Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 47 MINNINGAR þú alveg rosaleg hetja að gera þetta allt saman. Þú varst alltaf hinn sanni víkingur, þessi sterka persóna sem gat allt. En þú varst líka svo góður í þér, hjálplegur og alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á, nokkuð sem ég held nú að víkingarnir okkar hafi ekki alltaf verið. Síðustu árin hafa fjölskyldur okk- ar oft komið saman um verslunar- mannahelgi og þá var oft glatt á hjalla. Þú varst oft á tíðum duglegur að taka lagið með honum pabba og leidduð þið oft sönginn en við hin tókum undir. Það eru þessar stundir sem ég kem til með að sakna mest. Núna þegar ég kveð þig Gestur minn vil ég og fjölskylda mín senda öllum þeim sem voru svo heppnir að kynnast þér okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, sérstaklega þér Ragn- hildur mín, hugur okkar er hjá þér. Margrét Helgadóttir og fjölskylda Noregi. Fallinn er frá Gestur Þórarinsson, einn af forsvarsmönnum Félags Þroskahjálpar í Skagafirði og Húna- vatnssýslum. Það félag hefur allt frá árinu 1994 haft veg og vanda af fjöl- skylduhátíð á Steinstöðum í Skaga- firði. Hátíðir þessar hafa í huga margra öðlast þann sess að vera ómissandi hluti af sumrinu. Framlag Gests til þess er ómetanlegt. Hann var oft mættur á undan öðrum að Steinstöðum, tók á móti fólki með rjúkandi kaffi og þéttu handtaki. Brennan á laugardagskvöld var í umsjón Gests sem hlóð hana af mik- illi vandvirkni þannig að ásýnd henn- ar var listaverk. Þegar kveikt var í kestinum kom síðan í ljós að þar hafði ekki verið kastað til höndunum, bálkösturinn stóð ótrúlega lengi eins og skapari hans hefði reiknað út burðarþol með verkfræðilegri ná- kvæmni. Ég hygg að þessi brennu- gerð hafi lýst þeirri lífsskoðun Gests nokkuð vel að maður eigi að gera alla hluti vel ekki síst þá hluti sem ætlað er að gleðja aðra og varanleikinn verði fyrst og fremst mældur í minn- ingum. Gestur var síðan ómissandi við grillið þar sem þeir Kristján Ís- feld voru kóngar í sínu ríki. Á sunnudegi var Gestur síðan kominn á kirkjuloftið í Reykjakirkju til að leiða söng okkar við slit hátíð- arinnar. Í huga mér kemur mynd frá liðnu sumri. Brennan á Steinstöðum alelda, mótsgestir hópast að, í norðri roðast Skagafjörðurinn af sólarlag- inu Við harmonikkuundirleik hljóma söngraddir, undir dalanna sól er sungið, styrkmikil tenórrödd leiðir sönginn en passar samt uppá að í söngnum sé samhljómur. Nú er skarð fyrir skildi hjá fé- lögum okkar í Þroskahjálp á Norð- urlandi vestra því auk Gests sakna þeir formanns síns Kristjáns Ísfelds sem nýlega lést. Fyrir okkur að- komufólkið söknum við vinar í stað. Mestur er þó missir fjölskyldunnar Ragnhildar, barna og barnabarna. Fyrir þau er gott að vita að góður orðstír deyr ekki. Nú hefur Gestur gengið inn í sitt sólarlag.Við hjá Þroskahjálp vottum honum virðingu og aðstandendum dýpstu samúð. Fyrir hönd Landsamtakanna Þroskahjálpar Friðrik Sigurðsson. Látinn er Gestur Þórarinsson vél- virki á Blönduósi, allt of snemma að okkur finnst vinum hans og sam- ferðamönnum, og er hans sárt sakn- að. Þeim sem þekktu Gest Þóra, eins og hann var alla jafnan kallaður, kom það mjög svo á óvart að eitthvað væri að angra hann innvortis, því maðurinn hefur alla tíð verið slík hamhleypa til vinnu, að athygli hefur vakið, og var einnig svo undir það síðasta. Gestur var hitaveitustjóri Blöndu- óssbæjar þegar hitaveitan frá Húna- völlum var lögð til Blönduóss, og trú- lega ekki alltaf gengið