Morgunblaðið - 12.05.2005, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 12.05.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 49 ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANSýningatímar ÁLFABAKKI Fyrsta stórmynd sumarsins FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI ALHEIMSINS HEFST ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR Geggjaðasta og frumlegasta grínmynd ársinser komin í bíó. Byggð á einni vinsælustu bók alheimsins eftir Douglas Adams. j l í i i í í . i i i l l i i i l . HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 HITCHHIKER´S GUIDE... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 THE JACKET kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. SAHARA kl. 5.30- 8 - 10.30 THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 4 SVAMPUR SVEINSSON m/ensku.tali. kl. 4 - 8.15 - 10.30 MRS. CONGENIAL. 2 kl. 6 HITCHHIKER´S... kl. 8 - 10.10 XXX2 KL. 8 - 10 HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 6 - 8 - 10 SVAMPUR SVEINSSON kl. 6 Jacket kl. 8 - 10 SLÓ RÆKILEGA Í GEGN Á ÍSLANDI, USA OG Á BRETLANDI    HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE WEDDING DATE létt 96,7 forsýning kl. 8 SAHARA kl. 8 - 10.10 THE ICE PRINCESS kl. 6 BOOGEY MAN kl. 10.30 B.i. 16. ára SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 6  DV Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari pálmann, sjálfri aðalkeppninni og þeirri mikilvægustu. Þar keppa í ár tuttugu og ein mynd, sem eru óvenju margar myndir. Sem fyrr koma myndirnar úr öllum áttum, eða reyndar ekki öllum, engin mynd er t.d. frá Bretlandi, engin frá Svíþjóð, engin frá Noregi, engin frá Finnlandi, engin frá Ís- landi. Ein er frá Danmörku; nýj- asta mynd Lars Von Triers, Manderlay, enda er hann aðal eft- irlæti æðstuprestanna hér í Mekka kvikmyndalistarinnar, löngu kominn í tölu heilagra manna. Hins vegar eru fimm myndir frá Bandaríkjunum, þrjár frá Frakklandi, þrjár frá Kína, tvær frá Kanada, tvær þýskar og ein frá eftirfarandi löndum; Jap- an, Írak, Mexíkó, Ítalíu, Belgíu, Ísrael og S-Kóreu.    Vonlaust er á þessu stigi aðsegja til um hvaða myndir eru sigurstranglegri en aðrar. En þegar litið er til sögunnar og þeirra góðkunningja Cannes sem eiga myndir á hátíðinni þá er erf- itt að sjá það gerast að þeir fari tómhentir heim, átorar á borð við Von Trier, sem hefur komist með allar myndir sínar í fullri lengd í aðalkeppni og unnið fjórum sinn- um til verðlauna, Jim Jarmuch, sem hefur sex sinnum átt myndir í keppni, unnið þrisvar sinnum og á nú í aðalkeppni Broken Flowers með Bill Murray, Wim Wenders, sem átta sinnum hefur átt mynd í keppni, unnið fjórum sinnum til verðlauna og er nú með myndina Don’t Come Knocking í aðal- keppni. Þá eru ónefndir þunga- vigtarmenn á borð við Gus Van Sant, sem vann Gullpálmann fyrir tveimur árum fyrir Elephant og er nú með í aðalkeppni með Last Days, David Cronenberg, Atom Egoyan, Michael Haneke og Ro- bert Rodriguez. Síðastnefndi á e.t.v. umtöluðustu mynd hátíð- arinnar það sem af er, Sin City, en þessi kvikmyndagerð á sam- nefndum margrómuðum mynda- sögum hefur vakið talsverða at- hygli eftir að hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Sker hún sig líka frá öðrum myndum í keppni hvað það varðar að hún er sú eina sem skartar skærum Hollywood-stjörnum, jafnvel