Morgunblaðið - 05.03.2005, Page 54
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
ÉG LÝSI ÞVÍ HÉR MEÐ YFIR, AÐ
ÞETTA HÚS ER MÚSALAUST!
VÁ! OSTUR MEÐ
LAPPIR!
HÉRNA FER
HANN TIL ÞESS
AÐ HALDA
RÆÐUNA SÍNA
Á HUNDABÝLINU
BALDURSBRÁ
ER HANN BÚINN AÐ ÆFA
RÆÐUNA SÍNA NÓG?
JÁ! HANN HEFUR EKKI
HUGSAÐ UM ANNAÐ...
ÞAR SEM VIÐ ERUM HÉR
SAMAN KOMIN Á ÞESSUM
MERKA DEGI, ÞÁ FINNST
MÉR VIÐEIGANDI AÐ SEGJA
EINA GAMANSÖGU UM KÖTT
SLÆMAR FRÉTTIR
PABBI! ÞÚ ERT Á
NIÐURLIEÐ Í
KÖNNUNUM
K0NN-
UNUM?
JÁ, SÉRSTAKLEGA
MEÐAL TÍGRIS-
DÝRA OG 6
ÁRA HVÍTRA
KARLMANNA
EF ÞÚ VILT HALDA ÁFRAM AÐ
VERA PABBI ÞÁ VERÐUR ÞÚ
AÐ GERA LYKILBREYTINGAR Á
ÞVÍ HVERNIG ÞÚ STJÓRNAR
EITTHVAÐ SÉRSTAKT SEM
ÞÚ MÆLIR MEÐ AÐ ÉG
GERI?
AF ÞEIM SEM TÓKU
ÞÁTT Í KÖNNUNINNI
VORU FLESTIR HLYN-
TIR VASAPENING OG
ÖKUKENNSLU
© DARGAUD
Bubbi og Billi
BILLI! ÞÚ VERÐUR AÐ
HJÁLPA MÉR
GJÖRÐU SVO VEL. ÞÚ
MÁTT ÉTA ÞETTA
ÞÚ KLÁRAR BARA
ÞAÐ SEM ER Í ÍSSKÁPNUM,
ER ÞAÐ EKKI BILLI?
ROSALEGA ER GOTT
AÐ KOMA HEIM EFTIR
LANGAN OG ERFIÐAN
VINNUDAG
ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR
LÍTIÐ GLAS AF...
ÓTRÚLEGT!
ÞETTA VANÞAKKLÁTA
LITLA KVIKINDI!
KJÖTIÐ,
KAKAN,
OSTURINN!
HANN HEFUR
ÉTIÐ
VIKUINNKAUPIN!
ÞÚ ERT EKKERT
ANNAÐ EN SVÍN!
SÍÉTANDI
SÓÐAHUNDUR!
OOO... ÞETTA VIRKAR EKKI. ÉG HEF EKKI
MERI ORKU TIL ÞESS AÐ ÖSKRA
NÚNA ER
RÉTTI
TÍMINN
HÆ PABBI.
HÉRNA ERU
EINKUNNIRNAR
MÍNAR
Dagbók
Í dag er laugardagur 5. mars, 64. dagur ársins 2005
Víkverji kveður þorr-ann með söknuði
og vill nota þetta tæki-
færi til þess að halda
fram hlut þess þjóðlega
matar, sem á þorranum
er í hávegum hafður.
Víkverja sárnar þeg-
ar menn tala niður til
súrmatarins; að þar sé
á ferðinni skemmdur
matur sem leggi af
mausalykt. Fjarri því.
Víkverja finnst hann
bæði góður og hollur
og neytir hans öðru
hverju allt árið um
kring, þegar gefur.
Hitt er aftur, að menn eru farnir
að fara þannig með súrmatinn að til
skemmda horfir. Hér áður fyrr var
súrmatur geymdur í tréílátum í
köldum geymslum. Nú er öllu hent í
plast, sem er óþverraumbúðir utan
um slíkan mat. Tréð andar en plast-
ið ekki. Og kaldar geymslur, eins og
áður voru, fyrirfinnast ekki lengur.
Enginn ísskápur eða frystikista geta
leyst þær sómasamlega af hólmi.
Hvernig ætli það vín smakkaðist,
sem væri bruggað í plastílátum, en
ekki látið lifna og eldast í tréámum?
Ætli slíkt vín fengi margar stjörnur
hjá vini Víkverja, Steingrími Sig-
urgeirssyni, sem reyndar hefur,
Víkverja til sárrar
armæðu, farið háð-
uglegum orðum um
þorramatinn!
En það er ekki ein-
asta að Víkverji telji
meðferð súrmetisins
hafa lent á villigöt-
um, heldur sér hann
líka betri saltfisk,
síld og svið og salt-
kjöt í hillingum. Salt-
fiskurinn var sól-
þurrkaður og sviðin
og saltkjötið verkuð
með matvænum
hætti, en ekki
sprautuð með ein-
hverjum efnum upp á skjótfenginn
lit og keim.
Að ekki sé nú talað um silfur hafs-
ins; síldina. Víkverji man sólríka
sumardaga á síldarplani, þar sem
síldin var söltuð í trétunnur, en ekki
fleygt í plasttunnur eins og nú tíðk-
ast. Þegar tunnan var full, var hún
slegin til, stúað, velt og pækluð eftir
kúnstarinnar reglum. Bezta síldin
var svo beint úr tunnunni.
Víkverji hvetur til þess að við
verkun þessa þjóðlega matar verði
aftur leitað á náðir trésins og því
gefinn tími til þess að gera matinn
sem ljúffengastan, þegar hann er
borinn á borð – allt árið um kring.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Alþjóðahús | Í dag hefjast kúbverskir dagar á Café Kúltúra við Hverfisgötu.
Þá verður mikið um dýrðir og kúbversk menning í aðalhlutverkum. Meðal
annars verður sýndur kúbverskur dans, leikin kúbversk tónlist og matar-
gerðarlist eyjarskeggja verður kynnt fyrir gestum kaffihússins.
Það er kúbverska myndlistakonan og hönnuðurinn Mila Pelaez sem ríður á
vaðið með opnun myndlistarsýningar sinnar í kvöld kl. 21.
Morgunblaðið/Þorkell
Kúbversk menningarvika
í Alþjóðahúsi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Þá mælti Jesús við hana: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“
Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu. (Matt. 15, 16.)