Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 17 MINNSTAÐUR AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Höfuðborgarsvæðið | Dagur í sporum stjórnenda var haldinn í síðustu viku á vegum nemenda í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálf- un við Endurmenntun Háskóla Ís- lands í samvinnu við Junior Achievement – Unga frumkvöðla. Að sögn forsvarsmanna verkefn- isins heimsóttu um 70 nemendur yfir 40 vinnustaði og settu sig í spor stjórnenda í íslensku atvinnu- lífi og ræddu við þá um mennta- og atvinnumál. Deginum lauk svo með ráðstefnu þar sem nemendur fluttu m.a. samantekt dagsins. Áformað er að dagurinn verði eftirleiðis ár- legur viðburður. Salvör Þórisdóttir, nemandi á 4. ári í Verslunarskóla íslands, slóst í för með borgarstjóra í gær og heimsótti m.a. mæðrastyrksnefnd. Að sögn Salvarar var fróðlegt að setja sig í spor hennar, starfið væri bæði fjölbreytt og áhugavert. Að lokinni heimsókn í mæðrastyrks- nefnd fékk hún tækifæri til að spyrja borgarstjóra út í starfið og hvernig menntun hennar nýttist í starfi o.fl. Fylgdi í fótspor borgarstjóra Í sporum borgarstjóra Salvör og Steinunn Valdís hittu m.a. Ragnhildi Guðmundsdóttur frá mæðrastyrksnefnd. Morgunblaðið/Þorkell Seltjarnarnes | Harpa Snædís Hauksdóttir fimleikakona og Páll Þórólfsson handknattleiksmaður voru kjörin íþróttamenn ársins 2004 á Seltjarnarnesi á dögunum, og við sama tækifæri voru viðurkenningar veittar ungu og upprennandi íþróttafólki sem t.d. hefur náð þeim áfanga að leika með unglingalandsliðum sinnar íþróttagreinar, og afreksstyrkir afhentir. Harpa Snædís er í meistarahópi fimleikadeildar Gróttu sem hafa orðið bikarmeistarar í liðakeppni FSÍ síðastliðin tvö ár. Þá hefur Harpa hlotið marga titla í einstaklings- keppnum fyrir Gróttu, verið í landsliði FSÍ undanfarin fimm ár og tekið þátt í mörgum mótum erlendis. Páll hefur verið burðarás handknattleiksliðs Gróttu-KR um árabil og lék með öllum landsliðum HSÍ og á 15 A-landsleiki. Áður lék Páll með sigursælu liði Aftureld- ingar sem tók þátt í Evrópukeppnum með góðum árangri. Kjörin íþróttamenn ársins 2004 Íþróttamenn kjörnir Harpa Snædís Hauksdóttir og Páll Þórólfsson voru kjörin íþróttamenn ársins. Slippstöðvarinnar sagði að mönnum fyndist oft að verið væri að búa til dæmi svo hægt væri að auðvelda mönnum að fara með verk af þessu tagi úr landi. Hann sagði skilmála útboðsins þannig að verð vægi 70%, ISO-vottun 20% og reynsla 10%. „Það vissu allir fyrirfram að við vor- um ekki með þessa vottun, þessir skilmálar virðast búnir til svo hægt sé að sniðganga íslenskan iðnað.“ Guðmundur sagði að vottunina ekki öllu skipta, Landhelgisgæslan hefði komið með skip sín til viðgerða og endurbóta í Slippstöðina og vissi að hverju þar væri gengið. Þá nefndi Guðmundur þá til- hneigingu margra íslenskra emb- ættismanna hvað varðar EES- samninginn að finna fyrst út hvað megi ekki, en annars staðar þar sem hann þekkti til, t.d. í Þýskalandi byrjuðu menn á að skoða hvað mætti, svo hægt væri að styðja við eigin iðnað. Guðmundur nefndi einnig á fund- inum að ærinn kostnaður hlyti að fylgja þessu útboði, öll gögn hefðu verið þýdd á ensku, að ástæðulausu að hans mati og þess væru dæmi að hinum íslensku bjóðendum hefðu ÞUNGT hljóð var í starfsmönnum Slippstöðvarinnar sem áttu fund með forsvarsmönnum stéttarfélaga í hádeginu í gær, en þar var sam- þykkt að lýsa yfir megnri