Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 31
UMRÆÐAN
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu svæði
munu naumast sýna getu sína í
verki; þeim er það fyrirmunað og
þau munu trúlega aldrei ná þeim
greindarþroska sem líffræðileg
hönnun þeirra gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því mið-
ur eru umræddar reglur nr. 122/
2004 sundurtættar af óskýru orða-
lagi og í sumum tilvikum óskiljan-
legar.
Sigurjón Bjarnason gerir grein
fyrir og metur stöðu og áhrif
þeirra opinberu stofnana, sem
heyra undir samkeppnislög, hvern
vanda þær eiga við að glíma og
leitar lausna á honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauð-
synlegt er að ræða þessi mál með
heildaryfirsýn og dýpka um-
ræðuna og ná um þessi málefni
sátt og með hagsmuni allra að leið-
arljósi, bæði núverandi bænda og
fyrrverandi.
Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Sker-
um upp herör gegn heimilisofbeldi
og kortleggjum þennan falda glæp
og ræðum vandamálið í hel.
Svava Björnsdóttir: Til þess að
minnka kynferðisofbeldi þurfa
landsmenn að fyrirbyggja að það
gerist. Forvarnir gerast með
fræðslu almennings.
Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð-
isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir
allt, verið til fyrirmyndar og á að
vera það áfram.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
FÁ ÞINGMÁL vöktu eins mikla
athygli á síðasta vetri og tillaga um af-
nám fyrningarfrests á
kynferðisbrotum gegn
börnum. Tugþúsundir
Íslendinga skoruðu á
Alþingi að samþykkja
tillöguna og margir
fagaðilar sömuleiðis.
Tillagan komst þó aldr-
ei til endanlegrar af-
greiðslu í þingsölum.
Allsherjarnefnd bað
mig um umsögn um til-
löguna og nú þegar
hinni pólitísku orrahríð
er lokið er ekki úr vegi
að viðra örfá sjón-
armið.
Ákvæði um
fyrningarfrest
Núgildandi ákvæði
um fyrningarfrest eru
tiltölulega ný eða frá
árinu 1998. Ákvæðin
fela í sér að fresturinn
hefst við 14 ára aldur
og er hann allt að
fimmtán ár í alvarleg-
ustu málunum. Aðstöðumunur ger-
anda og þolanda er mikill og nýju
ákvæðin viðurkenna þessa sérstöðu
með því að hefja fyrningarfrestinn við
14 ára aldur brotaþola. Áður en farið
er í að afnema fyrningarfrest vegna
þessara tilteknu brota er nauðsynlegt
að skoða þau rök sem hvíla almennt
bak við frestinn.
Aðalsmerki góðra réttarvörslu-
kerfa er áreiðanleg uppljóstrun brota,
skjót og skilvirk málsmeðferð og refs-
ingar sem endurspegla alvarleika
brotsins. Afnám á fyrningarfresti
gæti dregið úr kostum þessa kerfis.
Sönnunaraðstaða verður örðugri eftir
því sem lengri tími líður frá broti, af-
nám dregur úr aðhaldi réttar-
vörsluaðila til að flýta málsmeðferð og
varnaðaráhrif refsinga minnka eftir
því sem lengra líður frá broti.
Til viðbótar má nefna fleiri rök. Af-
nám á fyrningarfresti gæti jafnvel
snúist í andhverfu sína og brotin
hugsanlega ekki tekin nægilega al-
varlega af réttarvörsluaðilum. Sér í
lagi gæti þetta átt við um kynferð-
isbrot gegn börnum. Hætta er á því
að brotum af þessu tagi verði ýtt til
hliðar þar til viðkomandi barn nái til-
skildum aldri til að hægt sé að taka
nægilegt mark á frásögn þess. Það
væri vitaskuld afleit niðurstaða.
Fyrningarfrestur veitir einmitt rétt-
arvörsluaðilum aðhald til að taka á
málum eins fljótt og auðið er. Brýnt
er að auðvelda þolendum kæruleiðina
og skiptir viðmót réttarvörsluaðila og
málsmeðferð miklu til að mál af þessu
tagi komist strax upp á
yfirborðið. Starf að-
gerðahóps á vegum
ráðuneytis dómsmála
um heildarendurskoðun
löggjafar á þessu sviði
lofar góðu í þessu sam-
hengi.
Niðurlag
Mikilvægt er að efla
upplýsta umræðu í sam-
félaginu um kynferð-
isbrot gegn börnum og
alvarleika þeirra. Við
verðum að koma meira
til móts við þolendur
brotanna og ekki aðeins
aðstoða þá við að ná
fram rétti sínum heldur
einnig félagslegri og sál-
rænni reisn sinni. Ekki
má gleyma gerendum
brotanna. Margir þeirra
hafa verið beittir kyn-
ferðislegri misnotkun í
æsku eða stríða við kyn-
hneigð sem beinist að
börnum. Meðferð til að halda aftur af
þessum brotum hefur borið árangur
sérstaklega hjá yngri gerendum.
Brýnt er að leita leiða af því tagi um
leið og viðkomandi eru látnir sæta
refsiábyrgð á gjörðum sínum.
Refsingar fram í
rauðan dauðann?
Helgi Gunnlaugsson fjallar
um afnám fyrningarfrests
af kynferðisafbrotum
Helgi Gunnlaugsson
’Mikilvægt erað efla upplýsta
umræðu í sam-
félaginu um kyn-
ferðisbrot gegn
börnum og al-
varleika þeirra.‘
Höfundur er prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
tilkynnti nýlega frestun á styttingu
námstíma til stúdentsprófs um eitt
ár. Í framtíðinni á
námið að taka þrjú ár í
stað fjögurra. Nú vill
svo til að nám til stúd-
entsprófs er aðeins
einn angi af því námi
sem fram fer í fram-
haldsskólum landsins.
