Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 37 MINNINGAR LANDSMÓT í skólaskák hefur verið haldið í fjölda ára á vegum Skáksam- band Íslands. Keppnin hefur alltaf gengið út á það að í hverju kjördæmi eru haldin mót og ákveðinn fjöldi úr þeim vinnur sér inn þátttökurétt á landsmótið. Hvert kjördæmi hefur hið minnsta einn keppanda á lands- mótinu en kjördæmin á höfuðborg- arsvæðinu hafa fleiri. Allir þeir sem sækja nám í grunnskóla geta tekið þátt en keppninni er aldursskipt þannig að yngri flokkur nær frá 1. bekk til 7. bekkjar en eldri flokkur spannar 8. bekk til 10. bekkjar. Áður fyrr átti hringurinn að hefjast í skól- unum sjálfum og eingöngu efstu keppendur þar áttu rétt til þess að taka þátt í kjördæmamóti. Í dag er sú regla misjafnlega viðhöfð en mik- ilvægt er fyrir þróun skáklistarinnar hér á landi að boðið sé upp á tafl- mennsku fyrir krakka í skólum landsins. Hverju svo sem því líður þá fór fram fyrir skömmu Skólaskák- mót Reykjavíkur í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur. Í eldri flokki mættu alls 8 keppendur og varð loka- staðan þessi: 1. Daði Ómarsson (Laugalækjar- skóla) með 6½ vinning af 7 mögu- legum. 2. Ingvar Ásbjörnsson (Rimaskóla) 5 v. 3. Einar Sigurðsson (Laugalækjar- skóla) 4 v. 4. Matthías Pétursson (Laugalækj- arskóla) 3½ v. 5.–6. Helgi Brynjarsson (Hlíðaskóla) og Gylfi Davíðsson (Réttarholts- skóla) 2½ v. 7.–8. Elsa María Þorfinnsdóttir (Hólabrekkuskóla) og Vilhjálmur Pálmason (Laugalækjarskóla) 2 v. Það er greinilega uppgangur í skáklífi Laugalækjarskóla þar sem helmingur keppenda var þaðan fyrir utan að tveir af þeim þrem sem unnu þátttökurétt á landsmótið sækja nám í skólanum. Sigur Daða var afar öruggur en hann leyfði eingöngu eitt jafntefli. Tvöfalt fleiri keppendur tóku þátt í yngri flokknum en loka- staðan hans varð eftirfarandi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson (Rima- skóla) með 9 vinninga af 9 mögu- legum 2.–3. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir (Melaskóla) og Aron Ellert Þorsteinsson (Laugalækjarskóla) 6 v. 4.–6. Hörður Aron Hauksson (Rima- skóla), Jökull Jóhannsson (Húsa- skóla) og Dagur Andri Friðgeirsson (Seljaskóla) 5½ v. 7.–9. Mikael Luis Gunnlaugsson (Vesturbæjarskóla), Benedikt Sigur- leifsson (Laugalækjarskóla) og Sig- ríður Björg Helgadóttir (Hamra- skóla) 5 v. 10.–13. Ásgeir Daníel Hallgrímsson (Rimaskóla), Sigríður Oddsdóttir (Laugalækjarskóla), Hrafnkell Ás- geirsson (Fossvogsskóla) og Hrund Hauksdóttir (Rimaskóla) 4 v. 14. Smári Aðalsteinn Eggertsson (Melaskóla) 3½ v. 15. Haukur Óskarsson (Rimaskóla) 2 v. 16. Dagur Kjartansson (Hóla- brekkuskóla) 1 v. Yfirburðir Hjörvars Steins í flokkn- um voru mjög miklir og gaf hann engin grið. Hann virðist í mikilli framför um þessar mundir og er það vel. Hallgerður Helga fékk annað sætið eftir stigaútreikninga en enn einn nemandinn úr Laugalækjar- skóla á mótinu, Aron Ellert, fékk jafnmarga vinninga og hún en þurfti að gera sér þriðja sætið að góðu. Þessir þremenningar tryggðu sér sæti á landsmótið en Hörður Aron, Jökull og Dagur Andri þurfa að heyja aukakeppni um fjórða sætið sem einnig veitir þátttökurétt á landsmótið. Þeirri aukakeppni verð- ur væntanlega lokið fyrir páska. Skákstjórn mótsins var í höndum