Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 38

Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hún Bogga amma mín er dáin og komin á þann góða stað sem við öll endum á. Ég viður- kenni að ég varð mjög hryggur fyrst, en svo reyndi ég að hugsa rétt og vissi að þetta var það besta fyrir þig úr því sem komið var, því þú varst orðin svo lasin. Ég bjó einn vetur í sama húsi og Bogga amma mín, hún var svo góð og hugs- unarsöm við mig, við spjölluðum um heima og geima, hún fræddi mig um lífið og tilveruna og því gleymi ég aldrei. Alltaf hugsaði amma um að ég fengi nóg að borða og ófáar voru ferðirnar sem hún kom upp til mín með nýbakaðar pönnukökur og ann- að góðgæti. Við náðum mjög vel saman þennan tíma ævi minnar sem við vorum mest saman og kynntist ég þá henni ömmu best. Þú varst mér alltaf svo góð, elsku amma mín, og ég gleymi þér aldrei. Ég sakna þín og ég veit í hjarta mínu að nú líður þér vel. Guð geymi þig. Þitt ömmubarn Hafþór Ægir. Elsku amma mín. Það var alltaf svo gott að koma heim til þín. Mað- ur gat alltaf treyst þér fyrir öllu sem gerðist. Alltaf þegar maður kom til þín fékk maður sama svarið: „Bless vinur.“ Þú varst líka svo góður vinur manns, maður gat alltaf talað við þig. Þú nenntir alltaf að tala við mig um íþóttafréttir. Síðan fór maður í ófá skipti með þér niður á Tjörn. Þú hugsaðir alltaf svo vel um allt og alla. Núna er tómlegt, þegar manni SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Stef-ánsdóttir fædd- ist að Berghyl í Austur-Fljótum 20. janúar 1922. Hún lést á Landakots- spítala 29. maí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Grafarvogskirkju 7. júní. leiðist og langar að tala við einhvern hefur maður ekki þig. Amma, síðan leyfðirðu mér alltaf að vera í handbolta inni og baðst mig alltaf að lýsa leikjum fyrir þig, Síð- an slökktirðu alltaf á sjónvarpinu þegar það var eitthvað spennandi og þú gast ekki horft á það. Þú gast alltaf fengið mann til að hlæja og það er það sem ég sakna mest. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svalan sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom eilífð, bak við árin. (V. Briem) Þinn Örn. Ömmu Boggu hef ég þekkt frá því ég man eftir mér. Hún hefur verið í nálægð við mig, aldrei langt undan. Fyrst bjó hún í kjallaranum á Eyja- bakka þar sem við bjuggum. Þegar við fluttum upp í Grafarvog, lét hún sig ekki muna um að taka strætó til okkar. Á jólum kom amma alltaf til okkar. Amma hafði þann sið að gefa öllum ættingjum sínum gjafir. Margar þeirra hafði hún búið til uppi í Gerðubergi, aðrar föndrað heima og restina verið að kaupa af og til allt árið. Það var því alltaf mikill spenningur þegar amma kom með alla pakkana sína. Hún jafnt sem við krakkarnir vorum sífellt að reka á eftir mömmu og pabba að ganga frá svo hægt væri að byrja að opna. Amma passaði upp á allt og nýtti pokann sem hún hafði haft gjafirnar í undir pappírinn. Þessi tími verður nú minningin ein sem ég mun geyma hjá mér. Þá man ég alltaf eftir því þegar þú dáðist að fegurð landsins. Einnig gleymi ég ekki sögunni sem þú sagðir mér um sjálfan mig því þú hafðir svo oft orð á því að ég hefði svo stór augu. Við vorum að keyra um í Reykjavík og ég sagði: Amma, ég sé til Akureyrar. Amma, mjög undrandi, spurði hvernig á því stæði. Ég svaraði: Ég er með svo stór augu! Hefur þetta fylgt okkur síðan, hún minnst á þetta og mikið hlegið. Ömmu mun ég alltaf sjá fyrir mér sem konu sem hafði alltaf eitthvað fyrir stafni. Hvíl í friði, amma mín. Páll Arnarson. Elsku amma Bogga mín, nú hafa leiðir okkar skilist. Ég trúi því að þú sért