Morgunblaðið - 08.06.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UNDANFARIÐ hefur mikið verið
fjallað um heimsókn forseta Íslands
til Kína. Jafnframt hafa frásagnir af
margs konar sigrum íslenskra fyr-
irtækja verið umfangsmiklar. Vissu-
lega er það gott að það sé eftirspurn
eftir okkur úti í hinum stóra heimi, en
höfum við skoðað málið til enda? Höf-
um við skoðað heild-
armyndina?
Þegar ég heyrði af
væntanlegri ferð for-
seta Íslands til Kína,
sendi ég honum lítið
bréfkorn, þar sem ég
hvatti hann til að vekja
athygli ráðamanna í
Kína á ítrekuðum
mannréttindabrotum
og þeim skorðum sem
réttindum verkafólks
og verkalýðsfélaga eru
settar. Það ber að fagna
því, að forsetinn gerði
mannréttindi að umtalsefni í ferð
sinni, bæði við ráðamenn og á fund-
um með kínverskum stúdentum.
Vonandi skilar það einhverjum ár-
angri.
Tækifærin
Ég hef þó ekki síður áhyggjur af
því sem fram hefur komið um ýmis
viðhorf íslenskra ráðamanna um
„tækifærin“ í kínversku viðskiptalífi.
Í hverju skyldu þau vera fólgin? Af
viðtölum við þessa nýju stétt útvarða
íslensks atvinnulífs að ráða eru tæki-
færin fólgin í því að ráða til sín
„ódýrt“ kínverskt vinnuafl og fram-
leiða „samkeppnishæfar“ vörur fyrir
alþjóðamarkað. Ef við gerum það
ekki, munu aðrir gera það – um að
gera að nýta tækifærið meðan það
gefst. Hvar annars staðar er hægt að
fá fólk til að vinna fyrir 7–8.000 kr. á
mánuði fyrir 11 tíma vinnu á dag sex
daga vikunnar? Helsti vandi þessara
útvarða er, að endingartími þessara
verkamanna er ekki nema 2–4 ár, á
meðan vélarnar endast í allt að 14 ár!
Nú er það staðreynd að meginástæða
þess að kjör verkafólks eru svo bág-
borin er að það býr hvorki við almenn
mannréttindi, né réttinn til að semja
um kaup og kjör. Er ekki rétt að við
Íslendingar stöldrum aðeins við og
hugsum um „tækifæri“ fleiri en okk-
ar sjálfra – einnar af ríkustu þjóðum
heims?
En hvað erum við að kalla yfir okk-
ur? Hvað er hinn vestræni heimur að
kalla yfir okkur? Dettur nokkrum í
hug að við getum keppt við fyrirtæki í
Kína sem fá með lögum
að þverbrjóta ekki bara
þau lágmarksskilyrði
sem við höfum sett okk-
ur um aðbúnað á vinnu-
stað, ýmis félagsleg
réttindi og launakjör,
heldur einnig grund-
vallarmannréttindi.
Kína hefur til að mynda
ekki enn staðfest þær
samþykktir Alþjóða-
vinnumálastofnunar-
innar sem lúta að
grundvallarréttindum
launafólks og samtaka
þeirra.
Hversu mörg störf munu flytjast
úr landi vegna þessara undirboða
Kína á mannréttindum? Hvaðan ætli
sá fiskur sé sem á að fylla íslensku
frystigeymslurnar í Kína? Er e.t.v.
búið að finna skjólið fyrir íslenska
sjávarútveginn í hágengisstefnunni
hér á landi?
Þegar Kína fékk aðild að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni, WTO, var það
skilyrði sett að aðildarríki WTO
hefðu áfram heimild til að beita Kína
verndartollum til að draga úr áhrifum
félagslegra undirboða á því sem við
köllum grundvallarmannréttindi.
Þannig vildi til að sömu vikuna og for-
seti Íslands sótti Kínverja heim und-
irritaði utanríkisráðherra sam-
komulag við kollega sinn frá Kína um
að hefja viðræður um fríverslunar-
samning við Kína. Vafalaust er þetta
gert til þess að auðvelda nýjum út-
vörðum atvinnulífsins að koma aftur
„heim“ með „íslensku“ vörurnar, sem
framleiddar hafa verið undir merkj-
um nýrra „tækifæra“ í Kína, án allra
hafta. Til þess að auðvelda þessar við-
ræður hafa íslensk stjórnvöld afsalað
sér réttinum til þess að beita Kín-
verja refsi- eða verndaraðgerðum
þangað til nýr fríverslunarsamningur
tekur gildi.
