Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 49
UNDANKEPPNI Músíktilrauna lauk sl. föstudagskvöld er síðustu tíu sveitirnar kepptust um sæti í úrslit- um. Þetta tilraunakvöld er einna merkilegast fyrir það að þrjár hljómsveitir komust áfram og því koma ellefu hjómsveitir fram á úr- slitakvöldinu í Austurbæ næstkom- andi föstudag. Það er erfitt að vera fyrsta sveit á svið á tilraunakvöldi en þeir félagar í Jamie’s Star létu það ekki á sig fá, byrjuðu af öryggi á fínu rokklagi. Eini ljóðurinn á því var hvað söng- urinn var ótraustur í rólegu köfl- unum, en hann lagaðist þegar á leið og var fínn í seinna lagi sveitarinnar. Hefur væntanlega einhver áhrif á óskýra framsetningu að sungið var á ensku. Seinna lag sveitarinnar var hörkulag, en fulllangt, mætti klippa af því óþarfa kaflaskiptingar og stæla og þá er komið grípandi út- varpsvænt rokk. Kalk spilaði frekar óspennandi sveimkennda raftónlist framan af. Fyrra lagið var þó vel flutt en ekki reyndi mikið á annars ágæta söng- konu. Seinna lag sveitarinnar var líf- legra en þó ekki eiginlegt lag. Ekki kom mikið á óvart í fyrra lagi Fordæmis, fínar laglínur og vel spilað en söngur slæmur. Seinna lagið kom aftur á mót á óvart, húmor í því og fín þjóðleg keyrsla á köflum. Keyrslan var mikið hjá ArgAstA- mönnum og tilbrigði í söngnum. Þeir voru ekki nema þrír en hljómuðu sem mun fleiri, argasta rokk. Það tók þá smátíma að snúa í gang í seinna laginu en svo var ætt áfram með tilþrifum þrátt fyrir smáhnökra í spilamennsku hér og þar. Oft tekur það smátíma hjá hljóm- sveitum að komast af stað í lögum, getur verið erfitt að finna réttu leið- ina inn í lög, en öllu verra er þegar menn eiga erfitt með að stoppa, ekki síst ef þegar er búið að segja allt sem hægt er að segja í umræddu lagi. Þannig var því farið með þá fé- laga í Killer Bunny, annars ágætri sveit sem átti fína spretti – seinna lag sveitarinnar ætlaði aldrei að enda, aldrei að enda, aldrei að enda. Líflegur söngur þó. Kodiak tekur tónlistina af mikilli alvöru og gott eitt um það að segja. Bæði lög sveitarinnar voru prýðileg, kannski fullstuttir kaflar og of marg- ir, en ágætur þungi í því sem þeir voru að gera. Þeir teygðu líka lop- ann fullmikið. Ekki vantaði íþróttina í spila- mennsku hjá Mextrakt-mönnum, en lögin voru ekki vel samin. Þeir voru þó vel samstiga og gerðu margt vel. Væri gaman að heyra í þeim með betra efni í höndunum. Hefð er fyrir því í Músíktilraunum að sprella og margar hljómsveitir hafa brugðið sér í glysrokksgallann svona rétt til að gera grín að sjálfum sér og rokkinu. Sumir hafa reyndar klæðst gallanum í fullri alvöru og ekki nema gott eitt um það að segja, sjá hina frábæru sveit The Dark- ness, en því er þetta rifjað upp að Mystical Fist var einmitt mjög glys- kennd á sviði og lék klassískt glys- rokk af bestu gerð. Þeim tókst sér- staklega vel upp í fyrra lagi sínu og alltaf er gaman að heyra gítarsóló á réttum stað. Weland vakti athygli fyrir það meðal annars að trymbill sveit- arinnar spilaði standandi. Hugs- anlega er á því einhver eðlileg skýr- ing, en þó að hann hafi staðið sig vel hefði hann líklega staðið sig betur sitjandi. Fyrsta lag sveitarinnar var eiginlega hvorki fugl né fiskur fram- an af en svo rættist úr því. Söngv- arinn stóð sig mjög vel. Lokaorðið í undankeppni Mús- íktilrauna 2005 átti hljómsveitin Elysium. Hún keyrði af krafti með fínt rokk, góð öskur og mikla keyrslu. Áheyrendur kunnu vel að meta glysrokkið og kusu Mystical Fist áfram, en dómnefnd fannst ástæða til að hleypa fyrstu og síðustu sveit kvöldsins áfram, Jamie’s Star og Elysium. TÓNLIST Músíktilraunir Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tóna- bæjar og Hins hússins, síðasta til- raunakvöldið. Þátt tóku Jamie’s Star, Kalk, Fordæmi, ArgAstA, Killer Bunny, Kodiak, Mextrakt, Mystical Fist, Weland og Elysium. Haldið í Tjarnbarbíói 11. mars. TJARNARBÍÓ Árni Matthíasson Björg Sveinsdóttir ArgAstA Lokatilraunahnykkur Kodiak Killer Bunny Mextrakt KalkWeland Fordæmi MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 49  Mbl.  DV HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS LIFE AQUATIC SÝND KL. 4-5.30-8-10.20. LIFE AQUATIC VIP SÝND KL. 5.30-10.20. CONSTANTINE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA PHANTOM OF THE OPERA SÝND KL. 6-10. B.I. 10 ÁRA WHITE NOISE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 3.45-6.15. LEMONY SNICKETS SÝND KL. 3.45. COACH CARTER SÝND KL. 5.30-8-10.30. CONSTANTINE SÝND KL. 8-10.30. B.I. 16 ÁRA BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 6. ísl tal MILLION DOLLAR BABY. SÝND KL. 5.30-8-10.30 CONSTANTINE SÝND KL. 10.10. B.I. 16 ÁRA HITCH SÝND KL. 8-10.20. CLOSER SÝND KL. 8 CONSTANTINE SÝND KL. 8-10.20. B.I. 16 ÁRA RAY SÝND KL. 8-10.30 ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sló í gegn í USA t mynd. Töff tónlist E með Twista, BALLA Da Hood & Mack 10). ð á sannri sögu. Með m eina sanna töffara, amuel L. Jackson y . ff t li t i t , ). ri . i t ff r , l . Magnaður spennutryllir sem þú mátt ekki missa af! með Keanu Reeves í aðalhlutverki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.