Morgunblaðið - 08.06.2005, Page 29

Morgunblaðið - 08.06.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 29 SMÁVEGIS uppþot hefur orðið í blöð- um nú um miðjan maí, til þess fallið að hafa áhrif á almenningsálit í landinu. Slíkt er auðvitað leyfilegt, og eins hitt að túlka viðkvæm mál á hlut- drægan hátt, ef aðrir hafa rétt til að segja sína sögu. Eins og landsmenn vita mæta vel er æðarfugl lang- samlega mest nytjaskepna á Íslandi, þeirra sem of- ansjávar lifa og villtar ganga. Afurðir hennar í háu verði og eftirsóttar úti um víða veröld. Hins vegar eru fáir aðrir en við sem hafa nennt að hirða þær afurðir, og eyða í það mikilli vinnu að gera að heimsfrægri úr- valsvöru. Víða annars stað- ar er æðarfugl eftirsóttur til átu af mönnum og rándýr- um, sem við höfum bannað fyrir löngu með lögum, það er að segja mönnum. Rán- dýrum höfum við varist eft- ir getu með öðrum ráðum. Ref og mink hefur verið banað af fullri hörku, enda hafa þeir talist réttdræpir af fleiri ástæðum, og þannig má áfram telja. Lengi var konungur fugla, sjálfur ís- lenski haförninn, einnig ófriðaður, enda gráðugur í æðarfugl o.fl. Þetta vitum við flest mæta vel og einnig að Íslendingar ákváðu að lokum að friða hann vegna útrýmingarhættu. Þó að assa gamla geti orðið skæð í æðarvarpi og það svo að um eyðileggingu landkosta sé að ræða höfð- um við ekki vilja til að útrýma svo frægri lífveru af yfirborði jarðar, þegar við vor- um komnir þar á fremsta hlunn. Íslenski haförninn hefur verið alfriðaður lengi eins og við vitum. Það hefur æðarfuglinn reyndar verið líka og miklu lengur. Friðun æðarfuglsins þýddi það að reynt hefur verið eftir megni að verja hann fyrir rándýrum, s.s. ref og mink, hundum og jafnvel köttum. Einnig flug- vargi, hrafni, svartbak og kjóa t.d. en ekki síst össu. Það bætti ekki úr skák að fólk óttaðist um börn fyrir henni. Þar var ekki um þjóðtrú eina að ræða því að til er heimild frá seinni tímum um örn sem hremmdi smábarn og komst með það all- langa leið áður en honum dapraðist flug- ið og barnið náðist. Þá var assa þekkt að því að hremma smálömb og fleira, eins og leifar við arnarhreiður báru vitni um. Milli manna og fuglakóngs ríktu því löngum blendnar tilfinningar, allt frá að- dáun til haturs og munu tilfinningar æð- arbænda oftar hafa verið í ætt við það síðarnefnda. Það var ekkert einsdæmi að örn, ásamt fylgdarliði hrafna og máva, eyddu varpeyjar og hólma, þar sem ekki var aðstaða til að vakta varplandið. Æðarfuglinn býst til varnar gegn krumma og fleiri ræningjum en leggur á flótta þegar örninn fer að herja. Það var því hreint ekki að tilefnislausu að bænd- ur hröktu hann á flótta upp í fjöll og hamra með sitt heimilishald. Álíka sann- gjarnt að lá þeim það og að skamma borgarbúa fyrir að ofsækja rottur og önnur nagdýr. Þegar örninn var að lokum alfriðaður hér á landi, voru innan við 10 pör eftir í landinu af þessari frægu tegund, sem þrátt fyrir allt var konungborin í hugum landsmanna. Svo grátt hafði eitur- útburður vegna refa og ránfugla leikið hana. Til þess að gera þá útkomu fárán- legri en ella áttu þessi fáu pör öll heima við Breiðafjörð, sem frá náttúrunnar hendi er mesta og besta varpsvæði æð- arfugls á Íslandi. Það gera eyjafjöldinn og grunnsvæðið mikla. Nú skyldi sem sé ganga í það með oddi og egg