Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 53

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 53 FRÉTTIR Kanadísk verksmiðjuframleidd einingahús. Sérhæfum okkur í kanadískum einingahúsum. Húsin koma tilbúin til uppsetningar frá verksmiðju með bað- og eldhús- innréttingum. www.einingahus.is. Emerald ehf., sími 698 0330, em- erald@mi.is Brenderup 1150 S. 144x90 cm, burðargeta 400 kg. Frábærar kerrur á frábæru verði. Kíkið við á www.lyfta.is eða hafið samband í síma 421 4037. CASE IH Til sölu CASE IH 4210 árgerð 1996 í mjög góðu ástandi. Uppl. hjá Sturlaugi Jónssyni & Co., símar 551 4680 og 893 4334. Alternatorar og startarar í fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og bátavélar. Á lager og hraðsend- ingar. 40 ára reynsla. Bílaraf, Auðbrekku 20, sími 564 0400. Opið í dag frá 10 -14 | Lumex | Skipholt 37 | Sími 568 8388 | Fax 568 83 48 | www.lumex.is FJÖLMARGIR námsmenn sem stunda nám erlendis hafa leitað til Sambands íslenskra námsmanna vegna fjárhagslegs tjóns sem þeir rekja til hækk- andi gengis krónunnar. Að- allega eru það nemendur sem stunda nám í Bandaríkjunum en þó hafa einn- ig nemendur á hinum Norður- löndunum látið í sér heyra og er það nýlunda að sögn Heiðar Reynisdóttur, fram- kvæmdastjóra SÍNE. Dæmi eru um að hjón í námi er- lendis hafi tapað því sem nemur tvö til þrjú hundruð þúsund krónum vegna gengisþróunar íslensku krón- unnar. Í stuttu máli eru vandræðin þau að nemendurnir eiga ekki fyrir yfir- dráttarheimildinni þegar þeir loks- ins fá framfærslulánin útborguð frá Lánasjóði íslenskra námsmanna vegna hækkunar krónunnar. Af þessum sökum hefur SÍNE farið þess á leit við bankastofnanir hér- lendis að námsmenn geti fengið yf- irdráttarheimild á gjaldeyrisreikn- inga. Ef af því verður komast nemend- urnir hjá því að áætluð lánsupphæð, sem reiknuð er yfir á gjaldeyri þess lands sem nemandinn dvelur í og ákveður þá upphæð sem þeir fá lán- aða hjá banka sínum, verði ekki hærri en sú upphæð sem nemandinn fær loks greidda. Samkvæmt upplýsingum SÍNE er áætlunin miðuð við daggengi og út- borgun framfærslulánanna er miðuð við gengi krónunnar á útborgunar- degi. Margir mánuðir líða frá því áætlunin er gerð og þar til útborg- unin fæst. Það er því ljóst að ef gengi krónunnar hækkar á tímabilinu nemur lán bankans til nemanda mun meira en útborgunin frá LÍN. Nem- andinn hefur þá ekki efni á að borga yfirdráttinn hjá bankanum. Jákvæð viðbrögð En vilja nemendurnir þá fara á mis við þann jákvæða mismun sem verður þegar gengi krónunnar lækk- ar frá áætlunardegi og til útborgun- ardags? Heiður sagði að sú staða væri heldur ekki hagstæð nemend- um. Það sem þeir vildu væri að láns- loforð LÍN og svo raunvirði útborg- unar væru sem jöfnust því að ekki væri heldur þægilegt fyrir þá að skulda LÍN meira en áætlað hefði verið. SÍNE hefur fengið jákvæð við- brögð hjá bönkunum við bón sinni en þó kunna einhverjir kerfisörðugleik- ar að verða í veginum fyrir því að úr breytingunum verði. SÍNE segir náms- menn erlendis tapa á gengisbreytingum Heiður Reynisdóttir um þessa vakt- og öryggisþjónustu verði endurskoðuð. Meðal tillagna nefndarinnar er að starfsmenn sem eru sendir í híbýli eða aðrar fasteignir hafi auðkennd persónuskilríki og skilji eftir nafn- spjald hjá umráðamanni. Þá er lagt til að lásaopnun og lífvarsla falli undir lög um einkarekna vakt- og öryggisþjónustu en svo hefur ekki verið fram að þessu. Eins og fyrr segir leggur nefndin til að persónu- njósnir í atvinnuskyni verði bann- aðar og að þung viðurlög verði lögð við slíku þannig að viðkomandi sleppi ekki með litlar sektir. Aðrar tillögur nefndarinnar eru m.a. þær að óheimilt verði að veita lögreglumönnum, slökkviliðsmönn- um, tollvörðum og öðrum í slíkum starfsstéttum leyfi til að annast vakt- og öryggisþjónustu á eigin vegum. Nefndin vill ennfremur að kröfur um menntun og þjálfun ör- yggisvarða