Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 49
grín og glens hjá þér, þó oftar en ekki leyndist alvara samhliða gríninu. Við minnumst þín sem einstaks eiginmanns, vildir allt fyrir hana Ingu þína gera, þú varst góður pabbi, sem vaktir yfir velferð barna þinna og litlu barnabarnanna, þau eiga öll sínar góðu minningar um þig í fram- tíðinni. Við skulum ekki á vinafund vera alltof sparir. Kemur hinsta kveðjustund kannski fyrr en varir. (Óskar Sigurfinnsson.) Kæri vinur, við þökkum þér trygga og góða vináttu og erum þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt með þér. Elsku Inga og fjölskylda, hugur okkar og Unnar, Ölfu og Víðis er hjá ykkur. Megi góður Guð styrkja ykk- ur í þessari miklu sorg. Minningin um góðan dreng mun lifa. Sigurlaug og Guðmundur. Við eigum aðeins daginn í dag og kannski ekki einu sinni allan. Þetta vitum við öll. Samt er það svo að þeg- ar vinir eða ættingjar kveðja þá erum við alltaf óviðbúin. Mest verður högg- ið þegar fólki á besta aldri er fyr- irvaralaust svipt á braut. Þannig var það einmitt með Harald Guðbergs- son. Við Halli kynntumst fyrir um það bil aldarfjórðungi en um það leyti gengum við báðir í Frímúrararegl- una. Þar innan veggja áttum við náið samstarf og höfum fylgst að allt fram að þessu. Það var afar gott að vinna með Halla. Hann var glaðsinna, afar áhugasamur og úrræðagóður. En hann var líka gagnrýninn og þoldi illa hálfvelgju og undanfærslur. Það munaði sannarlega um hann, hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Hann sagði það sem honum bjó í brjósti um menn og málefni. Gagnrýndi það sem honum þótti aðfinnsluvert en hrósaði líka því sem honum þótti hrósvert. Það var gott að vera í liði með honum og eiga hann að. Það veit ég manna best. Hann var stórhuga svo mér fannst stundum nóg um. En hann hafði efni á því. Það fylgdi nefnilega alltaf hugur máli og hann sparaði sig ekki og var alltaf tilbúinn til að hjálpa ef á þurfti að halda. Hann beið ekki með það til morguns sem hægt var að gera í dag. Ég er þakklátur fyrir að hafa notið samfylgdar hans og vináttu. Nú er Halli lagður upp í þá för sem við sem eftir lifum eigum öll eftir að fara. Hvað bíður hans og okkar allra í þeirri för og að leiðarlokum veit ég ekki. Ég er þó viss um að dauðinn er ekki endir heldur áfangi á vegferð okkar í tilverunni. Ég bið honum blessunar og sendi eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Snorri Björn Sigurðsson. Elsku Halli minn. Mig langar til að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur verið mér. Þú hefur verið mér góð fyrirmynd og hef ég alltaf litið upp til þín. Þú gast látið mig gera nánast hvað sem var, eins og að keyra bíl og fleira. Mér fannst þú geta gert allt og ekkert gæti stöðvað þig. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég alltaf haft gaman af að koma norður til ykkar Ingu og ég á ótal margar góðar minn- ingar um dvöl mína hjá ykkur. Það verður tómlegt að koma aftur norður og enginn Halli á staðnum. Það voru frábærar grillveislurnar hjá þér. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að fara saman í fleiri Spánarferðir. Mér þykir sárt að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn þar sem ég verð ekki á landinu. Ég veit að þú hefðir hvatt mig til þess að fara í þessa ferð en ég verð hjá ykkur í huganum. Með hlýhug og þakklæti kveð ég þig í bili með þessu ljóði: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Sólrún Birna. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 49 MINNINGAR ✝ Stefán Eiríkssonfæddist á Rifi á Rifstanga í Norður- Þingeyjarsýslu 10. febrúar 1925. Hann lést á FSA 21. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ingi- björg V. Jóhannsdótt- ir, f. 18. nóvember 1889, d. 24. júlí 1983, og Eiríkur Stefánsson fyrrum vitavörður á Rifi, f. 11. nóvember 1883, d. 19. febrúar 1956. Systkini Stefáns eru: Leifur, f. 3. júní 1907, nú vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, Margrét, f. 28. nóvem- ber 1908, d. 20. október 1992, Hild- ur, f. 27. desember 1910, d. 10. apr- íl 2000, Auðunn, f. 7. febrúar 1912, d. 23. janúar 1966, og Jóhann, f. 17. september 1919, d. 18. maí 1998. Dóttir Stefáns og Magnfríðar Friðþjófsdóttur, sam- býliskonu hans þá, er Hildur Rannveig, f. 12. febrúar 1959. Börn hennar eru: Stefán Daníel Inga- son, f. 14. júní 1978, Ingibjörg Dagný Ingadóttir, f. 17. apr- íl 1983, Díana