Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.03.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN OFANGREIND orð komu und- irrituðum í hug, þegar ljóst var, að farið yrði með tvö varðskip okkar til endurbóta í Póllandi þrátt fyrir að annað lægsta tilboðið frá Slipp- stöðinni væri aðeins 13 millj. kr. hærra. Sá munur er minni en sá aukakostnaður, sem af því hlýst að fara með hvort skip til a.m.k. fjög- urra mánaða dvalar austur við Eystrasalt. Þegar við stöndum frammi fyrir ákvarðanatöku sem þessari, skipt- ir miklu máli að viðhorf þeirra, sem með málið hafa að gera, sé já- kvætt og almennur vilji sé til þess að vinna verkið í heimalandinu sé þess nokkur kostur. Atburðarásin og aðdragandi þess, að samningar voru gerðir við Pólverjana sýnir það hins vegar, að þessu var þver- öfugt farið. Viðhorf til innlendu að- ilanna hefur verið neikvætt og það virðist sem svo að allt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að verkið yrði unnið innanlands. Krafa um einhverja ISO-vottun, sem vitað var að Slippstöðin hefði ekki, endurtekning á tilboðinu, þegar verðið lá uppi á borðinu og hlægilegar útskýringar á því af hverju kostnaðaráætlun Ríkis- kaupa var aðeins um 70% af lægsta tilboði bera þessu skýr vitni. Og undirlægjuhátturinn gagnvart útlendingum er svo mik- ill, að öll tölvubréf sem til Slipp- stöðvarinnar komu voru á ensku! Slíkt mundu t.d. Frakkar ekki láta bjóða sér. Undirritaður var forstjóri Slipp- stöðvarinnar í áratugi á árum áð- ur. Þá var sífellt verið að berjast við þessa sömu drauga. Neikvæðni og fordómar gagnvart þessari at- vinnugrein voru oft yfirþyrmandi og það virðist ekkert hafa breyst. Nú er ljóst, að verk þetta kemur til með að kosta skattborgarana einhverjar milljónir í viðbót í bein- hörðum peningum auk allra þeirra skatta og skyldna og það hagræði, sem því fylgir að vinna verkið hér innanlands. Það vantar meiri stór- hug hér á landi og þeir sem kjark- inn hafa mættu oftar segja: „Svona gerir maður ekki.“ Gunnar Ragnars Ísalands óhamingju verður allt að vopni Höfundur er stjórnarformaður Slippstöðvarinnar ehf. Á STÖÐ 2 eru menn svo vanir því að það sé skipt um fréttastjóra, að það er grínast með að við skipt- um um þá jafn oft og sokka (Palli Magg segist þó þvo sína oftar). Hópuppsagnir frétta- manna eru hér um bil jafn algengar. En í gegnum allt þetta heldur fréttastofan sínu striki. Útvarpsráð er tíma- skekkja, sem vonandi er á útleið, með nýrri reglugerð um þann ágæta fjölmiðil. Við- brögð kollega minna á RÚV, við ráðningu nýs fréttastjóra, eru hins- vegar illskiljanleg. Látum vera þótt þeir séu reiðir yfir því að það skyldi ekki vera einn þeirra sem fékk stöðu fréttastjóra útvarps. Þeir hafa fullan rétt á því. Það sem þeir hafa hinsvegar ekki rétt til að gera er að láta það koma niður á hlust- endum sínum. Hversu mikil sem geðshræring þeirra er. Það hefur verið básúnað að RÚV gegni miklu öryggishlutverki í þjóðfélaginu. Það hefur jafnvel verið nefnt sem ein af höfuðástæðunum fyrir því að vera yfirleitt að halda uppi ríkisreknum fjölmiðli. Á Stöð tvö og Bylgjunni teljum við okkur ekki síður gegna slíku hlut- verki. Og höfum oft sýnt að við gerum það ekki síður vel en RÚV. Munurinn á frétta- stofunum virðist vera sá að við teljum okkur hafa svo ríkum skyld- um að gegna við hlustendur okkar að allt annað verði að víkja. Ekki síst okkar innanhússmál. Það hefur margt gerst hjá Stöð 