Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.06.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 41 MINNINGAR Keyptum þá í sjoppunni fimm Camel- sígarettur í brúnum bréfpoka, ásamt kóki og lakkrísrörum, til að hafa með skýrslugerðinni. Til upplyftingar var svo kíkt í dönsku blöðin inni á milli lærdómsins. Við reiknuðum fullt að dæmum hjá Birni Bjarnasyni og skrifuðum endalausa þýska stíla. Svo kíktum við í stjörnukíki með Sigur- karli á stjörnubjörtum vetrarmorgn- um og sungum franskar vísur með Siggu frönsku. Oft var kíkt á Hressó og Mokka og stundum voru klúbb- fundir í „ekki saumaklúbbnum“ þar sem stundum var keypt ein púrtvín, sem dugði til að gera sex meðlimi hans verulega káta. Við fórum svo hver í sína áttina, en héldum oftast sambandi og fórum svo að hittast meira aftur, þegar börnin okkar voru orðin stór og fórum þá stundum saman í leikhús og út að borða og upp í sumarbústað, Nína, Beta, Hrefna og Oddný og stundum Gústa. Berjamór í sólinni í Húsafelli er minnisstæður og langar legur í heitum potti með heimspekilegum samræðum og fljótandi koníaksglös- um eins og Nína kenndi okkur. Ekki eru Hrefnu síður minnisstæðar ánægjustundirnar í Flatey, þar sem Regína og Benni dekruðu við okkur „hattadömurnar“ og endalaust var sungið, spilað, hlegið og fíflast. Þegar við tókum eftir því að bekkjarráðs- formaðurinn okkar, Sigga Hjartar, var búin að bjóða bekknum nokkuð oft heim til sín á stúdentsafmælum tókum við okkur til og bjuggum sam- an til kræsingar og buðum öllum heim til Hrefnu á Látraströndinni. Þá var oft fjör við matargerðina. Fimm- tugsafmælin okkar kostuðu líka mörg undirbúningsboð til að smakka mögu- lega rétti og ræða málin. Hrefna minnist líka skemmtilegrar sambúð- ar á Látraströndinni í nokkrar vikur meðan Nína beið eftir að fá Klapp- arstíginn afhentan. Lengi var hist reglulega til að njóta góðs af hæfi- leikum Nínu til að mála hár og augu. Í síðasta skiptið sem Hrefna hitti Nínu á Landspítalanum fyrir tveimur vik- um hafði hún einmitt orð á að liturinn væri hárréttur þótt hún hefði ekki séð um hann í þetta sinn! Við minnumst þess ekki að Nína talaði illa um nokkurn mann. Hún var alltaf ljúf og góð og yndisleg með glettnisbros á vör og hafði svo hlýja nærveru. Það var gott að ræða við hana um alla hluti. Við munum sárt sakna þín, elsku vinkona. Svandísi, Benna og Gesti og barnabörnunum, sem við þekkjum svo vel af afspurn sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Jafnframt vottum við Braga, for- eldrum Nínu og öðrum ættingjum samúð okkar. Þínar menntaskólavinkonur, Hrefna Kristmannsdóttir og Oddný Björgólfsdóttir. Það er undarlegt að hugsa til þess að hún Nína eigi aldrei aftur eftir að kíkja inn óvænt og kalla frá útidyrum: „Sonja mín, er ég að trufla, elska?“ Núna um páskana þegar hún var lögð inn á Landspítalann varð brátt ljóst að kallið var komið. Hún var að deyja. Með sorg í hjarta fylgdumst við með hvernig hún af æðruleysi og reisn nálgaðist dauðann. Hún, sterkust allra. Kynslóðabil þekkti Nína mín ekki. Hún gat rætt við unga sem gamla og hún kunni að hlusta. Hún var guðmóðir sonar míns, góð vinkona dætra minna. Þegar hún og mamma hittust settust þær jafnan af- síðis nöfnurnar, með kaffibollana sína og skröfuðu margt. Hann pabbi lýsti því einu sinni yfir í veislu að hún Jónína vinkona dóttur hans væri glæsilegasta og gáfaðasta kona sem hann hefði hitt. Svo væri hún líka bráðskemmtileg. Hann hitti naglann á höfuðið. Nína var hávaxin og glæsileg, hafði hlýtt viðmót og töfrandi framkomu sem vakti athygli hvar sem hún fór. Við hjónin og fjölskylda okkar munum alltaf minnast Nínu með gleði og þakklæti fyrir trausta vináttu í rúm þrjátíu ár. Öllum ástvinum hennar sendum við hjartanlegar samúðarkveðjur. Nína mín, Guð blessi þig. Sonja. FRÉTTIR RANGLEGA var farið með eftirnafn Þóreyjar Kolbeins í grein um Anton Sigurðsson og Ísaksskóla í blaðinu á sunnudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Rangt nafn FYRSTA kvöldganga sum- arsins í þjóðgarðinum á Þing- völlum verður gengin á morg- un, fimmtudagskvöldið 9. júní. Þetta er fimmta árið í röð sem þjóðgarðurinn á Þingvöllum stendur fyrir kvöldgöngum á fimmtudags- kvöldum í júní og júlí þar sem fræðimenn og þjóðþekktir áhugamenn um staðinn fjalla um hugðarefni sín tengd Þingvöllum. Börn verða í hlutverki fornleifafræðinga Það er Árni Hjartarson jarðfræðingur sem ríður á vaðið að þessu sinni og fjalla um hraun, gjár, jarðskorpu- hreyfingar og jarðfræði Þing- vallasvæðisins annað kvöld. Árni varði í fyrra doktors- ritgerð sína við Kaupmanna- hafnarháskóla