sjálf- sögðu eru allir velkomnir og má vera ljóst að mikil fjölbreytni rík- ir í messuhaldinu og safnaðarlíf- inu hér hjá okkur. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar, sem er líka 6. mars, fléttast inn í þetta og við ætlum að minnast þess í kirkjunni með hljómsveit og lifandi tónlistarflutningi. Ferm- ingarbörn aðstoða og unglingar syngja. Hvetjið því börn og ung- linga til að mæta. Æskulýðsmessa í Grafarvogskirkju ÆSKULÝÐSMESSA verður í Grafarvogskirkju kl. 20. Séra Bjarni Þór Bjarnason leiðir stund- ina. Sérstakur gestur kvöldsins er söngvarinn Jón Jósep Snæbjörns- son, „Í svörtum fötum“. Jónsi (eins og hann er oftast kallaður) verður með hugleiðingu fyrir unga fólkið og að sjálfsögðu tekur hann nokkur lög fyrir okkur. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta, ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Kvöldmessurnar í Grafarvogs- kirkju eru hin besta sálarfæða. Tónlist, íhugun og bænarefnum er flettað saman á ljúfan og notaleg- an hátt. Komið og eigið góða stund í nærandi samfélagi Guðs og manna. Kirkju- og æskulýðs- dagur í Áskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 6. mars, verður árlegur kirkjudagur safnaðarfélags Ásprestakalls. Sá dagur er jafnframt æskulýðs- dagur Þjóðkirkjunnar. Mun guðs- þjónusta kirkjudagsins mótast nokkuð af því og þess vænst að kynslóðirnar mætist við guðsþjón- ustu í Áskirkju kl. 14.00 og því verður ekki barnaguðsþjónusta fyrir hádegið svo sem venja er. Herra Karl Sigurbjörnsson, bisk- up Íslands, prédikar við Guðsþjón- ustuna, Oddný Sigurðardóttir syngur einsöng, kór Áskirkju syngur, organisti er Kári Þormar, og sóknarprestur þjónar fyrir alt- ari. Börn úr TTT-starfinu, tíu til tólf ára börn, sýna helgileik undir stjórn leiðtoga sinna þeirra Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Péturs Þórs Benediktssonar. Ferming- arbörn lesa ritningarorð. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala í safn- aðarheimili Áskirkju. Þó verða öllum börnum boðnar veiting- arnar á æskulýðsdegi. Allur ágóði af kaffisölu kirkjudagsins rennur til framkvæmda við kirkjuna og henni til prýðis, en kirkjudag- urinn hefur um árabil verið einn helsti fjáröflunardagur Safn- aðarfélagsins. Kirkjubíllinn mun flytja íbúa dvalarheimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar að og frá kirkju. Hormottan, Burning Hamsters og The Beautifuls í Bústaðakirkju BARNAMESSA klukkan 11:00. Þar koma saman börn og fjöl- skyldur þeirra í létta sam- verustund þar sem söngur og gleði ræður ríkjum. Foreldrar eru hvattir til þátttöku. Börnin fá að venju fræðsluefni í samverunni í formi límmiða sem límdur er inn í sérstaka límmiðabók sem þau hafa fengið fyrr í vetur. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14:00. Í guðsþjónustu þessa sunnudags klukkan 14:00 munu hljómsveit- irnar Hormottan, Burning Hamst- ers og The Beautifuls spila í mess- unni og annast að mestu um tónlistarflutning þessa dags. Hljómsveitirnar eru skipaðar ung- lingum úr Réttarholtsskóla. Bryn- hildur Bolladóttir, formaður nem- endaráðs skólans og starfsmaður í barnastarfi Bústaðakirkju, flytur predikun dagsins. Molasopi og djús eftir messu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja ungmennunum til messu. Söngur og dans í Laugarnesi VIÐ fjölskylduguðsþjónustu í Laugarneskirkju á morgun, 6.3., kl. 11:00 verður margt sem gleð- ur. Í tilefni af æskulýðsdegi Þjóð- kirkjunnar fer allt fram á for- sendum barna að þessu sinni. Unglingar koma fram í söng, hljóðfæraleik og dansi og flytja frumsamdar bænir. Fróðleiks- þyrsti trúðurinn heimsækir börnin og lærir meira um Jesú, auk þess sem sýnd verður Biblíustuttmynd eftir börn í kirkjustarfinu, sem hefst kl. 10:55 þegar flestir eru þegar komnir til kirkju. Hvetjum við fullorðna til að fjölmenna og veita unga fólkinu athygli og uppörvun á þessum degi. Aðalsafnaðarfundur Laugarnessóknar AÐ lokinni æskulýðsguðsþjónustu í Laugarneskirkju á sunnudaginn 6. mars kl. 11:00 verður aðalsafn- aðarfundur safnaðarins haldinn um kl. 12:30. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa verður boðið upp á lifandi og skemmtilega úttekt á safnaðarstarfi Laugarneskirkju. Safnaðarfólk er hvatt til að mæta en allir eru velkomnir. F.h. sóknarnefndar Laugarnes- kirkju, Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri. Fyrirlestur í Landakoti DR. SIGURÐUR Örn Stein- grímsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands, flyt- ur erindi um „Abraham í Kanaan“ í safnaðarheimili kaþólskra á Há- vallagötu 16. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og eru allir áhugasamir hjartanlega velkomnir. Góður gestur í Færeyska sjómannaheimilinu FÆREYSKI presturinn Martin Rerstorff Jacobsen kemur í heim- sókn í Færeyska sjómannaheimilið um helgina. Í tilefni heimsókn- arinnar verður kvöldvaka á laug- ardagskvöldið kl. 20.30 í sjó- mannaheimilinu. Sunnudaginn kl. 15.00 verður guðsþjónusta í Háteigskirkju, Martin Restorff Jacobsen predik- ar. Kaffi verður í sjómannaheim- ilinu á eftir. Allir velkomnir. Hátíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði GUÐSÞJÓNUSTA morgundagsins verður með léttum og skemmti- legum blæ í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði. Hljómsveit Fríkirkjunnar, Fríkirkjubandið, mun sjá um allan undirleik og kór kirkjunnar leiðir sönginn. Að lokinni guðsþjónustu verður svo Kvenfélag kirkjunnar með sinn árlega basar í safnaðarheim- ilinu og er þess vænst að safn- aðarfólk fjölmenni og styrki hið frábæra starf Kvenfélagsins. Kvenfélag kirkjunnar er burðarás í öllu safnaðarstarfi og framlag þess til uppbyggingar safn- aðarstarfsins ómetanlegt. Guðsþjónustan hefst kl. 13 og basarinn strax að lokinni guðs- þjónustu. Ráðherrar og þingmenn lesa úr Passíusálmunum 9. FEBRÚAR sl., á öskudag, kl. 18:00 hófust stuttar helgistundir í Grafarvogskirkju sem eru alla virka daga föstunnar, í 31 skipti alls. Síðasta stundin mun verða 23. mars nk. Hver helgistund stendur yfir í fimmtán mínútur. Þessar helgistundir bera yf- irskriftina „Á leiðinni heim“. Fólk getur komið við í Graf- arvogskirkju að loknum vinnudegi og hlustað á lestur úr einum pass- íusálmi í hvert sinn. Að þessu sinni lesa ráðherrrar og alþing- ismenn úr Passíusálmunum. Í næstu viku munu þingmenn- irnir og ráðherrarnir Siv Frið- leifsdóttir, Árni Magnússon, Björn Bjarnason, Birkir J. Jónsson og Lúðvík Bergvinsson lesa. Æskulýðsmessa í Fella- og Hólakirkju ÆSKULÝÐSMESSA verður í Fella- og Hólakirkju á sunnudag kl. 20.00. Unglingar úr æsku- lýðsstarfi kirkjunnar sjá um messuna. Tónlist er í höndum hljómsveitarinnar „Stone slingers“. Boðið er upp á súkku- laðiköku og ískalda mjólk að messu lokinni. Þorsteinn