snemma til hvílu, en þessu starfi sinnti hann af dugnaði og trúmennsku í hátt á ann- an áratug. Undanfarin ár hefur Gestur stundað pípulagningavinnu, sem er ekki létt vinna, og reynir þar mikið á þrek manna og úthald, og var ég í sumar síðast að dást að vinnusemi og atorku þessa góða drengs, er hann var að vinna lítils háttar fyrir mig. En svona er lífið, enginn veit hver næstur er, og er það efalaust best þannig. Eftir að þau hjónin Ragnhildur og Gestur komu sér upp trjálundi og húsi í brekkunum suður og upp frá bænum hér í Ási, urðu okkar sam- skipti meiri en áður. Þau voru sam- hent í því sem öðru að planta og hlúa að plöntunum, þó að það hafi nú ef- laust lent meira á Ragnhildi, vegna erilsamrar vinnu Gests, jafnvel í öðr- um landshlutum. Þessi vinna þeirra er nú aldeilis farin að skila árangri, 2 til 3 metra háar plöntur prýða nú land sem áður var berir melar. Um Gest Þóra má segja að hann var einn af þessum mönnum sem ætíð gengu til góðs, götuna fram eft- ir veg. Fyrir utan sinn mikla dugnað og drenglyndi, fékk Gestur líka í vöggugjöf hljómþýða fallega tenór- rödd, sem mér hefur ævinlega þótt bera af, þegar menn hafa komið sam- an og tekið lagið, og mikið fyrirtak hefði það getað orðið á okkar efri ár- um að taka lagið saman á fallegu sumarkvöldi í lundinum góða þeirra Ragnhildar. Þá hefði verið gaman að hlusta á Gest Þóra syngja lagið hans Jónasar Tryggvasonar. Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa, meðan sólgeislar fela sig bláfjöllin við. Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa. Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið. Létt um vorgróna hlíð. Sveipast þokubönd þýð. Yfir þögulum skógi er næturró blíð. Ég skal vaka í nótt meðan húmið er hljótt. Ég skal haldá um þig vörð, meðan sefur þú rótt. Ég skal vaka í nótt. Megi góður guð styrkja eftirlif- andi ástvini Gests Þórarinssonar. Jón og Inga, Ási. Einu sinni enn höfum við verið minnt á hversu lífið getur verið fall- valt. Góður vinur og félagi í blóma lífsins hefur verið kvaddur á brott, án fyrirvara. Gestur var maður mik- illa verka sem þoldi enga lognmollu. Það var gæfa Blönduósinga að hann skyldi veljast sem hitaveitustjóri Blönduósinga, en því starfi gegndi hann í um tuttugu ár. Yfir hitaveit- unni var Gestur alla tíð vakinn og sofinn. Metnaður hans og ósérhlífni fyrir framgangi veitunnar var með ólíkindum, enda gat hann kvatt sátt- ur, er hann ákvað að reyna fyrir sér á nýjum starfsvettvangi. Kynni okkar Gests hófust fyrst að verulegu marki þegar við vorum báðir kjörnir af sama lista til setu í bæjarstjórn árið 1994. Saman störf- uðum við þar í átta ár og bar aldrei skugga á samstarf okkar, og svo samhuga vorum við um málefni bæj- arins að ég minnist þess ekki að okk- ur hafi nokkurn tímann greint á. Það var mikill fengur að Gesti í bæjar- stjórninni, hann var svo gegnum- kunnugur öllum málefnum sveitarfé- lagsins, að ef skorti upplýsingar um eitthvert efni mátti ganga að því vísu hjá honum. Ekki síður var hann gjörkunnugur öllum staðháttum, og síðast en ekki síst fólkinu í bænum, kjörum þess og aðstæðum. Í störfum sínum sem bæjarfulltrúi valdist Gestur til margvíslegra trúnaðar- starfa sem hann sinnti öllum með sóma. Hæst ber þó forustu hans í endurreisn Félagsheimilisins. Þar sem annars staðar tók hann lítið mark á úrtöluröddum, hélt ótrauður áfram í fullvissu þess að láta verkin tala. Að verki loknu gat hann staðið keikur, húsið var aftur orðið sá stað- arsómi sem í öndverðu. Að