Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
STJÓRNVÖLD á Taívan fordæmdu í gær sam-
þykkt kínverska þingsins frá því fyrr um daginn
sem heimilar kínverskum ráðamönnum að beita
hervaldi geri Taívanar sig líklega til að lýsa yfir
sjálfstæði. Samþykkt þingsins þykir fallin til að
auka spennu í þessum heimshluta. Talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta, Scott
McClellan, sagði samþykkt Kínaþings vera
slæma þróun. Lagði hann áherslu á að leysa bæri
deilurnar um stöðu Taívans með friðsamlegum
hætti.
Evrópusambandið gaf út yfirlýsingu í gær-
kvöldi og hvatti deiluaðila til að forðast „einhliða
aðgerðir“. Sambandið hefur um hríð rætt hug-
myndir um að aflétta vopnasölubanni sem sett
var á Kína eftir blóðbaðið í Peking 1989. Banda-
ríkjamenn eru mjög andvígir því að banninu verði
aflétt og segja m.a. að slíkar aðgerðir gefi röng
skilaboð um að Pekingstjórnin geti átölulaust
komist upp með að hóta Taívönum hervaldi.
„Þessi alvarlega ögrun er ekki aðeins slæm fyr-
ir samskipti ríkjanna heldur veldur hún tilfinn-
ingalegum skaða hjá taívönsku þjóðinni, hindrar
frelsi og lýðræði í Taívan og hefur alvarleg áhrif á
stöðu öryggismála í Austur-Asíu,“ sagði Joseph
Wu, formaður ráðs á vegum taívönsku ríkis-
stjórnarinnar sem fjallar um samskipti við Kína.
Cho Jung-tai, talsmaður taívönsku ríkisstjórn-
arinnar, sagði nýju lögin jafngilda því að heimild
til hernaðar hefði verið veitt.
Kínverskir ráðamenn lögðu hins vegar áherslu
á að nýju lögunum væri ætlað að „styrkja sam-
skipti“ Kína og Taívans. Hugsunin væri sú að
vinna að „friðsamlegri sameiningu“ og því bæri
ekki að túlka samþykktina sem „stríðslög“. Hugs-
unin væri sú að „hefta aðskilnaðarsinna“ í Taívan
og tryggja frið og stöðugleika á Taívan-sundi.
Stjórnvöld í Kína líta á Taívan sem kínverskt
landsvæði og í samþykkt þingsins er sérstaklega
kveðið á um að valdbeiting teljist réttlætanleg
takist ekki að sameina ríkin á ný með friðsam-
legum hætti. Kínverskir þjóðernissinnar flúðu til
Taívan árið 1949 er borgarastríði á meginlandinu
lauk með valdatöku kommúnista.
Enginn greiddi atkvæði gegn nýju lögunum í
Peking. Viðstaddir risu úr sætum og fögnuðu
með lófaklappi. Lögin öðlast þegar gildi.
Þingheimur samþykkti jafnframt áform stjórn-
valda um að auka framlög til hermála um tæp
13% í ár. Verða þau hér eftir 244,65 milljarðar
júana sem svara til tæpra 1800 milljarða króna.
Samráð á vettvangi ANZUS
Hótun Kínverja um að beita hervaldi hefur
vakið viðbrögð japanskra stjórnvalda sem hvetja
þjóðirnar til að hefja friðsamlegar viðræður þeg-
ar í stað. „Ég vil að báðir aðilar vinni af öllum
mætti að því að ná friðsamlegri lausn þannig að
áhrifin verði ekki neikvæð,“ sagði Junichiro Koiz-
umi forsætisráðherra í gær.
Ef til árásar kæmi þykir líklegt að Bandaríkja-
menn kæmu Taívan til varnar en um 50.000
bandarískir hermenn eru í Japan og 35.000 í Suð-
ur-Kóreu.
Japanar og Ástralar, sem eru í hernaðarbanda-
lagi með Bandaríkjunum, myndu ef til vill einnig
dragast inn í deiluna. Alexander Downer, utan-
ríkisráðherra Ástralíu, sagði að ríkisstjórnin þar í
landi myndi ráðgast við Bandaríkjamenn ef líkur
væru á átökum en kveðið er á um samvinnu á
milli ríkjanna í ANZUS-samkomulaginu sem gert
var fyrir 54 árum. Hann sagði hins vegar annað
mál hvort Ástralía myndi taka þátt í átökum.
„Við myndum verða að ráðgast við Bandaríkja-
mennina eins og gert er ráð fyrir í ANZUS-
samkomulaginu en það er allt annað en að segja
að við myndum ákveða að fara í stríð,“ sagði
Downer í útvarpsviðtali.