Ás- geirs Tryggvasonar, Ólafs Kjartans- sonar, Jóns Viktors Gunnarssonar og Torfa Leóssonar auk Vigfúsar Óð- ins Vigfússonar kjördæmisstjóra. Allir fyrir utan kjördæmisstjórann eru meðlimir í Taflfélagi Reykjavík- ur en Torfi lét af formennsku í félag- inu 10. mars sl. eftir að hafa sinnt því starfi frá árinu 2002. Óttar Felix Hauksson er nýr formaður félagsins og eru miklar vonir bundnar við störf hans. Fjöldi móta framundan um páskaleytið Þrátt fyrir að ekkert Íslandsmót í skák verði haldið í ár um páskana verður nóg um að vera í íslensku skáklífi. Páskaeggjamót Taflfélags Kópavogs fer fram í Hamraborg 5, 3. hæð, miðvikudaginn 16. mars og hefst kl. 17.15. Allir grunnskólanem- ar geta tekið þátt og hóflegt þátt- tökugjald er tekið af öðrum keppend- um en þeim sem eru félagar í TK og Helli. Frekari upplýsingar um mótið er að finna á www.hellir.com. Tívolí- syrpa Íslandsbanka heldur áfram sunnudaginn 20. mars og fer keppnin fram í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.hrokurinn- .is. Skákfélag Akureyrar heldur hraðskákmót Akureyrar sama dag og hefst taflið í KEA-salnum, Sunnu- hlíð, kl. 14. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu félags- ins, www.skakfelag.is. Páskaeggja- mót Taflfélagsins Hellis fer fram mánudaginn 21. mars og hefst kl. 17 í húsakynnum félagsins í Mjódd. Nán- ari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu félagsins. Á sömu síðu er hægt að verða sér úti um frekar upp- lýsingar um Stigamót Hellis en það er kappskákmót sem fram fer dag- ana 22. mars til 26. mars. Aftari röð: Ingvar Ásbjörnsson, Einar Sigurðsson og Daði Ómarsson. Fremri röð: Torfi Leósson, Aron Ellert Þorsteinsson, Hjörvar Steinn Grét- arsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Daði og Hjörvar sigurvegarar HELGI ÁSS GRÉTARSSON SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKÓLASKÁKMÓT REYKJAVÍKUR 2005 7.–8. mars 2005 daggi@internet.is SKÁK Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar og fósturmóður, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Lækjamóti, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir fær hjúkrunar- og starfsfólk Uppsala fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður M. Hjartardóttir, Birna Fanney Óskarsdóttir, Guðbjörg Hjartardóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Lára Hjartardóttir, Ragnar B. Malmquist, Aðalbjörg Hjartardóttir, Jóhann B. Malmquist. Lokað Lokað verður í dag, þriðjudaginn 15. mars, vegna útfarar GUÐMUNDAR ÁRNA JÓNSSONAR. Stálhúsgögn ehf., Skúlagötu 61, Reykjavík. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar frá kl. 10-14 í dag, þriðjudaginn 15. mars, vegna útfarar GUÐMUNDAR ÁRNA JÓNSSONAR. Fasteignasalan Lundur. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, bróður, tengdaföður og afa, ÞÓRHALLS BJÖRGVINSSONAR frá Þorgerðarstöðum í Fljótsdal, til heimilis að Útgarði 6, Egilsstöðum. Börn, barnabörn, tengdabörn, systkini og aðrir aðstandendur. mínir hoppandi upp og niður í sætinu við hlið mér náfölrar og hvöttu pabba óspart til að taka framúr öllum bíl- um. Sá eldri varð síðan öskureiður og ætlaði að hlaupa heim til Reykja- víkur, þegar pabbi neitaði að fara fram úr vörubíl efst á Öxnadalsheiði. Heimsóknin til ykkar og ömmu á