Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
KAUPÞING banki er á höttunum
eftir bönkum í Danmörku og annars
staðar í Skandinavíu og beinast augu
hans einkum að Skandiabanken í
Svíþjóð og Basisbanken í Danmörku,
segir í frétt á vef danska blaðsins
Berlingske Tidende.
„Það eru fjölmargir minni og með-
alstórir bankar í Danmörku sem
hinn íslenski Kaupþing banki gæti
yfirtekið. Kaupþing banki er með um
þriðjung af markaðsverðmæti fyrir-
tækja í íslensku Kauphöllinni og
bankinn hefur nýlega látið í ljós
áhuga á að stækka bæði í Danmörku
og annars staðar í Skandinavíu með
uppkaupum á öðrum bönkum eða
fjármálafyrirtækjum,“ segir í frétt
Berlingske Tidende.
Danski bankasérfræðingurinn
Bjarne Jensen segist í samtali við
blaðið telja miklar líkur á því að til
uppkaupa komi af hálfu Kaupþings
banka í Danmörku, það séu hluthaf-
ar sem eigi bankana og bjóðist þeim
nógu gott tilboð muni flestir þeirra
taka því. Jensen bendir þó á að
rekstur flestra minni bankanna
gangi vel fari samkeppnin harðnandi
og vafalaust muni einhverjir þeirra
sameinast öðrum eða verða yfirtekn-
ir.
Þá er bent á að bæði Skandiaban-
ken og Basisbanken liggi nokkuð vel
við höggi þar sem eigendur þeirra
séu fáir og stórir og því tiltölulega
auðvelt að semja um yfirtöku. Berl-
ingske Tidende minnir á að Hreiðar
Már Sigurðsson, forstjóri Kaup-
þings banka, hafi sagt við Svenska
Dagbladet að ef Skandiabanken
væri til sölu hefði bankinn áhuga á að
skoða það nánar, rekstur Kaupþings
banka í Svíþjóð hafi aldrei gengið
betur en nú og menn hafi áhuga á að
auka hann.
Kaupþing í kaup-
hugleiðingum
!
!
" )*# +
, %-
./
)# (
, %-
./
0 (( $
, %-
./
0% 1 &+
./
2 "
, %-
./
23
, %-
./
4+ !+ !(
./
5 %-6!"
0 !(
./
5$"%!
./
3 !+ !(
4+ !+
./
7
./
8"
. +(-#
./
9
./
9# %%
2 & .+#!" /
./
:++%
./
# $ %
&
"
2+( ( 1%
4+ !+
./
0
, !
./
-1 !
./
; 1 !
./
3 .# (!+ '1% !!
./
<
./
942
./
9$%1+#/
1. =+#/
./
> =""!" 1+#$1!
./
?!!+%+#$1!
./
@ /
A9 "
./
$
'(
)%+#% ((
./
2+(
B= . 1
./
3 !++
4+ !+
./
9&#% .C "
9%1% !+
+./
> (.
./
' )*
+ DEBF
9 1 +#
1+(/ 1
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
0 =#!"
. &
.=
1+(/ 1
A A
A A A A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
G
AHI
G
HI
G
AHI
G
HI
G
A HI
G
A HI
G
HI
G
AHI
G
A HI
G
HI
A
A
A
G
HI
G
HI
A
A
A
A
A
A
G
A HI
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
1+(-#
"+!+
>1
(
"+
5 %-
9
/ / /
/
/ / /
/
/ /
/ /
A
A
A
/ A
A
/ A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
?1+(-#
6+/
( /
)>/
J
)#%"%! +# 2 $
1+(-#
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
)>/A
K++
%
&. !
+$%
%# . & /
)>/A
9(=
#
1
""
.
=. #$(%#/
.%
+#.! +#/
)>/A
?"!
.=
%
. & $"!%!
.C "+/
)>/A
)1
1!
#".! /
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um
0,29% í gær og er nú 4.063 stig. Við-
skipti með hlutabréf námu 2,1 millj-
arði króna, þar af 740 milljónum
með bréf Landsbankans en gengi
bréfa bankans hækkaði um 2,44%.
