Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 59

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 59 RAPPARINN 50 Cent hefur gert samning við fyrirtækið Vivendi Universal Games um gerð á tölvuleik sem gefinn verður út seint á þessu ári. Leikurinn heitir „50 Cent®: Bulletproof™“ og verður frumsýndur á E3 tölvuleikjasýningunni í Los Angeles. „Allar gjörðir mínar miða að því að ná árangri,“ segir rapparinn. „Markmið mitt er alltaf að rústa alla samkeppni og það er ekkert öðruvísi þegar ég sendi frá mér tölvuleik. Leik- urinn er nokkurs konar draumóraútgáfa af lífi mínu. Ég ætla að hrista upp í tölvuleikjaheim- inum líkt og ég gerði í rappheiminum – ég legg allt í þennan leik,“ segir 50 Cent. Í leiknum lendir 50 Cent í vef spillinga, svika og undarlegra samninga sem leiða hann um blóðuga slóð um undirheima New York-borgar. 50 Cent finn- ur sér ótrúlega bandamenn og segir hættulegustu glæpafjölskyldu borg- arinnar stríð á hendur. Þetta flækir hann í al- þjóðlegt samsæri þar sem ótrúlegustu aðilar koma við sögu. Augu göt- unnar eru á 50 Cent þar sem hann sprengir sér leið að sannleikanum. 50 Cent hefur mörg járn í eldinum þessa dag- ana. Ný plata, The Massacre, kom út á fimmtu- daginn og hefur fengið ágæta dóma. Samkvæmt vefnum metacritic.com fær hún 69 í einkunn af 100 mögulegum. Takmarkið að rústa samkeppnina 50 Cent er jafn ógnvekjandi í leiknum og raunveruleikanum. Tónlist | Ný plata og tölvuleikur frá 50 Cent TÓNLIST Erlendar plötur Jennifer Lopez – Rebirth  JENNIFER Lopez gefur til kynna með nafninu á glænýrri hljóðvers- plötu sinni að hún sé að ganga í gegn- um einhvers konar endurfæðingu. Til að gera það fær hún m.a. Rodney Jerkins og Timba- land til liðs við sig. Upphafslagið „Get Right“ er síðan af- gangslag af Con- fessions með Usher og segir það eitt- hvað um plötuna að það sé eitt besta lag hennar. Þó Lopez sé áreiðanlega að ganga í gengum persónulega endurnýjun og upplifanir þá er platan ósköp ófrum- leg. Sum lögin eru ágæt popplög en þau vantar nútímalegri brodd. Á sama tíma heppnast fortíðartilvís- anirnar ekki nógu vel. Fyrstu lög plötunnar eru þau bestu, hið afríska „Step Into My World“ og fönklagið „Whatever You Wanna Do“. Nokkur lög þarna minna á Madonnu um það leyti og True Blue kom út, bestu lögin í þeim hópi eru „Cherry Pie“ og „Ryde or Die“. Versta lagið á plötunni er tvímæla- laust „(Can’t Belive) This Is Me“. Það er samvinnuverkefni Lopez og eig- inmannsins Marc Anthony. Ekkert gott virðist koma útúr samstarfi hennar og eiginmannanna/kærast- anna. Þeir ættu að hafa vit á því að halda sig fjarri ef hún hefur það ekki. Lagið er alveg hörmulegt og reynir Lopez á röddina langt umfram það sem hún ræður við. Þetta er al- gjörlega misheppnuð kraftballaða. Jennifer Lopez er virkilegt kam- elljón og getur tekið á sig mörg gervi (fatahönnuður-dansari-leikari- söngkona). Í tónlistinni er hún samt engin Madonna enda virðist Gwen Stefani vera í fullu starfi við að feta í fótspor hennar. Þeir sem treysta á góða danssmelli frá dívunni gætu orðið svekktir. Það vantar meiri kraft í plötuna og mjó- róma rödd Lopez heldur illa athygli og er þreytandi að hlusta á hana til lengdar. Inga Rún Sigurðardóttir Mjóróma endurfæðing ALLS verða hundrað aukamiðar settir í sölu á tvennar sýningar grínistans Eddie Izzard hérlendis. Salan fer eingöngu fram í versl- unum Skífunnar frá og með kl. 10 í dag. Umframeftirspurn var eftir miðum á sýningarnar og tókst skipuleggjendum með tilfærslum að koma fimmtíu manns til viðbótar á hvora sýningu. Tveir af vinsælustu grínistum landsins, Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon, hafa verið valdir til að hitta upp á báðum sýningum Izzard á Broadway, 9. og 10. mars næstkomandi. Skemmtanir | Grínistinn Eddie Izzard Eddie Izzard tókst að galdra fram hundrað miða til viðbótar. Aukamiðar til sölu www.event.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.