að ala upp sterkan og blómlegan arnarstofn á ný. Að alfriðun lögfestri urðu menn auð- vitað að sætta sig við orðinn hlut og átta sig á að fleiri sjónarmið ættu rétt á sér en æðarbænda einna. Óskastaðan væri hins vegar sú að hægt væri að halda í landinu arnarstofn án þess að leyfa hon- um að rústa verðmætar náttúruauðlindir. Á liðnum áratugum, síðan þetta gerð- ist, hefur arnarstofninn náð sér aftur á strik komið ofan úr fjöllum, fjölgað sér út um eyjar, valdið ómældum usla í félagi við minkinn þar sem hann hefur komið til skjalanna, og nú upp á síðkastið farið að setjast að aftur í öðrum landshlutum. Mönnum hefur jafnvel dottið í hug að með tímanum megi lokka össu smám saman í landshluta þar sem frá náttúr- unnar hendi eru ekki að- stæður fyrir æðarvarp en ýmislegt annað handa henni til viðurværis. En spyrja má: Er það endilega útilokað að í fram- tíðinni megi stunda og efla æðarrækt þar sem skilyrði fyrir hana eru best, í friði fyrir meindýrum? Eða eig- um við bara að láta allt draslast afskiptalaust, og láta meindýrum það eftir, innfluttum jafnt sem inn- lendum, að stjórna þróun mála? Flestir vita að villt dýr eiga sín kjörsvæði sem löng reynsla hefur kennt þeim að nýta. Svæði, sem veita þeim öryggi eða viðurværi, (fugla- björg, selalátur, beitilönd, hafsvæði o.s.frv.) en forðast önnur þar sem hættur ógna eða aðstæður eru óhentugar á einhvern hátt. Æðarfugl- inn velur sér gjarnan eyjar til varps þar sem rándýra er síður að vænta en á fasta landi, en ránfuglar þar sem gott er til fanga, eins og allir þekkja. Maðurinn hefur löngum hagnýtt sér þetta á ýmsan hátt með boðum og bönnum; leyft veiðar á einum stað en bannað á öðrum, bannað þær á einum árstíma en leyft þær á öðrum. Hann hefur varið nytjadýr fyrir rándýrum og reynir gjarn- an að haga eigin nýtingu þannig að ekki saki. Þetta ætti fiskveiðiþjóðin Íslend- ingar að þekkja manna best. Vel má hugsa sér að einhver slík leið verði farin í hlunnindabúskap okkar. Það er væntanlega enginn sjálfsagður hlutur að láta grimman ránfugl velja sér heim- kynni í friðlöndum æðarfugls á borð við Breiðafjarðareyjar, svo að dæmi sé tekið. Við virðumst vera komnir í vissar ógöngur með suma hluti í okkar málum. Sagt er að ref og mink fjölgi í landinu sem aldrei fyrr með skelfilegum afleið- ingum fyrir fuglalíf o.fl. og málsmetandi menn beiti sér sumir ákaft fyrir því að ekki megi grípa fram fyrir hendur þeirr- ar þróunar. Af sama toga er það auðvitað þegar harðsnúið lið fræðinga og áhuga- manna um björgun hafarnarins, sem er virðingarverð afstaða í sjálfu sér, virðist ekki hafa meiri áhuga á öðru en að leggja Breiðafjarðareyjar og fuglalífið þar sem mest í sölurnar fyrir þann ágæta mál- stað. Einn liðurinn í því er að klekkja á þeim sem þrjóskast við að sýna mál- staðnum tilhlýðilega virðingu, þegar hann fer illa með þá. Ekki má taka þessi orð sem árás á þá sem eru að vinna vinn- una sína og sinna því sem þeim er falið að gera. En allt orkar tvímælis, og aðferðir kalla stundum á endurskoðun, þar á með- al það að gera eyjarnar að ríki ránfugla á kostnað mesta nytjafuglsins. Slíkt getur verið afsakanlegt tímabundið sem neyð- arúrræði, en er löngu orðið óafsakanlegt. En hvað á þá að gera? Þó skal viðra hér hugmynd til athug- unar. Æðarfugl og haförn eru tvær al- friðaðar