komin á betri stað þar sem þú ert laus við alla verki. Þú varst besta amma sem nokkur gat eignast, allar þær stundir sem við áttum saman eru ómetanlegar. Ég er svo þakklát fyrir að hafa get- að verið svona mikið með þér. Fyrstu minningarnar eru í Eyja- bakkanum þar sem við bjuggum saman fyrstu fimm ár ævi minnar og oft í viku gengum við saman nið- ur í Mjódd, fram hjá steinunum og þar stoppuðum við alltaf og þú leyfðir mér að heilsa upp á álfana því þú sagðir að í steinunum byggju álfar. Mannstu hvað ég átti erfitt með að hætta með snuðið, ég hljóp alltaf inn til þín frá krökkunum og bað þig um að leyfa mér að fá snuðið “bara smá stund“ því ég vissi að þú segðir ekki nei. Seinni árin voru ekki síður yndisleg, ég vildi alltaf vera að gista heima hjá þér um helg- ar og alltaf þegar við vöknuðum fékk ég heimsins besta hafragraut og við fórum saman í Kolaportið og á Tjörnina. Þú studdir mig í öllu sem ég gerði, hélst alltaf í höndina á mér og sagðist trúa því að ég gæti allt sem ég vildi. Elsku amma mín, þú átt stóran hlut í hjarta mínu sem ég mun geyma vel. Allar okkar stundir eru efst í huga mér og verða þar alla ævi. Nú ertu komin til afa og systra minna og mun þú passa þær líkt og þú gerðir við mig. Sofðu vel, elsku Elsku amma mín. Ég veit að þú ert kom- in á góðan stað þar sem þér líður vel. Undanfarna daga hef ég ekki þurft annað en að loka aug- unum til þess að finna lyktina af Selvogsgrunni 6 og rifja upp allar þær yndislegu minningar sem við áttum saman þar og annarsstaðar. Ég ætla að hafa þær útaf fyrir mig að mestu leyti, en læt ljóð sem ég samdi fyrir þig á síðasta afmæl- isdag fylgja með þessum litla texta. Elsku amma, þú hefur alltaf verið mér fyrirmynd og ég mun ætíð elska þig. Fyrir um 80 árum þegar þú komst í heiminn kviknaði mitt ljós. Þú ert lyktin niðrí geymslu, þú ert húsið á Selvogsgrunni 6. Þú ert kartöflugarðurinn, þú ert altanið, þú ert súbbinn, þú ert stóra klukk- an frammi á gangi, þú ert jólin, þú ert tindátaleikurinn frammi á gangi, þú ert manninn, þú ert grýl- an sem komst og kitlaðir, þú ert pönnukakan, þú ert besti matur í heimi, þú ert skip, þú ert frænka, þú ert systir, þú ert vinkona, þú ert AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Aðalbjörg Sigurð-ardóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1924. Hún lést á hjartadeild Landspít- alans aðfaranótt 28. maí síðastliðins og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. júní. eiginkona, þú ert móð- ir, þú ert amma mín. Hjartans kveðja, þitt barnabarn Haukur Ingi Einarsson. Elsku amma og langamma, við þökk- um fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það er margs að minnast í gegnum ár- in. Við minnumst sér- staklega þess hversu gaman var alltaf að koma á Sel- vogsgrunninn, hvort sem það var í veislur eða bara í heimsóknir. Við minnumst einnig hversu gaman var að taka á móti þér og afa þegar þið komuð frá útlöndum, því þá var alltaf einhver glaðningur til barnabarnanna sem var oftar en ekki ný tölvuspil. Árleg ferð fjölskyldunnar á Flúðir þegar við vorum yngri var eitthvað sem við hlökkuðum mikið til og stóðst hún alltaf væntingar okkar, sem voru þó yfirleitt mjög miklar. Þegar barnabarnabörnin þín fæddust tókstu vel á móti þeim bæði í gjöfum og gjörðum. Þau voru svo heppin að fá að kynnast þér og munt þú ávallt lifa í minn- ingu þeirra. Við biðjum Guð að varðveita þig. Aðalbjörg, Haukur, Valur, Rakel, Helena Bryndís og Hildur Telma. Í fjölskyldu minni var hún alltaf kölluð Alla systir, en hún hét Aðal- björg og var systir hennar mömmu og samgangur þeirra systra mikill