Rétt er að hafa það hugfast, að
kjara- og mannréttindabaráttan í
Kína hefur kostað menn frelsið og
jafnvel lífið. Á það höfum við í verka-
lýðshreyfingunni margítrekað bent,
meðal annars í áðurnefndu bréfi til
forseta Íslands og í bréfi forseta ASÍ
til dómsmálaráðherra Kína sl. haust.
Sýnum metnað og samstöðu
Við ætlumst til þess að íslensk
stjórnvöld skeri sig ekki úr hópi vest-
rænna lýðræðisþjóða – með því að
taka þátt í viðhaldi mannréttinda-
brota í nafni viðskiptafrelsis. Við
hljótum að gera þá kröfu að íslenskir
atvinnurekendur sem hyggja á land-
vinninga á þessum slóðum sýni metn-
að sinn í að tryggja launafólki sóma-
samleg kjör og aðbúnað og taka með
því þátt í að brjóta á bak aftur þá
kúgun sem kínverskur almenningur
býr við. Íslensk fyrirtæki eiga að
sýna samfélagslega ábyrgð, hver svo
sem vettvangurinn er.
Það er full ástæða til að hugsa sig
um tvisvar áður en við tökum þátt í að
viðhalda því ófremdarástandi sem
ríkir í Kína, í mannréttindamálum og
réttindamálum launafólks? Er ekki
rétt að skoða hvaða afleiðingar þetta
mun hafa fyrir atvinnuuppbyggingu
og þróun hér á landi? Er ekki rétt að
hugsa um hvaða afleiðingar þessi teg-
und samkeppni mun hafa fyrir upp-
byggingu og viðgang velferðarkerf-
isins? Er ekki rétt að staldra við?
Er ekki rétt að staldra við?
Grétar Þorsteinsson
fjallar um mannréttindi
og kínverskt vinnuafl ’Það er full ástæða tilað hugsa sig um tvisvar
áður en við tökum þátt í
að viðhalda því ófremd-
arástandi sem ríkir í
Kína …‘
Grétar Þorsteinsson
Höfundur er forseti ASÍ.
SKIPULAGSMÁL eru mál mál-
anna nú sem endranær í Reykjavík.
Fyrir 23 árum féll vinstrimeirihlut-
inn í Reykjavík eftir aðeins 4 ára
valdasetu. Ástæðan var ekki vöntun
á leikskólaplássum,
stopular almennings-
samgöngur eða gríð-
arlegur eitur-
lyfjavandi.
Vinstrimeirihlutinn féll
vegna þess að hann
studdi hugmyndir þess
efnis að skipulögð yrði
byggð fyrir ofan
Rauðavatn. Sjálfstæð-
ismenn æddu fram og
gangrýndu og héldu
fram að þarna undir
væri eingetin systir
Heklu. Davíð vann og
ríkti næstu 12 árin. Það eru allir
búnir að gleyma sprungunni fyrir of-
an Rauðavatn og Morgunblaðið sem
var helsti boðberi Heklu-vé-
fréttarinnar er í þann veginn að
flytja alla sína starfsemi á toppinn á
gígnum.
Þetta eru skipulagsmál. Fólk hef-
ur endalausan áhuga á þeim og skoð-
anir. Þetta vita sjálfstæðismenn.
Máttleysislegar athugasemdir
þeirra um borgarmál undanfarin 11
ár hafa engu skilað og flokkurinn
sem áður hafði fast fylgi upp á 48–
60% siglir nú í stöðugu 30–40% fylgi
í höfuðborginni. Það svíður og ekki
síst vegna þess hversu gríðarlegum
peningum hefur verið varið án þess
að þessu hafi verið breytt.
Nú er ár í kosningar. Og pening-
arnir hafa vaknað. Dustað er rykið af
gömlum skipulagshugmyndum og
auglýsingateiknarar settir í auka-
vinnu til þess að pakka þeim inn í
nýjar gjafaumbúðir. Fyrir 4 árum
hét það Geldinganes en í ár er það
Eyjabyggð. Það gildir einu hvort
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafi hakkað hugmyndir um Viðeyj-
arbyggð í sig fyrir 2 árum – í ár hef-
ur dr. Spuni talið sig
hafa fundið vænlega
leið til árangurs. Síðan
koma u.þ.b. 200 millj-
ónir í pottinn og stríð
auglýsingamennsk-
unnar hefst.
