Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S tjórnvöld í Rússlandi hafa á síðustu árum sætt vaxandi gagnrýni umheimsins, með- al annars vegna aðferðanna sem notaðar hafa verið til að berja niður uppreisnina í Tétsníu. Nýlega var þess minnst að 60 ár voru liðin frá uppgjöf Þjóðverja í Evrópu. Rússar hafa gjarnan talið að þeir hafi í seinni heimsstyrjöld varið frelsi Evrópu sem ógnað var af morðæði nas- ista. En aðrir hafa bent á að fyrir þjóðir Sovétríkj- anna gömlu og sumar grannþjóðir þeirra hafa enda- lok stríðsins ekki merkt frelsi heldur ánauð. Einnig hafi Stalín ekki síður en Hitler beitt taumlausri grimmd í stríðinu og aðdraganda þess. En ættu Rússar á þessum tímamótum að biðjast afsökunar á stefnu sovétstjórnarinnar? „Ég skil einfaldlega ekki af hverju Rússar eiga að biðjast afsökunar,“ segir Alexander Rannikh, sendi- herra Rússlands á Íslandi. „Þegar rætt er um Stalín og þessa erfiðu og hættulegu tíma fyrir þjóð mína er sagt að biðja beri Kasakka, Georgíumenn og fleiri þjóðir afsökunar. En þjóðin mín gerði ekkert af sér. Hún frelsaði Evrópu, við misstum 27 milljónir manna og þurfum ekki að biðjast afsökunar.“ – Enginn gerir lítið úr hlutverki Rússa í barátt- unni gegn nasistum. En stjórn Stalíns gerði margt skelfilegt. Við gætum til dæmis spurt íbúa Eystra- saltsríkjanna um morð og nauðungarflutninga. „Nauðungarflutningarnir komu ekki aðeins niður á Lettum og Eistlendingum heldur líka Rússum sem bjuggu í þessum löndum. Stjórnvöld Sovétríkjanna unnu gegn sínum eigin borgurum. Og Lettar tóku þátt í þessu athæfi, ekki síður en Rússar og jafnvel í enn meiri mæli. Forveri KGB á þessum tíma, NKVD, notaði aðallega Letta við þessi störf. Þess vegna spyr ég, hver á að biðja hvern afsökunar? Á ég að fara fram á að Georgíumenn biðjist afsök- unar af því að Stalín var Georgíumaður? Þetta gerð- ist allt í Sovétríkjunum, innan landamæra þeirra. En þetta var auðvitað hræðilegt.“ Stórþjóð og smáþjóðir – Þið viljið betri samskipti við litlar þjóðir á jaðri Rússlands, þjóðir sem eru miklu minni en þið. Er það of mikil fórn fyrir stórþjóðina að biðja þær fyr- irgefningar? „Það var aldrei í allri sögu Rússlands, hvort sem var í tíð Sovétríkjanna eða fyrr, gert neitt gegn ákveðinni þjóð. Ríkið var fjölþjóðlegt og er enn. Núna eru meira en 100 þjóðir í ríkinu, áður voru þær yfir 200. Það er ekki hægt að reka þjóðernisstefnu í Rússlandi vegna þess að hún myndi sundra ríkinu. Ógnarstjórnin beindist ekki að þjóðerni heldur gegn stéttum. Burt með ríka fólkið! var sagt. Flestir sem lentu í fangelsi eða voru teknir af lífi voru Rússar. Allir hafa gert eitthvað af sér, Íslendingar vísuðu gyðingum frá landinu þegar þeir leituðu hér hælis. Þið eruð lítil þjóð og lifið fjarri meginlandi Evrópu og vitið ekki hvað saga Evrópu er flókin.“ – Við getum lesið sagnfræði eins og annað fólk. „Lesið hana en ekki fundið hana á ykkar eigin skrokki eins og við. Nýlega ræddi Edmund Stoiber [leiðtogi hægrimanna í Bæjaralandi] um sekt Tékka sem ráku Súdeta-Þjóðverja á brott eftir seinni heimsstyrjöld. Pólverjar tala nú um árás Sovétríkj- anna á landið 1939. En eftir samningana við Hitler í München 1938 notuðu Pólverjar tækifærið og her- námu hluta af Tékkóslóvakíu. Nú tala allir um að allir aðrir þurfi að biðjast af- sökunar. Auðvitað voru mörg dæmi um slæma hluti. En ef leiðrétta ætti allt sem menn gerðu af sér yrði enn einu sinni að breyta landamærum um alla álf- una.