Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 60

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 60
60 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ JOSÉ CARRERAS Í KVÖ BÖRN fræga fólksins eru kannski vön því að fá stórar og miklar gjafir. Því má ætla að Brooklyn Beckham, sonur hjónanna Victoriu og Davids Beckham, verði ekkert sérlega brugðið yfir afmælisgjöf foreldra sinna í ár. Haldið var uppá sex ára afmæli hans í gær og gáfu foreldrar hans honum eftirfarandi „smáræði“: Demantseyrnalokka sem metnir á þrjár milljónir og tveggja hæða trékofi sem drengurinn verður reyndar að deila með yngri bræðrum sínum, þeim Romeo og Cruz. Brooklyn, sem er að verða sex ára, virðist á góðri leið með að verða lifandi eftirmynd af föður sínum. Sérstaklega þegar hann fær í eyrun nýju demantseyrnalokkana en þeir voru gerðir sem líkastir eyrnalokkum pabb- ans, sem hjónin létu senda sérstaklega frá Jacobs-skartgripaversluninni í New York. Svo má ekki gleyma afmælisveislunni sjálfri sem kostar 1,2 milljónir króna. Sagt er að þau hafi viljað gefa Brooklyn eitthvað sérstaklega flott á afmælinu í ár til að bæta fyrir erfiðleikana sem fjölskyldan hefur þurft að glíma við síðustu mánuði, en þau hættu næstum því saman eftir að nokkrar konur sögðu Beckham hafa haldið framhjá sér. „Brooklyn dýrkar pabba sinn og vill alltaf fá allt eins og hann. David og Viktoría vildu gefa honum eitthvað mjög fínt í afmælis- gjöf. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir alla fjölskylduna,“ sagði vinur hjónanna. Á með- al gesta í barnaafmælinu boðnir voru Liz Hurley, guðmóðir Brooklyn, fótboltakapp- arnir Michael Owen og Zinedine Zidane, og fyrrum kryddstelpan Emma Bunton. Fólk | Ýktar afmælisgjafir Beckham-hjónanna Demantseyrna- lokkar og trékofi Hinn svokallaði Wendy-kofi sem Brooklyn fékk frá foreldrunum. Brooklyn og Victoria á vellinum að horfa á pabba sparka í bolta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.