Ekki voru allar Asíuþjóðir þó ósáttar við
ákvörðun Kínverja, Pakistanar sem löngum hafa
átt góð samskipti við Kína, lýstu því yfir að þeir
styddu nýju lögin.
Lögin eru í tíu liðum. Í þeim er m.a. kveðið á
um réttinn til að verja „fullveldi og landfræðilega
einingu Kína“ með „öðrum hætti en friðsamleg-
um“. Ekki er fjallað nánar um hver viðbrögðin
verði ákveði Taívanar að stíga skrefið til fulls en
sérfróðir segja að í því tilviki kynnu Kínverjar að
setja á hafnbann, ráðast að Taívan með eldflaug-
um eða jafnvel fyrirskipa allsherjar innrás.
Stjórnvöld á Taívan for-
dæma hótanir Kínverja
Þing Kína heimilar valdbeitingu hyggist Taívanar lýsa yfir sjálfstæði
Peking. AFP, AP.
UM 150 manna í frumstæðum og fá-
mennum ættflokki er enn saknað á
Nicobar-eyjum, rúmum tveimur
mánuðum eftir náttúruhamfarirnar
við Indlandshaf.
Á Andaman- og Nicobar-eyjum
búa sex frumstæðir ættflokkar og
fimm þeirra eru orðnir svo fámenn-
ir að óttast er að þeir deyi út.
Í einum þeirra, Shompen, voru
aðeins um 380 manns fyrir flóð-
bylgjurnar miklu og um 150 þeirra
er saknað, að sögn talsmanns ætt-
flokkaráðs á eyjunum og manna
sem leita að frumbyggjunum.
Andaman- og Nicobar-eyjar til-
heyra Indlandi og indverskir emb-
ættismenn á eyjunum fullyrtu ný-
lega að allir í fámennu ættflokk-
unum fimm væru heilir á húfi. Þeir
viðurkenndu þó að þeir hefðu ekki
enn fundið alla frumbyggjana og
reynt yrði að hafa uppi á þeim áður
en monsún-regntímabilið hefst um
miðjan næsta mánuð.
Hafa búið á
eyjunum í 60.000 ár
Sérfræðingar gagnrýndu um-
mæli embættismannanna og sögðu
að ekki væri hægt að fullyrða nokk-
uð um afdrif frumbyggjanna fyrr
en haft yrði uppi á þeim.
Auk Shompen hefur lítið sam-
band verið haft við tvo ættflokka,
Sentinela og Jarawa, og hugsanlegt
þykir að náttúruhamfarirnar hafi
valdið einhverju manntjóni meðal
þeirra.
Ættflokkarnir eru sagðir á stein-
aldarstigi og hafa búið á eyjunum í
minnst 60.000 ár.
!"#$"%
&''($)
' ( (
$
)**$((&
(+ + *,
- .,(/%
& %* 0
10<"' "
1 &
23
%* 0 10@ & "
(# && *
$1 * *$
$; "#
1&,* *,(/% 4 5
1
%* 0
? 10 $
6" && "
"5"$# "7(;"#/&
1 "
1( ( %* 0 10, 1$ *5
"9/ &' &&
6(
- .,(/% ( + & /
%* 0 103$
1"# 1
5(+1 $;/&&
1$ $& &
6"& # '$
1 "" (;##
$;/& I $
1# 5 6"&1
- . %* 0 10-# $ &
$& $ 1;&& 6" &
$11' "5
1$#(
1
!
"
* 1
- . 1 % %
#$ $
%
Um 150
frum-
byggja
saknað
Campbell-flóa. AFP.
KOSOVO-MAÐURINN Ramush Haradinaj
lýsti sig saklausan af öllum ákærum er hann
kom fyrir stríðsglæpadómstólinn í Haag í
fyrsta skipti í gær. Haradinaj, sem sagði af
sér embætti forsætisráðherra í Kosovo í síð-
ustu viku, er sakaður um stríðsglæpi og
glæpi gegn mannkyni í átökum Serba og
Kosovo-Albana 1998-1999. Ákæruliðirnir
eru alls 37 og m.a. er Haradinaj ákærður
fyrir morð, nauðganir og ofsóknir á hendur
óbreyttum Serbum í Kosovo, í því augnamiði
að „hreinsa“ héraðið af Serbum. Haradinaj
var á sínum tíma einn forystumanna Frels-
ishers Kosovo (UCK) sem barðist fyrir sjálf-
stæði Kosovo frá Serbíu.
