Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigursteinn G.Melsteð fæddist í
Reykjavík 22. ágúst
1938. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 18. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Helga
Símonardóttir Mel-
steð, f. 22. maí 1914,
d. 1. október 2000,
og Gunnlaugur
Bjarnason Melsteð f.
5. maí 1908, d. 21.
janúar 1962. Sigur-
steinn var elstur
barna þeirra hjóna,
hin eru Símon, f. 25.9. 1939, d.
4.10. 1983, Pétur Þór, f. 27.1. 1941,
Jónína Ingileif, f. 8.8. 1944 og
Gunnlaugur Bjarni, f. 12.4. 1949,
d. 6.8. 1979, og samfeðra Erla
Thomsen, f. 2.1. 1946.
Sigursteinn kvæntist 26.12.
1959 Hönnu Ingólfsdóttur, f. 2.6.
1940. Foreldrar hennar eru Ing-
ólfur Árnason, f. 19.6. 1916, og
Hrefna Sigurðardóttir, f. 27.3.
1915, d. 4.11. 2000, bændur í
Krossgerði. Systkini Hönnu eru
vallasveit. Hann vann um ferming-
araldur um tíma hjá séra Jóhanni
þjóðgarðsverði á Þingvöllum og á
unglingsárum með Gunnlaugi föð-
ur sínum við smíðar, m.a. á Kefla-
víkurflugvelli. Eftir hefðbundna
skólagöngu lærði hann rennismíði
á Vélaverkstæði Sigurðar Svein-
björnssonar og í Iðnskólanum í
Reykjavík. Hann tók sveinspróf
1959 og fékk skömmu síðar meist-
araréttindi. Árið 1961 flutti fjöl-
skyldan til Breiðdalsvíkur og
keypti þar verkstæði sem var í
gömlu húsi í eigu Kaupfélagsins en
byggði síðar yfir starfsemina og
rak þar alhliða verkstæði sem
sinnir þjónustu við landbúnað,
sjávarútveg og bifreiðar í 44 ár.
Sigursteinn var slökkviliðsstjóri á
Breiðdalsvík í um 30 ár. Hann var
virkur í félagsstarfi, m.a. í Björg-
unarsveitinni Einingu á Breiðdals-
vík og Lionsklúbbnum Svani frá
stofnun hans 22. maí 1976, var for-
maður klúbbsins um skeið og var
heiðraður með Melvin Jones-skild-
inum 11. desember 2004. Sigur-
steinn var áhugamaður um tónlist
og spilaði á harmonikku á dans-
leikjum í mörg ár.
Kveðjuathöfn um Sigurstein var
í Grafarvogskirkju 3. mars.
Sigursteinn verður jarðsunginn
frá Heydalakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Alda, f. 1939, Aðal-
heiður, f. 1941, Örn, f.
1943, Sigurður, f.
1944, Kristín, f. 1947,
Hansína, f. 1948, Kol-
brún, f. 1949, Árni, f.
1953, Þór, f. 1955, og
Anna, f. 1956. Sigur-
steinn og Hanna eiga
þrjú börn, þau eru: 1)
Hrafn véliðnfræðing-
ur, f. 15.10. 1959, maki
Oddný Þóra Sigurðar-
dóttir leikskólakenn-
ari, f. 20.2. 1960, synir
þeirra eru Sigurður
Már, f. 1994, og Sig-
ursteinn Orri, f. 1996. 2) Helga
Hrönn rennismiður, f. 8.10. 1965,
maki Ingólfur Finnsson bifvéla-
virki, f. 12.7. 1967, börn þeirra eru
Hrefna, f. 1990, og Eyþór, f. 1994.
3) Ómar Ingi bifvélavirki, f. 6.9.
1968, maki Sigríður Árnadóttir
djáknanemi, f. 16.10. 1974, dóttir
hennar er Silvía Rut Ástvaldsdótt-
ir, f. 1991.
Sigursteinn ólst upp í Reykjavík
en var einnig mikið hjá móðurfor-
eldrum sínum í Vatnskoti í Þing-
Faðir minn hefur kvatt okkar
jarðvist eftir erfið veikindi undir það
síðasta. Innst inni var ljóst hvert
stefndi, en hver vill trúa því að ein-
hvern tímann verði barið að dyrum
með þessum hætti hjá manni sem
hefur lifað svo heilbrigðu lífi sem
hann pabbi minn. Það vill enginn
trúa því þótt við öll vitum að það
kemur að því fyrr eða síðar.
