Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gestur Þórarins-son fæddist í
Árbæ á Blönduósi
11. júlí 1947. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítala háskóla-
sjúkrahúss v/Hring-
braut laugardaginn
19. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þórarinn Þor-
leifsson, f. 10.1.
1918, og Helga Jós-
efína Anna Krist-
jánsdóttir, f. 25.12.
1916, d. 27.8. 1998.
Systkini Gests eru
Lára Borgey Finnbogadóttir, f.
1936, hálfsystir af móður, Guðný,
f. 1943, Heiðrún, f. 1944, d. 1977,
Sveinn, f. 1945, Hjördís, f. 1948,
Finnbogi, f. 1949, og Ólafur, f.
1951.
Gestur kvæntist Ragnhildi
Helgadóttur 14. nóvember 1970.
Kristófer Orri, f. 8.10. 1998. Gestur
lauk námi frá unglingaskóla
Blönduóss og fór einn vetur í Iðn-
skóla Reykjavíkur, en lauk námi í
vélvirkjun frá Iðnskóla Sauðárkróks
1972. Starfaði í Vélsmiðju Húnvetn-
inga í 13 ár. Réðst til hitaveitu
Blönduóss þegar hún var stofnuð
1977 og starfaði þar sem veitustjóri
og einnig síðar sem verkstjóri
Blönduósbæjar til 1997. Hann lauk
meistaranámi í pípulögnum frá Fjöl-
brautaskóla Sauðárkróks 1984.
Hann varð framkvæmdastjóri Ár-
virkni hf. árið 1977 til 2001. Hann
stofnaði sitt eigið pípulagningafyr-
irtæki Lagnaverk ehf. árið 2001 og
starfaði við það þar til hann lést.
Gestur vann að ýmsum félagsmál-
um á sinni lífsleið, Björgunarsveit-
inni Blöndu, Karlakórnum Vöku-
mönnum, samkórnum Björk, og
Bjarkarkvartettinum. Sat í bæjar-
stjórn Blönduóss 1994–2002, var í
stjórn Þroskahjálpar í Skagafjarð-
ar- og Húnavatnssýslum og var einn
af stofnendum FOS-HÚN og var
fyrsti formaður þess.
Útför Gests fer fram frá Blöndu-
óskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Hún er dóttir Helgu
Sigríðar Lárusdóttur,
f. 14.4. 1922, og Jóns
Helga Sveinbjörns-
sonar, f. 26.5. 1917, d.
11.10. 1995. Gestur og
Ragnhildur eiga fjög-
ur börn, þau eru 1)
Helgi Sigurður, f.
11.8. 1970. 2) Krist-
jana Björk, f. 5.11.
1971, sambýlismaður
Steingrímur Kristins-
son, f. 8.8. 1965. Börn
hennar eru Friðrik
Már Sigurðsson, f.
27.1. 1996 og Amelía
Ósk Hjálmarsdóttir, f. 28.3. 1998.
3) Þórarinn Almar, f. 6.11. 1978. 4)
Helga Kristín, f. 25.8. 1981, sam-
býlismaður Hlynur Guðmundsson,
f. 31.7. 1966. Sonur þeirra er Gest-
ur Máni, f. 28.6. 2004. Börn Hlyns
eru Brynleifur, f. 19.1. 1988,
Lovísa Heiðrún, f. 22.3. 1996 og
Elsku pabbi minn.
Margt flýgur í gegnum hugann
þegar ég hugsa til baka og rifja upp
hvernig maður þú varst og allar þær
minningar sem við eigum saman.
Þessar minningar munu alltaf lifa
innra með mér og hlýja mér um
hjartarætur. Ég á erfitt með að
sætta mig við að þú skulir hafa verið
tekinn svona í skyndi frá okkur, þú
varst alltaf þessi hrausti, sterki, dug-
legi og vinnusami maður og erfitt er
að trúa að þínu hlutverki sé lokið þar
sem þú varst á fullu í að undirbúa að
flytja með fyrirtækið í nýja húsnæð-
ið. Þegar þú varst fluttur suður héld-
um við að þetta væri smávægilegt en
allt kom fyrir ekki því læknarnir
sögðu að þú værir svo illa farinn í
hjartanu og hann vissi ekki hvort
hann gæti hjálpað þér. Okkur finnst
ótrúlegt hvernig þú gast haft þessa
endalausu orku fram á síðasta dag,
það mætti halda að þú hafir ekki búið
í líkamanum. Þetta lýsir þér í hnot-
skurn því þú varst alltaf svo kraft-
mikill og lést ekkert hindra þig í að
gera það sem þú taldir skipta máli.
