Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 14

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 14
14 lifun minni álmur. Þegar inn er komið blasir við borðstofa og stofa, eldhús þar inn af. Á hægri hönd er gengið upp á aðra hæð og í svefn- herbergin sem eru inn af rúmgóðum gangi. Á vinstri hönd er sjón- varpsrými og þar áfram í gegn rúmgott herbergi, í sér álmu ásamt baðherbergi. Gluggarnir eru stórir og dagsbirtan áhrifamesta ljósið. Ragnhildur og Sverrir réðust í töluverðar lagfæringar á íbúðinni. Þau létu smíða nýja eldhúsinnréttingu, sem er með sprautulökkuðum hurðum í beinhvítum lit, sömuleiðis skápur í forstofu. Þau settu upp hvítar hurðir, eru að klára að gera upp baðherbergin, þau settu ný gólfefni, gegnheila eik, sem og létu skipta um og samræma efni í loftum. Út frá hvaða áherslum gekkst þú við innréttingu íbúðarinnar? „Ég vildi hafa yfirbragðið ljós og létt, milli þess að vera rómantískt og nútímalegt. Ég held samt að ég hafi rosalega þröngan smekk og hjá mér verða hlutirnir að vera á ákveðinn hátt – beinar línur og allt horn- rétt, ég þoli ekki hlutina á ská. Það endurspeglast t.d. í versluninni Noa Noa þar sem allar flíkur eru brotnar saman mjög beint og það líkar mér!“ Hvernig lýsir þú eigin stíl? „Hér áður var ég með miklu rómantískari stíl, vildi gamaldags furuhúsgögn í antíkstíl, en fann síðan með tímanum þörf fyrir að breyta til og skipti furunni út fyrir dekkri húsgögn í bland við ljósu tónana sem ég hef alltaf haft í kringum mig. Í raun er ég hrifin af tveimur litum eins og endurspeglast á heimilinu – þungum dökkbrúnum lit sem og ljósum ásamt leðri. Mér finnst samt erfitt að lýsa mínum stíl. Hann er þröngur og ákveðinn, hreinar og beinar línur. Ég er rosalega mikil kertakona og í litlu íbúðinni sem við bjuggum í áður töldu vinkonur dóttur minnar eitt sinn um 30 kerti og stjaka í stofunni. Ég á alls staðar litla hluti sem er haganlega fyrirkomið, þar sem það þurfti í litlu íbúðinni, og sem mér finnst síður passa inn hjá mér í dag í þetta opnu rými og stóru. Hér þarf eitthvað annað og innlit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.