Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hafísinn úti fyrir Norðurlandi er ámikilli hreyfingu og hefur dreiftmeira úr sér, að sögn AuðunsKristinssonar, yfirstýrimanns hjá Landhelgisgæslunni og leiðangurs- stjóra í eftirlits- og ískönnunarflugi flug- vélar Gæslunnar, TF-SYN, úti fyrir Norð- urlandi í gær. Ísröndin fjær landi en á laugardaginn Í ljós kom að mikil breyting hefur orðið á legu íssins frá síðasta ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar sl. laugardag. Meginísröndin fyrir Norðurlandi er nú heldur fjær landi og reyndist hún nú vera 18 sjómílur norður af Hraunhafnartanga, 10 til 12 sjómílur norðaustur af Grímsey og 15 sjómílur norður af Skagatá. ,,Þetta er heldur fjær var á laugardaginn. Eftir sem áður eru ísdreifar og ísspangir á þessu svæði og alveg upp í land við Hraun- hafnartanga, langleiðina upp í land við Siglunes og allt í kringum Grímsey. Þrátt fyrir að þar sé ekki ís upp við land núna þá eru ísspangir þar allt í kring,“ segir hann. Veðurstofa Íslands sendi síðdegis til- kynningu eftir ísflug Landhelgisgæslunnar til skipa og báta þess efnis að siglingaleiðin fyrir Horn værimjög líklega að lokast vegna hafíss. Íshröngl virtist vera komið al- veg upp að strönd og mjög varhugavert væri að vera þar á siglingu. Leiðbeindu Andey Ísspangir eru inni á Húnaflóa og frá Geirólfsnúp að Hornbjargi er ís að meira og minna leyti orðinn landfastur, að sögn Auð- uns. Andey ÍS 440 var á siglingu á vesturleið við Óðinsboða í gær og leiðbeindi flugvél Gæslunnar skipinu í gegnum ísdreifarnar. Hafísinn við Norðausturland er nú um 30 sjómílur norður af Langanesi og að sögn Auðuns mátti sjá ísdreifar alveg upp undir Langanesi. Ekki sást hins vegar hvernig ástandið er þar fyrir austan vegna veðurs í gær. Áfram norðan- og norðaustanátt Veðurstofan spáir áframhaldandi norð- austanátt og éljagangi norðan- og aust- anlands á morgun. Spáð er norðaustlægri átt með éljum, einkum norðvestanlands á fimmtudag og föstudag en á laugardag snýst í hvassa austanátt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri. Meginísröndin er 18 sjómílur norður af Hraunhafnarta Mikil hreyfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Andey ÍS á siglingu við Óðinsboða í gær. Skipið var að koma af rækjuveiðum frá Skjálf- anda og átti fyrir höndum siglingu í gegnum mikinn ís fyrir Horn á leið sinni til Súða- víkur. Flugvél Gæslunnar flaug yfir og leiðbeindi skipinu í gegnum ísdreifarnar. Sjá mátti í steinn Haf                7  89,:; <   8,=; <    *(            *    +,-  .//0 HAFÍSINN töluverð á svæðið. Jó Andey ÍS, vestur til S það hafa s var skaple mati er sig „Líst ekk Þegar M Andey ÍS u að komast fjöru, tvær austur af H sigla allt o ekkert á þ frá Horni o höfum ver Þetta er lík ur bjargað ið gott í da var að fljú punkta og atan, sem g ar í Súðaví Olíuskip Olíuskip olíu í Kros halda til N sneri við í akkeri á P Árbakur E mun nær l Akureyrar sunnudags Gunnar ureyri, fór hann sagð við út af ís mjög slæm Sig MIKIÐ ísh Ströndum voru komn gær og bæ á kvöldið, veðurathu „Á sjött jaka úti á S ís. Þetta er samtali við er fyrstu j isvík á sun Að sögn hafís á þes „Það vir fyrir utan föstudag e Fle safn að s BIÐLISTARNIR LENGJAST Á NÝ Rúmlega 400 manns bíða nú alls eft-ir einhvers konar hjartaaðgerð-um og eru þar af 215 manns á bið- lista eftir hjartaþræðingu, sem getur þýtt fjögurra til fimm mánaða bið eftir aðgerð. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkra- húss að ástandið í þessum málum sé ekki viðunandi til lengdar. Að sögn Gests hafa biðlistar eftir þræðingum skapast af og til síðustu árin og í fyrravor kom upp sú óvenjulega staða að nánast tókst að eyða þeim að fullu. Sú staða var einmitt kynnt í skýrslu forstjóra LSH og framkvæmdastjórnar til stjórnarnefndar vegna sex mánaða uppgjörs spítalans á fyrri hluta liðins árs. Í þeirri skýrslu sagði að aðgerðum á sjúkrahúsum hefði fjölgað og biðlistar styst. Sérstaklega var tekið fram að biðin eftir hjartaþræðingu í maí 2004 hefði ver- ið vika, en tveir mánuðir á sama tíma árið áður. Skýrslan kom út um miðjan ágúst í fyrra og þá þegar var ljóst að sú ákjós- anlega staða, sem uppi var í maí, var ekki lengur fyrir hendi, þótt þess hafi ekki verið getið þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Í fréttinni í Morgunblaðinu í gær sagði Gestur að lenging biðlista vegna hjarta- þræðinga skýrðist meðal annars af því að sumarlokun á dagdeild fyrir hjartaþræð- ingar hefði verið óvenjulöng í fyrrasum- ar, eða átta vikur, þannig að biðlistinn hefði strax í fyrrahaust verið orðinn um eitt hundrað manns. Gestur sagði að hægt væri að flýta þræðingum þegar það væri bráðnauð- synlegt, en stundum væri erfitt að meta nauðsynina og því væri mjög bagalegt að vera með of langan biðlista. Biðlistar eru alvarlegt vandamál í heil- brigðiskerfinu og áhrif þeirra eru mjög víðtæk, ekki aðeins fyrir einstaklingana, sem í hlut eiga, heldur þjóðfélagið í heild. Oft þarf einstaklingur að hverfa af vinnumarkaði á meðan hann bíður að- gerðar og nánustu aðstandendur geta einnig misst úr vinnu. Hjartasjúklingar, sem bíða eftir þræðingu eða aðgerðum af öðrum toga þurfa iðulega á dýrum lyfjum að halda meðan þeir bíða. Heilsa þeirra batnar ekki meðan á biðinni stendur og oft getur henni hreinlega hrakað þannig að þegar loks kemur að því að gera skuli aðgerðina verður hún mun flóknari og umfangsmeiri en ella og þar með dýrari. Með því að láta sjúkling bíða svo mán- uðum skiptir eftir aðgerð er í raun verið að tefja bata hans. Endurhæfingin hefst síðar en annars hefði verið og verður mun erfiðari en hefði aðgerðin verið gerð strax. Þá má ekki gleyma því að við erum hér ekki að tala um tannhjól í vél, heldur lífs- gæði einstaklinga af holdi og blóði. Fyrst hægt var að ná þeim árangri í maí í fyrra að sjúklingar þurftu aðeins að bíða eina viku eftir hjartaþræðingu hlýtur að vera hægt að gera það aftur. Sumar aðgerðir þola ef til vill bið, en hjartað er mikilvæg- asti vöðvi líkamans og það er ótækt að sjúklingar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir hjartaaðgerð. SKIPASMÍÐAR, VERNDARSTEFNA OG FRJÁLS VIÐSKIPTI Innlendir hagsmunaaðilar hafa gagn-rýnt harðlega þá ákvörðun Ríkis- kaupa að taka tilboði pólskrar skipa- smíðastöðvar í endurbætur á varð- skipunum Ægi og Tý. Slippstöðin á Akureyri, sem einnig bauð í verkið, mót- mælir. Það sama gera starfsmenn henn- ar, Félag málmiðnaðarmanna og Samtök