Þú vildir allt fyrir alla gera og varst
fljótur að bregðast við þegar ein-
hvern vantaði aðstoð, þar af leiðandi
varstu mikið í vinnunni. Eldmóður
og vilji dreif þig áfram í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur og ekki skipti
máli hvort það snerti heimilið, vinn-
una eða starf í félagssamtökum. Þú
vannst allt vel, varst virkur og dríf-
andi og barðist jafnt fyrir hagsmun-
um annarra og þinna eigin. Þú skap-
aðir þér mikið persónulegt traust og
þegar ég er spurð hverra manna ég
er og ég nefni nafnið þitt fæ ég alltaf
jákvæð viðbrögð og heyri falleg orð
um þig. Þetta sýnir hversu mikið þú
gafst af þér til allra.
Sú minning er svo sterk í huga
mér þegar þú söngst okkur í svefn
þegar við vorum lítil, þú söngst til
dæmis Dansi, dansi dúkkan mín og
Krummi krunkar úti, einnig fannst
þér oft gott þegar ég greiddi þér og
setti í þig spennur og allt tilheyrandi.
Svo komu gestir og þá var nú mikið
hlegið.
Elsku pabbi minn, þú varst svo
góðhjartaður maður og alltaf var
hægt að treysta á þig. Hvernig fer ég
að án þín? Þú studdir mig áfram í því
sem ég var að gera, koma mér upp
heimili á Akureyri og klára námið í
iðjuþjálfun í Háskólanum. Þú varst
mikill afi og laðaðir börn að þér.
Takk fyrir að vera svona duglegur að
halda á Gesti Mána þegar þið hittust
og fyrir að taka börnunum hans
Hlyns eins og þínum eigin barna-
börnum.
Ég trúi og veit að þú ert kominn á
annan stað þar sem þú heldur áfram
að lifa, gangi þér vel og þú veist að
þú lifir ávallt í hjarta mínu.
Þín dóttir
Helga Kristín.
Elsku pabbi.
Ég varð mjög sorgmæddur yfir að
þú skyldir þurfa að fara svona
snögglega frá okkur, þú sem varst
alltaf svo hraustur, sterkur og okkar
bakhjarl. Gaman var að fá að vinna
stundum með þér í pípulögnum þeg-
ar þú þurftir á að halda.
Takk fyrir allt, Guð geymi og
styrki okkur öll.
Þinn sonur
Þóri.
Elsku pabbi.
Ekki gat mig grunað eftir Akur-
eyraferð okkar að þú myndir veikj-
ast svona heiftarlega. Þú fórst í að-
gerð vegna kransæðastíflu og þá
kom í ljós að hjartað var svo veikt en
við vonuðum öll að það yrði í lagi með
það. Við báðum fyrir þér en hjartað
tók ekki við sér. Ég vil þakka þér öll
þessi yndislegu ár sem ég fékk að
eiga með þér, líka þennan tíma á
sjúkrahúsinu, hann var dýrmætur.
Mikil var sorgin þegar læknarnir
sögðu okkur að þeir gætu ekki gert
meira fyrir þig og við þyrftum að
kveðja.
Hafðu þakkir fyrir allt, elsku
pabbi minn, ég veit að þú lifir með
okkur og þú vakir yfir okkur.
Þín dóttir
Kristjana Björk.
Elsku pabbi minn.
Ég skil ekki af hverju þú varst
tekinn svona snögglega frá okkur.
Þú varst stoð mín og styrkur í svo
mörgu og ég mun sakna þín um alla
tíð.
Nálægð þína nú ég finn,
nær hún oss að styðja.
Eflaust blessar andi þinn,
alla þína niðja.
(Andrés Valberg.)
Vonin styrkir veikan þrótt,
vonin kvíða hrindir.
Vonin hverja vöku-nótt,
vonarljósin kyndir.
(Páll Ólafsson.)
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Guð veri með þér.
Þinn einlægur sonur
Helgi Sigurður.
