Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 32
þar kærkomnir gestir. Bjarni var í bæjarstjórn Akureyrar um tíma og Bergljót síðar. Bjarni hafði mikinn áhuga á tónlist og voru þau hjónin samhent í því sem öðru að sækja tónlistarviðburði. Við systur og okkar fólk vottum Björgu, Haraldi, Kristínu og Þór- unni og fjölskyldum þeirra samúð okkar við fráfall Bjarna. Guð blessi Bjarna Rafnar. Minningin um hann er björt og góð. Halldóra J. Rafnar, Ingibjörg Þ. Rafnar, Ásdís J. Rafnar. Bjarni Rafnar, náfrændi minn og vinur, er látinn. Bjarni var nokkr- um árum eldri en ég en við náðum snemma saman. Ein skemmtileg- asta stund er ég átti í námi var námsdvöl á fæðingardeildinni á Landspítalanum. Þar héldu þeir próf. Pétur Jakobsson og Bjarni sem þá var deildarlæknir um taum- anna. Það var á við heilt námskeið í mannlegum samskiptum og bók- menntum en þeir „opereruðu“ sam- an. Bjarni var mikill húmanisti og fróður í bókmenntum. Í ofanálag var hann ætíð vel lesinn um fræði- greina sína. Eitt sinn ræddum við nokkrir félagar um þýðingu þess að vera farsæll læknir. Farsæll læknir er búinn mörgum góðum eiginleik- um. Hann þarf að vera hæfileika- ríkur og geta lært af reynslunni. Hafa djúpstæðan skilning á sálarlífi sjúklinga, stílhreina framkomu og bera virðingu fyrir fólki. Nafn Bjarna var oft nefnt í þessu samhengi. Í fyrra embætti ferðað- ist ég ásamt Ingu oft um landið og einhver sagði að mér væri tíðreist til Akureyrar. Þar bjuggu Bergljót og Bjarni lengst af ásamt glæsileg- um börnum. Bergljót var sterk og vel gerð kona. Ef þú elst upp við farsæld farnast þér vel eins og komið hefur í ljós meðal barna þeirra. Við Inga og fjölskylda sendum börnum þeirra og öðrum aðstand- endum samúðarkveðjur og minn- umst gleðistunda liðinna daga, í ná- vist Rafnars-frændfólksins. Inga, Ólafur Ólafsson og börnin. 32 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lára Hansdóttirfæddist í Reykja- vík 1. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Jónsdóttir, f. 26.2. 1910, d. 9.9. 1994, og Hans Kr. Eyjólfsson, f. 15.10. 1904, d. 15.12. 1997, bakari og síðar mót- tökustjóri Stjórnar- ráðsins. Lára var elst þriggja systk- ina. Bræður hennar eru Bragi Hansson, starfsmaður Íslenskra aðalverktaka, f. 13. febrúar 1937, maki Rose Marie Christiansen, f. 27. október 1937. Bragi átti þrjú börn með fyrri konu sinni Jóhönnu Guðmunds- dóttur. Grétar Hansson sölumað- ur, f. 14. apríl 1944, maki Kristín Sigsteinsdóttir, f. 26. ágúst 1945. ilismaður í íbúð Öryrkjabanda- lagsins í Klapparhlíð 11 í Mos- fellsbæ. 3) Ólöf Lára, starfsm. flugdeildar Icelandair, f. 8.9. 1960. Barn: Ragnheiður Sara Heimisdóttir, nemi, f. 4.7. 1989. Hinn 17. desember 1993 gekk Lára að eiga Gunnar Þ. Gunnars- son, f. 8.8. 