Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 41
um textann“. Clarence ræddi síð- astliðinn sunnudag um sögusviðið sem kristin trú gekk inn á á sín- um tíma, við hvaða aðstæður söfn- uðirnir störfuðu, hver voru ein- kenni þeirra og upphaf hinna kristnu rita. Á sunnudag mun hann greina frá sögu ritanna, hvernig þeim var safnað í Nýja testamentið og hvaða rit voru ekki tekin með og hvers vegna. Hann mun því vænt- anlega svara ýmsum spurningum sem vaknað hafa í huga ýmissa við lestur Da Vinci-lykilsins og fleiri hliðstæðra reyfara. Samstaða og vinátta í Kópavogskirkju Í ÁR eru 50 ár liðin frá því að Kópavogur fékk kaupstaðarrétt- indi. Þeirra tímamóta verður minnst á æskulýðsdaginn, í guðs- þjónustu sem hefst kl. 11. Þar verða m.a. færðar þakkir fyrir góðan bæ og þá samstöðu og vin- áttu sem frá fyrstu tíð hefur ein- kennt Kópavogsbúa. Skólakór Kársness syngur og krakkar úr 8–9 ára og 10–12 ára starfi kirkj- unnar taka virkan þátt í guðsþjón- ustunni. Strengjasveit ungra tón- listarmanna annast tónlistarflutning. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Æskulýðsmessur – Neskirkja og Dómkirkjan UNGA fólkið les, leikur helgileiki, hugleiðir, syngur og biður í mess- um Neskirkju á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Fjölskyldumessan kl. 11 árdegis er í umsjón starfsmanna barna- starfs kirkjunnar. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja ásamt félögum í Kór Neskirkju. Organisti er Steingrímur Þór- hallsson. Kaffihúsið opið eftir messu. Dómkirkjan og Neskirkja standa saman að æskulýðsmessu kl. 20. Unglingar úr NEDÓ sjá um efnið. Unglingahljómsveit, Kirkju- bandið, sér um undirleik og tón- list. Prestar eru sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Á æskulýðsdegi eru allir velkomnir í kirkju, ungir sem aldnir! Kristniboðsvika að hefjast í Reykjavík ÁRLEG kristniboðsvika Kristni- boðssambandsins hefst með sam- komu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg sunnudaginn 6. mars kl. 17. Fjölbreytt dagskrá verður og barnastarfið heldur sínu striki á meðan. Síðan verða samkomur á sama stað þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 20 og kristni- boðskvöld í Neskirkju á föstudag kl. 20 með fjölbreyttri dagskrá. Kristniboðsvikunni lýkur með samkomum á laugardagskvöld kl. 20:30 og sunnudag kl. 17 í húsi KFUM og KFUK. Á vikunni verður starf Kristni- boðssambandsins í Keníu, Eþíópíu og víðar kynnt í máli og myndum, fluttar verða hugvekjur og stutt ávörp auk söngs og tónlistarflutn- ings. Allir eru hjartanlega vel- komnir á allar samkomur vik- unnar. Æskulýðsdagurinn í Dómkirkjunni Á SUNNUDAG verður barna- samkoma kl. 11. Barnakór Dóm- kirkjunnar syngur undir stjórn Kristínar Valsdóttur og börn úr ýmsum starfsþáttum æskulýðs- starfsins koma fram með lofgjörð, boðun og bæn. Umsjónarmaður er Hans G. Alfreðsson æskulýðs- fulltrúi. Efni dagsins er tengt sköpuninni, náttúrunni og umönn- un hennar. Af því tilefni heim- sækja þingfulltrúar Búnaðarþings samkomuna og Haraldur Bene- diktsson, formaður bændasamtak- anna, ávarpar hana. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 41 MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safnaðarfélags Áskirkju og Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar. Guðsþjónusta kl. 14.00. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands pré- dikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari, Oddný Sigurðardóttir syngur einsöng, fé- lagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar. Börn úr TTT-starfinu sýna helgileik undir stjórn leiðtoga sinna Önnu Mar- grétar Guðmundsdóttur og Péturs Þórs Benediktssonar. Fermingarbörn lesa ritn- ingarorð. Kaffisala Safnaðarfélags Ás- kirkju í Safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustuna og fram eftir degi. Kirkjubíllinn ekur. BÚSTÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan 11:00. Þar koma saman börn og fjöl- skyldur þeirra í létta samverustund þar sem söngur og gleði ræður ríkjum. For- eldrar eru hvattir til þátttöku. Börnin fá að venju fræðsluefni í samverunni í formi