Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Við Íslendingar eigum mikiðaf hæfileikaríku fólki áýmsum sviðum. Þar á með-
al eru hönnuðir sem á síðustu ára-
tugum hafa hannað allt frá fal-
legum smáhlutum til glæsilegra
bygginga. Á síðustu árum hefur
fatahönnun verið mjög áberandi
og augljóst að mikill kraftur er í
ungum hönnuðum á Íslandi.
Það var því löngu tímabært að
setja á fót einhvers konar vett-
vang fyrir þessa gróskumiklu
stétt.
Fyrir ári tók ríkið þá ákvörðun
að stofna samstarfsvettvang um
hönnun og í maí síðastliðnum var
loks farið af stað af fullum krafti.
Að verkefninu standa iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið, Samtök
iðnaðarins, Útflutningsráð Íslands,
Iðntæknistofnun, Reykjavíkurborg
og Form Ísland, félag faghönnuða.
Verkefnið er til þriggja ára og
verður sjö milljónum króna varið í
það ár hvert.
Guðbjörg Gissurardóttir, graf-
ískur hönnuður og framkvæmda-
stjóri verkefnisins, segir hug-
myndina hafa verið lengi í
pípunum og að margir hafi komið
að henni.
Markmið samstarfsvettvangsins
er að þróa og efla ímynd íslenskr-
ar hönnunar ásamt því að koma á
fót sameiginlegum gagnagrunni
upplýsinga og veita hönnuðum
innblástur og stuðning.
Við viljum ekki kalla þetta mið-stöð fyrr en nægilegt fjár-
magn fæst til að halda úti alvöru
miðstöð. Eins og stendur dekkar
fjármagnið einungis mín laun og
eitthvað örlítið meira,“ segir Guð-
björg.
Það er því ekki ólíklegt að leitað
verði til einkaaðila um að styrkja
einstök verkefni til að hjálpa mið-
stöðinni af stað.
Ísland hefur enga ákveðna
hönnunarímynd segir Guðbjörg og
þegar skilgreina á íslenska hönn-
un er fátt um svör. Guðbjörg telur
það ákveðinn kost því Ísland er
ungt og ómótað land á ýmsum
sviðum. Í stað þess að negla niður
einhverja ákveðna skilgreiningu
vill Guðbjörg frekar koma á fram-
færi hinum mikla sköpunarkrafti
Íslendinga. Það er tvennt sem hún
vill setja í forgrunn við kynningu
á íslenskri hönnun; kraftinn og
náttúruna.
„Við höfum ekki langa bygg-
ingar- eða listasögu eins og aðrar
þjóðir en á hinn bóginn höfum við
náttúruna og hönnuðir leita í hana
bæði meðvitað og ómeðvitað,“ seg-
ir Guðbjörg.
Svo virðist sem hönnunarstefnastjórnvalda sé engin en þó var
þingsályktunartillaga samþykkt á
Alþingi nýverið sem gerir sendi-
ráðum Íslands skylt að velja ís-
lenska hönnun fram yfir aðra þeg-
ar verið er að byggja eða gera upp
sendiráð erlendis. Guðbjörg segir
að nú þegar séu þónokkur sendi-
ráð að kaupa íslenska hönnun en
einnig séu þau mörg sem ekki
hafa sett hana í forgang.
Hönnun getur gert heilmikið
fyrir framþróun og efnahag lands-
ins og því er mikilvægt að stjórn-
völd geri sér grein fyrir ávinn-
ingnum og marki skýra stefnu
landsins í þessum málum.
„Fólk er að verða meðvitaðra
um hönnun. Það vill ekki lengur
bara einhvern farsíma heldur
flottan og vel hannaðan farsíma,“
segir Guðbjörg.
Verkefnaskrá Hönnunarvett-
vangsins er löng og í mörg horn
að líta þegar á að setja á stofn
virka og gagnlega miðstöð. Sér-
stakur áhugi er fyrir því að styðja
við bakið á hönnuðum sem vilja
koma vöru sinni í framleiðslu og á
framfæri. Gagnagrunnurinn er
einnig mikilvægur til að miðla
reynslu og þekkingu.
17. til 19. nóvember næstkom-andi verður haldið hátíð-
lega upp á Hönnunardaga en í ár
er norrænt hönnunarár. Hátíðin
mun standa saman af þátttöku
hönnuða og framleiðenda í sýning-
arhaldi og ýmsum uppákomum en
jafnframt mun Hönnunarvettvang-
urinn standa fyrir ráðstefnu þar
sem bæði erlendir og íslenskir fyr-
irlesarar koma fram. Leitað verð-
ur eftir styrkveitingu frá stjórn-
völdum og einkaaðilum svo hægt
verði að gera Hönnunardagana
sem veglegasta.
Það er augljóslega mikil eft-
irvænting hjá hönnuðum að sjá
miðstöðina fæðast og Guðbjörg vill
vinna verkefnið í góðri samvinnu
við þá til að bestu leiðirnar séu
ávallt farnar.
Hönnun er list og okkur sem
þjóð ber skylda til að styrkja hana,
efla og kynna. Með Hönnunarvett-
vanginum er kominn grundvöllur
fyrir kröftuga stétt að efla ímynd
sína og kynna enn frekar verk sín
fyrir almenningi hérlendis sem og
erlendis. Það eru því spennandi
tímar fram undan.
