Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta eru engir stríparar, bara erlendir túristar að reyna að komast klakklaust framhjá alþingisslotinu, Nonni minn. Mikill munur er ánotkun sérfræði-þjónustu utan sjúkrahúsa á Íslandi. Ís- lendingar fara að meðal- tali til sérfræðings 1,3 sinnum á ári en notkun þjónustunnar er mest í Reykjavík, 1,7 komur á ári að meðaltali. Mestur er munurinn á milli svæða á landinu í notkun geð- læknisþjónustu, Reykvík- ingar fóru 15 sinnum oftar til geðlæknis en t.d. íbúar á Vopnafirði, Fáskrúðs- firði og Vík. Yfir 90% sér- greinalækna búa á höfuð- borgarsvæðinu og Akur- eyri. Fimmfaldur munur Ólafur Oddsson, deildarlæknir á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri, hefur kannað hvernig Íslendingar nýta sér sér- fræðiþjónustu utan sjúkrahúsa eftir búsetu, í þeim tilgangi að skoða mun á notkun sjúklinga á slíkri þjónustu eftir því hvar þeir búa á landinu. Notaði hann gögn frá Tryggingastofnun ríkisins ár- in 1993 til 1996, eða samtals upp- lýsingar um 1,4 milljón komur til sérfræðinga á tímabilinu. Kveikj- an að rannsókninni var í upphafi að kanna hvar Norðlendingar fengju sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa, en fljótlega beindist hún að landinu öllu. Sérfræðigreinarnar voru 17 talsins og reyndust komur til sér- fræðilækna almennt mun fleiri á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu, um það bil fimm- faldur munur. Mjög lítill munur reyndist vera á komu landsmanna hvað tvær sérfræðigreinar varð- ar, augnlækningar og háls-, nef- og eyrnalækningar. „Það er ára- tuga hefð fyrir því að landlæknir skipuleggi ferðir augnlækna út á land og háls-, nef- og eyrnalækn- ar hafa í vaxandi mæli farið út á land síðari árin eftir beiðnum frá heilsugæslustöðvunum. Rannsóknin sýnir mjög skýrt að tiltölulega lítill munur er á milli landsmanna eftir því hvar þeir búa og komum til þessara sérfræðilækna,“ sagði Ólafur en í ljós kom að íbúar á Kirkjubæj- arklaustri, Kópaskeri, í Búðardal, á Þórshöfn og Hólmavík fóru mun oftar til augnlækna en t.d. íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Allt önnur mynd kom í ljós varðandi geðlækningarnar, þar var notkunin í höfuðborginni langmest. Að meðaltali 4,6 komur til geðlækna á hverja 100 íbúa á ár. Þessi notkun er 15 sinnum meiri en á þeim heilsugæslusvæð- um þar sem notkunin var minnst, en þau voru öll í dreifbýlinu, t.d. í Vopnafirði, Vík og á Fáskrúðs- firði. Ólafur segir hinn gífurlega mun sem er á notkun landsmanna á geðlæknaþjónustu eftir búsetu að öllum líkindum ekki til kominn vegna mismunandi algengis geð- sjúkdóma eftir landsvæðum. „Ég tel að enda þótt algengi geðsjúk- dóma kunni að vera eitthvað hærra í Reykjavík en í dreifbýlinu þá skýri það ekki þennan mikla mun, “ sagði Ólafur. „Mér finnst líklegra að skýringanna sé að leita í erfiðleikum við að nýta sér þjónustuna vegna fjarlægðar.“ Ólafur nefndi að á síðustu árum hefði Tryggingastofnun aukið ferðastyrk til fólks í dreifbýli til að koma til móts við kostnað við að sækja þjónustu sérfræðinga til Reykjavíkur eða Akureyrar. „Að mínu mati kallar þessi ójöfnuður í notkun geðlækna- þjónustunnar í samanburði við hlutfallslegan jöfnuð í notkun augnlæknaþjónustunnar á að- gerðir,“ segir Ólafur og bendir á að beinast liggi við að geðlæknar feti í fótspor augnlækna með skipulegum heimsóknum út á landsbyggðina. Færa þurfi þjón- ustuna nær fólkinu. Hvarvetna væru ágætlega búnar heilsu- gæslustöðvar þar sem hægt væri að taka á móti fólki. Hinn mikli munur á notkun þjónustu augn- lækna og háls-, nef og eyrna- lækna sýni hverju hægt er að áorka með góðu skipulagi. Þróun fremur í hina áttina Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir segir málin fremur vera að þróast í hina áttina, þ.e. að skipulögðum ferðum sérfræð- inga á vegum embættisins fækki. Þetta væri frekar spurning um að heilsugæslu stöðvar á lands- byggðinni fengju til sín sérfræð- inga til að sinna ýmsum verkefn- um án afskipta embættisins. „Það er eðlilegt að meira sé leitað til geð-lækna þar sem þeir eru fyrir hendi,“ segir Matthías. Hann nefnir að fólk velji sér gjarnan búsetu með tilliti til sjúk- dóma, þannig væri ólíklegt að hjartveikur maður kysi að búa í Grímsey þar sem erfitt sé að ná til læknis. Mjög veikt fólk væri því líklega að velja sér búsetu í Reykjavík eða Akureyri, þar sem sérfræðingar eru innan seilingar. Matthías sagði þekkt að fólk leit- aði síður læknis ef fara þyrfti um langan veg og í auknummæli væri um að ræða að læknar frá þétt- býlisstöðunum byðu upp á þjón- ustu á landsbyggðinni, þjónustan væri send til fólksins, en skipu- lögð af heimamönnum. Fréttaskýring | Mikill munur á notkun geðlæknaþjónustu eftir landshlutum Þjónusta verði nær fólkinu Löng hefð fyrir skipulögðum ferðum augnlækna út á landsbyggðina Ólafur H. Oddsson og Engilbert Sigurðsson. Heilbrigðisþjónusta minna notuð ef fólk býr í dreifbýli  Niðurstaða rannsóknar sem gerð var í Manitoba í Kanada ár- in 1997–8 á notkun geðlækna- þjónustu er með sama hætti og fram kom í rannsókn Ólafs H. Oddssonar sem hann kynnti ný- lega. Winnipegbúar notuðu þjón- ustuna í meira mæli en íbúar í hinum dreifðari byggðum fylk- isins. Þeir sem búa næst þeirri þjónustu sem í boði er nota hana meira en þeir sem þurfa að sækja um langan veg. maggath@mbl.is FJÖLMARGIR heimsóttu skrifstofu UNICEF á Íslandi um helgina til að fagna ársafmæli hennar. Gestir fengu blöðrudýr og súkkulaðiköku og hlustuðu á börn úr Ísaksskóla syngja afmælissönginn í tilefni dagsins. Fulltrúi frá Odda afhenti fyrsta eintak bæklings um barnasáttmálann sem skrifstofa UNICEF gefur út í samvinnu við Prentsmiðjuna Odda og Námsgagna- stofnun, sem vann kennsluleiðbeiningar með bæk- lingnum. Honum verður dreift í 6. og 7. bekki grunn- skóla landsins. „Við vonum að bæklingurinn veki umræður um rétt- indi barna og um barnasáttmálann,“ sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hann segir fyrsta árið hafa gengið mjög vel, fjölmargir hafi veitt samtökunum lið, bæði með framlögum og vel- vild. Sungu afmælissöng fyrir UNICEF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.