Ólöf Hafþórsdóttir, f. 29. janúar 1987, Máni Viðar Hafþórsson, f. 6. júlí 1989, og Guð- finna Gunnur Haf- þórsdóttir, f. 27. febr- úar 1991. Sambýlis- maður Hildar er Þórhallur V. Einarsson, f. 22. desember 1953. Stefán bjó sín bernskuár á Rifi, fluttist þaðan til Raufarhafnar og bjó þar alla tíð síðan. Útför Stefáns verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Stefán fluttist frá Rifi til Raufar- hafnar árið 1947 og bjó þar fram á síðasta dag. Stefán, eða „afi“ eins og við systkinin kusum að kalla hann, var mikill og merkur maður. Ég sé hann ávallt fyrir mér annaðhvort í gráu ullarpeysunni eða appelsínu- gula kraftgallanum að koma eða fara, því hann fór ætíð sínar eigin leiðir líkt og kisinn minn, enda voru þeir hinir mestu mátar. Afi bjó hjá okkur á Aðalbraut 36 alveg síðan ég man eftir mér. Hann var oftast hress og sprellaði oft í okkur. ,,Jólin eru inni í mér en ekki í jólapakka,“ sagði hann ávallt á jólunum eftir að hafa heyrt þetta í jóladagatalsþætti fyrir ein- hverjum árum. Hann sagði oft skondna hluti og bjó til fyndnar vísur þegar hann var í glasi. Ég man eftir að þegar ég var lítil þá fannst mér ægilega gaman á morgnana þegar ég fékk að færa honum bakka með kaffi og mjólkur- kexi sem mamma útbjó handa hon- um. Í þá daga átti hann trilluna sína og fór oft að veiða í soðið. Þá kunni ég ekki að meta það að fá oft fisk í mat- inn. En mér fannst hinsvegar gaman að fara með honum að sigla á bátn- um. Svo borgaði hann mér einhvern- tímann 50 kr. á tímann fyrir að hjálpa honum að greiða úr netum, en þá fannst manni það vera allur peningur í heiminum. Hann fór oft með okkur í berjamó og kríueggjaleit og hann ætlaði einhverntímann að leyfa mér að fara með honum í rjúpu en það varð aldrei af því. Margar góðar stundir höfum við átt með þér. En nú ertu farinn og kveðjum við þig með söknuði og vonum að þér líði vel. Við hittum þig vonandi aftur þeg- ar okkar tími kemur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Ingibjörg Dagný og systkini. Mig langar að minnast Stefáns frænda, sem var yngstur föðursystk- ina minna. Nú eru þau öll farin nema faðir minn sem er elstur, er hann að verða 98 ára og vel ern. Stefán bjó sín bernskuár á Rifi á Melrakkasléttu, síðan fluttist hann til Raufarhafnar og bjó þar alla tíð síðan. Hann kvænt- ist ekki, en eignaðist eina dóttur og varð hún og hennar börn hans ljós. Stefán frændi var hæglátur maður sem lítið fór fyrir en hann hafði ákveðnar skoðanir á málunum. Hann var kátur og glettinn og hress í svör- um og ætíð var stutt í gamansemina og kímnina, sem með honum bjó. Hann var afar nægjusamur og lifði ekki um efni fram og safnaði fyrir því sem kaupa skyldi áður en keypt var, því ekki vildi hann skulda neinum neitt. Hann bjó hjá dóttur sinni og nærvera barna hennar gerði líf hans notalegt og naut hann þess að fylgj- ast með þeim. Ég og maðurinn minn heimsóttum æskuslóðir mínar á hverju sumri undanfarin ár og dvöld- um við þá í návist Stefáns og kynntist ég honum þá betur en áður. Þegar við fórum að vitja um silungsnetin sem hann hafði lagt var alltaf jafn- skemmtilegt að fylgjast með Stebba frænda þar sem hann skokkaði þúfu af þúfu á leið til sjávar og sjá þá hvað hann var öruggur – þó orðinn aldr- aður – við að bjástra við netin. Þegar heim var komið var farið í kaffi í Val- höll og notið veitinga Dúu frænku sem aldrei brugðust. Stebbi frændi naut þess að vera úti á hinum björt- um sumarnóttum á sínum heimavelli, því á Melrakkasléttunni er einstök fegurð og friðsæld á sumarnóttunum og það var einmitt tíminn sem var svo gaman að vera saman á Rauf- arhöfn. Nú er tími Stebba frænda lið- inn hér hjá okkur en eins og alltaf eru það minningarnar sem skila mestu og þökkum við honum fyrir nær- veruna hin síðustu ár. Fari hann í friði og Guð blessi minningu hans. Lengi heilluðu hugann, heiðríkir dagar, alstirnd kvöld, líf þeirra, ljóð og sögur, sem lifðu á horfinni öld. Kynslóðir koma og fara, köllun þeirra er mikil og glæst. Bak við móðuna miklu rís mannlegur andi hæst. (Davíð Stefánsson.) Ingibjörg F. Leifsdóttir og Jón G. Sveinsson. STEFÁN EIRÍKSSON Elsku pabbi, þú sýnd- ir tilfinningar þínar fremur með látbragði og þínum sérstöku augn- hreyfingum í stað mikils orðaflaums. Frekar kaustu að spara orðin og var þá eftir tekið þegar orð voru látin falla. Ekki fluttir þú lærða pistla um efni námsbókanna en kenndir frekar