tegundir sem okkur ber að varð- veita, hvað sem tautar. Önnur er dýrmæt auðsuppspretta sem aðrir en við hafa ekki borið gæfu til að koma sér upp og nýta. Við höfum hugsanlega aftur á móti ærna möguleika til að varðveita hana og efla til frambúðar. Haförninn er hins vegar ránfugl sem við höfum að vísu verið í margs konar vandræðum með, en höfum samt lofað að hætta að ofsækja. Þessar tvær tegundir, örn og æð- arfugl, eiga enga samleið ef vel á að vera, enda vel þekkt hvernig örninn getur lagt æðarvarp í eyði ef svo ber undir. Engin lausn er að ofsækja þá sem fyrir tjóninu verða. Til álita kæmi hins vegar að athuga hvort hægt sé að venja haförn- inn á ákveðin umráðasvæði og leyfa mönnum hreinlega að fæla hann burt með varp á öðrum. Tilveruréttur arnar og æðarfugls Eftir Eystein G. Gíslason Eysteinn G. Gíslason ’Er það endi-lega útilokað að í framtíðinni megi stunda og efla æðarrækt þar sem skilyrði fyrir hana eru best, í friði fyrir meindýrum? Eða eigum við bara að láta allt draslast af- skiptalaust …‘ Höfundur er æðarbóndi í Skáleyjum. islöndum, er ekki víst að munurinn reynist svo mikill í prósentum.“ – Sendiherra, margar milljónir manna létu lífið af völdum sovéskra stjórnvalda. Þetta eru tölurnar sem allir sagnfræðingar nefna. „Ef skjalasöfn öryggislögreglunnar eru skoðuð kemur í ljós að um 400.000 dóu í gúlaginu. Þú segir milljónir. Það var hungursneyð í Úkraínu, á Don- svæðinu í Suður-Rússlandi og í Kasakstan. Beitt var þvingunum gegn bændum. Það var líka hung- ursneyð í nýlendum Breta á þessum tíma. Það er rétt að hungursneyðin í Sovétríkjunum á þriðja og fjórða áratugnum var að hluta til afleiðing af valda- baráttu Stalíns og það er rétt að þetta var glæp- samlegt. En þetta er ekki það sama og bókstaflega skjóta fólk til bana.“ Stalín mikill leiðtogi? – Telur þú að Stalín hafi verið mikill leiðtogi? „Orðin „mikill leiðtogi“ finnst mér hljóma of vel. Þó að flestir miklir leiðtogar hafi byggt upp völd sín með blóðsúthellingum er ekki hægt að segja að Stal- ín hafi verið mikill leiðtogi. Hann var vissulega gáf- aður, hæfileikaríkur forystumaður við að byggja landið upp og í samskiptum við önnur ríki. Við getum sagt að hann hafi verið mikill en blóði ataður leiðtogi. Hann úthellti blóði, drap margt fólk.“ – Þjóðverji gæti sagt: Hitler framdi glæpi, drap gyðinga og hóf styrjöld en hann var mikill leiðtogi. Myndirðu samþykkja þetta? „Nei, en ekki vegna orðavalsins heldur þess sem þetta leiddi til. Mikill leiðtogi sem hefur styrjöld og tapar henni getur ekki talist mikill leiðtogi.“ – Ef Hitler hefði unnið stríðið hefði hann verið mikill leiðtogi. Er þetta ekki fremur kuldaleg af- staða? „Þá hefði enginn getað sagt að hann væri annað en mikill! Bandaríkjamenn munu sigra í Írak, þeir munu skrifa söguna um það sem gerðist þar og þess vegna munu þeir sigra.