2 sem við höfum átt erfitt með að sætta okkur við. Fréttastjórar hafa verið reknir. Fréttamenn hafa verið reknir. En aldrei hefur nokkrum manni látið sér detta í hug að stytta, hvað þá fella niður, fréttatíma af þeim sökum. Það er því með ólíkindum að fréttamenn RÚV skuli nota frétta- tímana til þess að þrýsta á um sín- ar kröfur. Stytta og jafnvel fella niður fréttatíma, eins og þeir gerðu. Í málflutningi sínum, gegn nýjum fréttastjóra, hafa frétta- menn RÚV lagt áherslu á að við ráðninguna hafi verið gengið framhjá fréttamönnum sem hafi unnið áratugum saman hjá Rík- isútvarpinu. Það er alveg rétt. Þessir áratuga gömlu starfsmenn ættu hinsvegar að átta sig á því að fréttatímar Ríkisútvarpsins eru al- menningseign. Ekki þeirra einka- eign. Hver á fréttir RÚV? Óli Tynes fjallar um skyldur fréttamanna RÚV ’Það er því með ólík-indum að fréttamenn RÚV skuli nota frétta- tímana til þess að þrýsta á um sínar kröfur.‘ Óli Tynes Höfundur er fréttamaður. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TEIGUR, dagdeild vímuefna- meðferðar við Landspítalann, flytur í dag í nýuppgert húsnæði í geð- deildarbyggingunni við Hringbraut. Þessi flutningur gerbreytir allri að- stöðu og opnar um leið möguleika á að bæta þá þjónustu sem í boði er. Meðferð fíkni- efnavandamála á Landspítala Margar ástæður eru fyrir því að öflug vímu- efnadeild er rekin á geðdeild Landspít- alans. Misnotkun áfengis og annarra vímuefna heyra undir geðlæknisfræði og flokkast undir geð- raskanir samkvæmt al- þjóðlegum greining- arkerfum. Eins og í öðrum geðröskunum virðast ákveðnir erfðafræðilegir, sálrænir og félagslegir þættir auka áhættu á fíkniröskunum. Fólk sem er fast í vítahring fíknar er oft mjög illa haldið, bæði andlega og lík- amlega. Meðferð eins og lyfjagjöf, hjúkrun og sálfræðimeðferð er sér- hæfð og aðeins á færi heilbrigð- isstétta. Að lokum hefur lengi verið ljóst að mikil skörun er á milli fíkni- vandamála og annarra geðraskana. Bæði eykur fíknivandi líkur á geð- röskunum eins og þunglyndi og kvíða en einnig getur neysla hafist eða aukist vegna geðrænna ein- kenna. Almenna reglan er sú að fyrst verði að ná tökum á neyslu- vanda áður en hægt er að vinna bug á öðrum geðrænum vandamálum. Á vímuefnadeildinni hafa verið starfræktar þrjár einingar, göngu- deild (32E), sérhæfð geðdeild til inn- lagna (33A) og dagmeðferðardeild (Teigur). Á þessum deildum vinna læknar, hjúkrunarfræðingar, sál- fræðingar, ráðgjafar og annað starfsfólk. Starfsfólk vímu- efnadeildar leitast við að stuðla að bættu heilbrigði og líðan þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða og hef- ur sérstökum skyldum að gegna gagnvart fólki sem greinst hefur með aðrar geðraskanir samfara fíknivandamálum. Breyttar áherslur í meðferð Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á hópmeðferð við vímu- efnadeildina undanfarið og er nú kjarni hennar á sálfræðilegum grunni. Annars vegar er notuð s.k. áhugahvetjandi viðtalstækni („Motivational interviewing“) þar sem einstaklingnum er hjálpað að skilgreina og meta eigin vanda og stöðu. Hins vegar er notuð s.k. hug- ræn atferlismeðferð („Cognitive be- havioural therapy“) sem er sál- fræðileg nálgun sem hefur verið í örum vexti og útbreiðslu síðasta ald- arfjórðunginn. Hugræn atferlis- meðferð byggist á því grundvall- aratriði að hugsun okkar hefur mikil áhrif hvernig okkur líður og hvernig við hegðum okkur. Þessi nálgun