verði auknar og að þeim verði leyft að nota handjárn og varnarúða, verði orðið við tillögum nefndarinnar um að nám öryggis- varða verði hluti af námi í Lög- regluskólanum. NEFND á vegum dómsmálaráð- herra leggur til að persónunjósnir um einkaaðila í atvinnuskyni verði bannaðar hér á landi og að ákvæði um einkarekna vakt- og öryggis- þjónustu verði hert. Í greinargerð nefndarinnar er m.a. rætt um veik- leika í starfsemi þeirra sem bjóða upp á lásaopnun og tilvik þar sem einkaaðili hefur boðið fyrirtækjum og einstaklingum að annast per- sónunjósnir. Á fagmáli er þetta kall- að að „skyggja“. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra skipaði nefndina í ágúst 2003 til að fjalla um verkskil milli lög- reglu og einkaaðila. Formaður nefndarinnar var Guðjón Pedersen. Aðrir nefndarmenn voru Árni Guð- mundsson frá Securitas, Jónmund- ur Kjartansson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, og Reynir S. Ólafsson frá Öryggismiðstöð Ís- lands. Mikið um einyrkja Í greinargerðinni segir að það sem einkenni einkarekna vakt- og öryggisþjónustu á Íslandi frá því sem tíðkist í öðrum löndum sé hversu mikið sé um einyrkja sem taki að sér vaktþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins „án full- nægjandi baklands og þjálfunar“. Nefndin telur að þessi tilhögun sé óæskileg og segir skorta á innra eftirlit með þeirra starfsemi og að þeir hafi ekki þá þekkingu sem verði að krefjast af öryggisvörðum. Einangrun við öryggisgæslu valdi því að hann fái lítinn eða engan stuðning ef hætta steðji að. Því leggur nefndin til að meðal þeirra skilyrða sem setja þurfi við leyf- isveitingar til öryggisgæslu sé að öryggisverðir hafi hlotið tilhlýðilega þjálfun og séu tengdir vaktstöð með fullnægjandi fjarskiptabúnaði. Tek- ið er fram að sk. nágrannavarsla falli ekki undir þá starfsemi sem um ræðir og ekki heldur húsvarsla þar sem um er að ræða ráðningarsam- band milli húsvarðar og eiganda fasteignar. Hafi persónuskilríki Einkarekin vakt- og öryggisþjón- usta hefur verið starfrækt hér á landi um árabil en lög voru fyrst sett um starfsemina árið 1997. Nefndin telur að vegna þeirrar reynslu og þekkingar sem skapast hafi í uppbyggingu einkarekinnar vakt- og öryggisþjónustu innan nú- verandi öryggisfyrirtækja og ekki síður vegna þeirra veikleika sem liggi í einyrkjastarfsemi, svo og til óskilgreindra krafna tengdum lása- opnun, lífvörslu og persónunjósn- um, sé mikilvægt að lög og reglur Persónunjósnir í atvinnuskyni verði bannaðar Nefnd um einkarekna vaktþjónustu  Meira á mbl.is/itarefni SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, fagna ákvörðun ríkis- stjórnarinnar í janúar sl. um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. „ Með stofnun þjóðgarðsins verð- ur til þjóðgarður eða kerfi þjóðgarða frá Öxarfirði suður í Öræfi. Þjóð- garður af þessari stærð hefur gríð- armikið náttúruverndargildi, ekki einungis miðað við innlendan heldur og alþjóðlegan mælikvarða. Þá hefur slíkur þjóðgarður mikið gildi vegna sköpunar góðrar vinnu. SUNN leggja áherslu á að nú þeg- ar verði hafist handa um hagnýtan undirbúning verksins, m.a. með ráðningu eins eða fleiri starfsmanna í héraði til viðbótar þeim starfs- mönnum sem þegar eru í núverandi þjóðgarði í Jökulsárgljúfrum. Hugsa mætti sér að slík ráðning tengdist starfi sumarlandvarða. Slík heils- ársbúseta í héraði er ákaflega mik- ilvæg til að íbúar næst þjóðgarðs- svæðunum finni strax gagnið af þjóðgarðinum. Það er einnig mat samtakanna að styrkja þurfi sum- arlandvörslu á þessu svæði og í Mý- vatnssveit. Friðlýsing og stofnun þjóðgarðs er tímafrekt ferli en fjárveiting get- ur tekið skemmri tíma. Því skora SUNN á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að Alþingi veiti þegar á næsta ári auknum fjármunum til náttúruverndar.“ Fagna þjóðgarði norðan Vatnajökuls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.