Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Peysur - peysur Ótrúlegt úrval Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið 10:00 – 18:00 ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: 40—60% afsláttur Hefst í dag Ótrúlega lágt verð Hettupeysa 6.500 3.900 Jakkapeysa 6.100 3.700 Peysusett 8.600 4.900 Peysa m/v-hálsmáli 6.900 3.900 Ermalaus toppur 3.800 2.300 Siffonbolur m/perlum 6.600 3.300 Blúndutoppur 2.600 1.600 Vafinn toppur 2.500 1.500 Röndóttur bolur 3.300 2.000 Stutterma skyrta 3.300 2.000 Síð skyrta 6.200 3.800 Teinóttur jakki 6.200 2.900 Kjóll m/blúndu 7.100 3.900 Pils 3.500 1.900 Dömubuxur 5.200 2.900 Gallabuxur 4.800 2.900 Kvartbuxur 5.700 2.900 Og margt, margt fleira Flott föt fyrir 17. júní Ný sending Laugavegi 51, sími 552 2201 ÍSLENSKIR vagnstjórar hrepptu Norðurlandameistaratitilinn í öku- leikni vagnstjóra fjórða árið í röð. Keppnin fór fram á sl. laugardag við höfðustöðvar Strætó bs. á Kirkju- sandi og fólst keppnin í að leysa hin- ar ýmsu akstursþrautir á sem skemmstum tíma. Sigur íslensku vagnstjóranna var afgerandi og röðuðu þeir sér í fjögur efstu sætin í keppninni. Markús Sig- urðsson var hlutskarpastur allra þeirra 30 vagnstjóra sem tóku þátt, Þórarinn Söebech var annar og þriðji var Rögnvaldur Jónatansson. Í keppni landsliða sigruðu Íslend- ingar einnig með yfirburðum. 2.500 sekúndur skildu íslensku vagnstjór- ana frá þeim dönsku sem lentu í öðru sæti og telst það öruggur sigur. Finnar urðu í þriðja sæti, Norðmenn í því fjórða og Svíar lentu í fimmta og síðasta sæti. Íslenskir strætóbílstjórar sigursælir Hér fagna hinir nýbökuðu Norðurlandameistarar tiltlinum. Í efri röð f.v. eru keppendurnir Rögnvaldur Jónatansson, Kjartan Pálmarsson, Steindór Steinþórsson, Bragi Ragnarsson, Þórarinn Söebech og Markús Sigurðsson. Neðri röð f.v. Kristján Kjartansson dómari, Hörður Tómasson, formaður Akstursklúbbsins, og Jóhann Gunnarsson liðsstjóri. ÍRAR hafa lagt fyrir landgrunns- nefnd Sameinuðu þjóðanna kröfu um yfirráð á 39 þúsund ferkílómetra haf- svæði sunnan Hatton-Rockall-svæð- isins, að því er fram kom í máli Der- mots Ahern, utanríkisráðherra Írlands, í þingumræðum þar í landi í síðustu viku. Ísland er meðal þeirra þjóða sem gerir kröfu til Hatton-Rockall-svæð- isins og segir Tómas H. Heiðar, þjóð- réttarfræðingur í utanríkisráðuneyt- inu, að umrædd krafa Íra skipti ekki máli hvað það svæði varðar. „Það sem skiptir þarna grundvall- armáli fyrir okkur er að þeir eru ekki að leggja fyrir landgrunnsnefndina neitt sem viðkemur Hatton-Rockall- svæðinu, sem við gerum kröfu til. Í rauninni er þessi framlagning Írlands alveg í samræmi við okkar túlkun, sem er sú að landgrunnsnefnd Sam- einuðu þjóðanna hefur ekki vald til þess að fjalla um kröfur ríkja á um- deildum svæðum,“ segir Tómas. Írar gera einir kröfu til svæðisins sunnan Hatton-Rockall. Tómas segir að í raun ríki réttaróvissa þegar fleiri en eitt ríki gera tilkall til hafsvæða, líkt og staðan er varðandi Hatton- Rockall. Auk Íslendinga og Íra gera Fær- eyingar og Bretar kröfur til Hatton- Rockall-svæðisins. Viðræður standa yfir um svæðið og verður næsti fund- ur í Reykjavík í ágúst en síðasti fund- ur var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í maí. Írar standa einnig í deilum við Frakka og Spánverja um hafsvæði sem er fyrir sunnan svæðið sem krafa Íra beinist að núna. Írar gera kröfu til hafsvæð- is sunnan Hatton-Rockall LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði lagði hald á fíkniefnasendingu í umdæmi lögreglunnar, á leið frá Reykjavík til Hafnar í fyrrinótt. Að sögn lögreglu stöðvaði hún bifreið um kl. hálftvö í fyrrinótt sem í voru tveir menn en við leit í bílnum fund- ust níu grömm af amfetamíni og lít- ilræði af kannabis, sem lögregla telur að hafi verið ætlað til dreif- ingar og sölu í Höfn. Málið telst upplýst, að sögn lögreglu. Hald lagt á amfetamín og kannabis AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 UMHVERFISRÁÐHERRA hefur boðað sveitarstjórnarmenn á höfuð- borgarsvæðinu til fundar á föstudag til að ræða möguleika á æfingasvæð- um fyrir torfærumótorhjól. Fundar- boð var sent út í gær og í fyrradag. Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur lengi barist fyrir fjölgun æf- ingarsvæða í nágrenni höfuðborgar- innar og hefur Hrafnkell Sigtryggs- son, formaður VÍK, sagt að með því myndi draga úr utanvegaakstri. Að sögn Hrafnkels Sigtryggssonar hef- ur Sveitarfélagið Ölfus sýnt mikinn skilning á þessu máli. Nú standi yfir viðræður um æfingarsvæði á svo- nefndu Bolöldusvæði sem er austur af Sandskeiði og suður af Litlu kaffi- stofunni. Þá hafi viðræður við Land- græðsluna sömuleiðis gengið vel og verið sé að ræða um hugsanlegt æf- ingasvæði í nágrenni Þorlákshafnar. Funda um æfingasvæði fyrir torfæruhjól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.