Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 24

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Portúgal hefur verið heima-land Guðlaugar RúnarMargeirsdóttur helmingævinnar, en segja má að forlögin hafi ráðist þegar Gulla, eins og hún kallar sig, gerðist skiptinemi í Portúgal á unglingsárum. Hún kom heim að nýju eftir skiptanemaárið og kláraði stúdentinn frá Versló og fór að því búnu aftur út til að læra portú- gölskuna betur. Hún hitti portúgalsk- an eiginmann sinn á kaffihúsi í Co- imbra árið 1985 og ári síðar var hún orðin gift kona þar í landi. Ungu hjón- in bjuggu á Azoreyjum fyrstu þrjú árin, en settust síðan að í strandbæn- um Figueira da Foz, sem er um 200 kílómetra norður af Lissabon. Þau eiga börnin Vilhelm Þór 12 ára og Jó- hönnu Dís 8 ára. Eiginmaður Gullu, Augusto Neto, starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá verksmiðju Límtrés í Portúgal, en hann er kominn á eftirlaun hjá portú- galska hernum eftir að hafa starfað þar sem herforingi í aldarfjórðung. Portúgalskan hefur komið Gullu vel og hefur hún fengið mýmörg at- vinnutækifæri út á góða kunnáttu sína í tungumálinu. Fyrir rúmu ári kom út bók Einars Más Guðmunds- sonar, Englar alheimsins, í portú- galskri þýðingu Guðlaugar Rúnar og er það fyrsta íslenska skáldsagan sem gefin er út í Portúgal. Nú hefur annað bókaforlag í Portúgal beðið Gullu um að þýða Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness yfir á portúgölsku og hefur hún ákveðið að taka það verkefni að sér. „Útgefandi Engla alheimsins hafði haft samband við íslenska konsúlinn í Portúgal og spurst fyrir um hugsanlegan þýðanda og hann benti á mig.“ Gulla segir að Englar alheimsins hafi selst þokkalega í Portúgal og þegar hún er spurð hvort hún telji að Laxness höfði til Portúgala svarar hún strax játandi. „Laxness er svo al- þjóðlegur því hann skrifar um mann- legar tilfinningar. Og þó sögusviðið sé Ísland, eins og í Englunum, þá eru þessar bækur fullar af tilfinningum. Mannlegar tilfinningar höfða til allra lesenda, alls staðar.“ Að baki bókaforlaginu, sem ætlar að gefa út Sjálfstætt fólk, standa ung- ir og athafnasamir menn, sem hafa áhuga á norrænni menningu, að sögn Gullu. Forlagið, sem heitir Cavalo de Ferro eða Járnhesturinn, er að verða þriggja ára gamalt og hefur það verið að koma sér myndarlega fyrir á portúgölskum bókamarkaði. „Ég geri ráð fyrir að ljúka þýðingu verksins á næsta ári og þá þurfa portúgalskir málfræðingar að lesa textann yfir. Það þarf auðvitað mikið hugrekki til að þýða Laxness, en ég hef bæði ís- lensku og ensku útgáfurnar til hlið- sjónar við þýðinguna yfir á portú- gölsku.“ Menningar- og viðskiptafulltrúi Gulla er að verða hálfgerður menn- ingarfulltrúi Íslendinga í Portúgal því ótal sinnum hefur verið kallað eftir hennar aðstoð, ýmist í menningar- eða viðskiptalegu tilliti milli Íslend- inga og Portúgala. Hún var m.a. beð- in um að vinna með Hampiðjunni þegar verið var að setja á fót verk- smiðju í Pombal árið 1990. Hún var líka fengin til að vinna hjá Límtré þegar verksmiðja fyrirtækisins var reist í Mortagua. Á tímabili vann hún sem fararstjóri á vegum Úrvals- Útsýnar. Hún stundaði nám í portú- galskri sögu og bókmenntum fyrir út- lendinga og lauk seinna BA-námi í ensku og þýsku og enskum og þýsk- um bókmenntum frá háskólanum í Quinberra og var þar með fyrsti Ís- lendingurinn til að útskrifast þaðan. Gulla var að sama skapi rétt kona á réttum stað í íslenska skálanum á Heimssýningunni í Lissabon árið 1998 og hún var líka fengin til að vinna við Heimssýninguna í Hann- over tveimur árum síðar. Til hennar hefur fólk leitað til að fá upplýsingar um Ísland auk þess sem hún er orðin nokkurs konar sálufélagi ungs Portúgala, sem hefur gríð- arlegan áhuga á norrænni menningu og goðafræði og vildi komast til Ís- lands. „Ég lánaði honum spólur og bækur um Ísland og kom honum í samband við vini mína á Íslandi. Og nú er hann búinn að skrifa þrjár æv- intýrabækur í anda Hringadrótt- inssögu, sem ég hef tekið að mér að þýða yfir á íslensku. En við eigum eft- ir að finna útgefanda á Íslandi.