Í dag kveð ég Gest mág minn,
skólabróður, vinnufélaga og tryggan
vin í rúm 30 ár. Við kynntumst fyrst
1967 er ég fór að læra bifvélavirkjun
en hann við vélvirkjun hjá Vélsmiðju
Húnvetninga á Blönduósi. Við leigð-
um saman herbergi hjá Ragnari
frænda mínum og Ellu konu hans í
Kópavogi, þegar við vorum í Iðnskól-
anum í Reykjavík. Þær voru margar
langar og erfiðar ferðirnar á milli
Reykjavíkur og Blönduós á þessum
árum.
Þá var ekki búið að byggja upp
þessa vegi sem eru í dag, og vega-
gerðin opnaði aðeins tvisvar í viku.
Ekki voru komnir gemsar til að tala
sig í gegnum skaflana, en stundum
voru margar skóflur á lofti þegar
færð var erfið og margir þurftu að
komast á milli landshluta og þá var
gott að hafa Gest. Það var sama hvað
Gestur tók sér fyrir hendur, hann
vann alltaf á við tvo.
Gestur var mikill söngmaður og
söng í mörg ár í kór. Ég heyrði einu
sinni að það þyrfti ekki nema þrjá í
kvartett ef þeir hefðu Gest með sér.
Svo mikill var krafturinn í Gesti.
Við hættum báðir störfum hjá Vél-
smiðju Húnvetninga árið 1977, það
ár tók Hitaveita Blönduóss til starfa
og Gestur var ráðinn Hitaveitustjóri
en ég stofnaði Bílaþjónustuna Bön-
duósi. Saman sátum við í stjórn Hita-
veitunnar í 20 ár.
Einnig voru við í Björgunarsveit-
inni Blöndu og í slökkviliðinu á
Blönduósi til fjölda ára.
Árið 1989 tóku fjölskyldur okkar
saman land á leigu undir sumarbú-
stað hjá Jóni og Ingu að Ási í Vatns-
dal. Við byrjuðum á að girða landið,
búa til veg og brú, rækta tún og
planta trjám. Síðan byggðum við
okkur sumarhús.
Fjölskyldur okkar eru búnar að
eiga margar ánægjustundir saman í
leik og starfi við þessa uppbyggingu.
Að lokum vil ég þakka Gesti mági
mínum fyrir ánægjulega samfylgd í
gegnum árin. Ragnhildi systir minni
og afkomendum votta ég samúð
mína.
Sól mun rísa á ný og lífið heldur
áfram.
Lárus Helgason.
Í afmælidagabókinni minni er eft-
irfarandi vísa skráð fyrir 11. júlí.
Af langri reynslu lært ég þetta hef,
að láta drottinn ráða, meðan ég sef,
en þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða,
og þykist geta ráðið fyrir báða.
(Káinn.)
Þennan dag árið 1947 var Gestur
fæddur og um ýmsa hluti átti vísan
vel við hann. Því miður varð ævin
ekki löng í árum talið en það starf
sem hann var búinn að skila hér í
héraði og víðar var á við langa starfs-
ævi sumra annarra.
Kynni okkar Gests hófust þegar
faðir okkar systkina hélt upp á 50
ára afmæli sitt í maí 1967. Í veisluna
kom margt manna. Einn þeirra var
ungur piltur sem var ráðinn bílstjóri
nokkurra annarra. Við þekktum
hann ekki þá, en fáum vikum seinna
kom bíll í Þórormstunguhlað á laug-
ardegi. Boð voru gerð fyrir Ragn-
hildi, hún fór til dyra og henni boðið
á ball á Laugarbakka. Var það auð-
fengið ef ég færi með. Smátt og
smátt þróuðust kynni Gests og
Ragnhildar. Þann 11. ágúst 1970
fæddist þeim sonur og 14. nóvember
sama ár giftumst við systurnar í
Blönduóskirkju og Helgi skírður um
leið. Þau Gestur og Ragnhildur sett-
ust að á Blönduósi og byggðu sér hús
að Urðarbraut 4 þar sem þau bjuggu
síðan og áttu gott heimili.
Gestur gekk í iðnskóla þar sem
hann valdi sér pípulagnir að við-
fangsefni og gerðist meistari í þeirri
iðn. Urðu pípulagnir og skyld störf
starfsvettvangur hans upp frá því.
Hann stofnaði fyrir nokkrum árum
fyrirtækið Lagnaverk og var á loka-
stigi við að innrétta vandað húsnæði
fyrir starfsemina þegar hann lést.
Gestur var um skeið hitaveitu-
stjóri á Blönduósi og sá um rekstur
hitaveitunnar og viðhald. Algengt
var þá að hann stæði með skófluna
niðri í skurði og mokaði ef honum
þótti ekki ganga nógu vel með verk-
ið. Einnig hringdi margur sem ekki
kunni að stilla termóstatið eða vatns-
streymið í hann og leitaði ráða. Þá
hlustaði hann um stund en sagði svo:
„Ég kem“, og lagði á. Var hann síðan
rokinn út og var hvorki spurt um
klukkuna eða daginn. Þannig var
hann alltaf boðinn og búinn til að
hjálpa öðrum enda hjálpsemi í blóð
borin. Þá voru veðrin ekki alltaf blíð
þegar eitthvað sló út í hitaveitunni
og hann þurfti að fara fram í Reyki
en á leiðinni þangað getur orðið afar
hvasst.
Gestur var meðalmaður á hæð, lið-
lega vaxinn og samsvaraði sér vel.
Hann var kvikur í hreyfingum og lið-
tækur íþróttamaður, fremur örlynd-
ur og fljótur að taka ákvarðanir.
Hann var gleðimaður og söngvinn,
hann hafði háa tenórrödd, kunni
mikið af söngtextum og söng um
skeið í kórnum. Í eðli sínu var hann
mikill fjölskyldumaður og óþreyt-
andi að sinna sínu fólki þegar lausar
stundir gáfust frá vinnu en þær voru
stundum stopular.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Gesti fyrir allar skemmtilegu stund-
irnar á þessum árum og óskum hon-
um góðrar heimkomu. Og þegar ég
labba til fuglanna er dimmir lít ég til
stjarnanna og minnist söngsins sem
hann söng svo oft „Upp á himins
bláum boga…“
Við vottum Ragnhildi, Helga,
Kristjönu, Þórarni, Helgu, tengda-
sonum og barnabörnum
einnig föðurnum Þórarni og
tengdamömmunni Helgu sem og
systkinum og öllum öðrum vinum og
ættingjum okkar samúð.
Björg.
Á viðkvæmri stundu nú kveðjum við klökk
hér kallið barst óvænt að garði,
með kveðjunni hljóma skal hjartanleg þökk
til hans er fór fyrr en varði.
(Höf. ók.)
Mágur minn og kær vinur okkar
fjölskyldunnar Gestur Þórarinsson
hefur kvatt okkur í bili. Ekki fór
hann baráttulaust, það var ekki hans
karakter. Kraftmeiri mann er vart
hægt að hugsa sér, orka hans og út-
hald virtist vera endalaust. Gestur
hafði sérstaklega góða nærveru og
var mjög greiðvikinn. Það má vel
vera að heimilið hans hafi oft þurft
að sitja á hakanum svo hægt væri að
gera öðrum greiða. Efa ég ekki að
Ragnhildur systir mín hafi oft þurft
að liðka til svo það væri hægt að
hjálpa sem flestum, enda hjónin
samstiga í því.
Mínar fyrstu minningar um Gest
eru úr 50 ára afmæli pabba. Kom
hann frá Blönduósi ásamt öðrum og
þegar fjörið fór að dafna fór Gestur
ásamt fleirum að syngja, enda söng-
maður góður.
En Gestur gerði fleira, hann fór að
líta í kringum sig og virða heimasæt-
urnar fyrir sér. Ein vakti forvitni
hans og eftir það varð ekki aftur snú-
ið. Ragnhildur var sú heppna og
bauð hann henni á ball nokkrum
dögum seinna. Kom Gestur ásamt
öðrum á sínum eðalvagni Woffa og
sótti Ragnhildi, fór Björg elsta syst-
irin með sem velsæmisvörður. Ekki
vildi betur til en svo að bíllinn vildi
ekki fara í gang. Ekki dóu þau ráða-
laus og kölluðu á okkur hinar syst-
urnar og ýttum við bílnum úr hlaði
svo hann rauk í gang. En ekki þóttu
þessar aðferðir dömulegar og vekja
ennþá kátínu.