Það að stjórnmálin í
Reykjavík snúist um
hjóm eins og auglýs-
ingamennsku er aumk-
unarvert. Það er hins
vegar verra hvað fjöl-
miðlar falla kirfilega í
gryfjuna og lepja vit-
leysuna upp eins og
nýjan sannleik. Vissulega skiptir
máli hvernig við skipuleggjum borg-
ina okkar og hvernig hún lítur út en
það eru mýmörg mál sem eru mik-
ilvægari borgarbúum en hæð húsa.
Hvað um umhverfismál? Hvað um
skólagöngu barnanna okkar? Hvað
um kjör þeirra lægst launuðu? Eru
þetta ekki mikilvæg mál sem mætti
gefa frekari gaum?
Leiðarar Morgunblaðsins hafa
verið fullir af lofi um rottuganginn í
Viðey og dauða lundans í Akurey en
þó hefur Styrmir lokað auganu fyrir
græna svæðinu í Vatnsmýrinni sem
sjálfstæðismenn geta ekki fyrir sitt
litla líf skipulagt án flugvallar. En
Moggamenn eru á vegferð til þess að
koma R-listanum frá völdum rétt
eins og árið 1982 – það verður að
skilja aðdáun þeirra í því ljósi.
Hins vegar er óskiljanlegri skoðun
Sigmundar Ernis í Fréttablaðinu um
helgina. Þar heldur hann því fram að
miðbærinn sé tómur nema á kvöldin
og um helgar þegar hann fyllist af
drykkjusvolum. Hann segir miðbæ-
inn í vanda. Hér er enn önnur rang-
hugmyndin og smáatriðadýrkunin.
Miðbær Reykjavíkur er fallegur; þar
eru skemmtilegar verslanir sem
ganga vel; þar eru góð kaffihús og
veitingahús á heimsmælikvarða; þar
búa barnafjölskyldur og fólk á öllum
aldri: Miðbærinn lifir og er ekki að
fara í eyði og hann er fullur af fólki á
daginn líka. Sigmundur ætti fara
vestar en í Lídó til að skoða hinn
sanna miðbæ og mannlífið þar, á öðr-
um stundum en á nóttunni.
Það er gott að búa í Reykjavík.
Hins vegar þarf meiri félagshyggju
og auknar umhverfisáherslur til þess
að borgin haldi áfram að dafna. Ef
menn ætla að tala um skipulagsmál
og gera það af einhverri alvöru ættu
þeir að byrja á skrefi 1 í stað þess að
hoppa beint í skref 3 og 4. Fyrsta
skrefið er að byggja í Vatnsmýrinni
og flytja innanlandsflugið. Ef borg-
arstjórnarkosningarnar eiga að snú-
ast um skipulagsmál ættu þær að
snúast um raunveruleikann en ekki
útópískar auglýsingabrellur. Best
væri þó ef auglýsingastofunum yrði
gefið langþráð sumarfrí og raun-
veruleg málefni kæmust á dagskrá.
Rauðavatnssprungan lifir enn
Grímur Atlason fjallar
um skipulagsmál ’Það að stjórnmálin íReykjavík snúist um
hjóm eins og auglýs-
ingamennsku er aumk-
unarvert.‘
Grímur Atlason
Höfundur er stjórnarmaður í VGR.
UNGIR jafn-
aðarmenn, ungliða-
hreyfing Samfylking-
arinnar, urðu nýverið
fimm ára. Hreyfingin
er ung en gríðarlega
öflug. Ungir jafn-
aðarmenn hafa unnið
markvisst að mál-
efnum ungs fólks.
Haldnir eru vikulegir
málefnafundir í nýju
húsnæði flokksins við
Hallveigarstíg og að-
ildarfélög Ungra jafn-
aðarmanna eru starf-
rækt um land allt auk
þess sem hreyfingin
heldur úti vefriti, póli-
tík.is. Ungliðahreyfing
Samfylkingarinnar
hefur sjaldan verið
eins öflug og nú og hef-
ur kappkostað að fá
ungt fólk til liðs við
flokkinn með því að
standa fyrir líflegu
starfi.
Óeigingjarnt
starf ungliða
Nú er yfirstaðinn
einn glæsilegasti
landsfundur síðari ára.
Frá síðasta landsfundi
Samfylkingarinnar
hafa fjölmargir mál-
efnahópar unnið
stefnumótunarstarf
fyrir flokkinn og var sú
vinna lögð fyrir lands-
fundinn. Þá voru gerð-
ar ýmsar lagabreytingar og var m.a.
sú breyting samþykkt að hér eftir
munu einstaklingar undir 35 ára
aldri vera skráðir í Unga jafn-
aðarmenn komi ekki fram ósk um
annað. Auk þess var kosið í fjölda
embætta og í kjölfarið varð talsverð
breyting á forystu flokksins. Sam-
fylkingin er gríðarlega sterk eftir
landsfundinn.
