Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 43
DAGBÓK
ROKKÓPERAN Jesus Christ Superstar eftir
Andrew Loyd Webber og Tim Rich var frum-
sýnd í fullri lengd sl. fimmtudag í Hagaskóla. Í
fyrra settu nemendur í Hagaskóla upp söngleik-
inn Hárið þannig að ljóst er að ekki ráðast nem-
endur Hagaskóla á garðinn þar sem hann er
lægstur.
Að sýningunni koma um 70 nemendur skólans
en þrjátíu nemendur leika og syngja í sýning-
unni og hljómsveitina skipa aðrir tuttugu nem-
endur auk fjölmargra sem sjá um hljóð, ljós,
búninga og fleira.
Nemendur Hagaskóla eru á aldrinum 13–16
ára. Það er Sigríður Birna Valsdóttir sem leik-
stýrir sýningunni og tónlistarstjóri er Hrólfur
Sæmundsson. Sýningar eru í Hagaskóla og
verða næstu sýningar mánud. 14. mars, þriðjud.
15. mars og miðvikud. 16. mars og hefjast kl. 20. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jesús Kristur ofurstjarna
LOKATÓNLEIKARNIR í hádegistón-
leikaröð Íslensku óperunnar á þessu
starfsári verða í dag kl. 12 og bera þeir
yfirskriftina „Tveir bassar og annar með
strengi.“ Þar þenur Davíð Ólafsson bassi
raddböndin, en Dean Ferrell kontrabassa-
leikari plokkar strengina. Þeim til að-
stoðar verður Kurt Kopecky á píanó.
Bæði Mozart og Bach skrifuðu ástar-
söngva fyrir kontrabassa og bassasöngv-
ara og eru þeir því vissulega á efnisskrá
dagsins. Mozart skrifaði fjörlega konsert-
aríu um hina fallegu kvenhönd, Per questa bella mano, en
Bach samdi aftur á móti litla kantötu um svikular ástir, Am-
ore traditore. Bæði eru tónverkin fjörmikil og einstakt að
fá að heyra þau saman á tónleikum. Að auki verða fluttar
þekktar aríur þar sem kontrabassinn fær aðeins að keppa
við bassasöngvarann.
Ólíkir bassatónar í Óperunni
Davíð Ólafsson