Á myndinni sést Haradinaj heilsa einum
verjenda sinna í réttarsalnum í gær. Aðal-
verjandi hans, Rodney Dixon, sagði í gær að
farið yrði fram á að Haradinaj fengi að fara
frjáls ferða sinna þar til réttarhöldin hæfust.
Reuters
Lýsti sig sak-
lausan af öll-
um ákærum
ALESSANDRA Mussolini, sonar-
dóttir Benitos heitins Mussolinis,
einræðisherra á Ítalíu, hóf í gær
hungurverkfall til að mótmæla því,
að flokki hennar var bannað að
taka þátt í sveitarstjórnarkosn-
ingum í næsta mánuði. Líkti hún
ákvörðuninni við „valdarán“ en
dómarinn, sem kvað hana upp, seg-
ir, að á meðmælalista með flokki
Alessöndru, „Öðrum kosti“, hafi
verið 900 falsaðar undirskriftir,
þar á meðal leikara, dómara og eins
hershöfðingja.Reuters
Fastað í
mótmæla-
skyni
ÞRÝSTINGUR á Sinn Féin,
stjórnmálaarm Írska lýðveldis-
hersins (IRA), jókst enn í gær en
þá var tilkynnt að bandaríski öld-
ungadeildarþingmaðurinn Ed-
ward Kennedy hefði ákveðið að
ekkert yrði af árlegum fundi hans
og Gerry Adams, leiðtoga Sinn
Féin, á Degi heilags Patreks nk.
fimmtudag. Ástæða ákvörðunar-
innar væri „áframhaldandi glæpa-
starfsemi“ IRA.
Morðið á kaþólikkanum Robert
McCartney 30. janúar sl. á krá í
Belfast og bankarán sem framið
var í borginni fyrir jól hafa valdið
því að Sinn Féin sætir nú alls
staðar vaxandi gagnrýni en IRA
er sakað um að bera ábyrgð á
hvoru tveggja.
Forráðamenn Sinn Féin sverja
raunar af sér alla ábyrgð á IRA en
engum blandast hugur um að
samtökin tengjast tryggðabönd-
um.
Fær ekki að stunda fjáröflun
Allt frá því að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti ákvað fyrst fyr-
seti hefur á hinn bóginn boðið
systrum McCartneys, sem og
unnustu hans, í veisluna en bar-
átta þeirra fyrir því að fá mennina
sem myrtu bróður þeirra leidda
fyrir dómara hefur vakið mikla at-
hygli á Bretlandseyjum og í
Bandaríkjunum.
Tími kominn á IRA
Adams sagðist í gær harma þá
ákvörðun Teds Kennedy að neita
að eiga með honum fund.
Kennedy er hins vegar ekki eini
stuðningsmaður lýðveldissinna á
Norður-Írlandi sem snýr bak við
þeim, fulltrúadeildarþingmaður-
inn Peter King sagði í samtali við
írska ríkisútvarpið (RTÉ) að tími
væri til kominn að IRA hætti
starfsemi. King hefur um árabil
verið einn öflugasti stuðnings-
maður norður-írskra lýðveldis-
sinna í Bandaríkjunum og jafnvel
kallað liðsmenn IRA „frelsis-
hetjur“ en hann segir nú að
Bandaríkjamenn eigi „erfitt með
að sjá hvað réttlæti áframhald-
andi tilvist IRA“.
ir rúmlega tíu árum að veita
Gerry Adams vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna hefur Adams farið
þangað í fjáröflunarferð um þetta
leyti árs, þ.e. í tengslum við há-
tíðahöld vestra
vegna Dags
heilags Pat-
reks 17. mars –
en það voru
einmitt írskir
innflytjendur í
Bandaríkjun-
um sem fyrst
tóku upp þann
sið að halda
veglega upp á
dag verndardýrlings Írlands.
Nú ber hins vegar svo við, ef
eitthvað er að marka frétt The
Times í gær, að bandarískir emb-
ættismenn hafa tjáð Sinn Féin að
ekki sé hægt að una því að Adams
noti ferð sína að þessu sinni til að
safna fé til handa samtökum lýð-
veldissinna á Norður-Írlandi.
Adams er aukinheldur ekki boðið
til hátíðahalda í Hvíta húsinu,
George W. Bush Bandaríkjafor-
Kennedy neitar
að hitta Adams
Boston, Belfast. AFP, AP.
Gerry Adams
Leiðtogi Sinn Féin ekki við veisluhöld í Hvíta húsinu