iðnaðarins. Þessir aðilar segja að pólska tilboðið sé ekki það hagstæðasta; munurinn sé svo lítill að með þeim aukakostnaði, sem til fellur vegna siglingar til Póllands, eft- irlits með verkinu og fleiri þátta geti það þegar upp er staðið orðið dýrara fyrir Landhelgisgæzluna en tilboð Slippstöðv- arinnar. Þetta eru ábendingar sem sjálfsagt er að Ríkiskaup taki tillit til. Auðvitað er hagstæðasta tilboðið ekki alltaf það lægsta og ef fordæmi eru fyrir því að kostnaður fari úr böndunum og afhend- ingu skipa seinki við það að vinna verk af þessu tagi erlendis, eins og hagsmuna- aðilarnir halda fram, hljóta það að vera upplýsingar sem Ríkiskaup taka með í sína útreikninga og mat á tilboðum. Hagsmunaaðilarnir, svo og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, eru hins vegar á villigötum þegar þau halda því fram að gera þurfi meira til að „halda verkum [við skipasmíði] í landinu“ eins og ráðherrann segir í Morgunblaðinu í gær. Samtök iðnaðarins hafa sömuleiðis rangt fyrir sér þegar þau gagnrýna að endurbætur á varðskipunum hafi verið boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu öllu og útboðsskilmálarnir verið á ensku, þannig að fleiri hafi getað skilið þá. Og Guðmundur Tulinius, forstjóri Slipp- stöðvarinnar, er á sömu villigötum þegar hann gagnrýnir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær „þá tilhneigingu íslenskra embættismanna hvað varðar EES-samninginn að finna fyrst út hvað megi ekki, en annars staðar þar sem hann þekkti til, t.d. í Þýskalandi, byrjuðu menn á að skoða hvað mætti svo hægt væri að styðja við eigin iðnað.“ Verndarstefna hefur lengi tíðkazt í ýmsum atvinnugreinum, víða um lönd. Stjórnvöld hafa hyglað innlendum at- vinnugreinum með ríkisstyrkjum, tollum og alls konar óbeinum viðskiptahindrun- um. Úr slíkri verndarstefnu hefur hins vegar verulega verið dregið á síðustu ár- um, einkum með alþjóðlegum samning- um á borð við EES-samninginn og samn- ingum Heimsviðskiptastofnunarinnar. Rökin fyrir því að hætta að vernda at- vinnugreinar fyrir erlendri samkeppni eru augljós. Slík vernd dregur úr hvat- anum til að gera betur og leiðir til sóunar á mannskap og auðlindum. Ef öll ríki „halda verkum í landinu“ er komið í veg fyrir að verkin séu unnin þar sem það er hagkvæmast og þegar upp er staðið tapa allir. Skipasmíðar eru ein þeirra greina, þar sem verndarstefna hefur lengst viðgeng- izt í ýmsum viðskiptalöndum okkar. Auð- vitað er það ósanngjarnt gagnvart ís- lenzkum skipasmíðastöðvum. En þegar hvatt er til þess að íslenzkir stjórnmála- menn „haldi verkum í landinu,“ burtséð frá því hver býður bezt, að útboðsgögn séu á íslenzku til að útiloka útlendinga, að verk fari ekki í alþjóðleg útboð ef slíkt er strangt til tekið ekki skylda, er um leið stuðlað að því að ekkert breytist. Að t.d. þýzk stjórnvöld geti áfram hindrað skipasmíðastöðvar í Póllandi, Noregi eða á Íslandi í að fá verkefni við að smíða eða gera við þýzk skip. Auðvitað á íslenzkur skipasmíðaiðnað- ur að hafa sjálfstraust til að hvetja stjórnvöld til að beita sér fyrir frjálsum viðskiptum og afnámi verndarstefnu í skipasmíðum um allan heim, frekar en að stuðla að óbreyttu ástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.