Morgunblaðið - 08.06.2005, Side 44
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞORLÁKSMESSU-
KVÖLD...
ÞAÐ ER EKKI
MÖGULEIKI AÐ SOFNA
ÉG Á EKKI
EFTIR AÐ HEYRA
Í SLEÐABJÖLLUM
Í KVÖLD...
ÉG TRÚ EKKI LENGUR Á
ÞENNAN HVÍTSKEGGJAÐA OG
RAUÐKLÆDDA KARL
VORU ÞETTA EKKI
SLEÐABJÖLLUR?
AF HVERJU GETUR
MAÐUR ALDREI
VERIÐ VISS
KALVIN, FLÝTTU ÞÉR. VIÐ
PÖNTUÐUM BORÐIÐ
KLUKKAN 21:00
MÁ HOBBES EKKI
KOMA MEÐ? AF
HVERJU
EKKI!
VEGNA ÞESS
AÐ VIÐ ERUM
HRÆDD UM AÐ
ANN ÉTI
EINHVERN
JÁ, ÞAÐ ER
RÉTT, ÞÚ
MUNDIR
EFLAUST BORÐA
EINHVERN
ÉG
HEF
ALDREI
GETAÐ
HAMIÐ
MIG Á
VEITINGA-
HÚSUM
NEI!
ÁTTU
EINHVERJA
ÚR GLERI?
STUNDUM VELTI
ÉG FYRIR MÉR TIL-
GANGI ÞESSA LÍFS
EN EF ÞÚ SPYRÐ SJÁLFAN ÞIG HVER
TILGANGUR LÍFSINS ER OG SEGIR SJÁLFUM
ÞÉR SVO HVER SÁ TILGANGUR ER,
AF HVERJU ERTU
ÞÁ AÐ SPYRJA, FYRST
ÞÚ VEIST SVARIÐ?
STUNDUM VELTI ÉG ÞVÍ FYRIR MÉR AF
HVERJU ÉG ÞEGI EKKI BARA OG DREKK
BJÓRINN MINN
EF EINHVER ÆTLAÐI AÐ RÆNA ÞIG Í
GAMLADAGA ÞÁ ÞURFTI HANN AÐ RÁÐAST Á
ÞIG EÐA BRJÓTAST INN TIL ÞÍN
Í DAG ER NÓG FYRIR ÞESSA
ÞRJÓTA AÐ STELA KORTA-
NÚMERINU MANNS. ÞEIR GETA
SETT MANN Á HAUSINN ÁN
ÞESS AÐ MAÐUR VITI AF ÞVÍ
ERTU AÐ FÁ SMÁ
NOSTALGÍU?
GLÆPIR VORU
SVO EINFALDIR
HÉR ÁÐUR FYRR
ÆTLI KÓNGULÓAR-
MAÐURINN GETI
NOKKUÐ NÁÐ ÞEIM
HELDUR
EN EF ÉG
NÆ ÞEIM...!
ÞAÐ ER LÍTIÐ SEM ÞEIR GETA
GERT. ÞAÐ ER VÍST MJÖG ERFITT
AÐ REKJA INTERNET ÞJÓFA.
JÁ, ÉG
SKIL
HVAÐ SAGÐI
LÖGREGLAN?
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 8. júní, 159. dagur ársins 2005
Allt er falt,“ hugsaðiVíkverji með sér
þegar hann las grein í
nýjasta tölublaði viku-
ritsins Der Spiegel um
það hvernig virtir
þýskir vísindamenn
tóku árum saman við
fé frá tóbaksframleið-
endum. Þessir sömu
vísindamenn tóku síð-
an þátt í því að draga
úr hættunni, sem
fylgir reykingum. Einn
þeirra, Jürgen Frei-
herr von Troschke, er
stjórnandi deildar við
háskólann í Freiburg,
sem gerir þverfaglegar rannsóknir á
sviði læknisfræði og félagsfræði. Árið
1987 kom Troschke fram á ráðstefnu
í Hamborg í boði sígarettuframleið-
andans BAT og setti fram óvenjulega
kenningu þar sem reykingum var líkt
við lyfjatöku. Sagði hann að nota
mætti sígarettur markvisst til að fást
við streitu og reykingar í hófi væru
því framlag til almenns heilbrigðis.
Málflutningur Troschkes féll tóbaks-
fyrirtækjunum vel í geð og hafa fund-
ist gögn um að eitt árið hafi hann
fengið greidd 700 þúsund mörk.
Saksóknarar í Bandaríkjunum
byrjuðu í gær að flytja lokaræður sín-
ar í máli, sem höfðað var á hendur
helstu tóbaksframleið-
endum Bandaríkjanna
fyrir fimm árum. Sagði
lögfræðingur dóms-
málaráðuneytisins að
sýnt hefði verið fram á
„áratuga mynstur …
rangfærslna, hálfsann-
leiks, blekkinga og
lyga, sem enn eiga sér
stað í dag“.
x x x
Ýmsar kvaðir hafaverið lagðar á tób-
aksfyrirtæki í Banda-
ríkjunum á undan-
förnum árum, meðal
annars að þau birti gögn. Þúsundir
skjala hafa birst og þannig komu
fram upplýsingar um greiðslurnar til
þýsku vísindamannanna. Í greininni í
Der Spiegel segir að greiðslurnar
hafi verið hluti af aðgerðum fyr-
irtækjanna um allan heim í því skyni
að fá virta vísindamenn á sitt band.
Tilgangurinn var að fá þá til að draga
fram „jákvæð áhrif“ reykinga og „fé-
lagslegan ávinning“.
Það vekur óþægilegar tilfinningar
að vita til þess að vísindamenn skuli
þiggja fé á laun með þessum hætti, en
svona geta nokkrir menn komið óorði
á heilar stéttir og vakið tortryggni og
efasemdir.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Breiðholt | Waldorfskólinn Sólstafir í Reykjavík, sem starfar í Hraunbergi
12 í Breiðholti, var að ljúka sínu ellefta starfsári í vikunni og færði unglinga-
stig skólans af þessu tilefni upp leikrit Williams Shakespeare ,,Draumur á
Jónsmessunótt“ í félagsmiðstöðinni Miðbergi. Skólinn starfar samkvæmt að-
ferðafræði og uppeldiskenningum Rudolfs Steiner og er með bekki á öllum
stigum grunnskólans.
,,Draumur
á Jónsmessunótt“
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
En þú, hví dæmir þú bróður þinn? Eða þá þú, hví fyrirlítur þú bróður
þinn? Allir munum vér verða að koma fram fyrir dómstól Guðs.
(Róm. 14, 10.)