þótt myndin sjálf hafi ekki verið gerð í Hollywood heldur á búgarði Rodriguez í Austin, Tex- as, þar sem hún var öll tekin í heimalöguðu myndveri hans með aðstoð stafrænnar mynd- og tölvutækni. Má því ætla að birti verulega yfir Croisettunni þegar stjörnur myndarinnar; Bruce Willis, Jessica Alba, Mickey Rourke, Benicio Del Toro, Elijah Wood, Clive Owen, Brittany Murphy og Rosario Dawson, ganga eftir rauða dreglinum upp tröppurnar að Lumiére kvik- myndasalnum í Hátíðarhöllinni á miðvikudaginn eftir viku.    Stjörnufansinn verður þó hvaðmestur á sunnudag þegar lokakafli, eða þriðja myndin, eftir því hvernig á það er litið, í Stjörnustríðsbálknum verður Evr- ópufrumsýnd. Hafa nær allar stjörnur myndarinnar boðað komu sína til Cannes og mun hitta þar fyrir æsta aðdáendur sína og jafnvel enn æstari blaðamenn sem eygja þar feitasta bita hátíð- arinnar í ár, enda gerast þær vart stærri fréttirnar í kvikmynda- heiminum þegar ný Stjörnustríðs- mynd er frumsýnd. Og ólíkt tveimur síðustu myndum stendur myndin sjálf, útkoman, undir allri athyglinni, öllu fjölmiðlafárinu, eða því sem næst. Þótt yfirdrifin sé, samtölin stirð og æði misjafn- lega vel leikin þá er styrkur myndarinnar samt svo mikill að hún nær svo gott sem að bæta fyr- ir skaðann sem fyrsti og annar hluti hafa valdið og kemst næst gömlu þremur að gæðum og skemmtanagildi. Um þetta virðast flestir þeir miðlar sem birt hafa gagnrýni sammála, sem mun vafa- lítið gefa enn þá sterkari vind í seglin og gera myndina farsælli en hún hefði fyrir orðið. Í dag verður svo heims- frumsýnd utan keppni, nýjasta mynd Woodys Allens, Match Point, en það mun vera fyrsta myndin sem hann tekur upp í Lundúnum, drama með Scarlett Johansson í aðalhlutverki. En hvað svo sem öllum þessum erlendu stórmyndum líður þá beinast sjónir Íslendinga sem hér í Cannes eru staddir og vænt- anlega þeirra sem heima eru að- allega að íslensku myndunum tveimur sem hlotnast hefur sá heiður að fá að vera með í aðal- dagskrá hátíðarinnar. Íslenskar já – þær eru reyndar ekki skrifaðar íslenskar hér á hátíðinni, hvorug þeirra, því Voksne mennesker eft- ir Dag Kára er strangt til tekið dönsk mynd, gerð að mestu fyrir danskt fjármagn (Zik Zak eru ís- lenskir meðframleiðendur) með dönsku tökuliði, dönskum leik- urum og gerist í dönskum veru- leika á dönsku; og Slavek The Shit, stuttmynd Gríms Há- konarsonar er samkvæmt ströng- ustu reglum tékknesk því hún er útskriftarverkefni hans frá FAMU kvikmyndaskólanum í Prag. Einn- ig verða svokallaðar markaðs- sýningar á tveimur nýjum íslensk- um myndum, Í takt við tímann og Gargandi snilld. Íslendingarnir á staðnum þurfa því að hafa sig alla við að koma þeim skilaboðum áleiðis að hér sé í raun um ís- lenskar myndir að ræða, þegar betur er að gáð – eða þannig. Það er nefnilega þannig að þótt sú göfuga hugsun eigi að vera við lýði að þjóðernið eigi ekki að skipta máli þegar kvikmyndalistin er annars vegar þá virkar kvik- myndahátíð stundum eins og íþróttakappmót – og getur hátíðin í Cannes þá vart verið minna en Ólympíuleikarnir. skarpi@mbl.is Hluti dómefndarinnar. Agnes Vardav, leikstjóri frá Frakklandi, leikkonan Nandita Das frá Indlandi, Emir Kustu- rica, formaður nefndarinnar, Salma Hayek og rithöfundurinn Toni Morrison.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.