Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lífeyrissjóður lækna og Almenni lífeyrissjóðurinn boða til sjóðfélagafunda þar sem tillögur um sameiningu sjóðanna verða kynntar. Sjóðfélagafundur Lífeyrissjóðs lækna verður þriðjudaginn 15. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 17.15. Sjóðfélagafundur Almenna lífeyrissjóðsins verður fimmtudaginn 17. mars í Ársal Hótel Sögu kl. 17.15. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórnir Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins. Félagar í Lífeyrissjóði lækna og Almenna lífeyrissjóðnum „SKÓLINN er sennilega mikilvæg- asta stofnun samfélagsins sem starf- ar í þágu jafnréttis og almannaheilla. Kennarar eru því ekki aðeins skóla- menn, þeir eru verndarar lýðræðis í samfélaginu,“ sagði Þorsteinn Gunn- arsson, rektor Háskólans á Akur- eyri, sem flutti inngangserindi um þema þings Kennarasambands Ís- lands sem hófst í gær en því lýkur í dag. „Er skólinn á ábyrgð okkar allra?“ en þeirri spurningu svaraði hann játandi. Í erindi Þorsteins kom fram að eitt stærsta forgangsmál í menntakerf- inu sé að kennarastéttin sjálf efli og styrki kennara sem fagmenn. Hann sagði að vinna þurfi að breytingum á kennaramenntuninni m.t.t. þess að lengja kennaranámið, sem hann taldi vera sérlega brýnt. „Við fyrirhugaða styttingu framhaldsskólans um eitt ár og tilfærslu námsefnis af fram- haldsskólastigi yfir á grunnskólastig er mjög mikilvægt að samhliða verði gert átak í að efla menntun kennara, einkum á efri stigum grunnskólans. Vandséð er að það verði gert á annan hátt en að krefjast meistaraprófs til kennsluréttinda líkt og víða er farið að gera í þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við í skóla- málum,“ sagði Gunnar. Hann benti á að samhliða því að stjórnunarlegt umhverfi skólanna hafi breyst þá hafi væntingar og kröfur í garð skóla og kennara orðið flóknari. T.a.m. hafi foreldrar sem hópur breyst, en hlutfall foreldra sem hafi lokið háskólaprófi hafi vaxið mjög. Þorsteinn sagði að samtök kenn- ara þurfi að styðja við rannsóknir á fræðasviðum kennara, sérstaklega þurfi að beina sjónum að innra starfi skólanna. Hvetja þurfi kennara til rannsókna í starfi og til að miðla þekkingu sinni til samstarfsmanna. Hann sagði það vera umhugsunar- vert að ekkert sé í stefnumörkun Kennarasambandsins, sem liggi fyr- ir á þinginu, sem lúti að rannsóknum á fræðasviði kennara. Velti hann fyr- ir sér hvort það gæti talist eðlilegt fyrir starfsstétt kennara sem njóti faglegrar viðurkenningar, að eiga lítil sem engin formleg tengsl við rannsóknarstofnanir á sínu sviði. Forgangsatriði að lengja námið Morgunblaðið/Einar Falur Í dag er síðari dagur á þriðja þingi Kennarasambands Íslands. FORSTJÓRI Sterling, Harald Andresen, og þeir Pálmi Haralds- son og Jóhannes Kristinsson héldu blaðamannafund á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Þar voru kynnt kaup þeirra Pálma og Jóhannesar á Sterling. Harald Andresen greindi frá því að eigendur Sterling hefðu í all- nokkurn tíma leitað eftir sölu á fé- laginu. Hann greindi frá því að fyr- irtækið hefði verið í örum vexti undanfarin fjögur ár en nú teldu eigendur að það væri kominn tími fyrir nýja eigendur til að spreyta sig á rekstri félagsins. Hann sagði að eignarhaldsfélagið Fons og Sterling hefðu náð samkomulagi um söluna núna um helgina. Sóknarmöguleikar Blaða- og fréttamenn fjölmenntu á þennan fund og eftir að Harald Andresen hafði lokið máli sínu sátu þeir Pálmi Haraldsson og Jóhann- es Kristinsson fyrir svörum. Fram kom í máli Pálma að hann telur að fyrirtækið eigi mikla framtíð fyrir sér, sóknarmöguleikar séu á lág- fargjaldamarkaðinum í Evrópu og að þeir hafi talið þetta vænlegan fjárfestingarkost. Fram kom jafnframt að kaup- verðið er 400 milljónir danskra króna sem eru í kringum 4,4 millj- arða ísl. króna. Auk þess kemur til ýmis kostnaður þannig að hinir nýju eigendur áætla að kaupverðið sé í kringum 4,8 milljarða króna. Ferða- og afþreyingar- geirinn í örum vexti Aðspurðir hvort þeir hygðust breyta miklu í rekstri svöruðu þeir félagar því til að svo yrði ekki til að byrja með. Auðvitað kæmu nýj- ar áherslur með nýjum eigendum. Þannig væri það ávallt þegar skipti um eigendur að félögum. Fráfarandi forstjóri og hinir nýju eigendur voru sammála um það að Sterling hefði mjög vel menntuðu og reyndu starfsfólki á að skipa og að starfsfólkið