Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINN STAÐUR
Árbær | Sumarstarf Árbæjarsafns
er hafið en meðal nýjunga í sumar
er að safnið verður opið alla daga
frá 10-17. Aðgangseyrir er kr. 600
f. fullorðna og gildir hann í tvær
heimsóknir. Ókeypis er fyrir börn
og eldri borgara. Í sumar verður
boðið upp á örnámskeið líkt og und-
anfarin ár; í flugdrekagerð, tálgun,
glímu, þæfingu, o.fl. Hvert nám-
skeið er 3 klst og er ætlast til að
börn komi í fylgd fullorðinna. Þá
verða sérstakir viðburðir í boði alla
sunnudaga, s.s. kynning á heiðnum
sið 12. júní, fornbíladagur 3. júlí,
harmónikuhátíð 12. júlí, Ólafsvaka
24. júlí, Víkingaleikjadagur 1. ágúst
og Dagur íslenska fjárhundsins 14.
ágúst.
Nánari upplýsingar um dagskrá
sumarsins er að finna á slóðinni:
www.minjasafnreykjavikur.is
Sumarstarf
Árbæjarsafns hafið
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
ELSTI starfandi grunnskólinn í Reykjavík
fagnaði 75 ára afmæli sínu á laugardag, en þá
var boðið upp á dagskrá fyrir vini og velunnara
Klébergsskóla á Kjalarnesi. Skólinn hóf starf-
semi árið 1929 með 15–20 börn, en þjónar nú
185 nemendum í 1.–10. bekk.
Fjölmargir sem komið hafa að starfsemi
skólans í gegnum tíðina litu í heimsókn,
hlustuðu á ávörp og nutu skemmtiatriða sem
krakkarnir í skólanum höfðu undirbúið, segir
Snorri Hauksson, skólastjóri Klébergsskóla.
Við þetta tilefni afhenti Stefán Jón Hafstein,
formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar,
skólanum formlega nýja 1.500 fermetra ný-
byggingu. Hún hefur reyndar verið notuð und-
anfarin tvö ár, en þar eru m.a. verkgreina-
stofur, náttúrufræðistofa, heimastofur eldri
nemenda, hátíðarsalur, matsalur og mötuneyti
o.fl.
Þrátt fyrir að ný bygging hafi verið tekin í
notkun stendur enn til að nota gömlu bygg-
inguna sem skólinn hóf starfsemi sína í fyrir 75
árum. Gamla húsið var að segja má byggt inn í
það nýja, og þegar búið verður að gera það upp
er reiknað með að þar verði bókasafn og tölvu-
ver.
Nemendum hefur fjölgað mikið undanfarin
ár, og hefur verið u.þ.b. 10% fjölgun í skólanum
á hverju ári síðustu ár, og útlit fyrir að það
haldi áfram. Í dag eru 185 nemendur í skól-
anum, og má gera ráð fyrir því að þeir verði
orðnir fleiri en 200 á næsta ári. Snorri segir að
með sameiningu Kjalarness við Reykjavík hafi
ákveðinni stöðnun verið afstýrt, og segir hann
fátt annað en gott um sameininguna við
Reykjavík fyrir Klébergsskóla, enda ólíkt
virðulegra að vera elsti starfandi grunnskólinn
í höfuðborginni en á Kjalarnesinu einu.
Vinir og velunnarar
Klébergsskóla í heimsókn
Morgunblaðið/Golli
Um 250 gestir litu inn í Klébergsskóla á Kjalarnesi á laugardag.
Elsti starfandi grunnskólinn í Reykjavík fagnar 75 árum
KRAKKARNIR á leikskólanum Sól-
hlíð héldu sumarhátíð í vikunni og
fóru í skrúðgöngu um Eskihlíð og
Reykjahlíð. Á eftir var haldið lítið
karnival á leikskólalóðinni þar sem
foreldrum, systkinum og öðrum
ættingjum var boðið að koma og
fylgjast með og gæða sér á pylsum.
Eins og sjá má var hópurinn glæsi-
legur að sjá er hann þrammaði um
Hlíðarnar í góða veðrinu í gær með
trommur og hatta og naut lífsins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sumarhátíð á Sólhlíð
Dalvíkurbyggð | Rekstrarniðurstaða
ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir
árið 2004 er neikvæð um 68,5 millj-
ónir króna en í áætlun hafði verið
gert ráð fyrir neikvæðri rekstrarnið-
urstöðu upp á 130,9 millj. kr. Árs-
reikningurinn liggur nú frammi en
hann var samþykktur samhljóða við
síðari umræðu í bæjarstjórn í lok síð-
astliðins mánaðar.
Veltufé frá rekstri var tæpar 60
milljónir króna en áætlun gerði ráð
fyrir neikvæðri upphæð, rúmum 7
milljónum.