Margar ánægjulegar minningar
rifjast upp.
Nokkur ferðalög höfum við farið
saman fjölskyldurnar, síðasta ferðin
var farin síðastliðið sumar austur í
Mývatnssveit, Ásbyrgi, Dettifoss
o.fl.
Að lokum sendum við, Ragnhildur
mín, þér og fjöldyldu þinni innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Blessuð sé minning Gests Þórar-
inssonar.
Fjölskyldan Þórustöðum 7
Eyjafjarðarsveit.
Það sló þögn á mig er móðir mín
hringdi og sagði mér að þú hefðir
verið fluttur fárveikur suður og það
væri tvísýnt um líf þitt. Sú varð
raunin að þér voru ekki ætlaðir fleiri
dagar á meðal vor. Eftir nokkra
daga varstu látinn, engin stund til að
kveðja eða þakka fyrir sig.
Fyrst þegar við sáumst. Það var í
fimmtugsafmæli föður míns. Þar var
mikið sungið og þú lést þitt ekki eftir
liggja þar frekar en annarsstaðar
þar sem söngur var, en maður
frænku minnar tók eftir þessum
unga manni, sem söng svo vel og
sagði við systur mína, þá tæplega
sautján ára, að hún ætti að ná í þenn-
an mann og það varð raunin, að þau
náðu saman síðar. Vorum við í fjöl-
skyldunni ekki svikin af þessum
tengslum því það var svo gott að leita
til þín ef maður þurfti einhverja
hjálp, því þú varst fljótur til og áreið-
anlegur.
Hafðu þakkir fyrir það.
Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi.
Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja,
og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim
biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir.)
Þessi lokaorð vil ég gera að þínum,
því mér finnst eins og þú hafir viljað
segja okkur þau.
Grátið mig ekki, því ég er frjáls,
ég fylgi veginum sem Guð lagði fyrir mig.
Ég tók Hans hönd, þegar kallið kom,
snéri við og yfirgaf allt.
Ég gat ekki dvalið lengur,
til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast.
Ókláruð verk mín verða eftir hér,
ég fann þennan stað minn síðasta dag.
Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm,
fyllið það með góðum minningum
vináttu og gleðistunda,
ó, já, ég á eftir að sakna líka.
Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar.
Ég óska ykkur bjartra daga.
Líf mitt var fyllt gleðistundum,
í samför ástvina og annarra.
Kannski virtist dvöl mín hér allt of stutt.
En lengið hana ekki með djúpri sorg.
Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist mér,
Guð vildi mig núna og tók móti mér.
(Irvin R. Karon.)
Þín mágkona
Erna I. Helgadóttir.
Elsku Gestur.
Nú ertu horfinn sjónum mínum en
þú lifir nú alltaf í hjarta mínu. Ég
veit eiginlega ekki hvernig ég á að
lýsa tilfinningunni þegar ég frétti að
þú værir farinn. Ég hafði eiginlega
ekki gert mér grein fyrir því hvað þú
varst mér mikilvægur, bara að vita
af því að þú værir á þínum stað.
Ég veit að við höfum ekki átt
margar samverustundir nú síðustu
árin, ég hélt alltaf að ég gæti bara
gert meira af því á næsta ári, en
þetta fær mann til þess að hugsa um
að fresta því ekki endalaust að hitta
þá sem standa manni nær. Þú varst
kletturinn sem maður gat alltaf leit-
að til ef eitthvað kom upp á. Þú varst
alltaf tilbúinn að hjálpa og ég hef
aldrei heyrt þig segja nei við nokk-
urn mann.
Ég á margar góðar minningar um
þig Gestur minn, en sú sem stendur
hæst er þegar við fórum saman í
ferðalag með fjölskyldum okkar í
Hljóðakletta. Þar sem þetta er
verndað svæði þá má ekkert keyra
inn á tjaldstæðið og því þurfti að
flytja allt útilegudótið á hjólbörum. Í
minni minningu þá fannst þér það nú
ekki mikið mál og settir allt dótið á
hjólbörurnar og komst upp tjaldbúð-
unum. Í reyndinni hefur þetta nú
kannski ekki verið svona, hinir hljóta
að hafa gert eitthvað en mér fannst
GESTUR
ÞÓRARINSSON