Það er sorg og söknuður í huga og
það er margs að minnast þegar góð-
ur faðir og vinur er farinn. Ég er
þakklátur pabbi fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum saman. Þær
voru margar. Ógleymanlegar ferðir
um landið að sumri sem vetrum, og
ekki var ævintýrið minna þegar vél-
sleðarnir voru teknir með og farið
inn á heiði með skíðin.
Eitthvert sannleikskorn er
ábyggilega til í því að allar leiðir ut-
an af landi séu styttri en frá höf-
uðborgarsvæðinu, því nutum við
fjölskyldan þess að pabbi og mamma
voru tíðir gestir hjá okkur eftir að
við fluttumst á suðvesturhornið. Í
dag er það okkur svo mikilvægt hvað
þú varst ákveðinn í því að stórfjöl-
skyldan hittist reglulega, að kynnin
glötuðust ekki.
Í mínum huga var það dýrmæt
reynsla að fá að alast upp með þér á
verkstæðinu þar sem ýmislegt var
brallað og margir draumar rættust
og aðrir ekki. Ég er þakklátur fyrir
og ég trúi því að synir mínir hafi
ekki viljað missa af þeim tíma sem
þú varðir með þeim við spjall og að
spila á harmonikuna með þeim tím-
unum saman, enda báðir áhuga-
samir við sína tónlist. Svo ofarlega
varst þú í huga þeirra og þeir sælir
með og við öll að geta haft þig hér
þessa síðustu mánuði og þeir að geta
heimsótt þig á sjúkrahúsið með
hljóðfærin sín til að spila fyrir þig.
Það verður söknuður pabbi minn
þegar við heimsækjum Breiðdalsvík
næst og þú verður ekki til staðar að
taka á móti okkur, við munum líka
sakna þess að fá þig í heimsókn í
framtíðinni pabbi minn en við mun-
um hugga okkur við góðar minning-
ar sem munu vakna svo víða, svo
víða fórum við.
Elsku mamma, þín verða við-
brigðin mest og söknuðurinn sárast-
ur. Við vonumst þó til að fá að njóta
þín áfram eins og hingað til fyrir
austan og hér á Bakkastöðum.
Hrafn.
Mig skortir orð til að reyna að
kveðja þig og þakka þér, elsku Steini
minn, fyrir allt sem þú varst mér og
strákunum mínum.
Í mínum sorgmædda huga er að-
eins þakklæti, þakklæti fyrir allan
þann kærleika, gleði og væntum-
þykju sem þú gafst mér og sam-
fylgdina í heilan aldarfjórðung. All-
ar óteljandi stundirnar jafnt í
undursamlegum hversdagsleikan-
um sem og við hátíðleg tækifæri á
Breiðdalsvík, hjá okkur, um landið
þvert og endilangt jafnt í byggð sem
óbyggðum, í Danmörku, Þýskalandi,
í gönguferðum á skíðum, vélsleðum
og kajökum, alla hjálpina við hús-
bygginguna, garðvinnu og allt, allt
hitt.
Þakka þér fyrir að koma suður og
halda utan um mig í vor þegar ég
þurfti svo á því að halda, umvefja
strákana í kirkjunni og vera til stað-
ar. Takk fyrir allar lærdómsríku,
ljúfu en oft erfiðu stundirnar síðan.
Takk fyrir að fá að njóta þess að
hafa þig nálægt, kynnast enn betur
öllu yndislega fólkinu sem var svo
duglegt að heimsækja þig og þú sel-
skapsmaðurinn naust þess. Þú varst
ákveðinn í að vera ekki veikur og
halda þínu striki, njóta lífsins. Enn
og aftur spyr ég í vanmætti mínum:
Af hverju?
Takk fyrir að kynna mig fyrir
harmonikunni við óteljandi tæki-
færi, hvað er ljúfara en að fara inn í
draumalandið út frá dásamlegum
hljómum, kannski get ég fengið Sig-
urð Má til að breyta um æfingar-
tíma! Þegar þú gast ekki lengur spil-
að á harmonikuna þína héldu
strákarnir mínir áfram að halda tón-
leika fyrir okkur en án undirleikar-
ans afa. Takk fyrir að gefa þeim tón-
listargenin, allt bendir til að nafni
þinn hafi ekki bara fengið þau held-
ur líka að spila lengi, til hvers að
hætta þegar er gaman?
Öll mín bros og öll mín tár
eru þaðan runnin,
gleðin ljúf og sorgin sár
af sama toga spunnin.
(Örn Arnarson.)