Ýmislegt hefur áhrif á þessa nið-
urstöðu segir á vef sveitarfélagsins
og er þar helst að nefna áhrif kenn-
araverkfalls til lækkunar á kostnaði
og hækkun á tekjum frá Jöfn-
unarsjóði. Aðhalds hefur verið gætt,
þó er þess ávallt gætt að skerða sem
minnst þjónustu stofnana og fyr-
irtækja sveitarfélagsins. Í framsögu
bæjarstjóra vegna fyrri umræðu um
ársreikning í bæjarstjórn kemur
fram að forstöðumenn stofnana hafi
gert vel á undanförnum árum en enn
betur á árinu 2004. Einnig telur hann
að áætlanaferlið sem Dalvíkurbyggð
hefur nú tekið upp, það er ramma-
fjárhagsáætlun, komi til með að
vinna með sveitarfélaginu í framtíð-
inni.
Niðurstaðan betri
en ráð var fyrir gert
Teknir með fíkniefni | Héraðs-
dómur Norðurlands eystra hefur
dæmt karlmann í tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa
undir höndum 157 grömm af hassi
og 4,21 gramm af amfetamíni. Mað-
urinn var einnig dæmdur til að
greiða 70 þúsund krónur í sekt. Þá
var hann sviptur ökuleyfi í hálft ár
fyrir ölvunarakstur.
Maðurinn var ásamt tveimur öðr-
um mönnum í bíl, sem lögreglan á
Akranesi stöðvaði á Vesturlandsvegi
við Kúludalsá í janúar á þessu ári.
Fíkniefnin fundust í bílnum en sam-
kvæmt ákæru hugðust mennirnir
flytja þau til Akureyrar og selja
hluta þeirra.
ÞRÍR sjómenn á Akureyri voru heiðraðir
á sjómannadaginn af Sjómannadagsráði
Akureyrar, Pétur Kristjánsson, Hrafn
Ingvason og Viðar Pétursson. Pétur var
á mörgum skipum gegnum tíðina og
starfaði líka mikið á sjómannadaginn í
bænum; hefur t.d. séð um það um ára-
tuga skeið að ræsa róðrarbátana. Hrafn,
sem var í 30 ár á sjó en hætti formlega
fyrir ári, var alla tíð Baader-maður; sá
um fiskvinnsluvélar, bæði stillingar
þeirra og viðhald. Viðar hætti sjó-
mennsku fyrir skömmu eftir rúma fjóra
áratugi, síðustu 15 árin var hann stýri-
maður og afleysingaskipstjóri á Frosta
frá Grenivík.Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Heiðraðir
á sjómanna-
daginn
SKRIFAÐ hefur verið undir Efling-
arsamning milli Akureyrarbæjar og
Greiningarþjónustunnar Promat
ehf., en fyrirtækið tók formlega til
starfa í bænum fyrir rúmu ári, í maí
2004. Markmið með Eflingarsamn-
ingum Akureyrarbæjar er að styðja
við frumkvöðla og fyrirtæki sem
hefja starfsemi í nýjum atvinnu-
rekstri í bænum, en þeim er veitt
tímabundin aðstoð með samningum
við bæjarsjóð m.a. vegna greiðslu
lóðar-, orku- og fasteignagjalda.
Samningurinn er um 1,5 milljóna
króna virði.
Promat hefur frá því á síðastliðnu
hausti verið með starfsemi í Sjafn-
arhúsinu við Austursíðu, en rekstur
fyrirtækisins er reistur á grunni
starfsemi þjónustusviðs Rannsókna-
stofu fiskiðnaðarins á Akureyri. Sú
starfsemi var lögð niður af sam-
keppnisástæðum í byrjun síðastlið-
ins árs. Jón Jóhannesson forstöðu-
maður Promat sagði að framan af
hefði starfsemin nær eingöngu
byggst upp á þeirri þjónustu sem RF
hafi veitt norðan heiða, örverumæl-
ingum fyrir matvæla- og fiskvinnslu-
fyrirtæki og aðra sem á slíkri þjón-
ustu þurftu að halda. Jón sagði að
fyrirtækið hefði að markmiði að
byggja upp starfsemi á sviði há-
tæknilausna á sviði matvælafram-
leiðslu og muni leita eftir samstarfi
við innlenda jafnt sem erlenda aðila
til að geta sem best þjónað mark-
miðum sínum í þeim efnum.
Stofnendur Promat eru þrír, líf-
tæknifyrirtækið Prokaria, Samherji
og Brim. Með samstarfi við Prokaria
hefur Promat aðgang að erfðagrein-
ingartækni til nákvæmari greiningar
og þróunar á sviði rannsókna fyrir
matvælaiðnaðinn. Samstarf fyrir-
tækjanna tveggja, Promat og Prok-
aria, hefur þegar skilað einu verkefni
sem styrkt er af Líftæknineti í auð-
lindanýtingu og er vinna við það nú
um það bil að hefjast.
Bærinn gerir
Eflingarsamning
við Promat
Morgunblaðið/Kristján
Eflingarsamningur Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Jón Jóhann-
esson, framkvæmdastjóri ProMats, undirrituðu samninginn.