“ – Vilja Eystrasaltsþjóðirnar ekki einfaldlega fá táknræna staðfestingu á að því að Rússar iðrist og muni ekki haga sér aftur með þeim hætti sem þeir gerðu? „Þetta er ekki bara spurning um táknræna stað- festingu. Lettar vilja ekki rita undir samning um landamæri ríkjanna við okkur. Þeir vilja ræða breyt- ingar, vilja ákveðin svæði. Ef þetta á að ganga þann- ig fyrir sig verða Litháar að láta af hendi stór svæði, þar á meðal höfuðborgina, sem yrði pólsk. Landa- mæri Litháens eru eins og þau eru núna vegna úr- slita seinni heimsstyrjaldar. Úkraína yrði að láta Pólverja fá hluta af sínu landi. Moldóva yrði að láta Rúmeníu fá skika, Þjóðverjar og Tékkar myndu ríf- ast harkalega um það hver ætti að skila hverju. En við vorum að berjast fyrir frelsi okkar í stríðinu.“ – Voruð þið að berjast fyrir frelsi ykkar þegar þið réðust inn í Finnland 1939? „Nútímamenn reyna ekki bara að skilja söguna heldur dæma, núna, í júní 2005, það sem gerðist til dæmis 1935. Aðstæðurnar voru allt aðrar, lögin vor öðruvísi, stjórnmálin öðruvísi. Ribbentrop- samningurinn 1939 [sáttmáli Stalíns og Hitlers um að skipta milli sín áhrifasvæðum í austanverðri Evr ópu] var ekki góður, jafnvel mjög slæmur. En hann var ekki annað en pólitískt svar við München- samningunum 1938 [milli Þýskalands og Vesturvel anna]. Stalín gerði sér grein fyrir því að Bretar og Frakkar væru að reyna að fá Þjóðverja til að berja gegn Sovétríkjunum. Hann vildi fá Þjóðverja til að snúa sér gegn Vesturveldunum. Var það rétt hjá honum? Frá rússneskum sjónarhóli var það ekki rangt hjá honum.“ Þjóðverjar og iðrun vegna glæpa Hitlers – Þjóðverjar hafa í marga áratugi verið önnum kafn ir við að iðrast og biðjast afsökunar á glæpum sínum Finnst þér rangt hjá þeim að segja „fyrirgefið okk- ur“ vegna þess sem gerðist í tíð Hitlers? „Þeir hófu stríðið, þeir fylgdu hættulegri stefnu glæpsamlegri. Þeir reistu Buchenwald, Auschwitz og fleiri útrýmingarbúðir.“ – Og þið reistuð gúlag-fangabúðirnar og Stalín lé myrða milljónir manna í Rússlandi og fleiri löndum „Gúlagið var ekki sambærilegt við einangr- unarbúðir nasista. Hvaða tölur eru nefndar um fór arlömb Stalíns? Rúmlega 400.000 manns dóu í fang búðum Stalíns, þetta fólk var ekki myrt en dó vegn slæmrar aðbúðar og vinnuhörku. Þetta er ekki sam bærilegt við að leiða fólk inn í gasklefa eins og nas- istar gerðu. En Stalín lét fangana þræla í nauðung- arvinnu, það er rétt.“ – Skiptir það fórnarlömbin öllu máli hvort þau voru leidd inn í gasklefa eða látin krókna í Síberíu? „Það skiptir ekki miklu fyrir fórnarlömbin en miklu fyrir okkur. Ef fólk er drepið í gasklefum ein göngu vegna þess að það er af ætt gyðinga er það annað en að fangelsa fólk vegna stjórnmálaskoðana vegna þess að það gæti snúist gegn manni. Það síð- arnefnda er auðvitað hræðilegt en ekki sambærileg við gasklefana. Síðan má ekki gleyma að Þjóðverjar hafa beðist afsökunar á því sem þeir voru að gera borgurum í öðrum löndum.