Bréf Jarðborana hækkuðu um 4,29%
og bréf Straums um 2,1%. Bréf Sím-
ans lækkuðu um 10% og bréf Actav-
is um 2,19%.
Bréf Símans
lækka um 10%
● EIRÍKUR S. Jóhannsson, forstjóri
OgVodafone, hefur verið kjörinn
stjórnarformaður Samherja. Finn-
bogi Jónsson, sem verið hefur starf-
andi stjórnarformaður Samherja frá
árinu 2000, gaf ekki kost á sér til
setu í stjórninni. Auk Eiríks voru Ósk-
ar Magnússon, Jón Sigurðsson, Jó-
hannes Geir Sigurgeirsson og Krist-
ján Vilhelmsson kjörnir í stjórn
Samherja.
Stærstu eigendur Samherja hafa
gert öðrum hluthöfum í félaginu yfir-
tökutilboð og eiga þeir sem að yfir-
tökunni standa, nú tæp 90% alls
hlutafjár í Samherja.
Eiríkur S. Jóhannsson
stjórnarformaður
Samherja
MÁLFLUTNINGUR hófst í gær
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli
þrotabús Alþjóðlegrar miðlunar og
Félags íslenskra bifreiðaeigenda
(FÍB) gegn samkeppnisráði. Krefjast
FÍB og Alþjóðleg miðlun þess að
ákvarðanir áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála og samkeppnisráðs árið
2004 vegna meints ólögmæts sam-
ráðs tryggingafélagana í bifreiða-
tryggingum verði felldar úr gildi og
málið tekið til rannsóknar á ný.
Þá er þess krafist að aðild FÍB og
Alþjóðlegrar miðlunar að rannsókn-
inni verði viðurkennd og þeim veittur
aðgangur að gögnum málsins.
Í fréttatilkynningu frá FÍB segir
að forsaga málsins sé sú að árið 1996
hafi félagið samið við Alþjóðlega
miðlun um sölu bílatrygginga til FÍB-
félaga undir nafninu FÍB-trygging
sem vátryggð var af Ibex hjá Lloyd́s í
London. FÍB-trygging hafi komið inn
á markaðinn með 30% lægri iðgjöld
bílatrygginga en þá hafi staðið til
boða.
Þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir
að ekki væri svigrúm fyrir lækkun ið-
gjalda hafi íslensku tryggingafélögin
hins vegar lækkað iðgjöld sín í kjölfar
þess að FÍB-tryggingar komu á
markað. Í tilkynningunni segir að auk
þess hafi tryggingafélögin samtímis
reynt að torvelda samkeppni Alþjóð-
legrar miðlunar með tæknilegum
hindrunum og úrtölum í fjölmiðlum.
Skaðleg undirverðlagning
Væntingar varðandi fjölda við-
skiptavina gengu ekki eftir og fyrir-
tækin frá Lloyd́s í London sáu hag
sínum betur borgið á öðrum mörk-
uðum. Við það að þessi fyrirtæki
hættu að bjóða vátryggingar á Ís-
landi dró svo mjög úr starfsemi Al-
þjóðlegar miðlunar að fyrirtækið
komst í þrot.
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, segir að þegar það spurð-
ist að samstarfsaðilar FÍB hjá Lloyd́s
væru ekki tilbúnir að endurnýja
samninga hafi neytendur fengið að
kynnast afleiðingunum í formi stór-
hækkaðra tryggingaiðgjalda. Fyrst
hafi þau verið samtaka um hækkun
sumarið 1999 og svo aftur ári seinna.
„Það, auk yfirlýsinga forvígismanna
tryggingafélagana í fjölmiðlum á
þeim tíma, var sterk vísbending um
að verðlækkun VÍS, Sjóvár og TM ár-
ið 1996 hafi fallið undir ákvæði sam-
keppnislaga um skaðlega undirverð-
lagningu af hálfu markaðsráðandi
aðila, sem hafi haft það að markmiði
að ryðja út samkeppnisaðila, sem var
að hefja starfsemi á markaði,“ segir
Runólfur.