1926, forstjóra Ís- lenskra aðalverktaka, sem lifir eiginkonu sína. Fyrri hluta ævi sinnar var Lára húsmóðir og á sumrin gestgjafi veiðimanna í Bræðraseli á Lang- árbökkum. Lára tók virkan þátt í starfi aðstandenda drengjanna í Tjaldanesi, sem þau Hafsteinn byggðu ásamt öðrum foreldrum þroskaheftra drengja sem hvergi áttu samastað. Lára var hálfnuð með nám til stúdentsprófs í MR er hún eign- aðist Ragnheiði Söru, en tók sig til er börnin voru farin að heiman, lauk stúdentsprófi frá MH 1981 og síðan BA-prófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1985. Hún varð kennari við Hlíðaskóla og starfaði þar um árabil. Útför Láru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þau eiga þrjá syni. Hinn 28. október 1950 giftist Lára Haf- steini Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni, f. 17. ágúst 1926, d. 3.9. 1986. Foreldrar Hafsteins voru Ragn- heiður Sara Þor- steinsdóttir, kennd við Sokkabúðina, og Sigurður Z. Guð- mundsson. Lára og Hafsteinn eignuðst þrjú börn. Þau eru: 1) Ragnheiður Sara, flugfreyja hjá Ice- landair, f. 29.3. 1951, maki Ingvi Hrafn Jónsson, fjölmiðlam., f. 27.7. 1942. Börn: A) Hafsteinn Orri, flugmaður, f. 23.6. 1979, maki Kristín Berta Sigurðardótt- ir, f. 12.12. 1973, barn Ingvi Hrafn, f. 29.11. 2004. B) Ingvi Örn, stud. oecon., f. 6.1. 1983. 2) Kristinn Már, f. 20.12. 1953, heim- Hún elsku hjartans móðir mín er dáin, aðeins 73 ára. Mikið óskaplega er þetta sárt og allt allt of fljótt. Líf mömmu var bæði hamingjuríkt og erfitt. Hún og pabbi voru gift í 36 ár, en hann lést 1986 og tóku þá erf- iðir tímar við hjá mömmu. Hún var ekki tilbúin að vera ein, einfaldlega kunni það ekki. Ég á afskaplega góðar minningar frá uppvexti mínum. Hún mamma var mér óskaplega góð alla tíð og þá sérstaklega í gegnum alla mína skóla- göngu. Dugnaður hennar að fara í öldungadeild MH og klára stúdents- prófið árið 1981 með toppeinkunn sem hún setti í bið 27 árum áður þeg- ar hún varð ófrísk að mér er bara eitt dæmi um drifkraftinn sem bjó í henni. Mikið óskaplega vorum við stolt af henni. Hún dreif sig svo í Kennaraháskólann og útskrifaðist þaðan 1984 þrátt fyrir að pabbi væri búinn að vera veikur og amma Lóa og afi Hans til skiptis. Þegar þau voru veik fluttu þau alltaf til mömmu enda var sambandið þeirra á milli afskap- lega sterkt. Mamma elskaði að vera uppi við Langá enda er Bræðrasel dásamleg- ur staður til að vera á. Því var það henni afskaplega sárt þegar hún seldi það í fyrra. En hún var mjög glöð yfir því að hafa fundið gott fólk sem hún vissi að myndi hugsa vel um lífsstarf hennar. Kiddi bróðir bjó í Tjaldanesi í tæp fjörutíu ár og áttu mamma og pabbi stóran þátt í að koma því starfi á laggirnar, velferð Kidda var henni mikið kappsmál. Hún var í foreldra- félaginu og var aðaldriffjöðrin í því starfi. Hún stóð meðal annars fyrir því að keyptur var bíll svo hægt væri að fara með strákana í stutt ferðalög. Það var svo í fyrra sem Kiddi flutti í nýja glæsilega íbúð við Klapparhlíð 11 í Mosfellsbæ. Mamma lagði mik- inn metnað í að gera honum þar gott heimili. Barnabörnin hennar eru þrjú, Haf- steinn Orri, Ingvi Örn og Ragnheiður Sara, og mikið var hún stolt af þeim. Hún eignaðist síðan sitt fyrsta lang- ömmubarn í nóvember á síðasta ári. Seinni eiginmaður mömmu var hann Gunnar. Þau höfðu þekkst í ára- tugi. Eftir að makar þeirra féllu frá lágu leiðir þeirra saman á ný og giftu þau sig árið 1993. Fljótlega upp úr því hætti mamma að kenna, sem var mið- ur því að henni þótti það óskaplega gaman. Nemendum og samkennur- um í Hlíðaskóla þótti mikil eftirsjá að