Ég veit að ég á eftir að tala um þig
eins og þú sért hér um ókomna tíð
því Steini og Hanna eru svo nátengd
í mínum huga. Ég geri allt sem í
mínu valdi stendur til að styðja ást-
ina þína, sem hefur misst svo mikið,
við að takast á við lífið án þín. Að
lokum elsku tengdapabbi, þúsund
þakkir og kossar fyrir stóra strákinn
þinn.
Ég kveð þig með trega, þín
Oddný.
Stórt skarð er höggvið í fjöl-
skylduhópinn. Sigursteinn bróðir er
fallinn frá. Hann barðist hetjulegri
baráttu við krabbamein. Hann hélt
sínu striki, þrátt fyrir margra ára
veikindi. Ferðalög innanlands og ut-
an voru hans líf og yndi. Hann unni
íslenskri náttúru og kyrrð á fjöllum
og fór í margar ferðir með eigin-
konu, fjölskyldu og vinum.
Ungur að árum og nýútskrifaður
rennismíðameistari kvæntist hann
Hönnu Ingólfsdóttur, þau fluttu
austur á Breiðdalsvík. Þar opnaði
hann stórt verkstæði sem Helga
dóttir hans og Ingólfur tengdasonur
reka. Þau halda þar með merki Sig-
ursteins á lofti. Hann var mjög fjöl-
hæfur tæknimaður, gerði við bíla,
skip og vélar í verksmiðjum. Það var
lítið mál að smíða sjálfur stykki ef
það vantaði varahluti í vélar. Mikið
var leitað til hans, með alls konar
lagfæringar.
Hann vann mikið með Lionshreyf-
ingunni og var heiðraður af henni.
Sigursteinn var mikið gefinn fyrir
tónlist og greip hann oft í nikkuna
við hin ýmsu tækifæri. Nikkan var
alltaf með í ferðalögum og oft spilaði
hann á böllum í sveitinni.
Hugur minn reikar aftur til
bernskunnar og verð ég þá að minn-
ast á þann mikla skóla sem við
systkinin fengum þegar við dvöldum
hjá Jónínu ömmu og Símoni afa í
Vatnskoti í Þingvallasveit. Þar var
menningarheimili og stundaðar
ýmsar uppfinningar sem voru ein-
stæðar. Til dæmis man ég eftir
vatnahjóli sem ennþá var til þegar
ég var krakki, þá orðið tuttugu ára
gamalt. Við fengum að fara út vatnið
á hjólinu ef Sigursteinn var við
stjórnvölinn. Hann þótti vera traust-
ur og öruggur. Þannig reyndist
hann okkur öllum.
Afi sagði okkur sögu þegar út-
varpið hóf útsendingar, þá var ekki
rafmagn í sveitinni og datt honum
þá í hug að hlaða bílgeyma með því
að stíga reiðhjól. Síðan var bílgeym-
irinn notaður til að fá orku í útvarp-
ið.
Hanna og fjölskyldan hefur staðið
sem klettur við hlið hans í veikind-
unum.
Sigursteins verður sárt saknað.
Far í friði.
Samúðarkveðjur
Jónína og Pétur.
Hann Steini svili minn er lagður af
stað í sína hinstu ferð. Ferðagarp-
urinn mikli, sem ekki þurfti mikinn
undirbúning eða umhugsun, ef
ferðalög stóðu til boða, tók sér nú í
fyrsta skiptið umhugsunarfrest til
ferðar. Hann var ekki fús til farar-
innar. Þessi umhugsunartími reynd-
ist honum og samferðafólkinu afar
dýrmætur, en jafnframt ákaflega
erfiður. Vitneskjan um að hann
kæmi ekki til baka úr þessari ferð og
að hún væri óumflýjanleg reyndist
öllum þungbær.
Þessi ljúfi, trausti og viðmótsþýði
drengur hafði gefið svo mörgum
mikla gnægð af gæsku sinni og hæfi-
leikum. Áhugamálin og viðfangsefn-
in voru mörg, fjölbreytt og ófá
tengdust útiveru. Skíðamennska,
vélsleðaferðir, göngur, fjallaferðir,
utanlandsferðir, róðrar, bílar, vélar,
tónlist eru dæmi um áhugamálin.
Hann stóð oftar en ekki í fremstu
línu í björgunarsveitinni, slökkvilið-
inu, sjúkraflutningum, Lions og
fleiru og vandamálin leysti hann.
Þess á milli þandi hann harmonik-
una svo lengi sem einhver naut þess.