við meðferð vímuefna- vanda er ný á Íslandi. Á bak við aðferðirnar liggja fjöldi jákvæðra árangursrannsókna og eru þær á engan hátt í hugmyndafræðilegri andstöðu við önnur meðferðarúrræði sem í boði eru. Aðferðirnar hafa reynst vel í meðferð hjá fólki með alvarlegar geðraskanir samfara fíknivanda eins og geðklofa. Að lok- um skal getið að undanfarið hefur verið boðið upp á hugræna atferl- ismeðferð vegna þunglyndis og kvíðaraskana á ferli- og bráðadeild geðsviðs. Þessi meðferðarúrræði geta einnig nýst þeim sjúklingum vímuefnadeildanna sem glíma við þunglyndi eða kvíða og er mikill kostur að nálgast vandamálin á sama eða svipaðan hátt. Breytt starfsfyrirkomulag Samhljóða stefnu Landspítalans er stefnt að eflingu göngu- og dag- deildarstarfsemi á vímuefnadeild. Flutningur Teigs í geðdeildarbygg- inguna gerir mögulegan aukinn samrekstur þessara deilda og um leið opnast möguleikar á samnýt- ingu meðferðarúrræða og aukinni einstaklingsmiðun í meðferð. Það hefur sýnt sig að fólk í neysluvanda, rétt eins og annað fólk, er hvert öðru ólíkt og vandi og þarfir ein- staklingsbundnar. Því er mikilvægt að geta boðið upp á breiða meðferð- arnálgun þar sem val á meðferð fer eftir mati meðferðaraðila og óskum sjúklings. Hér eftir sem áður mun greining og ýmiss meðferð eins og afeitrun, lyfjaeftirlit og stuðningshópmeðferð fara fram á göngudeildinni. Dag- deildin Teigur verður svo nokkurs konar meðferðarmiðstöð þar sem sjúklingar geta sótt mismunandi meðferðarúrræði eftir þörfum (hug- ræna atferlismeðferð, fræðslu, kynjaskipta hópa eða þematengda ráðgjafahópa). Móttakan Á vímuefnadeild Landspítalans vinnur fær hópur starfsfólks. Fram- undan eru spennandi tímar og um leið og ég óska starfsfólki og sjúk- lingum vímuefnadeildar til hamingju með nýju aðstöðuna, minni ég á að þeir sem telja sig eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða geta leitað á göngudeildina okkar sem er opin fyrir hádegi alla virka daga. Bætt aðstaða vímuefna- deildar LSH Bjarni Össurarson fjallar um vímuefnadeild Landspítalans ’Þessi flutningur ger-breytir allri aðstöðu og opnar um leið mögu- leika á að bæta þá þjón- ustu sem í boði er.‘ Bjarni Össurarson Höfundur er yfirlæknir vímu- efnadeildar Landspítala. NÆSTKOMANDI fimmtudag, 17. mars, fer fram önnur umferð í kosn- ingum um rektor Háskóla Íslands. Tveir prófessorar við HÍ eru í fram- boði og er Kristín Ingólfsdóttir pró- fessor við lyfjafræðideild annar þeirra. Ég vil byrja á því fyrir hönd stuðningsmanna Kristínar að þakka öllum sem hana kusu fyrir stuðning- inn í síðustu kosningum, en sá stuðn- ingur gerði það að verkum að Kristín fékk flest atkvæði allra frambjóðenda í þeirri umferð. En af hverju Kristínu sem rektor? Sem nemandi Kristínar í grunnnámi við lyfjafræðideild og sem doktorsnemi við deildina hef ég kynnst Kristínu vel. Kristín er traust, ákveðin, rökvís og heiðarleg og hún kemur því til leiðar sem hún ætlar sér á markvissan og yfirvegaðan hátt. Kristín kemur úr lítilli deild en ein- mitt þess vegna treysti ég henni enn betur, hún á eftir að hlúa að öllum deildum, smáum sem stórum og vera þannig rektor alls Háskólans. Kristín hefur verið afar virkur vísindamaður en til þess að geta stundað sín vísindi hefur hún þurft að sækja fé í sjóði sem mikil samkeppni ríkir um, ég treysti henni því fullkomlega til að sækja það fjármagn sem til þarf til að efla Háskóla Íslands. Kristín mun ekki leysa fjárhagsvanda Háskólans með skólagjöldum. Kristín leggur að auki áherslu á að bæta kennslu í grunnnámi og efla og styrkja rann- sóknartengt framhaldsnám en ein- mitt með þeim hætti stefnir hún að því að koma skólanum í fremstu röð. Ef við kjósum Kristínu Ingólfsdóttur fáum við fyrsta kvenrektorinn í aldar sögu skólans. En við fáum ekki bara fyrsta kvenrektorinn, það vill nefni- lega svo heppilega til að þessa sömu konu prýða allir þeir kostir sem öfl- ugur rektor þarf til að bera, skipu- lagshæfileikar, ákveðni og áræði, en umfram allt sú hugsjón að vilja sjá Háskóla Íslands vaxa og dafna. Ég treysti Kristínu Ingólfsdóttur best til að efna gefin loforð. ÞÓRUNN ÓSK ÞORGEIRSDÓTTIR, Jörfabakki 20, 109 Reykjavík Kjósum Kristínu sem fyrsta kvenrektor Háskóla Íslands Frá Þórunni Ósk Þorgeirsdóttur, lyfjafræðingi og doktorsnema við lyfjafræðideild HÍ PHISHING(v.) (borið fram „fishing“ á ensku) hefur ekki verið þýtt á ís- lensku en ef til vill væri rétt að nefna þetta að fiska eftir auðkenni. Þetta er sú aðgerð að senda tölvupóst til ein- hvers undir fölsku flaggi þ.e.a.s að þykjast vera virt löglegt fyrirtæki með það fyrir augum að verða sér úti um persónulegar upplýsingar t.d kreditkortanúmer og nota þær upp- lýsingar til að svíkja út fé. Slíkur tölvupóstur vísar móttak- anda til vefsíðu þar sem viðkomandi er beðinn um að uppfæra persónu- legar upplýsingar, t.d aðgangs- og leyniorð, kreditkortaupplýsingar, bankaupplýsingar og annað sem þeg- ar er í vörslu viðkomandi löglegs fyr- irtækis. Þessi vefsíða er hinsvegar ekki hjá hinu löglega fyrirtæki heldur bara látin líta þannig út og sett upp í þessum eina tilgangi. Fjölgun árása af þessu tagi hefur verið hreint ótrúleg. Samkvæmt ofangreindum upplýs- ingum frá Anti-Phishing Working Group (sjá http://www.antiphish- ing.org/index.html) sem er vinnuhóp- ur fyrirtækja sem berst gegn þessum ófögnuði, hefur fjöldi þeirra fyr- irtækja hvers vefsíður verða skot- mark þessara svindlara aukist um 28% á mánuði frá júlí 2004 til janúar 2005 og nýleg fórnarlömb voru t.d Charlotte’s Bank of America, Best Buy og eBay, og í öllum tilfellum var viðkomandi beint inn á vefsíður sem litu næstum eins út og raunverulegu vefsíðurnar. Hvernig á að verjast þessu? Helstu atriði sem fólk ætti að hafa í huga til að verjast þessum ófögnuði er að: Ef þú færð óvæntan tölvupóst þar sem þér er sagt að ef þú ekki upp- færir reikningsupplýsingar þínar kynni reikningi þínum að vera lokað, ættir þú ekki að svara slíkum pósti eða smella á tengla í efni tölvupósts- ins. Áður en þú sendir einhver konar fjárhagslegar upplýsingar yfir Netið skaltu athuga hvort þú sért á öruggri vefsíðu en þá er gulur hengilás sýni- legur í neðri horni vefgluggans og þú sérð https en ekki bara http í vefslóð- inni. Ef þú ert í einhverjum vafa hafðu samband við fyrirtækið með upplýs- ingum sem þú veist að eru réttar t.d úr símaskrá. Ef þú óafvitandi hefur gefið frá þér t.d kreditkortanúmer eða reiknings- upplýsingar, hafðu umsvifalaust sam- band við banka þinn. Grunsamlegan tölvupóst er hægt að tilkynna til lögreglu eða framsenda til viðkomandi fyrirtækis svo þeir geti sjálfir gripið til viðhlítandi aðgerða. GUÐJÓN VIÐAR VALDIMARSSON, Grófarsel 16, 109 Reykjavík. Auðkennisstuldur á Netinu Frá Guðjóni Viðari Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Dulkóðun Is- landia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.