Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 99.900.- TravelMate 2304 TravelMate 2304 WLMI Intel Celeron M 1.3Ghz 512mb vinnsluminni 15.4” WXGA WideScreen skjár DVD skrifari Þráðlaust netkort Windows XP Home stýrikerfi 26” Sjónvarp ! 17.900.- EPSON 5760 dpi upplausn 6 lita prentkerfi Hægt að prenta beint frá minniskorti Prentar á geisladiska Prentar allt að 15 bls. á mín. USB 2.0 tenging Stylus Photo R-300 17” 19” 20 ” Með hverri Acer mynda- vél fylgir frí framköllun á 25 stk. myndum hjá framköllunarstofunni Pixlar! 27.900.- 5.3 Mpix 32.900.- 5.2 Mpix Mynd ir 25frítt! 34.900.- 6.3 Mpix 2.5” skjár 2.5” skjár 20” Sjónvarp ! Austurland | Nú sígur á seinni hluta vinnu við hin 5,9 km löngu Fáskrúðs- fjarðargöng og 8,5 km langan veg milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Framkvæmdin mun bæta samgöngur innan Austurlands veru- lega og tengja betur saman Suður- firði og Miðausturland. Leiðin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar styttist um 31 km og á milli Miðaust- urlands og Suðurfjarða um 34 km. Verktaki er Ístak hf. Og E. Pihl & Sön AS. Gísli Guðmundsson, staðar- stjóri Ístaks á svæðinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að verkið stæði með ágætum. „Menn eru í eftirvinnu í göngunum, sem er m.a. vatnsvarnar- vinna, þ.e. að setja upp vatnsvarnar- dúk,“ segir Gísli. „Þá erum við að leggja drenlagnir og rafstrengi undir veginn og svo er að byggja upp veg- inn í göngunum til að hægt sé að mal- bika. Þá fer fljótlega í gang rafmagns- vinna. Við erum að stefna á að byrja að malbika upp úr miðjum apríl og þá verða tekin 40% af göngunum frá Fá- skrúðsfirði en malbikun lýkur senni- lega ekki fyrr en um miðjan júní,“ segir Gísli Guðmundsson. Gísli segir vegagerð hafa verið í gangi samhliða allan framkvæmda- tímann og sé hún nokkuð langt kom- in. „Það er samt drjúg vinna eftir og við ætlum að setja meiri kraft í vega- gerðina á næstu mánuðum. Við stefnum á að vera klárir með vegina úti í september. M.a. gerum við nýjan veg frá gangamunnanum og niður á Fáskrúðsfjörð.“ Varðandi óskir um að opna göngin fyrr en áætlað er segist Gísli ekki eiga von á að framkvæmdum verði flýtt. „Við gáfum Vegagerðinni tölur um hvað það myndi kosta okkur að flýta verkinu, sanngjarnar held ég og alls ekki háar en það varð ekkert úr því. Því ætlum við að nota þann verktíma sem við höfum, eða fram í byrjun október.“ Um 40 manns eru við vinnu Vinna langt komin við hvor tveggja jarðgöngin Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Sprengt inn Framkvæmdir hófust við Almannaskarðsgöng í mars í fyrra og miðar þeim, ásamt vinnu við Fáskrúðsfjarðargöng, vel. Neskaupstaður | Viðgerð- armenn frá Landsímanum komu til Neskaupstaðar í liðinni viku til að gera við mastur Nesradíós sem lét undan í veðurofsa í febrúar síðastliðinum. Mastrið, sem hafði staðið af sér veður og vind um áratugaskeið, verð- ur að hluta til notað aftur. Skemmdir hlutir verða klipptir burt og nýjum bætt inn í, áður en fjarskipta- mastrið verður reist á nýj- an leik. Hér sést Ólafur Sveinsson huga að skemmdunum. Gert við mastur Nesradíós Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Vopnafjörður | Kvenfélagið Lindin á Vopnafirði veitti nýverið styrki úr menntasjóði. Alls 20 einstaklingar sóttu um styrk úr sjóðnum. Styrk- þegar eru Heiðbjört Antonsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Kristín Jóns- dóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir. Þórunn Egilsdóttir, formaður sjóðs- stjórnar, segir sérstaka ánægju með sífellt aukna sókn vopnfirskra kvenna í framhaldsnám og endur- menntun. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Úthlutað úr menntasjóði AUSTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.