Þar sem eitthvað var um að vera var
Steini. Hann var þó ekki sá sem
hæst lét. Þvert á móti fylgdi hóg-
værðin honum hvert fótmál. Hann
var þó fylginn sér og hafði ákveðnar
skoðanir, sem lífguðu upp á um-
ræðuna, en ávallt glitti í brosvipr-
urnar kringum augun. Oft höfum við
hlegið saman, setið löngum stundum
og rætt okkar ófáu sameiginlegu
áhugamál og marga stundina höfum
við notið tónlistar. Minningarnar
eru svo verðmætar; ferðalög, harm-
onikan, Þórsmörk, Krossgerði,
klettaklifur, göngur, Breiðdalsvík,
fjöllin, gleði, fjölskyldan, Hanna svo
samofin öllum minningunum, Hanna
og Steini. Það verður erfitt að nefna
aðeins Hönnu í framtíðinni, þau virt-
ust óaðskiljanleg. Alltaf sá ég þau
saman í huganum og hugsaði um hve
efri árin yrðu þeim ánægjuleg, alltaf
nóg fyrir stafni, ferðalög, óvæntar
uppákomur og skemmtilegt fólk. Nú
ríkir söknuðurinn í huga fjölskyld-
unnar sem var honum svo mikilvæg.
Elsku Hanna, Hrafn, Oddný,
Helga Hrönn, Ingólfur, Ómar, Sigga
og smáfólkið okkar, þið syrgið, því
það var svo dýrmætt sem þið áttuð.
Hugur okkar er ávallt hjá ykkur.
Við Þór og Hafþór Snær þökkum
samfylgdina og drúpum höfði með
sorg í hjarta.
Þórdís Tómasdóttir.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast Sigursteins frænda okk-
ar sem nú hefur kvatt þetta líf.
Frænda sem er okkur minnisstæður
vegna sinna góðu eiginleika, góðrar
nærveru og mikillar hlýju hvar og
hvenær sem við hittum hann. Við
minnumst ævintýraferða sem við
fórum í með Sigursteini og pabba,
sem voru nánir og góðir vinir. Við
minnumst góðra samverustunda á
Þingvöllum, Vatnajökli, Kerlingar-
fjöllum eða á Rauðarárstígnum hjá
ömmu Helgu. Við geymum margar
hlýjar minningar í brjósti okkar um
einstakan, brosmildan mann. Við
vottum Hönnu, Hrafni, Helgu
Hrönn, Ómari Inga, fjölskyldum
þeirra og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð okkar.
Helga, Jóhann, Gunnlaugur,
Anna og Elva.
Fyrir rúmum fjórum áratugum
fluttust hjónin Hanna Ingólfsdóttir
og Sigursteinn Melsteð til Breið-
dalsvíkur. Hanna þá komin nánast í
heimahaga en Sigursteinn sprottinn
úr allt öðrum jarðvegi. Það vakti
fljótt athygli mína hve fljótur Sig-
ursteinn var að samlagast mannlíf-
inu í þessari „Krummavík“.
Fljótt kom í ljós að hér var á ferð-
inni mikill hagleiksmaður. Ekki að-
eins varðandi allskyns vélar og verk-
færi, sem menn komu með á
Vélaverkstæðið til hans, heldur
einnig á fjölmargt þessu starfi hans
óviðkomandi. Ef einhver á skilið tit-
ilinn „þúsundþjalasmiður“ þá er það
völundurinn Sigursteinn Melsteð.
Þó svo að Steini eins og menn
nefndu hann í daglegu tali, hafi hald-
ið bíldruslum mínum gangandi langt
fram yfir það sem annars hefði orðið
og þrátt fyrir það að hann „kippti
margsinnis í liðinn“ þegar rafstöðin í
Staðarborg lagði upp laupana, þá
mun ég lengst minnast hans fyrir
allt annað. Sem sé þess hve hér fór
maður sérlega viðfelldinn í sam-
skiptum og áhugasamur um allt sem
viðkom daglegu amstri í mannlífinu.
Einn meðal margra hæfileika
Steina Melsteð var sá að hann lék
ágætlega á harmoniku. Engri tölu
verður á komið hve oft sveitungarnir
svifu um gólf undir tónaflóði frá
harmoniku Steina, stundum í félagi
við Baldur Pálsson, sem einnig var
(og er) góður á „nikkuna“.
Þegar ég læt hugann reika til lið-
inna daga staldra ég við kvöldstund í
samkomuhúsinu að Staðarborg að
áliðnum vetri 1965. Saman er komið
fjölmargt hjónafólk úr byggðarlag-
inu. Nú skal haldið fyrsta hjónaball-
ið á þessum stað. Mér er í fersku
minni (þótt liðnir séu 4 áratugir) það
andartak er harmonikuleikararnir
upphófu tónaflóðið og prúðbúnir
gestirnir flykktust út á dansgólfið. Á
gleðistund sem þessari hafa sorg og
aðskilnaður trúlega ekki verið í huga
nokkurs manns. Framundan biðu ár
hamingju og vona. Því minnist ég á
þetta hér að hjónin Hanna og Steini
Melsteð voru „potturinn og pannan“
varðandi undirbúning og fram-
kvæmd hjónaballsins.