vera í sama liði og Gestur voru forréttindi. Þegar að okkur var sótt stóð hann í fylkingarbrjósti enda ungur numið í knattspyrnuleikjum að í vörninni fælist besta sóknin. Á gleðistundum og í góðra vina hópi var Gestur hrók- ur alls fagnaðar, hafði góða söngrödd og skemmtilega frásagnargáfu. Gestur var heiðarlegur, hreinskil- inn og blátt áfram persónuleiki, harðduglegur og ósérhlífinn. Við hjónin biðjum algóðan Guð að styðja Ragnhildi, börnin þeirra, tengdabörn, barnabörnin, aldraðan föður, tengdamóður og aðra ættingja í þeirri miklu sorg er þau nú standa frammi fyrir, en minnumst þess að minningin um góðan dreng lifir. Pétur Arnar og Lóa. Í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag, þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld. Því er kveðjunnar stund, og við krjúpum í dag í klökkva við minningareld. Orð eru fátæk en innar þeim skín það allt sem við fáum ei gleymt. Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín á sér líf, er í hug okkar geymt. Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál eins þó gustaði um hjarta þitt kalt. Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt. (B.B.) Í dag minnumst við samherja úr félagsmálum og kjarabaráttu hér á árum áður. Gestur var einn af stofn- endum Félags opinberra starfs- manna í Húnavatnssýslum, sem stofnað var 30. september 1990, og fyrsti formaður félagsins. Félagið hefur nú hefur sameinast öðrum fé- lögum undir merki KJALAR, stétt- arfélags starfsmanna í almannaþjón- ustu. Gestur bar velferð félagsmanna ávallt fyrir brjósti og vann af drengskap og dugnaði fyrir bættum kjörum þeirra. Hann var trygglyndur og var ákaflega gott að leita til hans. Hann gerði ekki kröfur til annarra fyrir sjálfan sig. Fyrir hönd KJALAR stéttar- félags sendi ég fjölskyldu Gests inni- legar samúðarkveðjur. Arna Jakobína Björns- dóttir, formaður Kjalar. Gestur Þórarinsson, pípulagn- ingameistari og fyrrverandi hita- veitustjóri, var fæddur 11. júlí 1947 en lést laugardaginn 19. febrúar 2005 aðeins 57 ára að aldri. Við hitt- umst fyrst í september 1985, en þá var Gestur að taka yfir sem verk- stjóri Blönduóssbæjar, ásamt því að vera hitaveitustjóri en ég að taka við starfi bæjartæknifræðings. Hann tók á móti mér með bros á vör og þéttu handtaki sem var upphafið að 15 ára samstarfi og nærri 20 ára vin- skap og samvinnu sem aldrei bar skugga á. Það eru forréttindi að hafa fengið að vinna með Gesti. Það var sama hvaða verk honum var falið, málið var í öruggri höfn. Það var sama hvort hann sat undir stýri í roki og blindhríð, stjórnaði niðursetningu á dælubúnaði hitaveitunnar, stóð við sundurgrafna vatnslögn, alltaf mátti treysta úrræðum hans. Það var ótrú- legt hvað Gestur gat tileinkað sér af tæknilegri hugsun af reynslunni einni og séð fyrir sér hvernig allur búnaður kæmi til með að virka. Það var alltaf hans háttur að ganga sjálfur í verkin ef eitthvert hik var á öðrum og það átti við á öllum sviðum. Þegar löngum vinnudegi lauk átti hann oftast eftir að sinna trúnaðar- og félagsstörfunum eða hjálpa vinum og vandamönnum með sín mál. En þrátt fyrir annríkið fann hann alltaf tíma til að halda smágleð- skap og taka lagið með sinni hvellu tenórrödd. Hann virtist aldrei þurfa að láta eitt verk víkja fyrir öðru, vann bara hraðar og lengur og lauk öllum verkefnunum. Þegar honum fannst þrengt að sér og starfi sínu lét hann það af hendi og beindi kröftunum að öðrum störf- um án þess að líta um öxl. Hann stofnaði til eigin