óánægju með þá ákvörðun Ríkiskaupa að sniðganga tilboð Slippstöðvarinnar og ganga til samninga við erlenda aðila um endurbætur á varðskip- unum Tý og Ægi. „Það er óvíst hvort hægt er að breyta einhverju nú, samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er þegar búið að semja við pólsku skipasmíðastöðina, en við munum reyna til þrautar að fá þeirri ákvörðun hnekkt,“ sagði Hákon Há- konarson formaður Félags málm- iðnaðarmanna á Akureyri. Hann sagði forvarsmenn stéttarfélaga á Akureyri líta málið alvarlegum aug- un og að þeir mundu freista þess að fá ákvörðun Ríkiskaupa hnekkt, „það er fátt óumbreytanlegt, okkur þykir það réttmæt krafa að þið fáið að vinna þetta verk.“ Nefndi hann að einungis munaði 13 milljónum króna á tilboði Slippstöðvarinnar og pólsku stöðvarinnar sem fékk verk- efnið. Guðmundur Tulinius forstjóri verið send gögn á ensku. Þetta væri dæmi um allsendis óþarfa skrif- finnsku. Einnig nefndi hann að því fylgdi kostnaður að fara með skipin úr landi og þá virtist ekki tekið með í dæmið að ríkissjóður yrði af skött- um. Þetta væri ekki metið inn í til- boðið. „Þetta virðist allt byggjast á geðþóttaákvörðun og þröngum hagsmunum einhverrar stofnunar.“ Starfsmenn sem til máls tóku nefndu m.a. að svo virtist sem ráð- gjafar reyndu að fá sem mest út út málinu, þeir fengju meira fyrir sinn snúð með því að fara með verkið úr landi, þannig fengjust meiri dagpen- ingar vegna eftirlits þeirra. Fundurinn skoraði á fjár- málaráðherra og dómsmálaráðherra að endurskoða ákvörðunina og ganga tafarlaust til samninga við Slippstöðina um framkvæmd verk- efnisins og einnig skoraði fundurinn á iðnaðarráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér af alefli í málinu. Formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri Reynum til þrautar að fá ákvörðun yfirvalda hnekkt Morgunblaðið/Kristján Óánægðir Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, með ályktunina sem samþykkt var á fundi starfsmanna Slippstöðvarinnar. Þungt hljóð í starfsmönnum Slippstöðvarinnar á fundi í gær HAFÞÓR Einarsson, skrifstofustjóri skóladeildar, mætti á síðasta fund skólanefndar og lagði fram uppgjör á rekstri skólamötuneytanna fyrir árið 2004. Þar kemur fram að hallinn á rekstrinum var í heildina rúmlega 4,3 milljónir króna, sem skýrist að öllu leyti af því að engar tekjur komu inn fyrir sjö vikur vegna verkfalls grunn- skólakennara sl. haust og nýtingin varð minni en efni stóðu til eftir að skólastarf hófst aftur og fram að ára- mótum. Einnig var lagt fram uppgjör á rekstri skólamötuneyta fyrir janúar 2005. Þar kemur fram að reksturinn er í járnum og er ljóst að nýting verð- ur að batna ef reksturinn á að verða réttum megin við núllið. Halli á skólamötu- neytum TVEIR bæjarfulltúar Framsóknar- flokks í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hafa óskað lausnar frá störfum, um er að ræða aðalfulltrúa í bæjarstjórn og varafulltrúa, en báðir eru búsettir í Svarfaðardal. Bæjarstjórn Dalvíkur- byggðar samþykkti á fundi í byrjun mars að flytja starfsemi Húsabakka- skóla í Svarfaðardal í Dalvíkurskóla frá og með næsta hausti og urðu mikil mótmæli því samfara, en íbúar í daln- um eru ekki alls kostar ánægðir með ákvörðunina. Bæjarstjórn kemur saman til fund- ar í dag, þriðjudag, þar sem beiðni fulltrúanna verður tekin fyrir. Vilja úr bæjar- stjórninni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.