“ En hvernig skyldi Gullu líða í Portúgal og kemur heimþráin aldrei upp? „Jú, mikil ósköp. Ég get auðvitað ekkert neitað því að hún gerir vart við sig á köflum. Annars hef ég það voða gott, en mig langar oft til að prófa að búa á Íslandi. Ég reyni þó að fara heim á hverju sumri og staldra þá gjarnan við í hálfan annan mánuð í einu, meðal annars skemmti ég mér við að hlaupa í Reykjavíkurmaraþon- inu.“ Gulla segir að Portúgalir séu þægi- legir, en afskaplega óskipulagðir og afturhaldssamir í hugsun miðað við venjur annars staðar í Evrópu. „Það hafa vissulega orðið jákvæðar breyt- ingar á þeim tuttugu árum sem ég hef búið hér, en viðhorfin og hugs- anahátturinn er því miður kynslóð á eftir öðrum Evrópubúum.“  PORTÚGAL | Guðlaug Rún Margeirsdóttir Þýðir Sjálf- stætt fólk yfir á portúgölsku Saga Einars Más Guð- mundssonar, Englar al- heimsins, er fyrsta ís- lenska skáldsagan sem gefin hefur verið út á portúgölsku. Nú hefur þýðandinn Guðlaug Rún Margeirsdóttir verið beðin um að þýða Lax- ness. Jóhanna Ingv- arsdóttir hitti þýðand- ann í Lissabon. join@mbl.is Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Gulla kaupir bakkelsi af skátunum á götu í Lissabon. Guðlaug Rún Margeirsdóttir er að þýða á íslensku ævintýrabæk- ur í anda Hringadróttinssögu. Í NÝRRI breskri rannsókn fræði- manna við The London School of Economics and Political Science kemur í ljós að vankunnátta for- eldra þegar kemur að notkun Netsins getur haft neikvæð áhrif á menntun barna og jafnvel framtíð- arhorfur þeirra á vinnumarkaði. Um 1.500 börn á aldrinum 9 til 19 ára tóku þátt í rannsókninni, auk rúmlega 900 foreldra og m.a. kom í ljós að börn sem hafa netaðgang heima hjá sér og eiga foreldra sem nota Netið oft, eru líklegri til að nota Netið sjálf daglega og öðlast meiri færni. Netlæsi er nauðsynlegt, að mati fræðimannanna, m.a. vegna þess að færni á Netinu hefur bein áhrif á tækifæri til fræðslu. Rannsóknin bendir á bilið á milli skilnings foreldra og barna á net- notkun og leggja fræðimennirnir áherslu á að það bil verði brúað með frekari rannsóknum, leiðbein- ingum og stefnumótun. Bent er á að ekki ætti að tak- marka tækifæri barna og unglinga til að fara á Netið þrátt fyrir að netnotkun fylgi áhætta. Aukin tækifæri til netnotkunar auka vissulega áhættuna, en áhugi for- eldra og eftirfylgni getur verndað börnin en aukið skilning þeirra og færni. Foreldrar sem lítið kunna á Netið þurfi leiðbeiningar og fræðslu. Vefsíður ætti að hanna m.t.t. þess að auka netlæsi barna og ung- linga. Bent er á að óheppilegt sé að sumir vefir biðji um persónu- upplýsingar þrátt fyrir að mörg- um börnum sé af foreldrum sínum bannað að gefa slíkt upp á Netinu. Þetta getur valdið því að börnin verða tvístígandi, nýti ekki mögu- leika Netsins til fulls og þrói ekki með sér gagnrýna netnotkun. Tengsl milli netkunnáttu for- eldra og framtíðarhorfa barna Morgunblaðið/Sverrir Börn sem hafa netaðgang heima hjá sér og eiga foreldra sem nota Netið oft, eru líklegri til að nota Netið sjálf daglega og öðlast meiri færni.  RANNSÓKN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.