Akureyri var öll hin skemmtilegasta og áður en við lögðum aftur í hann suður brást þú á það ráð að þeyta einhver ósköp af „besta rjóma í heimi“. Og svo var ég sett upp á eld- hússkenkinn og mötuð. Skeiðarnar af þessu stóra bragðlausa skýi voru óteljandi og þolinmæðisvinna að koma þessu ofan í mig, en þú straukst á mér vangann og ég dingl- aði löppunum og horfði á bræður mína sem voru eitthvað að pískra fyrir framan ísskápinn. Þeim fannst 10 lítra mjólkurkassinn, sem lá eins og belja inni í skápnum, ofsalega spennandi og kvörtuðu undan alveg ótrúlegum þorsta. Jú, hvort þeir máttu fá, nóg væri nú til. Svo kýttu þeir um það hver mætti hverju sinni og hversu lengi tappa af kassanum. Fyrir sunnan voru jú bara þessar óspennandi 1 lítra grænu mjólkur- hyrnur. Svo gat ég ekki opnað munn- inn meir, harðákveðin í því að ég skyldi aldrei aftur láta hafa mig út í það að borða rjóma. En þetta hjálp- aði, á bakaleiðinni ældi ég ekki fyrr en í Hvalfirði. Þið bjugguð í yndislegu húsi á Byggðavegi 91, þú og Haraldur og strákarnir ykkar fjórir: Siggi, Einar Karl, Haddú og Jakob. Og amma bjó alla tíð hjá ykkur, elsku fallega góða Kristín amma, langbesta amma í öll- um heimi. Hún lifði fyrir fjölskyld- una sína og hélt henni fast saman. Jólagjafirnar hennar voru ótrúlega rausnarlegar, þær keypti hún fyrir ellilífeyrinn sem hún hafði allt árið lagt til hliðar. Hún hugsaði aldrei um sjálfa sig en gaf allt sem hún eign- aðist áfram til barna, barnabarna og loks barnabarnabarna. Hún sneið upp gömul föt og saumaði ný. Fata- kaup þekkust varla í okkar fjöl- skyldu. Og á hverju hausti tókuð þið báðar slátur og senduð suður. Næst kom ég til ykkar með Hönnu, fallegu stóru systur minni. Hún var sigld, hafði verið lengi, lengi í Ameríku en núna var hún loksins komin aftur heim, með fangið fullt af gjöfum – yndisleg eins og þú. Við keyrðum á tveimur dögum norður og gistum í Fornahvammi, vá á hóteli, það var ótrúlegur lúxus, nú fannst mér ég líka vera „sigld“. Hanna og Svenni skemmtilegi voru að fara til Mývatns og ætluðu að sækja mig aft- ur á bakaleiðinni. Farartækið var fólksvagn, fyrsti bíllinn hans Svenna, hann var svolítið óþéttur þannig að við komum kolbrún og með hárið stíft af ryki til ykkar. Þá slóst þú þér á lær og þá var mikið hlegið. Svo komuð þið suður og þá fóru Ragnar og Matti bræður mínir og Haddú og Jakob strax í meting um það hvort Dagur væri betri en Mogginn, KEA betri en Mjólkur- samsalan og hvar Paradís á jörðu væri, í Reykjavík eða á Akureyri. Og af því að hvorugum tókst að sann- færa hina – og það þótt mikill ástríðuþungi væri lagður í málið – fuku hnúar og hnefar út í loftið, tættu og rifu og strákarnir tuskuð- ust og hentust öskureiðir til. Á þess- um árum var mikil tíska hjá karlkyni á vissum aldri að vera í hverfisstríð- um. Og er það sjálfsagt enn. Ég efast um að globalisérínginn hafi breytt hér einhverju… Sumarið þegar ég var 10 ára göm- ul fékk ég að fara norður til að búa hjá ykkur á Byggðaveginum í nokkr- ar vikur. Ég lærði norðlensku, drakk jolly-cola og mix, synti í Akureyrar- laug, heimsótti þig í vinnuna í Amaro og dáðist að bollastellunum, – það var alltaf svo góð lykt í Amaro – þar stakkstu að mér einhverju góðgæti og straukst mér um vangann. Ég fór út um