atvinnurekstrar, ekki síst með því hugarfari að styrkja sína heimabyggð, og þótt fast blési í fang var hann kominn á fast land og ætlaði að fara að taka í notkun eigið iðnaðarhúsnæði. En því miður fékk hann aldrei notið þess. Þótt Gestur hafi unnið meira en flestir aðrir og þannig lagt sitt af mörkum til þessa heims átti ekki að vera komið að þessari kveðjustund. Kæri vinur. Yfir síðasta kaffiboll- anum okkar saman ætlaði ég að fara að rifja upp fyrri tíð en komst aldrei að, þú horfðir bara fram á veginn, en sást þetta ekki fyrir frekar en nokk- ur annar. Þú hélst utan um fjöl- skyldu þína með sterkum faðmi og varst stoltur pabbi og afi. Nú sitja fjölskyldan þín og vinir eftir og sakna sárt, því sá sem er elskaður mikið er syrgður mikið, þar er sam- hengi á milli. Af reynslunni veit ég hvernig ykkur líður kæra Ragnhild- ur, Helgi, Kristjana, Þórarinn, Helga, Þórarinn eldri og afabörnin og vinir og vandamenn. Við munum minnast ykkar í bænum okkar og munum að Guð tók ekki Gest frá okkur heldur tók hann til sín þegar vegur hans endaði svo snögglega og svo óvænt á lífsins leið. Guðbjartur Á. Ólafsson. Það er oft stutt á milli gleði og sorgar í þessu jarðneska lífi. Þessu höfum við mannanna börn mörg kynnst af eigin raun. Hjá okkur hef- ur ríkt gleði og hamingja og allt leik- ið í lyndi en innan stundar slokknar ljósið, myrkur og depurð grúfir yfir og byrgir sýn. Vinur minn Gestur Þórarinsson, Urðarbraut 4, Blöndu- ósi, var skjótlega kallaður burtu frá okkur til starfa handan móðunnar miklu, maður á góðum aldri, í fullu fjöri og í fullu starfi. Slíkt vekur upp ótal spurningar um tilvist þessa jarðlífs, spurningar sem enginn getur svarað. Gestur var Blönduósingur, fædd- ur þar og uppalinn, naut þar hefð- bundinnar skólagöngu, fór síðan til framhaldsmenntunnar í iðnnámi. Hann byggði upp lífsstarf sitt á Blönduósi, eignaðist eiginkonu og börn. Byggði íbúðarhús og skapaði ásamt fjölskyldu sinni gott heimili sem gott var heim að sækja. Gestur helgaði okkur Austur- Húnvetningum sína starfskrafta. Á Blönduósi vann hann að sinni iðn eða störfum henni tengdum allan sinn stafstíma. Hann var harðduglegur, hamhleypa til vinnu og sást oft ekki fyrir þegar mikið var að gera. Mér fannst oft sem hans lífsmottó væri vinna og vinna bæði mikið og hratt. Kannski hefur einmitt það verið ein- hver orsakavaldur hversu skjótt hann var burt kallaður. En þótt Gestur væri kappsmaður til vinnu og frístundir oft ekki marg- ar gaf hann sér nokkrar stundir til félagsstarfs og var söngurinn honum mjög hugleikinn. Gestur hafði góða söngrödd, glymrandi tenór og líktist þar mörgu sínu ættfólki sem hefur góðar söngraddir og hefur gaman af söng. Snemma fór hann að syngja í Karlakórnum Vökumenn og var í kórnum meðan kórinn starfaði. Síð- an var hann í samkór Vökumanna og þá samkórnum Björk og var einn af söngfélögunum í Bjarkarkvartettin- um sem starfaði í tæp fimm ár. Í öll þessi ár og í öllum þessum sönghóp- um var ég þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Gesti. Það er því ljóst að ég kynntist hæfileikum hans til söngs mjög vel, kynntist skapgerð hans og deildi með honum erfiði undirbúnings og uppskar með honum ánægju starfs- ins þegar vel gekk. Sérstaklega er mér minnisstætt söngstarf okkar í Bjarkarkvartettin- um. Þar áttum við margar frábærar stundir bæði á æfingum og svo þegar kvartettinn söng opinberlega annað- hvort með samkórnum Björk eða einn sér. Margar söngferðir voru farnar á þessum árum bæði