Ef bílar og búvélar og önnur tæki
og tól mættu mæla hefðu slík fyr-
irbæri frá mörgu að segja þarna
heima í Breiðdal. Verkstæði Sigur-
steins var mörgum þeirra bæði
bráðavakt og gjörgæsla. Sjálfsagt er
nokkuð til í málshættinum „Maður
kemur í manns stað“. En slíkt á tæp-
ast við hér. Ég efast ekki um að
þarna verði góð þjónusta við bíla og
búvélar framvegis. Sömuleiðis fyr-
irfinnst einhver til að spila fyrir
dansi eða að efna til fjallferða.
Kannski fyrirfinnst rennismiður og
uppfinningamaður eftirleiðis þarna í
byggðinni. Og fleira mætti telja. En
mér er mjög til efs að einstaklingur
sem spannar yfir allt þetta og margt
annað til viðbótar muni fyrirfinnast
þarna í bráð.
Við fráfall Sigursteins er áfall fjöl-
skyldunnar að sjálfsögðu stærst en
þetta er einnig mikið áfall fyrir
byggðarlagið.
Ég sendi Hönnu og allri fjölskyld-
unni dýpstu samúð.
Heimir Þór Gíslason.
Nú þegar Steini hefur kvatt eftir
erfiða baráttu við krabbamein, þá
fer hugurinn að reika. Hann reikar
aftur til þess tíma þegar ég var barn
og unglingur og bjó við hliðina á
þeim Steina og Hönnu. Skíði koma
strax upp í huga minn. Sé fyrst fyrir
mér, brekkurnar utan og ofan við
Gljúfraborg, síðan hlíðin neðan við
Breiðdalsheiði og að lokum Breið-
dalsheiðina. Þar eru mínar skemmti-
legustu minningar. Sé í huganum út-
sýni af efsta hjallanum á björtum og
sólríkum degi í páskafríi, heyri í
dráttarvélinni sem dreif áfram tog-
lyftuna og lyktina af mótornum,
þetta var yndislega gaman. Aðal-
maðurinn í þessu var Steini. Hann
vann við að koma toglyftunni upp
ásamt fleiri sjálfboðaliðum. Engir
voru stólarnir, heldur einungis sver
kaðall sem maður hélt sér í. Þetta
þótti manni mjög flott. Steini smíð-
aði svo einhvers konar áhald úr járni
sem smeygt var upp á kaðalinn og í
endann á því hélt maður og var tals-
vert auðveldara að fara upp á þann
hátt. Þá kom handlagnin hans
Steina sér vel, eins og svo oft áður.
Hann var mjög handlaginn maður.
Steini fór alltaf með fullan „ rauða
rússajeppann“ inn á heiði með skíða-
fólk og skíðabúnað. Ég hefði örugg-
lega ekki komist eins oft nema að fá
far með honum, þar sem enginn bíll
var til á mínu heimili og það var
aldrei vandamál. Þegar í fjallið var
komið, fékk maður meira að segja
smá kennslu hjá Steina sem búinn
var að fara í Kerlingarfjöll og nema
þar skíðalistina. Þegar ég hugsa til
baka þá man ég aldrei eftir að hann
þyrfti að hækka röddina við okkur,
alltaf jafn rólegur, lágvær og hlýr.
Eftir að ég var farin að búa og
gisti á hinum ýmsu tjaldstæðum
landsins, þá kom oft fyrir að við fjöl-
skyldan hittum þau Steina og
SIGURSTEINN G.
MELSTEÐ
Til besta afa í heimi.
Elsku besti afi. Takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir
mig og kennt mér. Takk fyr-
ir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman. Takk, takk,
takk, takk fyrir allt. Bless
elsku afi minn.
Sigurður Már.
Kæri afi. Það verður svo
skrítið að koma til Breiðdals-
víkur þegar þú ert farinn.
Stundum finnst mér eins og
ég hafi aldrei átt neinn afa.
Þetta er svo óraunverulegt
en ég veit að þú ert hjá mér
alltaf. Það var líka gaman
þegar við vorum að spila, ég
á flautu og þú á harmonik-
una, en nú er það allt farið
frá mér.
Bless, þinn
Sigursteinn Orri.
HINSTA KVEÐJA