Stór hluti nemenda
stundar þar verknám
af ýmsum toga og hef-
ur verið lögð áhersla á
að áfangar sem nem-
endur taka í sínu námi
séu fullgildir inn á aðr-
ar brautir. Rafvirki
sem ætlar sér í stúdentspróf fær að
fullu metna áfanga í íslensku,
stærðfræði og erlendum tungu-
málum. Það má því ekki einblína á
stúdentsbrautir við slíkar breyt-
ingar enda hafa þær áhrif á allt
skólakerfið. Menntamálaráðherra
hefur lýst því yfir að fullt tillit verði
tekið til verknáms við þessar breyt-
ingar. Þó er augljóst að við undir-
búningsvinnu hefur verið einblínt á
stúdentsbrautirnar sem má til
dæmis sjá á því að gert er ráð fyrir
að 3 einingar kjarnagreinanna, ís-
lensku, ensku, dönsku og stærð-
fræði, flytjist til grunnskólans á
meðan verknám miðar við tveggja
eininga áfanga í þessum greinum.
Ekki kemur fram í tillögum hvernig
á að bregðast við því. Í funda-
herferð ráðherra í framhaldsskólum
hefur komið fram að tími sé kominn
til endurskoðunar námskrár frá
1999 í tengslum við styttingaráform
en námskrár starfsnáms eru enn að
líta dagsins ljós og ekki komin á
þær reynsla sem gefur tilefni til
mats á hvernig til hef-
ur tekist. Það hefur
loðað við menntakerfi
okkar að matsþátt-
urinn er gjarnan hafð-
ur útundan.
Stærsta breytingin
innan þessa ferlis er þó
endurskilgreining á
einingunni sem lögð er
til grundvallar öllu
námi á framhalds-
skólastigi. Áformað er
að lengja skólaárið úr
175 dögum í 180. Á
hverri önn bætast því
við 2,5 dagar. Þessi tillaga er til
komin vegna samanburðar við önn-
ur lönd og allt námið reiknað yfir í
klukkustundir. Þessi breyting virð-
ist ekki mikil enda hafa ráðamenn
ekki viljað tala um stórfellda breyt-
ingu heldur minniháttar. Ávinning-
urinn er lítill, 2,5 dagar á önn og
væri allt í lagi að bæta þeim við ef
breytingin væri eins lítil og af er
látið. En hvað fylgir slíkri breyt-
ingu?
– Í fyrsta lagi þarf að endurskoða
allt nám á framhaldsskólastigi,
námið í heild og eintaka áfanga. Slík
endurskoðun er ekki möguleg fyrr
en í fyrsta lagi eftir nokkur ár þar
sem námskrár iðnbrauta eru enn að
komast í gagnið, má þar nefna að
grunndeild rafiðna breytist á næsta
skólaári , verður tvö ár í stað eins
og framhaldið til rafvirkjanáms tek-
ur 3 annir til viðbótar. Sama á við
um fleiri greinar innan starfs-
menntakerfisins.
– Í öðru lagi verður ómögulegt að
meta nám úr eldra kerfi yfir í það
nýja þar sem forsendur að baki
áfanganna munu breytast.
– Í þriðja lagi mun slík breyting
kalla á keyrslu á tvöföldu kerfi í að
minnsta kosti 4 ár þar sem hluti
nemenda innan skólanna stundar
nám samkvæmt eldra kerfi en aðrir
samkvæmt því nýja. Erfitt í fram-
kvæmd og óhemju dýrt.
– Í fjórða lagi kallar slík breyting
á nýja kjarasamninga við kennara
sem aldrei hefur verið auðveld
framkvæmd.
– Í fimmta lagi kallar hún á end-
urskoðun alls námsefnis áfanganna
þar sem óhjákvæmilega verður til-
færsla á efni á milli þeirra.
Ég tel ávinninginn af þessari
breytingu ekki svara kostnaði. Sam-
kvæmt orðum ráðherra á að ein-
beita sér að flutningi þessara 12
eininga kjarnagreinanna til grunn-
skólans sem er hluti af áformuðum
umbótum. Það kostar mikinn und-
irbúning, nýjar áherslur í menntun
grunnskólakennara og samstarf
skólastiganna. Eftir stæðu þá 128
einingar til stúdentsprófs sam-
kvæmt núgildandi námskrá sem á 3
árum gefa meðaltalið 21,3 einingar
á önn. Ef við flytjum tvær einingar í
viðbót, t.d. í lífsleikni, standa eftir
126 einingar eða 21 á hverri önn
sem er hæfilegt álag á þá sem vilja
ljúka námi á 3 árum. Núverandi
kerfi býður ýmsar leiðir til að ljúka
stúdentsprófi á 3 árum og end-
urskilgreining á einingunni og um-
bylting á núverandi kerfi er al-
gjörlega óþörf.
Varnarræða
einingarinnar
Baldvin B. Ringsted fjallar
um styttingu námstíma
til stúdentsprófs ’Ég tel ávinninginn afþessari breytingu ekki
svara kostnaði.‘
Baldvin B. Ringsted
Höfundur er kennslustjóri tæknisviðs
Verkmenntaskólans á Akureyri.
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010
Hair play frá
Rakarastofan
Klapparstíg
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
Lumar þú á góðri hugmynd fyrir Reykjavík?
Hafðu áhrif og leggðu þitt til málanna um
framtíðarskipulag í Reykjavík!
Fleiri íbúaþing verða haldin
í öllum hverfum borgarinnar í sumar.
Velkomin á íbúaþing
um framtíðarskipulag í Reykjavík
Fimmtudaginn 9. júní 2005 kl. 17.00, í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
www.betriborg.is