allt í heimsóknir með ömmu- lömmu, spásseraði um í lystigarðin- um, eignaðist fullt af nýjum vinkon- um, las „Sólon Íslandus“ eftir Davíð Stefánsson og hundurinn Bokki flaðraði upp um mig og sleikti mig og ég elskaði hann heitt á móti og – ykk- ur öll. Mér fannst frábært að vera hjá ykkur, hér var paradís á jörðu, hér var hundahald ekki bannað eins og í Reykjavík, norðlenskan miklu göfugri en menningarsnauð sunn- lenskan, sólin heitari en í Reykjavík, Dagur miklu betra blað en Morgun- blaðið og ég hefði gjarnan viljað setj- ast að hjá ykkur, ömmu og Bokka. Þótt ég elskaði mína mömmu heitt, öfundaði ég strákana þína af því að eiga svona skemmtilega mömmu, sem bjó á kvöldin til ljósar rjóma- karamellur eða poppaði popp og leyfði strákunum sínum að lesa Andrésblöð við matarborðið. Vá. Elsku Lilla mín. Leiðir okkar lágu alltof sjaldan saman. Þú í höfuðstað Norðurlands eða á ströndinni við ysta haf, en ég í Reykjavík eða suður í bjórsólinni í München. Ég hefði viljað hitta þig miklu oftar – jafnoft og bræður mínir Ragnar og Matth- ías, sem alltaf litu inn hjá ykkur Har- aldi þegar þeir voru á ferð með eig- inkonum sínum Guðrúnu Soffíu og Grétu og var tekið eins og höfðingj- um. Ég kom að vísu nokkrum sinn- um til þín núna síðustu árin – ég ætl- aði að tileinka þér og Haraldi kvikmyndina mína um Sólon Ísland- us – af því að það voruð þið sem kynntuð okkur, mig og Sölva – kvik- mynd sem því miður vildi ekki fæð- ast að sinni. Alltaf tókuð þið Har- aldur svo fallega á móti mér og mínu samstarfsfólki. Þótt þú værir orðin heilsulaus, áttir þú samt alltaf eitt- hvert góðgæti, hvort sem það voru „ömmu“-pönnukökur eða karamellu- kaka og allt í einu vorum við stödd í dýrindis veislu við uppdúkað borð og hlátur og gleði. Eitt sinn þegar ég heimsótti ykkur varð mér á orði að ég hefði í þetta sinn ekki komist í Hrolleifsdalinn í Sléttuhlíð, þegar ég var þar á ferð í leit að tökustöðum. Ég yrði að gera það næst, þegar ég kæmi frá Þýska- landi. En viti menn, þið lögðuð þá leið ykkar inn í dalinn, genguð um í margar klukkustundir, tókuð ljós- myndir fyrir mig, límduð þær á kart- on og senduð mér svo. Ég var orð- laus og táraðist þegar ég fékk myndirnar. Svona gríðarstórt var heilsulaust hjartað… Elsku Lilla mín, þú gafst mér stundir fullar af hamingju, hvort sem ég var barn eða fullorðin. Og alltaf þegar ég hugsa til þín fer ég að brosa og hjarta mitt verður heitt af þakk- læti. Ég held að eins sé um flesta far- ið, sem þekktu þig. Handan við göngin, ljósið og móð- una miklu hafa tekið fagnandi á móti þér þinn elskandi sonur Siggi, elsku besta amma, Lóló systir þín, Viðar, Matthías pabbi þinn, fleiri ástvinir og samferðafólk eins og Kalli leigj- andinn ykkar. Mikið eiga þau gott að hafa fengið þig til sín! Haraldi, sonum þínum, tengda- dætrum, barnabörnum, barnabarna- börnum, pabba mínum, mömmu minni og öllum ástvinum þínum og vinum sendi ég einstaklega fallegar samúðarkveðjur. Megi þau fá hugg- un í öllum fallegu minningunum um þig. Margrét Rún Guðmunds- dóttir Kraus, München.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Kristbjörgu Matthíasdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ásta S. Hannesdóttir og Vera Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.