lím- miða sem límdur er inn í sérstaka lím- miðabók sem þau hafa fengið fyrr í vetur. Æskulýðsguðsþjónusta kl. 14:00. Hljóm- sveitirnar Hormottan, Burning Hamsters og The Beautefuĺs spila í messunni og annast að mestu um tónlistarflutning þessa dags. Hljómsveitirnar eru skipaðar unglingum úr Réttarholtsskóla. Brynhildur Bolladóttir, formaður nemendaráðs skól- ans, og starfsmaður í barnastarfi Bú- staðakirkju flytur predikun dagsins. Mola- sopi og djús eftir messu. Foreldrar eru hvattir til að fylgja ungmennunum til messu. DÓMKIRKJAN: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá Hans G. Alfreðssonar, æskulýðsfulltrúa og sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar. Barnakór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kristínar Valsdóttur og hljómsveit skipuð ungmennum úr æsku- lýðsstarfinu leikur og syngur. GRENSÁSKIRKJA: Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Halldór Elías Guðmundsson djákni og framkvæmdastjóri prédikar. Ólafur Jó- hannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Svala Thomsen djákni prédikar. Sr. Hreinn S. Hákonarson þjónar fyrir altari. Organisti Kjartan Ólafs- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Átökin um textann II. Hvaða rit röt- uðu í Nýjatestamentið, hver ekki og hvers vegna? Dr. theol Clarence Glad. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar. Umsjón sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og Magnea Sverr- isdóttir djákni. Fiðlusveit frá Allegro Suz- uki tónlistarskólanum leikur. Unglingakór og Drengjakór Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju syngja undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar. Organisti Hörður Áskelsson. Kvöldvaka kl. 20:00 með þátttöku ungs fólks. Fjölbreytt dagskrá m.a.: Söngur, dans og hljóðfæraleikur. Unglingakór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Hildur Heimisdóttir og Inga Hlíf Melvinsdóttir leika á selló og þver- flautu, danshópurinn Eldmótur sýnir dans og fermingarbörn hafa helgileik. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Stund fyrir börn og fullorðna á æskulýðs- degi þjóðkirkjunnar. Stopp-leikhkúsið flyt- ur leikritið Kamilla og þjófurinn. Kór kór- skólans og Graduale Nobili syngja. Börn leika á hljóðfæri og lesa. Sóknarprestur og starfsfólk barnastarfs leiða stundina. Hressing. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00 á Æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar. Börn úr sunnudagaskólanum, Kirkjuprökkurum og TTT koma fram. Ferm- ingarbörn flytja frumsamdar bænir og leika á hljóðfæri. KMS-hópurinn sýnir upp- hafsatriðið úr söngleiknum um Jósefínu og systurnar en Kór Laugarneskirkju leiðir sönginn undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Það eru sunnudaga- skólakennarar, sóknarprestur og með- hjálpari safnaðarins sem leiða stundina. Aðalsafnaðarfundur kl. 12:30 haldinn í safnaðarheimilinu. Allt fólk hvatt til að taka þátt í vel skipulögðum og skemmti- legum fundi þar sem safnaðarmálin eru reifuð yfir kaffibolla. Harmonikkuball ferm- ingarfjölskyldna og fatlaðra kl. 18:00, haldið í sal Sjálfsbjargar á höfuðborg- arsvæðinu. Reynir Jónasson þenur nikk- una og hjónin Matthildur Guðmundsdóttir og Jón Freyr Þórarinsson, fyrrum skóla- stjóri Laugarnesskóla, stýra dansi. NESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11 í um- sjón barnastarfs kirkjunnar. Ungmenni lesa. Barnakór og Stúlknakór Neskirkju syngja ásamt félögum í Kór Neskirkju. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Kaffihúsið opið eftir messu. Æskulýðsmessa kl. 20 sem Dómkirkjan og Neskirkja standa saman að. Unglingar úr NEDÓ sjá um efnið og unglinga- hljómsveit sér um undirleik og tónlist. Prestar eru sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og dr. Sigurður Árni Þórðarson. Á æsku- lýðsdegi eru allir velkomnir í kirkju! SELTJARNARNESKIRKJA: Æskulýðsdag- urinn haldinn hátíðlegur með poppmessu kl.11. Hljómsveitin Bertel mun spila í góð- um takti. Fermingarbörn aðstoða við messuna. Organlisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Arna Grét- arsdóttir. Foreldrafundur fermingarbarna að lokinni messu. Minnum á gospelstuð á æskulýðsfundi kl.20. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11.00. Fermdur verður Jakob Ágúst Krist- jánsson. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller sem verður við hljóðfærin. Allir vel- komnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl.11. Börn og unglingar leiða guðs- þjónustuna. Börn úr tónlistaskólum leika nokkur lög. Kaffi og meðlæti á eftir. Létt- messa um kvöldið kl. 20. Jón Sigurðsson og Rannveig Káradóttir Idolstjörnur síð- astliðins árs leiða sönginn ásamt gít- armeistaranum Ómari Guðjónssyni. Í stað hugvekju verður stuttmynd. Eftir messu býður gospelkór kirkunnar til kaffihlað- borðs fyrir einungis 500 krónur á mann- inn. BREIÐHOLTSKIRKJA: Æskulýðsdagurinn. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 með þátt- töku fermingarbarna og barna úr TTT og Kirkjuprökkurum. Einsöngur og einleikur á trompet. Börn úr Tónskóla Eddu Borgar leika á hljóðfæri. Sr. Gísli Jónasson og sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir þjóna, Halla Jónsdóttir flytur hugleiðingu. DIGRANESKIRKJA: Æskulýðsdagurinn. Messa kl 11. Börn og leiðtogar í sunnu- dagaskóla, 6–9 ára og 10–12 ára starfi leiða messuna. Prestur sr. Gunnar Sig- urjónsson. Léttur málsverður í safn- aðarsal eftir messu (sjá nánar www.digra- neskirkja.is) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son og Sigríður Rún Tryggvadóttir aðstoða börnin úr barnastarfi kirkjunnar við helgi- haldið. Barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þór- hallsdóttur. Stelpurnar úr stelpustarfinu selja kaffi eftir messu til fjáröflunar fyrir vorferð sína. Æskulýðsmessa kl. 20.00. Unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar sjá um messuna. Tónlist er í höndum hljóm- sveitarinnar „Stone slingers“. Boðið er upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk að messu lokinni. GRAFARHOLTSSÓKN: Messa í Þjón- ustusalnum, Þórðarsveig 3 kl. 11. Prestur séra Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðs- prestur. Organisti Hrönn E. Helgadóttir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Elínborg Gísladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari er Stefán Birkisson. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Lena Rós Matthíasdóttir. Umsjón hafa Gummi og Dagný. Unglingakór Grafarvogskirkju syng- ur. Stjórnandi er Oddný J. Þorsteinsdóttir. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. Guðsþjónusta kl. 15:30 á Hjúkrunarheim- ilinu Eir. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Guðlaugur Vikt- orsson. Æskulýðsmessa kl. 20:00. Séra Bjarni Þór Bjarnason leiðir stundina. Sér- stakur gestur kvöldsins er söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, „Í svörtum fötum“. Verður hann með hugleiðingu fyrir unga fólkið og tekur nokkur lög fyrir okkur. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta, ásamt fjölskyldu sinni og vinum. HJALLAKIRKJA: Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor- valdur Halldórsson syngur og leikur undir létta og skemmtilega tónlist. Krakkar úr barna- og æskulýðsstarfinu lesa ritning- arlestra og bænir, og aðstoða við ýmsa þætti guðsþjónustunnar. Barnaguðsþjón- Morgunblaðið/Sverrir Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. Æskulýðs- dagurinn. (Jóh. 6.) FYRSTU almennu fermingar ársins fara fram um helgina og eru tilkynningar um þær að finna í sérstöku fermingarblaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Tilkynningarnar eru frá kirkjunum í Keflavík, Njarðvík og kaþólska söfnuðinum. Í fermingarblaðinu er einnig að finna upplýsingar um allar fermingar í vor; hvenær þær verða haldnar og hvar. Fyrstu ferming- ar ársins 1446 - siminn.is hamingjuóskir Sendu E N N E M M / S ÍA / N M 15 4 9 9 Það kostar aðeins 830 kr. að senda skeyti og ekki nema 730 kr. ef þú pantar það á netinu. Sendu hamingjuóskir – við hjálpum þér að láta það gerast. Pantaðu heillaóskaskeyti á fermingardaginn í síma 1446 eða á siminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.