Árið 1997 hóf Samkeppnisstofnun
rannsókn á meintu samráði trygg-
ingafélaganna, og gerði m.a. húsleit
hjá Sambandi íslenskra trygginga-
félaga og Íslenskri endurtryggingu.
FÍB lagði fram formlega kæru til
Samkeppnisstofnunar 3. júní 1999 um
skaðlega undirverðlagningu. Runólf-
ur segir að seinna hafi fulltrúa félags-
ins verið greint frá því að til stæði að
sameina kæru FÍB viðameiri rann-
sókn á hugsanlegum samkeppnis-
brotum tryggingafélaganna.
Árið 2004 kynnti samkeppnisráð
ákvörðun sína þar sem sagði að
tryggingafélögin hefðu að mestu
hætt ólögmætu samráði og því væri
ekki ástæða til frekari aðgerða.
Tryggingafélögin voru ekki beitt
neinum viðurlögum.
Grein Morgunblaðsins
Í stefnu FÍB og þrotabús Alþjóð-
legrar miðlunar segir að samkeppn-
isráð og Samkeppnisstofnun hafi við
meðferð rannsóknarinnar brotið
gegn þeim þegar félögin fengu ekki
stöðu sem aðilar að málinu og fengu
ekki að kynna sér frumathugun Sam-
keppnisstofnunar.
„Þótt aðgerðir tryggingafélaganna
bitnuðu á FÍB og leiddu til rekstr-
arstöðvunar Alþjóðlegrar miðlunar,
þá var hvorugt félagið viðurkennt
sem málsaðili að rannsókn sam-
keppnisyfirvalda,“ segir Runólfur.
„Við höfðum allt frá árinu 1999 staðið
í þeirri trú að við værum aðilar að
málinu, og fengum aldrei neinar vís-
bendingar frá samkeppnisyfirvöldum
um að þeirra skilningur væri annar.“
Í ágúst 2003 birtist ítarleg úttekt í
Morgunblaðinu sem m.a. var byggð á
frumskýrslu Samkeppnisstofnunar,
sem fulltrúar FÍB og Alþjóðlegrar
miðlunar höfðu ekki fengið í hendur.
„Efni greinarinnar gaf lesendum til-
efni til að ætla að niðurstaða sam-
keppnisyfirvalda væri sú að trygg-
ingafélögin hefðu brotið alvarlega
gegn samkeppnislögum með hátt-
semi sinni. Á aðalfundi trygginga-
félags undir vor 2004 sagði stjórnar-
formaður þess félags m.a.: „Viðræður
forstjóra tryggingafélaganna með
fulltrúum Samkeppnisstofnunar
benda til ásættanlegra niðurstaðna“.
Okkur þótti óeðlilegt að aðeins annar
aðili málsins kæmi að slíkum viðræð-
um og komum athugasemdum við
þessa málsmeðferð á framfæri við
samkeppnisyfirvöld. Svör Sam-
keppnisstofnunar voru á þann veg að
telja varð yfirlýsingar stjórnarfor-
mannsins byggðar á sandi. Það var
síðan um 2 mánuðum seinna þegar 15
síðna úrskurður, afrakstur 7 ára
rannsóknar Samkeppnisstofnunar
um meinta ólögmæta viðskiptahætti
á vátryggingamarkaði lá fyrir að við
urðum þess áskynja að stjórnarfor-
maðurinn hafði haft rétt fyrir sér.
Það var fyrst þá að FÍB heyrði þá
skoðun samkeppnisyfirvalda að
hvorki félagið né þrotabú Alþjóðlegr-
ar miðlunar væru aðilar að málinu,“
segir Runólfur.
