Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30
Kvikmyndir.is.
S.V. Mbl.
HELVÍTI VILL HANN,
HIMNARÍKI VILL HANN EKKI,
JÖRÐIN ÞARFNAST HANS
Magnaður spennutryllir með
Keanu Reeves og Rachel
Weisz í aðalhlutverki.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 1.30, 4, 5.30, 8 og 10.30. B.i 16 ára.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.30.
Mbl.
DV
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN
Besti leikari - Jamie Foxxti l i i i
Sýnd kl. 7.30 og 10. B.i. 12 ára.
J.H.H. Kvikmyndir .com
GERARD JUGNOT FRANÇOIS BERLEAND KAD MERAD
Sýnd kl. 6 og 8.
KÓRINN
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3. Enskt tal.
LEONARDO DiCAPRIO
Sýnd kl. 3 og 10.15. B.i. 12 ára.
M.M.J.kvikmyndir.com
Besta mynd ársins
Besti Leikstjóri - Clint Eastwood
Besta Leikkona - Hillary Swank
Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman
Besti Leikari - Jamie Foxx
Besta hljóðblöndun
H.L. Mbl.
S.V. MBL.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.30.
Kvikmyndir.is
H.B. Kvikmyndir.com
DV
H.J. Mbl.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 4 og 6.
Ein vinsælasta grínmynd allra tíma
Þrjár vikur á toppnum í USA
Kvikmyndir.is
DV
H.J. Mbl.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3, 6 og 9.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
Tilnefnd til 3
Óskarsverðlauna
Frumsýning Óperudraugurinn
Heimsins stærsti
söngleikur birtist
nú á hvíta tjaldinu
í fyrsta sinn!
J A M I E F O X X
Mynd eftir Joel Schumacher.Byggt á
söngleik Andrew Lloyd Webber.
Með Íslandsvininum, Gerard Butler (Bjólfskviða),
Emmy Rossum (Mystic River) , Miranda Richardson
og Minnie Driver
M.M. Kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás 2
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
Grínistinn og rithöfundurinnCharlie Higson hefur gefið útfyrstu skáldsögu sína sem
fjallar um æskuár frægasta njósnara
bókmennta- og kvikmyndasögunnar,
James Bond. Higson, sem er kunn-
astur fyrir að hafa leikið í bresku
grínþáttunum Fast Show, fékk form-
legt leyfi í fyrra frá rétthöfum til að
notast við þessa vinsælu sögupersónu.
Eftir 34 skáldsögur, 8 smásögur og 22
kvikmyndir sem gerðar hafa verið um
ævintýri Bonds hefði maður
kannski haldið að það væri
fátt sem ekki er vitað um líf
hans en Higson þykist vita
betur og ætlar að sanna það
í þeim fimm bókum sem
hann hefur fengið leyfi til að
skrifa.
Munaðarlaus
einkaskóladrengur
Ættingjar Ians Flemings,
skapara Bonds, hafa áður
veitt öðrum höfundum leyfi
til að skrifa um frekari æv-
intýri njósnarans eftir andlát Flem-
ings árið 1964, höfundum á borð við
Kingsley Amis, John Gardner og
Raymond Benson. Aldrei hefur þó
fyrr verið fjallað, hvorki Fleming né
aðrir höfundar, um Bond áður en
hann gekk í leyniþjónustuna.
Fyrsta bókin heitir Silverfin og
hefst þegar Bond er þrettán ára gam-
all munaðarlaus drengur sem hefur
nýhafið nám í Eton-einkaskólanum
fræga snemma á 4. áratug síðustu
aldar.
Þegar Puffin-útgáfan ákvað fyrst
að láta skrifa um bernskubrek Bonds
var ætlunin að fá fleiri höfunda en
Higson til að skrifa bækurnar en eftir
að Higson skilaði af sér þeirri fyrstu
var ákveðið að fela honum að skrifa
þær allar.
Higson hefur áður skrifað fjóra
reyfara en segist alltaf hafa langað að
skrifa barnabók, bók sem börnin hans
þrjú gætu lesið. Hann hafi því stokkið
á tækifærið er honum bauðst að skrifa
um ævintýri unglingsins James Bond.
Ætlað yngri lesendum
Silverfin hefur fengið jákvæð við-
brögð frá gagnrýnendum sem telja
flestir að hinn ungi Bond sé í örugg-
um höndum Higsons.
„Hann er ekki njósnari, heldur
bara venjulegur unglingsdrengur,“
skýrir höfundurinn.
En þrátt fyrir það lendir Bond –
eins og gefur að skilja – í ýmsum æv-
intýrum. Hann eignast hatramman
óvin í skólanum, George Hellebore,
sem er sonur efnaðs vopnasala sem
býr í kastala í Skotlandi og lumar á
ískyggilegu leyndarmáli. Greina má
ýmis persónueinkenni hins fullvaxta
Bonds, eins og hina einstöku úrræða-
semi, forvitni og ofboðslegt keppn-
isskap. Higson segist samt hafa forð-
ast það að vísa um of í verk Flemings
og myndirnar.
„Ég reyni að sýna fram á hvernig
hann varð að þeim manni sem við
þekkjum svo vel en það hvarflaði ekki
að mér að ganga alla leið og láta hann
hitta ungan M og etja kappi við sköll-
óttan skólafélaga sem héti Blofeld
[erkióvinur hins fullorðna Bonds].
Það frábæra við að hverfa aftur til
4. áratugarins er að það gerir mér
kleift að hreinsa út allar klisjur. Ég
var t.d. feginn að þurfa ekki að finna
upp einhver fáránleg njósnatæki t.d.
Það gerðist síðar í lífi hans.“
Higson segir bókina ætlaða átta til
tólf ára börnum og því sé ekki eins
mikið um ofbeldi og kynlíf og í upp-
runalegu bókunum hans Fleming, svo
ekki sé talað um myndirnar sem síðar
voru gerðar.
„Krakkar á þessum aldri vilja ekki
lesa um einhvern strák sem gerir fátt
annað en að kyssa stelpur,“ segir
Higson.
Hann hefur nú þegar klárað aðra
bókina og vinnur nú hörðum höndum
við að skrifa þá þriðju. Þótt ekkert
hafi enn verið um það rætt þarf vart
að líða langur tími áður en bernsku-
brek njósnara hennar hátignar verði
færð á hvíta tjaldið.
Bókmenntir | Ný ævintýri njósnara hennar hátignar
Bernskubrek Bonds
Charlie Higson
Herbergiskytra
hins unga Bonds í
Eton-heimavistinni,
séð með augum
nýja höfundarins.
MEL Gibson er mjög trúaður maður og hefur meðal ann-
ars byggt kirkju í bakgarðinum hjá sér. Alla jafna er hún
notuð fyrir fjölskyldumeðlimi en nú bættist við hópinn.
Maður sem er hugfanginn af Mel Gibson komst inn í
kirkjuna og ætlaði að krjúpa við hlið hans og biðja með
honum. Lífverðir náðu að stoppa manninn áður en hann
komst of nærri. Jafnframt vildi maðurinn koma því til
skila að hann hefði viljað koma áleiðis skilaboðum frá
Guði almáttugum til Gibsons.
Fólk | Heltekinn aðdáandi
Vildi biðja með Gibson
Mel Gibson