Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 15 ERLENT NORSKU landmælingarnar hafa verið ákærðar fyrir að láta ekki vita af skeri, sem olli því, að norska flutn- ingaskipinu Rocknes hvolfdi í janúar í fyrra. Fórust þá 18 menn. Rocknes sigldi á skerið og hvolfdi í Vatlestraumen skammt frá Björgvin og tókst þá að bjarga 12 mönnum úr 30 manna áhöfn. Skerið var ekki að finna á sjókort- um og ekki er langt síðan það upp- götvaðist. Þess hafði þó aldrei verið getið í reglulegum viðvörunum Landmælinganna til sjófarenda á þessum slóðum. Jarle Golten Smørdal segir í við- tali við Bergens Tidende, að stofn- unin hafi verið ákærð fyrir van- rækslu en í yfirlýsingu frá stofnuninni er því mótmælt. Bendir hún á, að skerið hafi verið fært inn á kort, sem gefið var út 2003, en Smør- dal bendir aftur á, að breytingin frá fyrra korti hafi verið einn millimetri. Á svo agnarsmáum punkti hefði átt að vekja sérstaka athygli. Ákært í Rock- nes-málinu Ósló. AP. Reuters Rocknes á hvolfi eftir að það hafði verið dregið upp að ströndinni. GARRÍ Kasparov, fyrrum heims- meistari í skák, lýsti yfir því í gær að hann hygðist takast á við „einræð- isstjórn“ Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta. Kasparov lét þessi orð falla í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC. Í liðinni viku skýrði Kasp- arov frá því að hann hefði ákveð- ið að hætta að tefla sem at- vinnumaður á stórmótum. Var sú ákvörðun tengd afskiptum hans af stjórnmálum sem farið hafa vaxandi á undanliðnum árum. „Þörf er á samtökum, pólitískum flokki, sem er fær um að berjast gegn einræðisstjórn Pútíns á öllum sviðum samfélagsins,“ sagði Kasp- arov. „Ég tel að orka mín, pólitísk sýn mín og áhrif muni hjálpa millj- ónum Rússa, sem eru ósáttar við vaxandi einræði í Rússlandi, að standa saman til að verjast þrýst- ingnum og færa Rússland aftur á lýðræðisbrautina,“ bætti hann við. Kasparov er 41 árs gamall og er enn talinn sterkasti skákmaður heims. Hann fer nú fyrir nefnd sem stofnuð hefur verið vegna forseta- kosninganna í Rússlandi árið 2008. „Frjálsar kosningar“ nefnist hún en tilgangurinn með þessum samtökum er einkum sá að koma í veg fyrir að Pútín forseti reyni að tryggja sér þriðja kjörtímabilið, þvert á rúss- nesku stjórnarskrána. „Kröfur okkar eru einfaldar. Þær eru að þrýsta á Pútín um að end- urreisa lýðræðislegar stofnanir. Pút- ín komst til valda í lýðræðisríki þótt vissulega væri lýðræðið gallað. Nú er fjölmiðlafrelsi ekki til í landinu og Pútín og menn hans stjórna þing- inu,“ sagði Kasparov. Kasparov vill flokk gegn Pútín Lundúnum. AFP. Kasparov HOPANDI jöklar í Himalaya- fjöllum gætu leitt til vatnsskorts hjá hundruðum milljónum manna, að því er náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund, WWF, sögðu í gær. Samtökin telja að flóð kunni að verða á Indlandi, í Kína og Nepal vegna þessa, og í framhaldi af því miklir þurrkar á komandi áratug- um. Mesta vatnsmagn á jörðinni er í Himalaya-fjöllum, fyrir utan vatns- magnið í heimskautahellunum tveimur. Í skýrslu sem WWF kynnti í gær segir að verði gripið til aðgerða strax sé hægt að hægja á bráðnun en hún eykst á ári hverju. Jöklarnir hopi vegna losunar gróðurhúsa- lofttegunda út í andrúmsloftið. Brýnt sé því að úr henni verði dreg- ið. „Hin hraða bráðnun jökla í Himalaya mun fyrst auka vatns- magn í ám, sem mun valda flóðum víða,“ sagði Jennifer Morgan, stjórnandi verkefnis um loftslags- breytingar hjá WWF, á fundi með fréttamönnum í Genf í gær. „En á nokkrum áratugum mun þetta breytast og vatnsmagnið í ám mun minnka, sem mun þýða mikil um- hverfisvandræði fyrir fólk í Vestur- Kína, Nepal og á Norður-Indlandi.“ Talið er að jöklarnir hopi um 10– 15 metra á ári. Sjö stærstu fljót Asíu; Ganges, Indus, Brahmaputra, Mekong, Thanlwin og Yangtze renna úr jöklunum auk Gulafljóts. Hundruð milljóna manna sem búa í Kína og Indlandi nota vatn úr þess- um ám. Hröð bráðn- un jökla í Himalaya Genf. AFP. LÖG sem banna reykingar á al- mannafæri og tóbaksauglýsingar gengu í gildi í Asíuríkinu Bangla- desh í gær. Andstæðingar tóbaks- reykinga fögnuðu þessum tímamót- um og sögðu bannið mikilvægt skref í baráttu þeirra. Samkvæmt nýju lögunum verða þeir sem reykja á almannafæri sekt- aðir um 50 taka eða tæpar 50 krónur. Brjóti menn bann við tóbaksauglýs- ingum verða þeir hins vegar krafðir um andvirði tæpra 5.000 króna. Samkvæmt opinberum tölum reykja um 37% íbúa Bangladesh. Þar búa um 140 milljónir manna. Reykbann í Bangladesh Dhaka. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.