til Reykjavíkur og víðar sunnan heiðar, norður í Skagafjörð, í Eyjafjörð og svo á okkar heimasvæði. Gestur var mikill áhugamaður um starf þessa söngkvartetts og lagði oft mikið á sig til að starf hans gengi sem best. Þetta var hans lífsstíll hvort sem var í leik eða í starfi. Á fjöldamargt fleira mætti minnast, af mörgu er af taka. Ég minntist í upphafi á hve oft er stutt á milli gleði og sorgar. Það er mikið áfall fyrir nánustu aðstand- endur þegar einum úr fjölskyldunni er kippt úr hópnum meðan allt leikur í lyndi. Við Lollý sendum Ragnhildi, börnum, öldruðum föður og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðjur í sorg þeirra og eftirsjá, en erum full- viss að minning um góðan heimilis- föður muni hjálpa til að ljós og birta berist til þeirra á ný. Ég minnist Gests Þórarinssonar með virðingu og þökk fyrir langa og skemmtilega samfylgd. Ég er þess fullviss að við eigum eftir að hittast á öðrum vettvangi og taka jafnvel saman fallegt lag og gera fleira skemmtilegt. Guð blessi minningu Gests Þórar- inssonar. Kristófer Kristjánsson. „Hver var hann þessi öðlingur sem alltof snemma dó.“ Þessar ljóð- línur koma mér í hug þegar ég sest niður til að minnast góðs vinar um áratuga skeið. Kynni okkar Gests hófust þegar við sungum saman í karlakórnum Vökumönnum fyrir um þrjátíu árum. Gestur hafði ákaflega fallega, bjarta og mikla tenórrödd og naut hann þess að syngja hvort held- ur var í kórum eða með vinum á góðri stund. Gestur fæddist og ólst upp á Blönduósi og kom úr stórum systkinahóp og fór hann snemma að vinna fyrir sér. Að lokinni hefðbund- inni skólagöngu fór hann í iðnnám og vann sem vélsmiður og síðar sem pípulagningamaður. Þá var hann í nokkur ár hitaveitustjóri á Blöndu- ósi. Með Gesti er genginn einn sá harðduglegasti maður sem ég hef unnið með. Hraði hans og vandvirkni fóru saman og ákaflega gott var að vera í návist hans. Glaðværð, hlýja og greiðvikni hans var slík að hann gat aldrei neitað nokkrum manni um aðstoð eða hjálp og því var vinnudag- urinn æði oft langur. Hann kunni ekki að hlífa sér og ég veit að ekki var spurt um daglaun að kveldi, ekki síst ef hann hafði grun um þröngan fjárhag. Gestur hafði mikinn metnað fyrir sína heimabyggð og var í fram- varðarsveit þar um tíma og vildi hann sjá árangur og efndir en ekki innantóm loforð. Hann stofnaði ung- ur fjölskyldu og lét sér afar annt um velferð hennar og vildi sjá henni vel farborða. Þá hafði hann nýleg fest kaup á iðnaðarhúsnæði fyrir pípu- lagningafyrirtækið, sem hann átti og starfaði við, en hann náði ekki að njóta afraksturs þess. Við leiðarlok kemur fram söknuð- ur en jafnframt gleði yfir að hafa kynnst jafntraustum og heiðarlegum manni sem Gestur var. Slíkir menn bæta samfélagið og allt mannlíf sem í kringum þá er. Fjölskyldan á Hnjúki þakkar Gesti órofa vináttu og tryggð sem og eiginkonu hans, börn- um og fjölskyldum þeirra og færum við þeim okkar innilegustu samúðar- kveðju. Magnús Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Gest Þórarinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðrún Jónsdóttir, Hulda Birna Frímannsdóttir og Kristín E. Sigfúsdóttir, Hilmar Kristjánsson, Ófeigur Gestsson, Þorbjörn Sigurðsson og Kristófer A. Tómasson, Selfossi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 62, áður Skipasundi 30. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A7 Landspítala Fossvogi. Edda Guðmundsdóttir, Jóna K. Hutchins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.