samviskusemi, æðru- leysi, heiðarleika og lítillæti; nokkuð sem ekki verður kennt í bókum. Við munum sakna sárlega allra skondnu orðatiltækjanna sem lifa ennþá hjá okkur sem til þekktu. Um barnabörnin sagðirðu gjarnan: Sjáðu hvað hún eða hann er skýr til augn- anna, og ef einhver hafði útvarp of hátt stillt sagðirðu: Lækkið í þessu bítlagargi. Allt frasar sem lifa áfram. Þú varst sigldur, pabbi, og sem ungur maður lékstu þér með potta og pönnur í eldhúsinu á millilandaskipi til Glasgow þar sem alnafni þinn og afabarn leikur nú á stórum leikvangi íþróttanna. Þinn vilji var að sjá heim- inn og kynnast ólíkum menningar- heimum og þótt árin hafi verið orðin nokkur þegar þú eignaðist litla Fram- nesið á Spáni þá leyndi sér aldrei gleðin og lífsfyllingin sem kotið veitti þér. Í sumar ætluðum við fjölskyldan og þú og mamma að hittast á Spáni og eyða saman tíma í sólinni. Yfirleitt höfðum við farið á mis því þið kusuð að njóta veðurblíðunnar á íslandi yfir sumarmánuðina. Af því verður ekki en ég treysti því að þú verðir með okkur og fylgist með að vanda. Samband þitt við Grétar tvíbura- bróður þinn var sérstakt og þurfti ekki alltaf símalínur til að halda sam- bandi. Virtist sem bylgjur á tíðnisviði okkur óþekktu gætu ferðast ykkar á millum. Þið gáfuð hvor öðrum mikið og er ógleymanleg myndin af ykkur tveimur brosandi fyrir framan kotin KJARTAN HENRY FINNBOGASON ✝ Kjartan HenryFinnbogason fæddist á Látrum í Aðalvík 28. maí 1928. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja föstudaginn 25. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 4. mars. ykkar á Spáni líkt og um spegilmynd væri að ræða. Víst er að fagn- aðarfundir verða þegar þið bræður hittist. Elsku pabbi, þín verður sárt saknað og enginn mun geta fyllt upp í það skarð sem þú skilur eftir. Við fjöl- skyldan og mamma munum halda göngunni áfram og reyna að hafa léttleikann og gleðina að leiðarljósi í þínum anda. Viktor, Ása og börn. Mig langar að kveðja elskulegan bróður minn með fáeinum orðum. Kjartan var tvíburi og þeir bræðurnir hann og Grétar voru ekki aðeins af- skaplega líkir, heldur mjög samrýnd- ir og miklir vinir og tengslin milli þeirra bræðra sterk. Grétar lést árið 2002 og var það Kjartani mikið áfall og saknaði hann bróður síns mikið. Kjartan starfaði hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli sem varðstjóri og var mjög vel liðinn í starfi og eignaðist þar lífstíðarvini. Kjartan og Gauja kona hans voru afar samrýnd hjón. Þau hjónin eiga sumarhús á Spáni og þar undu þau glöð við sitt og hlökkuðu mikið til að fara út eftir fermingu barnabarns síns. Kjartan átti við heilsuleysi að stríða undir lokin og vildi hafa alla hluti í föstum skorðum, en tilhlökkunin var alltaf jafnmikil að komast í húsið sitt á Spáni. Ég bið góðan Guð að gefa Gauju og börnunum styrk í þeirra djúpu sorg. Elsku Kjartan minn, ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur hjá Grétari bróður. Við söknum þín öll og þökkum fyrir að hafa átt lífsleið með þér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Innilegar kveðjur sendi ég frá Lillu systur okkar sem getur því miður ekki verið viðstödd kveðjustundina þína. Þín systir Karitas. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarþel vegna fráfalls elskulegs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÓLAFS JÓNSSONAR fv. framkvæmdastjóra, Lækjartúni, Ölfusi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimilisins Ljósheima, Selfossi. Jón Ólafsson, Sigurborg Valdimarsdóttir, Benedikt Ólafsson, Ásta Hallsdóttir, Kjartan Ólafsson, Arna Kristín Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu í veik- indum og við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, sonar, tengdasonar og bróður, MAGNÚSAR EINARS FINNSSONAR, Eikarlundi 16, Akureyri. Jóhanna Erla Birgisdóttir, Arnaldur Birgir Magnússon, Paola Sabine Jensen Sewe, Andri Freyr Magnússon, Inga Kristín Sigurgeirsdóttir, Sigrún María Magnúsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Hulda Árnadóttir, Birgir Snæbjörnsson, Sumarrós Garðarsdóttir og systkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa GUNNARS TRYGGVA SIGTRYGGSSONAR frá Bolungarvík. Guðrún Gunnarsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigþrúður K. Gunnarsdóttir, Jón Óskar Carlsson, Gunnar Gunnarsson, Gunvor Assergård, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.