Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 21
DAGLEGT LÍF
1. flokki 1989 – 58. útdráttur
1. flokki 1990 – 55. útdráttur
2. flokki 1990 – 54. útdráttur
2. flokki 1991 – 52. útdráttur
3. flokki 1992 – 47. útdráttur
2. flokki 1993 – 43. útdráttur
2. flokki 1994 – 40. útdráttur
3. flokki 1994 – 39. útdráttur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2005.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
hér að ofan birt í DV, þriðjudaginn 15. mars. Upplýsingar
um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu
Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800
Fyrir tilstilli Ragnhildarsendir fólk alls staðar aðúr heiminum handgerðavináttubúta til Íslands
sem hún svo hnýtir saman og úr skal
verða stór vinátturefill. „Ég velti
þessari hugmynd upp á spjalli mínu
á Netinu við handverkskonur úti í
heimi og fékk svakalega fín viðbrögð
og ég vissi eiginlega ekki af fyrr en
þetta var farið af stað og orðið að
raunveruleika. Fréttin um teppið
hefur borist víða í gegnum frétta-
bréf fyrirtækis sem heitir Nordic
Needle og nú eru bútarnir byrjaðir
að streyma til mín.“
Bútar frá öllum heimsálfum
Þegar hafa borist 34 bútar til
Ragnhildar frá hinum ýmsu löndum,
Japan, Bandaríkjunum, Skotlandi,
Hollandi, Brasilíu, Sviss og Íslandi.
Ragnhildur segist bíða spennt á
hverjum degi eftir því hvort bútur
berist í póstinum. „Bréfin sem kon-
urnar senda með bútunum eru svo
falleg að ég sit oft hér í tárum, svo
hrærð verð ég. Mér finnst eins og
mér hafi opnast annar heimur, heim-
ur kærleikans sem er inni í öllum
öðrum heimum. Þó svo að við þekkj-
umst ekki þá er þetta magnað vin-
áttunet.“ En hvenær á að hætta að
taka við bútum? „Upphaflega var
ætlunin að miða við 15. apríl en við
teygjum kannski eitthvað á þeirri
dagsetningu af því okkur langar að
hafa allar heimsálfurnar með og enn
vantar til dæmis búta frá Afríku og
helst vil ég líka fá bút frá Antart-
íku.“ Enn hefur ekki borist bútur frá
karlmanni en Ragnhildur segist
sannarlega vonast til að það verði og
hún veit um par sem ætlar að hanna
og gera saman bút í teppið.
Vináttuhugsun við gerð bútanna
Þeir sem senda bút hafa algerlega
frjálsar hendur og einu skilyrðin eru
að bútarnir þurfa að vera í póst-
HANDVERK
Í heimi stríðs og sundrungar veitir ekki af að
huga að friði og kærleika. Listakonan Ragn-
hildur Jónsdóttir leggur sitt af mörkum í þeim
málum með því að skapa alheimsfriðarteppi.
www.internet.is/friendshiptapestry
friendshiptapestry@internet.is
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
kortastærð og bönd verða að vera á
hornunum svo hægt sé að hnýta þá
saman. „Þetta má vera prjónað,
heklað, saumað, ofið eða hvernig
sem er, bara að það sé gert í hönd-
unum og að viðkomandi hugsi um
vináttu á meðan hann býr til bút-
inn.“
Þegar bútarnir eru skoðaðir kem-
ur í ljós að þeir eru skemmtilega
ólíkir og það sést vel hversu mikil
vinna liggur á bak við þá og í þá hef-
ur verið lögð mikil alúð og nostrað
við smáatriðin. „Fyrsti búturinn
kom frá Skotlandi og hann ilmar.
Frá Japan barst bútur með tilvitnun
úr biblíunni um vináttuna. Ég vil
endilega hafa fleiri trúarbrögð í
teppinu og vona að ég fá búta með
tilvitnun úr kóraninum og öðrum
trúarritum.“
Þegar bútarnir hafa allir verið
hnýttir saman og teppið verður
tilbúið er hugmyndin að fara með
það til sýningar út í heim eftir að það
hefur verið sýnt hér á landi. „Ég
verð sannarlega stolt þegar þetta
teppi verður tilbúið af því að það
sýnir að við getum víst verið vinir ef
við viljum, þrátt fyrir þann harða
heim sem við lifum í.“
Hluti af bútunum sem þegar hafa borist frá ýmsum löndum eins og Japan og Hollandi.
Bútar berast frá
öllum heimshornum
Handverk er Ragnhildi hugleikið.
Texti á perlum um vináttuna sem
fenginn er úr Biblíunni.
Allir geta verið skapandi,segir Teresa Amabile, for-
stöðumaður stofnunar við við-
skiptadeild Harvard-háskólans
þar sem frumkvöðlar og leiðtog-
ar eru rannsóknarefnið. Hún
hefur afsannað sex lífseigar
goðsagnir um sköpunarkraft
fólks, en greint er frá því á vef
Svenska Dagbladet:
Goðsögn 1: Bara skapandi
persónuleikar hafa sköp-
unarkraft.