bæri hag fyrirtækisins fyrir brjósti á öll- um sviðum. Í máli Pálma kom fram að hann teldi að ferða- og afþreyingargeir- inn væri í stöðugum vexti, sér- staklega á norðlægum slóðum. Auk þess skýrði hann fyrir hinum norrænu fréttamönnum hvernig nýir eigendur sæju fyrir sér mögu- leika í markaðssókn með því að samnýta krafta Iceland Express og Sterling. Hafa hvarvetna mætt hlýhug Pálmi og Jóhannes voru spurðir hvort þeir teldu að þessi fjárfest- ing þeirra yrði litin hornauga, nú í kjölfar þess að aðrir fjárfestar hafa eignast Magasin du Nord og fleiri fyrirtæki á Norðurlöndum. Þeir sögðu að það væri þvert á móti. Þeir hefðu hvarvetna mætt hlýhug og teldu að þeir yrðu boðnir vel- komnir inn á þennan markað á Norðurlöndum. Í máli Harald Andresen kom fram að hann var áður stjórnarformaður Sterling en hefur að undanförnu starfað sem forstjóri fyrirtækisins. Hann mun starfa áfram fram á vor, þar til fé- lagið hefur verið afhent hinum nýju eigendum en hann upplýsti jafnframt að hann hefði tekið að sér, ótímabundið, að vera sér- stakur ráðgjafi félagsins og nýju eigendanna. Kaupunum á Sterling-flugfélag- inu vel tekið í Kaupmannahöfn Hinir nýju eigendur Sterling-flugfélagsins, þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Krist- insson, kynntu, ásamt fráfarandi forstjóra félagsins, kaupin á lággjaldaflugfélaginu á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. Agnes Bragadóttir var á fundinum. Pálmi Haraldsson og samstarfsmenn kynntu kaupin á Sterling á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í gær. agnes@mbl.is Ljósmynd/Nanna Kreutzman ÞRIÐJA þing Kennarasambands Ís- lands (KÍ) hófst í gær og ber það yf- irskriftina „Er skólinn á ábyrgð okkar allra?“ Meðal umfjöllunar- efna þingsins eru launa- og kjara- mál, skólamál, jafnréttismál auk þema þriðja þings. Á þinginu verð- ur mörkuð stefna KÍ til næstu þriggja ára. Hyggst sambandið beita sér á næsta kjörtímabili fyrir breytingum og umbótum í íslensk- um skólamálum og nýta til þess samtakamátt sinn og sérþekkingu félagsmanna í samstarfi við stjórn- völd og almenning í landinu. KÍ ætl- ar m.a. að beita sér fyrir því að:  Gerð verði aðgerðaáætlun í sam- vinnu við rekstraraðila skóla um fyrirkomulag kennarasaminga þar sem tekið verði m.a. mið af því að laun og starfskjör kennara verði alltaf með þeim hætti að friður ríki um skólastarf í landinu.  Kennaramenntun verði tekin til skoðunar og metið hvaða breyt- ingar þurfi að gera á henni til að mæta kröfum nýrra tíma.  Ákvörðun menntamálaráðherra um að stytta námstíma til stúdents- prófs verði endurskoðuð.  Gjaldtaka fyrir leikskólagöngu verði tekin til endurskoðunar og fimm ára börn verði leikskólaskyld.  Möguleikar barna og unglinga til að stunda tónlistarnám verði jafn- aðir svo sem kostur er. Stefna mörkuð til þriggja ára DAVÍÐ Oddsson, utanríkis- ráðherra, sat fund utanríkis- ráðherra Norð- urlandanna í Kaupmannahöfn í gær, en reglu- legir fundir ráð- herranna eru haldnir tvisvar á ári. Á fundinum var m. a. fjallað um framtíð Atl- antshafstengsl- anna, nátt- úruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Ír- an, Írak og hina svonefndu norð- lægu vídd ESB. Fundirnir eru haldnir undir stjórn þess lands sem hefur með höndum formennsku í norrænu ráðherranefndinni, en Danir tóku við formennsku þar af Íslendingum um síðustu áramót. Utanríkisráð- herrar Norður- landanna funda Davíð Oddsson LÖGREGLAN á Selfossi kærði um helgina ökumann fyrir að aka undir áhrifum lyfja og var sá með ungt barn í bíl sínum. Í báðum tilvikum fékk lögregla ábendingu frá veg- farendum um undarlegt aksturslag viðkomandi. Þetta kemur fram í yf- irliti lögreglu um helstu verkefni liðinnar viku. Lögreglan kærði að auki 29 fyrir of hraðan akstur um helgina. Einn þessara ók jeppa sín- um á um 90 km hraða um Selfoss en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Undir áhrifum lyfja með barn í bílnum TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti í gær sjómann sem hafði slasast á hendi við vinnu um borð í Björgvini EA-311 sem þá var stadd- ur um 60 sjómílur austur af Vest- mannaeyjum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni hafði maðurinn skorist á þremur fingrum. Þyrlan fór í loftið til þess að sækja manninn um klukkan 13.30 og lenti í Reykjavík kl. 15.40. Þyrla sótti slas- aðan sjómann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.