„Þegar við vildum fá aðgang að
frumskýrslunni til að ganga úr
skugga um efni hennar var þeirri
beiðni okkar hafnað með vísan til
þess að við ættum ekki aðild að mál-
inu.“
Bjartsýnn
Runólfur segir það vekja furðu að
samkeppnisyfirvöld, sem hafa vænt-
anlega sama markmið og FÍB að
stuðla að heilbrigðu samkeppnisum-
hverfi neytendum til heilla, standi
gegn því að veita málsaðilum FÍB og
Alþjóðlegri miðlun aðgang að gögn-
um málsins. „Rannsóknartíminn var
Samkeppnisstofnun til vansa en það
hlýtur að vera öllum málsaðilum í hag
að FÍB og aðrir geti sannreynt
ákvörðun samkeppnisráðs. Ef aðilar
eru ekki tilbúnir að sýna gögn gefur
það hugmynd um óeðlilega málsmeð-
ferð byr undir báða vængi.“
Aðspurður segist Runólfur bjart-
sýnn á að dómstólar líti málið sömu
augum og stefnendur í málinu og að
staða þeirra sem aðilar að máli sam-
keppnisyfirvalda verði staðfest og
þeim veittur aðgangur að viðkomandi
skjölum.
FÍB höfðar mál á hendur
samkeppnisyfirvöldum
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Morgunblað/Árni Sæberg
Aðild Deilt er um hvort FÍB og Alþjóðleg miðlun hafi átt að hafa réttarstöðu aðila meðan á rannsókn stóð.
● ÍSLANDSBANKI sölutryggði í lið-
inni viku fjögurra milljarða skulda-
bréfaútboð fyrir Aker Seafoods í Nor-
egi. Markaðsviðskipti Íslandsbanka
luku á mánudaginn sölu bréfanna til
nær 20 íslenskra stofnanafjárfesta
en með skiptisamningi við Íslands-
banka fær útgefandinn 400 milljónir
norskra króna til fimm ára. Skulda-
bréfaflokkurinn er verðtryggður og
verður skráður í Kauphöll Íslands.
Fram kemur í tilkynningu frá Ís-
landsbanka að Aker Seafoods hafi
einnig samið við bankann og DnB
NOR um endurfjármögnun samstæð-
unnar upp 1,3 milljarða norskra
króna. Auk skuldabréfaútboðsins
mun DnB NOR veita Aker veðlán upp
á 800 milljónir norskra króna til tíu
ára og ábyrgðar- og rekstrarlán upp á
um 100 milljónir norskra króna.
Aker Seafoods varð til við samein-
ingu Norway Seafoods, West Fish-
Aarsæther og Nordic Sea Holding
enAker er stærsta sjávarútvegsfyr-
irtæki í Evrópu í veiðum, vinnslu og
sölu á hvítfiski.
Íslandsbanki sölu-
tryggði skuldabréfa-
útboð fyrir Aker
● HLUTAFÉ Actavis verður aukið um
11,5% í útboði sem forgangsrétt-
hafar munu eingöngu geta tekið þátt
í. Seldir verða 345 milljón nýir hlutir
en því til viðbótar ætlar félagið að
selja um 199 milljón eigin hluti.
Samtals verða því til sölu 543 millj-
ón hlutir sem nær til hluthafa sem
voru skráðir í hlutaskrá félagsins við
lok viðskipta í Kauphöllinni 3. júní.
Fram kemur í tilkynningu Kaup-
hallar Íslands að verð hinna nýju
hluta í útboðinu og verðið á eigin
hlutum félagsins verði 38,5 krónur á
hlut. Seld verða því ný hlutabréf í Ac-
tavis fyrir um 13,3 milljarða króna og
hlutabréf í eigu félagsins fyrir um 7,8
milljarða, eða fyrir samtals liðlega
21 milljarð króna. Hinir seldu hlutir
eru samtals 18,15% af heildar-
hlutafé Actavis og verður heildar-
hlutaféð þá samtals 543 milljón hlut-
ir. Íslandsbanki er umsjónaraðili
útboðsins og sölutryggir það ásamt
Landsbankanum.
Hlutafé Actavis selt
fyrir 21 milljarð
+ L
9MN
0!12
!32
,*4
,*
H
H
2>9B
O)P
5!05
4!511
6*3
6*5
H
H
E)E
87P
4!7
238
6*7
6*7
H
H
52P
((
88
!07
6*1
,*5
H
H
DEBP
OQ
;!+
4!18
!478
,*8
6*0
H
H