sem fjallar um jarðsögu Skagafjarðar en hann mun í göngunni m.a. beina sjónum gesta að land- reki og myndun nýs lands sem óvíða er eins sjáanleg og einmitt á Þingvöllum. Gangan hefst við fræðslumiðstöðina við Hakið, fyrir ofan Al- mannagjá, og gengið verður að Langastíg. Einnig verður boðið upp á fornleifaskóla barnanna á Þingvöllum annað árið í röð en skólinn mæltist vel fyrir hjá yngri gestum garðsins í fyrra. Þar verður börnum boðið að reyna fyrir sér í hlutverki fornleifafræðinga, finna muni, skrá þá og teikna. Skólinn verður starfræktur alla sunnudaga yfir sumar- tímann frá kl. 13–16 í Presta- krók á Neðrivöllum. Kvöld- göngur að hefjast á Þing- völlum BRAUTSKRÁNING 116 stúdenta frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð fór fram í hátíðarsal skólans nýverið. Konur voru 70 en karlar 46 og skiptust þannig á náms- brautir: 46 af náttúrufræðibraut, 44 af félagsfræðibraut, 14 af málabraut og 17 af IB-braut (þ.e. námsbraut til alþjóðlegs stúdents- prófs). Í þessari upptalningu eru tvítaldir þeir fimm nemendur sem luku námi á tveimur náms- brautum. Fimm stúdentar fengu ágætiseinkunn og var María Helga Guðmundsdóttir dúx með meðaleinkunnina 9,62. Semídúx var Jakob Tómas Bullerjahn með meðaleinkunnina 9,52 og lauk hann jafnframt flestum einingum, 177 alls. Næst í röðinni var Ásdís Hjálmsdóttir sem notaði morg- uninn til þess að setja Íslandsmet í spjótkasti. Þessi þrjú voru öll nemendur á náttúrufræðibraut. Tveir yngstu stúdentarnir eru fæddir 1988, þ.m.t. dúxinn, og sá elsti 1929. Ávörp og ræður fluttu rektor, konrektor, Sigurborg Matthíasdóttir, Jakob Tómas Bull- erjahn nýstúdent og Þórólfur Árnason, 30 ára MH-stúdent, en geta má þess að sonur hans var meðal nýstúdenta. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon 116 brautskráðust frá MH VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, VÍS, hefur veitt Jóni Sverri Jóns- syni, vaktmanni á Reykjalundi, við- urkenningu fyrir að hafa komið í veg fyrir mikið tjón með því að slökkva eld í röraverksmiðju Reykjalundar- plastiðnaðar seint að kvöldi 20. mars 2005. Pétur Már Jónsson, fram- kvæmdastjóri Tjónaþjónustu VÍS, afhenti Jóni Sverri flugmiða hjá Ice- landair og sagði við það tækifæri að vaktmaðurinn hefði brugðist rétt við og komið í veg fyrir bruna og til- heyrandi eignatjón með snarræði sínu og dirfsku. Verðlauna vaktmann á Reykjalundi NEMENDUR í Hólabrekkuskóla stóðu nýlega fyrir söfnun vegna af- leiðinga náttúruhamfaranna í Asíu í vetur. Alls söfnuðust 222.000 kr. sem nemendurnir afhentu Rauða krossi Íslands. Krakkarnir í Hólabrekkuskóla beittu ýmsum ráðum við söfnunina. Nemendur í unglingadeild skólans héldu kvöldvöku þar sem boðið var uppá margvísleg skemmtiatriði og rann ágóðinn af kvöldinu í söfn- unarsjóðinn. Krakkarnir á mið- skólastigi stóðu fyrir viðamikilli dósasöfnun. Hér afhendir Björn Berg Pálsson, fulltrúi nemenda, Sigrúnu Árnadótt- ir, framkvæmdastjóra Rauða kross- ins, ágóðann af söfnuninni. Við hlið þeirra stendur Hólmfríður G. Guð- jónsdóttir, skólastjóri Hólabrekku- skóla. Söfnuðu vegna hamfaranna í Asíu Morgunblaðið/Jim Smart RÁÐSTEFNA á vegum Grundtvig fullorðinsfræðslu Sókratesar, sem er evrópskt samstarfsverkefni, var haldin hér á landi nýlega. Markmið verkefnisins er að efla sjálfstraust kvenna og virkja þær til frekari þátt- töku í samfélaginu. Hér á landi hefur verkefnið verið í höndum Enskuskóla Erlu Ara og hafa 14 íslenskar kon- ur sótt námskeiðið hjá henni. Námið fólgst m.a. í þjálf- un í að koma opinberlega fram og almennri tölvunotk- un. Að sögn Erlu er full þörf á að hvetja konur til þess að taka þátt í verkefni sem þessu. Þjálfun í að koma fram og takast á við ný verkefni opni ótal nýjar dyr og auki möguleika þeirra til þátttöku í margs konar verk- efnum til muna. Í lok námskeiðsins sóttu svo erlendar stallsystur hin- ar íslensku heim og ráðstefna var haldin. Gestirnir voru 36 og voru þeir frá Þýskalandi, Portúgal, Spáni, Finnlandi og Danmörku. Að sögn Erlu var lögð rík áhersla á að kynna gestunum raunverulegt líf íslenskra kvenna. Farið var í ferðalag að Gullfossi og Geysi og fengu gestirnir að bragða á alvöru íslensk- um mat. Á ráðstefnunni héldu allar konurnar kynningu á ensku. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, hélt ávarp um mikilvægi símenntunar. Í kjölfar fyrirlestranna voru umræður um mismuninn á daglegu lífi þessara sjö Evrópuþjóða. Ráðstefnugestir ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Alþjóðleg ráðstefna um eflingu kvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.