henni. Síðustu árin hefur Gunnar átt við veikindi að stríða og reyndist mamma honum afskaplega vel. Hún var nýbúin að kaupa sér íbúð við Klapparhlíð 5, í næsta húsi við Kidda, og vorum við systurnar búnar að vera að hjálpa henni að koma í stand og þangað ætluðu þau að flytja á árinu. Ég kveð móður mína með miklum söknuði. Guð veri með þér, elsku mamma mín. Hvíl í friði. Þín dóttir Ragnheiður Sara. Þau orð eru ekki til, sem lýst geta þeirri sorg að mamma er dáin, þessi glæsilega og góða kona á besta aldri. Margs er að minnast og margt er að þakka, og margar ógleymanlegar stundir sem við áttum saman. Við meira að segja fórum saman í menntaskóla, mamma innritaði sig í öldungadeildina og lauk stúdents- prófi, ég var svo stolt af mömmu minni og ennþá stoltari var ég þegar hún fór í Kennaraháskólann. Hún vann við það nám af miklum dugnaði og eljusemi og lauk því með glæsi- brag. Geri aðrir betur. Kenndi síðan við Hlíðaskóla, sem hún naut til hins ýtrasta, kennslan átti svo vel við hana. Eftir fráfall pabba ferðuðumst við mikið saman og áttum ógleymanleg- ar stundir á hinum ýmsum stöðum í heiminum. Þær minningar munu fylgja mér um ókomna tíð. Ekki má gleyma hinum fjölmörgu góðu árum í Borgarfirðinum við Langá. Hugur mömmu var alltaf hjá Kidda bróður og hafði hún áhyggjur af því að kveðja þennan heim á undan honum, hún hlúði að honum af ástúð og alúð og var sambandið því sterkt á milli þeirra. En nú munum við hugsa vel um Kidda okkar því hans missir er mestur. Málefni þroskaheftra voru mömmu hjartans mál, hún vann öt- ullega að því að gera líf þessara ein- staklinga sem best, og höfum við því stofnað sjóð til styrktar Kidda og Tjaldanesfélögum hans sem fylgdu honum, þegar Tjaldanesheimilinu var lokað, og fluttu í íbúðir Öryrkja- bandalagsins í Klapparhlíð 11 í Mos- fellsbæ. Reikningur 1135-05-443030, 450384-0469, kennitala Svæðisskrif- stofu fatlaðra á Reykjanesi. Það er mér efst í huga hversu góð og yndisleg hún mamma var, og á ég henni óendanlega margt að þakka. Hennar verður sárt saknað af okkur öllum. Hvíl í friði. Þín dóttir Lóa Lára. Elsku amma. Ekki grunaði mig þegar ég var að keyra úr Borgarfirð- inum á sunnudaginn með Kristínu og fyrsta langömmubarninu þínu, Ingva Hrafni, að seinna það kvöld myndi ég fá hringingu um að þú værir fallin frá. Mér verður hugsað til bernskuára minna uppi við Langá með þér og afa Hafsteini þegar ekkert annað komst að en að vera í vegavinnu á gula traktornum, í bíltúr á þaklausa Land Rovernum eða úti á flugvelli að snatt- ast í kringum flugvélina. Þú varst frá- bær kennari og ég minnist þeirrar miklu þolinmæði sem þú sýndir þeg- LÁRA HANSDÓTTIR Elsku Lára mín. Kallið kom svo óvænt að ég er varla búin að átta mig. Ég vil kveðja þig og þakka þér alla þá hlýju, góðvild og vináttu sem þú sýndir mér þau ár sem við áttum saman. Gunnari bróður mínum, börnum, barnabörnum og bræðrum Láru sendi ég samúð mína. Þorgerður mágkona. HINSTA KVEÐJA ✝ Bjarni JónassonRafnar fæddist á Akureyri 26. janúar 1922. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. mars síðastlið- inn. Hann var sonur Jónasar Jónassonar Rafnar, yfirlæknis á Kristneshæli í Eyja- firði, og Ingibjargar Bjarnadóttur Rafn- ar, húsfreyju. Systk- ini hans voru Jónas G. Rafnar, alþingis- maður og banka- stjóri, og Þórunn Rafnar húsfreyja sem bæði eru látin. Árið 1944 kvæntist Bjarni Bergljótu Sigríði Haralz, f. 20. september 1922, d. 11. desember 2000. Bergljót var dóttir séra Haraldar Níelssonar og Aðal- bjargar Sigurðardóttur. Bjuggu þau Bjarni og Bergljót fyrst í Reykjavík en síðan á Akureyri þar til Bjarni lét af störfum sem yfirlæknir. Síðustu ár áttu þau Bjarni og Bergljót heima í og kvensjúkdómadeild, 1959– 1960. Mestan hluta starfsferils síns, eða frá 1955 til 1989, starf- aði Bjarni á Akureyri sem heim- ilislæknir og sérfræðingur. Hann var deildarlæknir við handlækn- ingadeild og fæðingardeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 1966–1970, yfirlæknir sömu deilda 1970–1971 og yfirlæknir fæðingar- og kvensjúkdómadeild- ar 1971–1989. Þá gegndi hann stöðu yfirlæknis við mæðraeftirlit á Heilsuverndarstöðinni á Akur- eyri 1958–1979 og á Krabba- meinsleitarstöð Akureyrar 1969– 89. Eftir að Bjarni flutti suður starfaði hann við Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Á Ak- ureyri sinnti Bjarni ýmum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var ritari Læknafélags Akureyrar 1955–1956, sat í stjórn Krabba- meinsfélags Akureyrar 1969– 1989 og í bæjarstjórn Akureyrar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins árin 1974–1978. Hann var vara- formaður íþróttafélagsins Þórs í áraraðir og starfaði innan Lions- hreyfingarinnar. Bjarni var sæmdur Riddarakrossi hinnar Ís- lensku fálkaorðu árið 1984 fyrir störf sín í þágu heilbrigðismála. Útför Bjarna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Reykjavík, þar sem öll börn þeirra eru búsett. Þau eru: Björg Rafnar, læknir, maki Össur Krist- insson, Haraldur Rafnar, rafeinda- virki, maki Rósa Þorsteinsdóttir, Kristín Rafnar, hag- fræðingur, maki Gunnar Stefánsson og Þórunn Rafnar, líffræðingur, maki Karl Ólafsson. Barna- börn Bergljótar og Bjarna eru átta og barnabarnabörn eru þrjú. Bjarni ólst upp á heimili for- eldra sinna á Kristneshæli. Hann lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri árið 1940 og cand. med.-prófi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1948. Hann stundaði nám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp í Danmörku og hlaut sérfræðingsleyfi í þessum greinum árið 1956. Hann var að- stoðarlæknir á Baltimore City Hospital í Baltimore, fæðingar- Þrátt fyrir nokkurn aldursmun voru náin tengsl á milli okkar Bjarna allt frá þeim tíma er ég starfaði með honum á fæðingar- og kvensjúkdómadeild Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar (FSA) í kandídatsnámi mínu 1972–1974. Bjarni var hár maður vexti, virðu- legur í fasi, snyrtimenni í klæða- burði og var í augum okkar yngri manna sannur yfirlæknir er naut virðingar bæði innan sem utan sjúkrahússins. Hann var ávallt fús að miðla af kunnáttu sinni og leið- beina yngri kollegum og vakti á þann hátt áhuga okkar á sérgrein sinni. Bjarni var lengst af eini sérfræð- ingurinn á sínu sviði á Norðurlandi og vakta- og vinnuálag því umtals- vert meira en nú telst ásættanlegt. Þó hann