Morgunblaðið - 08.06.2005, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DIARY OF A
MAD BLACK
WOMAN
ÓVÆNTASTA
GRÍNMYND ÁRSINS
Skráðu þig á bíó.is
Sýnd kl. 4 m. ísl tali
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Sýnd kl. 5.20 og 10.30 B.I 10 ÁRA
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
FRÁBÆR GRÍNMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
kl. 4, 7 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.50 og 8
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
9. júní Miðasala opnar kl. 15.30
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ
LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE
KINGDOM
OF HEAVEN
ORLANDO
BLOOM
HL mbl l
Sýnd kl. 4 og 7 B.I 16 ÁRA
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10 B.I 10 ÁRA
x-fm
x-fm
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
AÐSÓKNARMESTAMYND ÁRSINS
Þ.Þ FBL „svalasta mynd ársins
Blóðug, brútal og brilliant!
Forsýnd kl. 8Sýnd kl. 10.10 síðasta sýning
TITILPERSÓNAN í Töframann-
inum, er ungir drengur (Jóhann
Kristófer) sem á heima rétt utan við
kauptúnið, ásamt foreldrum sínum
(Stefán Jónsson og Elma Lísa) og
yngri bróður (Jón Gunnar). Niður
við sjóinn býr skrítinn einsetukarl
(Baldvin Halldórsson) í skúrræksni.
Drengurinn lúrir á leyndarmáli;
hann er töframaður sem getur
bjargað sér út út hvers kyns vand-
ræðum á ögurstundum, en það veit
enginn nema hann.
Töfrarnir koma til góða þegar
stráksi þarf að flýja nöturlegan
raunveruleikann; drykkfelldan föð-
ur sem leggur hendur á konu sína
og börn, skiliur drenginn einan eftir
þegar hann fer á þorpskrána og er
of fullur til að halda bílnum á veg-
inum. Þá kemur sér vel að kunna
ýmislegt fyrir sér.
Töframaðurinn fjallar um gam-
alkunna draumaveröld barna, þang-
að sem þau flýja ef þau eiga ekki
annarra kosta völ til að yfirstíga
vandamál hversdagsins. Yrkisefni
sem er m.a. hugleikið hrollvekj-
umeistaranum Stephen King, og
gott ef atriðið í skúrnum er ekki til-
vísun í Apt Pupil. Reynir er eft-
irtektarverður kvikmyndagerð-
armaður sem á að baki fínar
stuttmyndir og magnaðar auglýs-
ingar, brátt hlýtur hann að stíga
skrefið til fulls og gera mynd í fullri
lengd. Töframaðurinn er áfangi á
þeirri leið, sláandi innsýn í dap-
urlegt líf þar sem söguhejan verður
að grípa til flóttameðala til að
þrauka af. Þó er einhver óumflýj-
anleg vá yfir persónunni sem nær til
áhorfandans og loftið er lævi bland-
að.
Andhverfa kynslóðabilsins
Kynslóðabilið birtist í andhverfu
sinni í Granny Kickers, skondinni
skissu um Edda, ungan og leiðitam-
an mann og ömmu hans, sem er
húsbóndinn á heimilinu. Ekki nóg
með það heldur er kerlingin hið
versta forað sem gerir barna-
barninu lífið leitt. Hún er forfallin
hasshaus og glæpamyndafíkill sem
á sínar bestu stundir rammskökk,
með Scarface í vídeótækinu.
David hefur ágæta sögumanns-
hæfileika og grátt skopskyn sem
nýtist honum prýðilega í verki sem
virkar frekar sem byrjun á tarant-
inolegri hasarmynd en stuttmynd.
Kirkjugarðurinn og Guðrún Steph-
ensen sem amman, standa upp úr.
Óvæntur leyndardómur
Teikningar eftir Jón Bjarnason
bónda, sem uppi var á 19. öld, vakna
til lífsins í höndum Unu Lorentzen.
Forvitnilegt að kynnast hug-
myndum löngu gengins íslensks af-
dalamanns um nágrenni sitt, yf-
irnáttúrulega hluti og ekki síst
umheiminn. Una hefur fullt vald á
afmörkuðu efninu sem hún er að
fást við og kveikir áhuga áhorfand-
ans á þeim margvíslegu og óvæntu
leyndardómum sem felast rétt fyrir
framan nefið á okkur.
Lítill töframaður, hassið
hennar ömmu o.fl. smálegt
Sæbjörn Valdimarsson
Atriði úr Töframanninum eftur Reyni Lyngdal.
KVIKMYNDIR
Tjarnarbíó – Reykjavík Shorts &
Docs
Töframaðurinn Leikstjórn: Reynir Lyngdal. Handrit: Jón
Atli Jónasson. Tónlist Hallur Ingólfsson.
Kvikmyndataka: Tuomo Hutri. Þulur:
Ingvar E. Sigurðsson. Aðalleikendur: Jó-
hann Kristófer, Jón Gunnar, Stefán Jóns-
son, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Baldvin
Halldórsson. Pegasus. 13 mín. Ísland.
2005.
Granny Kickers
Leikstjórn og handrit: David Ziggy. Aðal-
leikendur: Gurún Stephensen. Lortur. 7
mín. Ísland. 2005.
Jón bóndi
Leikstjórn og framleiðsla: Una Lorentzen.
5 mín. Ísland. 2005.
BANDARÍSKA leikkonan Anne
Bancroft er látin, 73 ára, að sögn
talsmanns hennar í gær. Hún lést úr
krabbameini. Bancroft fékk Ósk-
arsverðlaunin 1962 fyrir leik sinn í
kvikmyndinni The Miracle Worker,
um ævi Helen Keller sem fræg varð
fyrir að takast af mikilli hugprýði á
við fötlun sína en Keller var bæði
blind og mállaus.
Bancroft fæddist í Bronx í New
York og voru foreldar hennar ætt-
aðir frá Ítalíu. Hún lék kennara
Keller, Annie Sullivan, sem sjálf var
sjónskert. Áður hafði Bancroft leikið
Sullivan á sviði á Broadway.
Bancroft hlaut þó ef til vill enn
meiri frægð síðar fyrir hlutverk sitt í
myndinni The Graduate en þar lék
hún á móti Dustin Hoffman. Var
Bancroft þar í hlutverki miðaldra
konu sem dró ungan mann á tálar
þótt hann væri unnusti dóttur henn-
ar.
„Frú Robinson, þú ert að reyna að
fleka mig. Er það rétt?“ spurði Hoff-
man í myndinni. Bancroft sagði síðar
að hún væri hissa á að mun fleiri
skyldu muna eftir henni sem frú
Robinson en Annie Sullivan.
Anne Bancroft látin
Reuters
Anne Bancroft og eiginmaður
hennar, leikstjórinn Mel Brooks.