Ungt fólk í Samfylkingunni hefur
aldrei verið fjölmennara, sýnilegra
og virkara en nú. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir formaður Samfylking-
arinnar hefur staðfest þetta og t.a.m.
getið þess í fjölmiðlum hversu áber-
andi vel undirbúnir ungliðar hafi
mætt til þessa fundar. Ekki gera þó
allir sér grein fyrir þeirri miklu
vinnu sem liggur að
baki landsfundinum.
Framkvæmdastjóri
flokksins, annað starfs-
fólk og fjöldi
sjálfboðaliða vann óeig-
ingjarnt starf í aðdrag-
anda landsfundar. Rétt
er að geta þess að sjálf-
boðaliðarnir komu nær
allir úr röðum Ungra
jafnaðarmanna. Fyrir
sjálfan fundinn lögðu
ungliðar gólfið í höllina,
röðuðu upp borðum,
stólum og dreglum fyrir
vel yfir 1.000 manns. Á
sjálfum fundinum stóð
ungt fólk í því að raða
fundargögnum í möpp-
ur og um önnur tilfall-
andi störf á fundinn.
Mátti ungt fólk
ekki taka þátt?
Í ljósi þessa er
ástæða til að mótmæla
því viðmóti sem ein-
stakir landsfundar-
fulltrúar hafa sýnt ung-
liðahreyfingu Sam-
fylkingarinnar og ungu
fólki í heild á landsfund-
inum, sem og dögunum
eftir hann. Ummæli á borð við þau að
nú ráði konur og börn öllu í flokknum
eru ósmekkleg. Það sama verður að
segjast um ummæli þess efnis að
bílfarmar af krökkum hafi birst á
landsfundinum. Það er einkennilegt
að menn líti á ungt fólk sem æskilegt
vinnuafl við undirbúning á lands-
fundi en óæskilegt að öðru leyti.
Einnig er furðulegt að einhverjir
skulu velta vöngum yfir því hvort
hugsanlegt sé að atkvæði ungs fólks
hafi ráðið úrslitum í kosningum á
landsfundinum og talið að það sé
óeðlilegt að svo geti verið. Myndi ein-
hverjum detta í hug að segja það
óeðlilegt að atkvæði eldri borgara,
landsbyggðarfólks eða kvenna hafi
ráðið úrslitum? Má ungt fólk ekki
kjósa?
Út á við voru því miður gefin þau
skilaboð til ungs fólks í Samfylking-
unni, sem og ungra kjósenda Sam-
fylkingarinnar, að ungt fólk sé óvel-
komið í Samfylkinguna og að þeir
ungliðar sem fyrir eru í flokknum
séu í raun annars flokks félagar og í
ofanálag var ýjað að því að þeir væru
óheiðarlegir! Slíkt viðhorf er engum í
hag – sér í lagi ekki flokknum okkar.
Og sem betur fer er þetta ekki við-
horf meirihluta flokksmanna Sam-
fylkingarinnar.
Í síðustu alþingiskosningum naut
Samfylkingin gífurlega mikils stuðn-
ings meðal ungs fólks. Þannig kusu
34,1% aldurhópsins 18–22 ára Sam-
fylkinguna í kosningunum 2003, en
einungis 15% árið 1999. Fylgishrun
Sjálfstæðisflokksins hjá ungum kjós-
endum var algjört en fylgi flokksins
fór úr tæpum 50% í 23,3%. Ætli
Samfylkingin sér að vera áfram
fyrsti valkostur ungs fólks verða
flokksfélagar að taka vel á móti ungu
fólki, í stað þess að tala niður til þess
og kasta rýrð á ungliðahreyfinguna
og félaga hennar.
Undarleg skilaboð
send ungu fólki
Heiða Björg Pálma-
dóttir, Magnús Már
Guðmundsson og
Dagbjört Há-
konardóttir fjalla
um ungt fólk í
stjórnmálum
Magnús Már
Guðmundsson
’Í ljósi þessa erástæða til að
mótmæla því
viðmóti sem ein-
stakir lands-
fundarfulltrúar
hafa sýnt ung-
liðahreyfingu
Samfylking-
arinnar.‘
Heiða Björg er meðstjórnandi í fram-
kvæmdastjórn UJ, Magnús Már er
varaformaður Ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík og Dagbjört er varafor-
maður Ungra jafnaðarmanna í Kópa-
vogi.
Heiða Björg
Pálmadóttir
Dagbjört
Hákonardóttir
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur