Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2005, Qupperneq 10
10 lifun borðbúnaður B o r ð f y r i r B j ö r n Við búum orðið í landamæralausri veröld, manneskjur: hvítar, svartar, gular og rauðar, langar, stuttar, þykkar og smáar. Veröldin er eins og bland í poka, ávaxtakarfa í öllum regn- bogans litum. Þannig veisluborð eru líka áhugaverðust, þar sem saman fer borðbúnaður úr ólíkum áttum og umburðar- lyndið ræður ríkjum. Nýir, gamlir, stórir og smáir hlutir sem hafa örvandi og skáldleg áhrif á okkur sem njótum þess að eiga samfélag við matarborðið. Borðið mitt að þessu sinni er blanda af nútíð og fortíð. Diskurinn á miðju borðsins frá 1954 heitir „Gwendolen Fairfax“, er hönnun Björn Wiinblad. Hann fæddist í Kóngsins Kaupmannahöfn árið 1918 og varð þekktur hönnuður á sjöunda áratugnum fyrir gler, keramik, textíl og silfur. Björn hannaði mikið fyrir þýska framleiðandann Rosenthal. Margir kannast einmitt við jóladiskana þeirra frá 1971-1983, nýr diskur var gefinn út árlega. Ævintýri H.C. Andersens um Hans klaufa, sem Skjaldborg gaf út 1992, er myndskreytt af listamanninum. Könnur að hætti ísdrottningarinnar eru úr Góða hirðinum, sömuleiðis ísmolafatan, teketillinn og matardiskarnir. Fylgidiskar ýmiss konar eru skemmtileg skreyting ofan á stærri diska og þannig má hanna ný matar- og kaffistell, allt eftir því hvernig vindar blása. U m sj ó n In g a B ry nd ís J ó ns d ó tt ir M yn d ir G un na r Sv er ri ss o n

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.