Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Upplýsinga-
tæknin er
allstaðar
á morgun
Fágu
n
A4 Q
uatt
ro
®
HÁTT í 1.700 umsóknir hafa borist
um nám í Háskólanum í Reykjavík
(HR), en skólinn getur tekið við ríf-
lega 900 nýjum nemendum, að sögn
Guðfinnu S. Bjarnadóttur rektors í
samtali við Morgunblaðið.
„Mér þótti mikil bjartsýni að spá
1.500 umsóknum og var með það sem
„skýjamarkmið“, eins og ég kalla
það,“ sagði Guðfinna. „Mér þótti afar
spennandi að fá svo margar umsókn-
ir í nýjan sameinaðan skóla svo nú er
ég skýjum ofar!“
Guðfinna sagði að hafna þyrfti
fjölda efnilegra umsækjenda og það
þætti sér ákaflega leiðinlegt. „Þegar
umsækjendur eru svo margir sem
raun ber vitni eru innan um þá sem
fá neitunarbréf umsækjendur sem
eiga fullt erindi í háskóla og verða
örugglega mjög góðir stúdentar.“
Aldrei fleiri umsóknir
Fjöldi umsókna um skólavist hef-
ur aldrei verið meiri en nú í HR. Seg-
ir í tilkynningu frá skólanum, að þeg-
ar miðað sé við heildarfjölda
umsókna í HR og Tækniháskóla Ís-
lands í fyrra séu umsóknir um 70%
fleiri í ár.
Í tilkynningunni segir að nú sé
unnið að því að fara yfir allar um-
sóknir sem borist hafa og stefnt er
að því að svara öllum umsóknum
þegar í þessari viku. „Okkar stefna
er að taka vel á móti hverjum og ein-
um einstaklingi og við skoðum allar
umsóknir og fylgigögn mjög ítar-
lega.“
Tekið er tillit til ýmissa þátta ann-
arra en einkunna við mat á umsókn-
um, svo sem áhugasviða og framtíð-
aráforma nemenda. Guðfinna segir
að það verði úr vöndu að ráða við val
á nemendum. Í mörgum fögum verði
því miður að synja helmingi stúd-
enta, eða jafnvel meira en helmingi
stúdenta, um skólavist. Hún hvetur
þá, sem ekki komast að í skólanum í
haust, að láta það ekki á sig fá heldur
halda ótrauð áfram í aðra skóla eða
senda HR umsókn aftur að ári.
Hátt í 1.700 um-
sóknir en ríflega
900 fá inngöngu
Morgunblaðið/Sverrir
„Nú er ég skýjum ofar,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR.
GERT er ráð fyrir að allir umsækj-
endur sem uppfylla formleg skilyrði
um undirbúning og lagt hafa inn
umsókn innan tilskilinna tíma-
marka, fái skólavist í Háskóla Ís-
lands næsta haust. Umsóknarfrest-
ur um nám við skólann rann út á
mánudag.
Að sögn Emilíu Dagnýjar Svein-
björnsdóttur, á stjórnsýsluskrif-
stofu HÍ, höfðu um 2.500 umsóknir
nýnema verið afgreiddar í gær. Er
það svipaður fjöldi og í fyrra.
Vinnu við mat á
umsóknum ekki lokið
Enn var þó ólokið við að hand-
færa umsóknir sem ekki bárust raf-
rænt á síðasta degi skráningar og
meta vafaumsóknir, auk þess sem
ekki liggur fyrir endanlegur fjöldi
erlendra stúdenta við skólann
næsta vetur.
Emilía segir afar lítið um að um-
sækjendum sé vísað frá skólanum.
Fjöldatakmarkanir séu hins vegar í
ýmsu starfsmenntanámi við fé-
lagsvísindadeild og íslensku fyrir
erlenda stúdenta. Þá eru sem fyrr
samkeppnispróf í hjúkrunarfræði
og sjúkraþjálfun og inntökupróf í
læknisfræði.
Um þúsund
vísað frá KHÍ
Árið 2003 var reglum um und-
anþágur frá stúdentsprófi vegna
inngöngu í skólann breytt og hefur
frá áramótum 2003 verið skilyrði að
allir hafi lokið stúdentsprófi sem
innritast í skólann. Á móti hefur
skilgreining á stúdentsprófi verið
rýmkuð í núverandi reglugerð um
inntökuskilyrði.
Fram kom í kvöldfréttum Sjón-
varps í fyrrakvöld að vísa verður
frá um 1.000 umsóknum um nám
við Kennaraháskóla Íslands næsta
haust og 800 umsóknum í Háskól-
anum í Reykjavík. Þá eru fjöldatak-
markanir við fleiri háskóla hérlend-
is.
Um 2.500
umsóknir
afgreiddar
Nýnemar í Háskóla
Íslands 2005–2006