hafi sjálfur fengið sinn skammt af veikindum þá kvartaði hann aldrei í mín eyru um vinnu- álag né að hann treysti sér ekki til vinnu vegna veikinda. Vinnuþrek hans var umtalsvert og kom m.a. fram í því að hann tók jafnframt virkan þátt í félagsstörfum og sat um tíma m.a. í bæjarstjórn Akur- eyrar og stjórnum Læknafélags og Krabbameinsfélags Akureyrar. Bjarni kvæntist árið 1944 Berg- ljótu Sigríði Haraldsdóttur og eignuðust þau fjögur börn. Berg- ljót var vel gefin og glæsileg kona með ákveðnar skoðanir á málefnum líðandi stundar og var virk í bæj- arpólitíkinni á Akureyri. Við Sig- rún minnumst ánægjulegra sam- verustunda með þeim bæði á Akureyri og í Svíþjóð þar sem framtíðarplön voru rædd. Ekkert varð þó úr samstarfi okkar á Ak- ureyri en örlögin höguðu því síðan á þann veg að eftir að Bjarni hætti störfum sem yfirlæknir á FSA 1989 kom hann í hlutastarf á Leitarstöð- ina í Reykjavík. Naut hann þar virðingar samstarfsfólks og var sárt saknað er hann hætti störfum af heilsufarsástæðum á árinu 1998. Eftir andlát Bergljótar í desem- ber 2000 flutti Bjarni að hjúkrunar- heimilinu Eir þar sem hann dvaldi allt til andláts. Það má með sanni segja að með Bjarna er horfinn merkur læknir sem var einn af aðal frumkvöðlum sérgreinar sinnar hér á landi. Fyrir hönd Sigrúnar og samstarfsfólks á Leitarstöð er Bjarna vottuð virðing og þakklæti fyrir liðnar samverustundir. Kristján Sigurðsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Fjölskylda breytir um svip við hvert fráfall innan hennar en minn- ingarnar lifa. Þeir standa okkur skýrt fyrir hugskotssjónum saman Bjarni og faðir okkar, Jónas G. Rafnar. Þeir voru sannir bræður, miklir vinir og áttu svo fjölmargt sameiginlegt. Bjarni léttur í lund, Jónas lítið eitt alvarlegri, líkir í út- liti með sama yndislega brosið. Þeim þótti undurvænt um systur sína Þórunni. Sameiginlegt áhuga- mál þeirra var sagnfræði. Báðir voru mjög vel lesnir og áttu ekki langt að sækja þann áhuga. Jónas Jónasson frá Hrafnagili, sem skrif- aði Íslenska þjóðhætti, var afi þeirra. Jónas yfirlæknir í Kristnesi faðir þeirra var prófdómari í latínu og grísku, stundaði rannsóknir og skriftir, safnaði þjóðsögum og teiknaði upp torfbæi frá ofanverðri 19. öld í Eyjafjarðarsveit. Minning- arnar eru ljúfar af fjölskyldufund- um þegar þeir bræður stríddu ömmu Ingibjörgu og ræddu saman í gríni og alvöru um lauka Stein- nessættarinnar, stjórnmálaviðhorf- ið, heimsmálin, persónur mann- kynssögunnar, herstjórnarlist til forna og síðar, bókmenntir eða þjóðlegan fróðleik. Bjarni var okkur kær vegna hlýju sinnar, glettni og glaðværðar. Sjúklingar Bjarna nutu þessara eiginleika í ríkum mæli. Það er ósjaldan sem við höfum heyrt hans minnst af góðu einu frá Akureyri, þar sem hann var yfirlæknir um áratugaskeið. Bergljót Haralz Rafnar og Bjarni voru glæsileg hjón. Það var skemmtilegt að koma á heimili þeirra á Akureyri og síðar í Reykjavík. Þau voru mjög vin- mörg, höfðu sínar skoðanir og mæltu fyrir þeim. Heimilið var svo líflegt, mikill gestagangur, mál- efnalegar umræður, gott meðlæti og svo laust við tildur. Börn voru BJARNI RAFNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.