og Bassi í Hveragerðiskirkju FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 10. mars kl. 20:00 heimsækir Þor- steinn H. Þorsteinsson tollvörður Hveragerðiskirkju. Þorsteinn er forvarnafulltrúi Tollstjóraembættisins og beinir fræðslu sinni fyrst og fremst til unglinga og foreldra þeirra. Fermingarbörn og foreldrar þeirra og forráðamenn eru við- mælendur, sem Þorsteinn sækist sérstaklega eftir að hitta. Hund- urinn Bassi verður trúlega með Þorsteini í för. Þorsteinn mun einnig flytja eigin tónlist. Þeir vænta þess að sjá sem flest fermingarbörn, foreldra og ung- linga í Hveragerði í Hveragerð- iskirkju. Æskulýðsdagurinn í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN sunnudag er æsku- lýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Að venju verður mikið um að vera í Hafnarfjarðarkirkju. Dagurinn hefst á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Hljómsveit leiðtoga leikur. Unglingakórinn syngur. Sr. Þór- hallur leiðir „kirkjuleikinn“. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Um kvöldið er æskulýðsguðs- þjónusta kl. 20.00. Æskulýðsfélag kirkjunnar annast stundina. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur undir söng. Krakkar í Æskó sýna leikrit. Unglingakórinn syngur. Að lokinni guðsþjónustunni bjóða fermingarbörn öllum kirkjugest- um til kaffiveislu í safnaðarheim- ilinu. Dagur unga fólksins í Seljakirkju DAGURINN sá hefst á barnaguðs- þjónustu kl. 11. Þar mun barna- kór Seljakirkju koma fram og syngja undir stjórn Önnu Mar- grétar Óskarsdóttur. Æskulýðs- guðsþjónusta verður kl. 14. Jón Ómar Gunnarsson, guðfræðinemi og leiðtogi í æskulýðsfélaginu SELA, prédikar. Þá verður al- mennur safnaðarsöngur þar sem kunnir æskulýðssöngvar verða sungnir undir stjórn Jóns Bjarna- sonar, tónlistarstjóra Seljakirkju. Félagar í SELA flytja ritning- arorð. Kvöldvaka hefst kl. 20. Ólafur Jóhann Borgþórsson, guð- fræðinemi og leiðtogi í æskulýðs- félaginu SELA, flytur hugvekju. Hljómsveitirnar Amos og Nylon flytja tónlist. Verið velkomin. Æskulýðsdagurinn í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 6. mars verður æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur í Hallgríms- kirkju. Á sunnudagsmorgni kl. 10.00 verður fræðslumorgunn með er- indi dr. theol. Clarnece Glad um tilurð Nýja testamentisins. Kl. 11. verður barna- og fjölskyldumessa í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjarts- sonar og Magneu Sverrisdóttur djákna með fjölbreyttri dagskrá. Fiðlusveit frá Allegro Suzuki- tólistarskólanum kemur í heim- sókn og leika börnin á fiðlurnar sínar undir stjórn Þórdísar Stross. Þá syngja Unglingakór Hallgríms- kirkju og Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Org- anisti Hörður Áskelsson. Kvöldvaka verður kl. 20.00 með þátttöku ungs fólks. Í fjölbreyttri dagskrá kvöldsins veður m.a. söngur, dans og hljóðfæraleikur. Unglingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar, Hildur Heimisdóttir og Inga Hlíf Melvinsdóttir leika á selló og þverflautu, danshópurinn Eldmóður sýnir dans og ferming- arbörn hafa helgileik. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar í safn- aðarsal. Meiri átök um textann í Hallgrímskirkju Á SUNNUDAGINN kemur, 10. mars, mun dr. Clarence Glad halda áfram erindi sínu „Átökin Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.