á uppvaxtarárum mínum. Ég hélt alltaf mikið upp á þessa yndislegu móðursystur mína og mann hennar Hauk Gunnarsson enda reyndust þau mér ómetanlega í erfiðum veikindum á unglingsárum mínum. Alla var gleðigjafi hvar sem hún kom, hinn hvelli hlátur hennar verður mér ógleymanlegur, svo og lífsgleðin sem ávallt fylgdi henni. Í fjölskylduboðum var hún ómiss- andi, því þar sem Alla systir var, þar var fjörið. Alla móðursystir mín var glæsileg kona svo eftir var tekið, átti fallegt heimili og góða fjölskyldu. Hún fór þó ekki var- hluta af sorginni eins og svo marg- ir, en bar slíkt ekki á torg. Hin létta og glaða lund hennar hefur efalaust hjálpað henni að takast á við slíkt, þó vitað sé að sorginni gleymir enginn. Þau móðursystkini mín sem ólust upp í Steinabæ á Bráðræðisholtinu voru alls ellefu að tölu, þau eru nú öll horfin á vit feðra sinna fyrir utan Emmu sem ein lifir eftir og býr í Bandaríkj- unum. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð þessa ynd- islegu frænku mína, um leið og ég þakka henni fyrir alla þá gæsku og vináttu sem hún ætíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Hugheilar sam- úðarkveðjur sendum við Sigurjón og börn okkar þeim Hauki, Gunna, Sigga, Ingibjörgu og fjölskyldum þeirra. Elsku Alla „systir“, þér bið ég góðrar heimkomu og þakka þér fyrir allt sem þú varst mér í lifenda lífi, minning þín mun lifa björt og fögur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð „Margs er að minnast, margt er hér að þakka.“ Þetta eru orð sem koma upp í huga mér þegar ég minnist mömmu minnar. Mömmu sem ég sakna sárt en hugsa þó með gleði í hjarta að þar sem hún er núna stödd líður henni vel. Henni líður vel vegna þess að hún er núna hjá þeim sem hún saknaði í lifanda lífi. En ég bíð þess tíma að hitta hana aftur vegna þess að sá tími mun koma. Ég sakna hennar sérstaklega vegna þeirra stunda sem við áttum saman og ég minnist. Ég minnst þess að hún sagði mér frá því að þegar ég fæddist þá fannst henni best að horfa á mig með sængina upp að höku vegna þess að henni fannst ég svo horuð. Ég minn- ist þess að ef að ég vildi ekki borða þá var ég minnt á börnin í Biafra en fékk samt sem áður súputeningssoð að borða vegna þess að það fannst mér gott. Ég minnist þess að alltaf fékk ég að koma upp í til hennar þegar ég vaknaði upp um nætur og hún vildi hafa mig sín megin vegna þess að hún var svo hrædd um að pabbi myndi ekki finna fyrir mér á milli þeirra. Ég minnist þess að þegar við horfðum á sjónvarpið þá var hún alltaf tilbúin að strjúka á mér hendurnar, bakið eða hárið. Ég minnist þess að hún bakaði bestu loftkökur í heimi fyrir jólin og þær smökkuðust ofsaleg vel þó svo að límt væri fyrir dunkinn. Ég minnist þess að mér fannst ég vera í flottustu fötunum sem hún saumaði á mig fyrir Þjóðhátíð, sem ég átti síðan að nota á jólunum líka. Ég minnist þess að þeg- ar ég var orðin eldri að þá þurfti ég bara að sína henni föt í „móðins blöð- unum“ og hún saumaði eða prjónaði það. Ég minnist þess að hún rakti upp og byrjaði að nýju, hún hætti ekki fyrr en hún var orðin fullkomlega ánægð með það sem hún var að gera. Hún vildi ekki láta neitt frá sér ófull- komið. Hún meira að segja þvoði hvítu smekkbuxurnar sem ég notaði á Þjóðhátíðinni, eftir hvert kvöld, til að ég væri nú ekki að fara í þær skít- ugar. Ég minnist þess að hún var aldrei með læti og hún vann öll sín verk í hljóði og eins og allt annað var það gert á fullkominn hátt. Ég minn- ist þess að henni fannst alltaf gott að leggja sig eftir hádegi og það var stund sem allir tóku fullt tillit til. Ég minnist þess að henni fannst gaman að hitta fólk en þó aldrei eins mikið og þegar það kom til hennar. Hún átti marga góða vini sem hafa ætíð hugs- að hlýtt til hennar og sýnt það í verki og orði. Ég minnist þess að hafa átt góðar stundir mér þér, elsku mamma mín, og þess vegna segi ég: Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en eg elskaði þig. Eg fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. (Sigurður Nordal.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Ég ANNA FRÍÐA STEFÁNSDÓTTIR ✝ Anna Fríða Stef-ánsdóttir fæddist á Akureyri 6. októ- ber 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 25. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 4. júní. bið að heilsa pabba. Þín dóttir, Helena. Í örfáum orðum lang- ar mig að minnast tengdamóður minnar, sem mér hlotnaðist að kynnast þegar ég fór að vera með yngri dóttur hennar fyrir u.þ.b. 24 árum. Ég minnist henn- ar sem hæglátrar konu með ákveðnar skoðanir sem hún lét í ljós þegar henni fannst þörf á. Frá fyrstu kynnum tók hún mér vel. Við skiptumst á skoðunum um hin ýmsu mál sem við vorum ekki alltaf sam- mála um en við létum það ekki skemma fyrir okkur þá vináttu sem með okkur tókst. Þær stundir sem við áttum saman hefðu mátt verða fleiri, en við getum sagt að það er ekki magnið heldur eru það gæðin sem skipta máli. Og það á vel um hana Önnu Fríðu, tengdamóður mína, nóg átti hún af gæðastundum. Hún var góð kona með hlýtt hjarta á réttum stað og vildi öllum það besta. Hún lét oftar en ekki sjálfa sig sitja á hak- anum til að öðrum liði vel. Hennar heimili, Grund, var ætíð opið gestum og gangandi. Þangað var oft á tíðum komið við áður en farið var í bankann, niður í bæ til að útrétta eða áður en farið var heim eftir bæjarferð. Hún átti alltaf kaffi á könnunni og það nægði flestum, en ekki spillti ef hún átti kex til að hafa með. Ég minnist einnig þeirra stunda eftir að ég hóf störf í lögreglunni að haft var sam- band á vaktina og ég beðinn um að skjótast eftir þeim vinkonum, Siggu systur hennar, Írisi, Maggý og Auði systur hennar, meðan hún bjó hér í Eyjum. Þetta var eftir að þær höfðu verið að skemmta sér og þá oftar en ekki á Grundinni og vantaði skutl heim. Það tók stundum dálítinn tíma að koma sér af stað vegna þess að það þurfti oft að taka eitt lag í lokin. Þetta voru stundir sem hún talaði oft um og hló ekki lítið að. Þær skemmtu sér yf- ir ættjarðarsöngvum að norðan eða héðan úr Eyju, rifjuðu upp gamla tíma og lögðu ráðin á áframhaldandi vináttu og tengsl. Ég veit að þetta voru stundir þar sem henni leið vel vegna þess að hún var í hópi vina og þeirra sem henni þótti vænt um. Elsku Anna mín, megi góður guð gefa þér góða hvíld. Ég vil þakka all- ar samvistir okkar og ég hlakka til þeirrar stundar að við hittumst á ný. Jón Bragi. Elsku amma á Grund. Takk fyrir þann tíma sem við feng- um að vera saman. Takk fyrir að leyfa okkur að eiga þig sem ömmu. Ömmu sem gafst okkur allt sem þú gast gefið. Gafst okkur tíma til að fá að vera við sjálf. Takk fyrir allar brauðsneiðarnar úr örbylgjuofninum sem þú passaðir að væru rétt niður- skornar. Takk fyrir að leyfa okkur að sofa hjá þér þegar okkur langaði til. Takk fyrir að hita hrísgrjónagraut þegar okkur langaði í hann. Takk fyr- ir möndlukökuna og vínarbrauðin. Takk fyrir að leyfa okkur að hjálpa þér þegar þú varst komin í hjólastól- inn. Takk fyrir allt nammið í skúff- unni. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar og takk fyrir að vera þú sjálf. Ástarkveðja, Þorgils Orri, Margrét Steinunn og Valur Yngvi. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.