Loks vettvangur fyrir
gróskumikla stétt
’Við höfum ekki langabyggingar- eða lista-
sögu eins og aðrar þjóð-
ir en á hinn bóginn höf-
um við náttúruna og
hönnuðir leita í hana
bæði meðvitað og
ómeðvitað.‘
AF LISTUM
Vala Ósk Bergsveinsdóttir
Guðbjörg Gissurardóttir, fram-
kvæmdastjóri Hönnunarvettvangs.
valaosk@mbl.is
Mikil gróska er í ýmiss konar hönn-
un á Íslandi. Hér er verkið Hangon
eftir Sigríði Sigurjóns.
Falleg íslensk hönnun. Hringur eft-
ir Kjartan Örn Kjartansson hjá OR
gullsmiðum.
JEREMY Deller, handhafi Turner-
verðlaunanna í fyrra, hefur á und-
anförnum vikum boðið til tedrykkju á
dvalar- og elliheimilinu Grund en
hann naut aðstoðar Allan Kane við
gerð verksins sem samanstendur af
samóvar og tekatli sem eru skreyttir
með litfagurri ljósmynd í póst-
kortastíl af pálmatrjám á strönd í
tunglsljósi. Megintilgangur verksins
er að hvetja fólk til að setjast niður
með gamla fólkinu, þiggja tebolla og
spjalla. Hugmyndin er einföld en að
sama skapi mjög áhrifarík til að
brjóta ísinn og gefa utanaðkomandi
fólki „ástæðu“ og færi á samskiptum
við dvalargesti heimilisins. Þrátt fyrir
að gestir séu ávallt velkomnir, eins og
sagt er, þá er miklu notalegra að eiga
eitthvert erindi, og auðveldara að
hefja samræður við heimamenn á
hinu hlutlausa svæði listarinnar, þar
sem allir eiga heimarétt og ekki þarf
að óttast ímynduð ströng augnaráð
frá hjúkrunarforstjórum eða kaffi-
stofustýrum. Enda reyndist starfs-
fólkið gleðjast yfir gestakomum og
konan á kaffistofunni sagði frá ýms-
um uppákomum tengdum listaverk-
inu. Ein þeirra var af fólki sem kom
færandi hendi til dvalargests með
konfektkassa með nauðalíkri mynd
og prýðir listaverkið sem þótti afar
skondin tilviljun og varð innlegg í um-
ræðu um samtímalistina.
Verkið sjálft vísar stöðugt til lista-
mannsins og þjóðernis hans þrátt fyr-
ir hina samfélagslegu skírskotun í ís-
lenskan veruleika, enda mikill
minnihluti gesta og heimilismanna
sem drekka te því Íslendingar hafa
löngum verið kaffiþambarar öfugt við
Bretana sem velja tesopann. Fyrir
vikið verður þetta listaverk svolítið
sérviturt og enn persónulegra en ella
og til þess fallið að brjóta upp hefð-
bundin menningarleg viðmið og
skapa tengsl. Eftir að hafa forvitnast
um hvaða handverk var verið að
vinna (ýmislegt til sölu á staðnum) þá
tók ég tal við konu eina sem hefur bú-
ið á Grund í þrjú ár og saumar blóm í
hvíta dúka. Hún sagði mér meðal
annars (yfir tesopa) að bróðir hennar
hefði ráðið hana sem vinnumann hjá
sér í sveitinni þegar hún var aðeins
sjö ára gömul og gefið henni af því til-
efni vinnumannsnafnið Gvendur.
Systrum hennar fannst nafnið
skemmtilegt og bættu um betur og
breyttu því í Fléttu-Gvendur. Hins
vegar hafði pabbi þeirra áhyggjur af
því að nafnið myndi festast við hana
og lagði bann við notkun þess, enda
ber þessi kona mjög fallegt nafn.
Jeremy Deller er þekktur fyrir verk
sem eru gjarnan af sögulegum, póli-
tískum eða samfélagslegum toga. Um
þessi verkefni, sem geta verið stór að
umfangi og skara iðulega mörk mynd-
listar, má lesa í fjölmörgum greinum á
veraldarvefnum. Deller hefur nú gefið
dvalar- og elliheimilinu Grund lista-
verkið og hefur teboðið á Grund af því
tilefni verið framlengt út júnímánuð.
Þeim sem áhuga hafa á að koma í
heimsókn og skoða verkið er bent á
inngang Hringbrautarmegin að aust-
anverðu, nánar tiltekið á kaffistofu
fjórðu hæðar hússins þar sem iðju-
þjálfun og handverk íbúa fer fram.
Það er full ástæða til að hvetja fólk til
að missa ekki af þessari sýningu sem
er alveg sér á báti hvað varðar samspil
lífs og listar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jeremy Deller: Samspil lífs og listar.
Teboð á Grund
MYNDLIST
Listahátíð í Reykjavík
Dvalar- og elliheimilið Grund
Stendur til 30. júní.
Opið kl. 14–16.
Jeremy Deller
Þóra Þórisdóttir