Allar rannsóknir benda til þess
að þeir sem eru meðal vel gefnir
geti verið skapandi í starfi sínu.
Goðsögn 2: Peningar virkja
sköpunarkraftinn.
Rannsóknir á sköpunarkrafti
sýna fram á að þeir sem segjast
hvattir áfram af peningum, eru
sjaldnast skapandi. Hins vegar
er hvatning í orðum og viður-
kenning mikilvægt fyrir sköp-
unarkraft fólks.
Goðsögn 3: Tímapressa er
eldsneyti sköpunarkraftsins.
Þetta er alrangt! Rannsóknir
sýna að fólk er minnst skapandi
undir tímapressu og nokkra
daga á eftir tímapressu.
Goðsögn 4: Hræðsla og
þunglyndi virkja sköp-
unarkraftinn.
Rannsóknir sýna að gleði og
kærleikur tengist frekar sköp-
unarkraftinum en hræðsla og
þunglyndi. Sá sem er hamingju-
samur einn daginn er oft skap-
andi þann næsta.
Goðsögn 5: Keppni er betri
en samvinna.
Þeir hópar sem vinna saman og
ræða hugmyndir eru mest skap-
andi, samkvæmt rannsóknum.
Goðsögn 6: Niðurskorin fyr-
irtæki eru skapandi.
Því miður, sköpunarkrafturinn
líður fyrir niðurskurð og sparn-
að. Hjá fyrirtæki sem sagði upp
25% starfsmanna var sköp-
unarkrafturinn enn í lágmarki
fimm mánuðum síðar.
Allir geta
skapað
ustuparið Sannah Kvist og Eva Brusman urðu fyrir innan
framhaldsskóla í Linköping í Svíþjóð. Þær höfðu hlakkað
til að dansa vals á skólaballinu sínu en fengu í fyrstu ekki
leyfi til þess þar sem þær voru báðar í síðkjól. Önnur hvor
varð að vera í jakkafötum. Eftir samningaviðræður við
ballnefndina var þeim hins vegar leyft að dansa hvor við
aðra í kjólunum. Þær máttu þó ekki taka þátt í dönsum
þar sem skipt var um dansfélaga því þá þyrftu stelpur sem
ekki væru lesbískar að dansa við þær. Sannah og Eva
segjast einnig hafa fengið þau skilaboð frá kennaranum
sínum að afar, ömmur og aðrir ættingjar sem e.t.v. væru
til staðar á skólaballinu þyrftu að fá að vita af því fyrirfram
að tvær stelpur yrðu danspar, til að fyrirbyggja að einhver
fengi jafnvel hjartaáfall. Stelpurnar hafa kært skólann til
umboðsmanns samkynhneigðra. Umboðsmaðurinn Hans
Ytterberg segir ljóst að stúlkunum hafi verið mismunað á
grundvelli kynhneigðar.
Stúlkurnar spyrja að lokum þeirrar spurningar hvað
gert hefði verið ef málið hefði snúist um tvo stráka. „Hefði
annar þeirra verið þvingaður til að dansa í kjól?“ spyrja
þær.
Stelpur eru skotnar í strákum og strákar eru skotnir ístelpum. Gagnkynhneigð er viðmiðið í sænskumskólabókum og -stofum, að því er m.a. kemur fram í
Göteborgs-Posten og orsakirnar eru óöruggir kennarar
og gamlar skólabækur.
Samkvæmt könnnun á vegum Gautaborgarháskóla
telja 82% aðspurðra nemenda að kynfræðslan komi aldrei
eða næstum aldrei inn á samkynhneigð. Mikael Björk
Blomqvist, formaður ungliðadeildar Samtaka um jafnrétti
í kynferðismálum (RFSL), segir að margir kennarar séu
óöruggir og velji að hlaupa alveg yfir samkynhneigð í
kennslunni. Það leiði til þess að þeir sem hafi aðra kyn-
hneigð verði ósýnilegir.
Sjö líffræðibækur fengu falleinkunn
Líffræðibækur reyndust innihalda bæði fordóma og
staðreyndavillur, samkvæmt könnun RFSL. Fimmtán líf-
fræðibækur á grunn- og framhaldsskólastigi voru athug-
aðar og aðeins tvær stóðust kröfur samtakanna. Sjö fengu
falleinkunn. Ungliðadeild RFSL vill að námskrá og náms-
áætlanir verði endurskoðað. „Skólinn ber mikla ábyrgð.
Enginn á að komast upp með að öskra hommadjöfull á
göngunum. Kennarar verða að bregðast strax við í slíkum
aðstæðum,“ segir Blomqvist í samtali við GP. Þar er einn-
ig greint frá því að í New York hafi í nokkur ár verið starf-
ræktur framhaldsskóli fyrir sam- og tvíkynhneigða þar
sem nemendum býðst skólaganga án fordóma. Blomqvist
er hræddur um að slíkur skóli gæti orðið að veruleika í
Svíþjóð, það væri ekki óskastaða, en kannski eina leiðin.
Í Aftenposten er greint frá mismunun sem kær-
Forðast fræðslu
um samkynhneigð
MENNTUN
Reuters