“ – Rússar drápu líka fólk af öðru þjóðerni. Við sáum myndir frá Ungverjalandi 1956 þegar Rússar drápu þúsundir manna í uppreisninni þar í landi. „En ekki milljónir eins og Þjóðverjar drápu. Pól verjar drápu 120.000 Rússa í fangabúðum á þriðja áratugnum, þeir voru herfangar og voru drepnir. N vilja Pólverjar að við biðjumst enn og aftur afsök- unar á morðunum í Katyn-skógi (þar sem liðsmenn Stalíns drápu mörg þúsund pólska liðsforingja í seinni heimsstyrjöld]. En þeir vilja ekki einu sinni leiða hugann að því sem þeir gerðu sjálfir.“ Góð saga og slæm saga „Saga er saga. Við getum ekki stöðugt sagt að eitt hafi verið góð saga og annað slæm saga. Og sagan heldur áfram. Þú sagðir að við hefðum drepið þús- undir Ungverja 1956. Hvað er búið að drepa marga „Þurfum ekki að b Sendiherra Rússlands á Íslandi, Alexander Rannikh, segir í viðtali við Kristján Jónsson að allar sovétþjóðirnar hafi verið fórnarlömb alræðis Stalíns. Allar þjóðir heims hafi gert eitthvað af sér og Rússar séu ekki sekari en aðrir. Aleksander Rannikh, sendiherra Sambandslýðve dæmi um slæma hluti. En ef leiðrétta ætti allt sem STRÍÐSGLÆPARANNSÓKN Í DARFUR Alþjóðasakamáladómstóllinn íHaag tilkynnti í fyrradag aðhafin væri rannsókn á óhæfu- verkunum, sem framin hafa verið í héraðinu Darfur í vesturhluta Súdans. Í fréttum kom fram að um yrði að ræða eina umfangsmestu rannsókn, sem fram hefði farið á vegum dóm- stólsins, og er þetta í fyrsta skipti sem hann hefur rannsókn að ósk öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Lagður var grunnur að Alþjóða- sakamáladómstólnum með sáttmála, sem 120 ríki undirrituðu fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna árið 1998. Þar var kveðið á um að lögsaga dóm- stólsins skyldi ná til þjóðarmorðs, glæpa gegn mannkyni og stríðsglæpa. Sáttmálinn tók gildi 1. júlí árið 2002 og allir, sem eftir það fremja þá glæpi, sem lögsaga dómsins nær til, eiga yfir höfði sér að verða sóttir til saka. Hing- að til hafa verið stofnaðir dómstólar til að taka á ákveðnum tilvikum og má þar nefna dómstóla, sem stofnaðir voru vegna stríðsglæpanna á Balkan- skaga og þjóðarmorðsins í Rúanda á síðasta áratug og verða lagðir af þegar verki þeirra lýkur. Alþjóðasakamála- dómstólnum er aðeins ætlað að láta til sín taka í málum, sem yfirvöld í við- komandi landi neita að taka á. Níutíu og níu ríki hafa nú staðfest sáttmálann. Þar á meðal eru ríki frá öllum heimsálfum, en Bandaríkja- menn eru ekki í þeim hópi þótt allir þeirra helstu bandamenn séu það. Í öryggisráðinu tókst engu að síður samkomulag um að vísa máli Darfur til dómstólsins eftir að Bandaríkja- menn féllu frá fyrirvörum um lögsögu dómsins. Mikilvægt er að Alþjóðasakamála- dómstóllinn öðlist trúverðugleika og láti til sín taka. Fórnarlömb átaka og ofsókna eiga sér oft fáa málsvara og hvað eftir annað gerist það að alþjóða- samfélagið bregst seint við eða alls ekki. Þrýstingur á þá, sem fremja þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi er því oft og tíðum allt of lítill. Darfur er aðeins nýjasta dæmið, en ekki þarf að leita langt aftur til að finna fleiri. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 180 þúsund manns hafi týnt lífi í Darf- ur á undanförnum tveimur árum og tvær milljónir manna hafi flosnað upp af heimilum sínum. Stjórnvöld og flokkar arabískra vígamanna sem nefnast Janjaweed eru sökuð um að bera ábyrgð á ástandinu. Þykja stjórnvöld í Súdan enga tilraun hafa gert til að afvopna vígamennina og séu þau því í raun hlynnt þjóðernishreins- ununum í héraðinu. Nú hefst rannsókn Alþjóðasaka- máladómstólsins á þeim voðaverkum, sem framin hafa verið í Súdan á und- anförnum tveimur árum. Vonandi verður framhaldið með þeim hætti að dómstóllinn öðlist trúverðugleika þannig að þeir sem beita ofbeldi og kúgun geri sér grein fyrir að þeir komist ekki upp með glæpi sína og voðaverk. ÆFINGASVÆÐI FYRIR VÉLHJÓLAMENN Gífurleg fjölgun torfærumótorhjólahér á landi undanfarin ár er aug- ljóslega farin að leiða af sér vanda- mál. Undanfarna daga hefur Rúnar Pálmason blaðamaður fjallað um það hér í blaðinu hvernig torfæruhjóla- flotinn hefur margfaldazt að stærð; Nú eru um 1.500 slík vélhjól á höf- uðborgarsvæðinu og talið er að á þessu ári bætist 300–400 hjól við. Akstur torfærumótorhjóla utan vega er að sjálfsögðu bannaður eins og annarra ökutækja. Hins vegar er að- eins eitt löglegt æfingasvæði að finna í nágrenni höfuðborgarinnar fyrir ökumenn slíkra hjóla. Það er þrír fer- kílómetrar að stærð og verður oft ófært vegna bleytu eða þurrka, að sögn forsvarsmanna Vélhjólaíþrótta- klúbbsins. Vélhjólamenn hafa stundað það að aka eftir gömlum fjárgötum, þeir valda skemmdum og slysahættu á reiðvegum og hafa því miður líka vald- ið land- og gróðurskemmdum hér og þar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, t.d. í Krókamýri eins og sýnt var á myndum í Morgunblaðinu í fyrradag. Í þessu máli eins og mörgum öðrum er það auðvitað svo að rónarnir koma óorði á brennivínið; Vélhjólaíþrótta- klúbburinn rekur stífan áróður gegn utanvegaakstri og margir eigendur torfæruvélhjóla fylgja öllum lögum og reglum, en aðrir láta sér ekki segjast. Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, segir í Morgunblaðinu á mánudag að þrátt fyrir fundi með ótal embættismönnum ríkis og sveitarfélaga gangi ekkert að fá ný æfingasvæði fyrir torfæruvél- hjól. „Það er fullkomið aðgerðaleysi, allir sýna þessu mikinn skilning og styðja baráttuna gegn utanvega- akstri. En að þeir geri eitthvað í þessu? Nei, þeir stinga bara höfðinu í sandinn,“ segir hann. Svæðin eru hins vegar augljóslega fyrir hendi. Árni Bragason, forstöðu- maður náttúruverndarsviðs Umhverf- isstofnunar, segir þannig hér í blaðinu að leyfa mætti æfingaakstur í gömlum námum í hlíðum Esju og Vífilfells, sömuleiðis í Jósepsdal á Hellisheiði. Árni segist ekki gera ráð fyrir að Um- hverfisstofnun myndi leggjast gegn því að mótorhjólamenn fengju að æfa sig á þessum slóðum. Fyrst íslenzka ríkið leyfir á annað borð innflutning torfæruvélhjóla er auðvitað fráleitt að hvergi sé hægt að fá svæði til afnota fyrir ökumenn þeirra. Ef viljinn til slíks er enginn, er eins gott að taka fyrir innflutning hjólanna og banna þau, því að enginn vill að þeim sé ekið utan vega. Ef vélhjólamenn fengju hins vegar æfingasvæði – sem þeir gætu sjálfir borið kostnaðinn af að reka – ætti allt eftirlit með utanvegaakstri að verða auðveldara. Lögreglan gæti vísað mönnum á æfingasvæðin og vélhjóla- menn hefðu það ekki lengur sér til af- sökunar að þeim væri alls staðar út- hýst. Slíkt væri meira í anda okkar frjálsa samfélags en að banna vélhjól- in og náttúran og aðrir vegfarendur nytu góðs af. Hér þurfa stjórnmála- og embættismenn augljóslega að taka af skarið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.