“ – Það voru haldin réttarhöld yfir nasistaleiðtog- unum í Nürnberg eftir stríðið. Hefði átt að efna til réttarhalda í Moskvu yfir kommúnistaleiðtogum eft- ir hrun Sovétríkjanna 1991? Hafa einhverjir verið dæmdir? „Enginn núlifandi embættismaður. Við höfum lýst því yfir opinberlega að öll fórnarlömb ofsóknanna hafi verið saklaus, þetta var gert þegar löngu fyrir hrunið 1991. En hvaða gagn væri að réttarhöldum? Komm- únistar voru við völd á ákveðnu skeiði í sögu Rússa og við getum ekki afgreitt það skeið með því að segja að allir, heilar þrjár kynslóðir Rússa, hafi verið glæpamenn eða fífl. Nürnberg-réttarhöldin voru hins vegar haldin strax eftir stríð, strax eftir glæpina sem drýgðir höfðu verið. Núna eru hins vegar marg- ir áratugir liðnir frá því að Stalín dó og langflestir sem báru ábyrgð dánir, þeir sem kannski eru á lífi eru komnir yfir nírætt,“ segir Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi. Íraka núna með stuðningi ykkar Íslendinga? Þið segið að innrásin hafi verið gerð til að fella Saddam- stjórnina. Við réðumst inn í Ungverjaland til að styðja ríkisstjórnina í Búdapest 1956. Hver er mun- urinn?“ – Munurinn er að Íslendingar og Bandaríkjamenn styðja þá sem vilja lýðræði í Írak. Þið studduð harð- stjórana í Búdapest, ekki satt? „Við studdum kommúnistana. Ykkur finnst að þið getið drepið í nafni lýðræðis. En þeir sem bera fyrir sig íslam eða kommúnisma mega víst ekki drepa, bara þeir sem styðja lýðræði. Þú spurðir á áðan hvort það væri munur fyrir fórnarlambið hvort það deyr í fangabúðum nasista eða gúlaginu. Það er rétt, það er enginn munur fyrir fórnarlambið, hvort það deyr í nafni lýðræðis eða einhvers annars. Þetta er tvöfalt siðgæði hjá ykkur. Ég þekki sögu minnar þjóðar betur en erlendir blaðamenn. Þegar talað er um Stalín hefur það merkingu í mínum huga sem þú getur ekki ímyndað þér. Ég var ekki nema þriggja ára en ég man eftir því þegar faðir minn sagði árið 1952 við móður mína: „Olja, þegar öllu er á botninn hvolft var Lenín mikill ævintýramaður.“ Þá tók hann eftir mér, barninu, og varð skelfingu lostinn, þess vegna situr þetta enn í minni mínu þó að ég væri svona lítill. Þau voru svo hrædd um að ég færi að blaðra um þetta og það hefði þýtt að þau hefðu verið send í gúlagið. Stalín var enn á lífi, hann dó ekki fyrr en 1953.“ – Varstu ekki einmitt að lýsa muninum á lýðræði og einræði núna? „Já, þetta var hryllingur og þess vegna er ég að segja frá þessu. Margir ættingjar mínir lentu í gú- laginu.“ – Margir Evrópumenn myndu anda léttar ef þið segðuð hreint og klárt að stjórn Stalíns hafi verið andstyggileg en reynduð ekki stundum að verja hana. Var Stalín ekki einfaldlega kaldrifjuð skepna sem fórnaði hiklaust milljónum eigin borgara þegar það hentaði honum? „Veistu um einhvern stjórnmálamann sem ekki er kaldrifjaður? En ég veit hvað þú átt við, auðvitað er munur á því að vera kaldrifjaður og hinu að fórna milljónum manna. Ég er aðeins að minna á að stjórn- mál eru eins og þau eru. Það er búið að segja það margsinnis, í fyrsta sinn 1956 í ræðu Khrústsjofs, að Stalín hafi drýgt glæpi. Ef einhvern tíma verður reynt að reikna út hvað Stalín hafi drepið marga og hvað margir hafi verið drepnir á sama tíma í öðrum löndum, í lýðræð- ru m r- n ld- ast fn- m. - og ét m. n- ga- na m- - - ? n- a, - gt r - Nú n a biðjast afsökunar“ Morgunblaðið/ÞÖK eldisins Rússlands á Íslandi: „Nú tala allir um að allir aðrir þurfi að biðjast afsökunar. Auðvitað voru mörg m menn gerðu af sér yrði enn einu sinni að breyta landamærum um alla álfuna.“ ’Þau voru svo hrædd um að égfæri að blaðra um þetta og það hefði þýtt að þau hefðu verið send í gúlagið. Stalín var enn á lífi, hann dó ekki fyrr en 1953.‘ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.