Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 8
8 | 12.6.2005 Albert Pálsson hljómborðsleikari og málarameistari, Bjarni Helgasontrommuleikari og bakari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og prentari,Reynir Guðmundsson söngvari og pípulagningameistari og Þröstur Þor- björnsson gítarleikari og gítarkennari léku saman í vinsælli danshljómsveit í upphafi síðasta áratugar síðustu aldar. Þeir kölluðu sig Sambandið og voru í október 1992 fengnir til að undirbúa skemmtidagskrá fyrir Súlnasal Hótels Sögu með Halla og Ladda, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Sigurði Sigurjónssyni undir yfirskriftinni Er það satt sem þeir segja um landann? Þeir áttu einnig að spila á ballinu sem ævinlega fylgdi í kjölfarið, réðu til sín söngkonuna Berglindi Björk Jónasdóttur og breyttu nafni hljómsveitarinnar í Saga Class. Matur, sýning, dans | Og nú tólf árum síðar er Saga Class ennþá húsband Súlnasalar og ekkert á leiðinni að hætta eins og fram kom þegar ég hitti þá Albert og Þröst á dögunum, í þann mund sem hljómsveitin var að fara í verðskuldað sumarfrí. „Þessi ár með sýningunum voru verulega skemmtileg,“ segir Albert og Þröstur kinkar kolli. „Fyrirkomulagið var þannig að þau gengu almanaksárið, frá janúar til áramóta, með hléi yfir sumarið. Þetta var góður pakki: fínn matur, skemmtidagskrá og dans fram á nótt. Enda gekk þetta ljómandi vel.“ Og næstu árin rak hver sýningin aðra: Þjóðhátíð á Sögu (1994) í tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins, með sama liði fyrir utan að Edda Björgvinsdóttir kom í stað Ólafíu Hrannar og í hljómsveitina kom söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir í stað Berglindar Bjarkar. Ríó Tríó (1995- 96), en þá kom söngkonan Sigrún Eva Ármannsdóttir í hljómsveitina og hélt þar áfram næstu átta árin. Borgardætur (1997), þá var Saga Class ekki með í sýningunni en lék fyrir dansi á eftir og sama gilti um Allabaddarí (1998), sem var með frönsku þema og Rósu Ingólfsdóttur og Egil Ólafsson í fararbroddi. Sjúkrasaga (1999) boðaði endurkomu Halla og Ladda, ásamt leikurunum Steini Ármanni og Helgu Brögu, og þá var hljómsveitin aftur bæði með í sýningunni og lék fyrir dansi á eftir. Um muninn á því að spila á Sögu og annars staðar segir Þröstur: „Yfirhöfuð eru þetta dannaðri dansleikir. Fólk er minna ölvað, en samt er mikið stuð og við erum í nánum tengslum við dansgólfið. Sýningarnar voru yfirleitt á laugardögum, en árshá- tíðir á föstudögum. Hér hafa mörg stórfyrirtæki haldið árshátíðir sínar árum saman og við sitjum að því enn í dag að spila fyrir þessa hópa ár eftir ár. Þetta eru mjög blandaðir hópar í aldri, frá tvítugu og upp úr, en við erum með það stórt prógramm að við getum haft lagavalið þannig að það henti hinum ýmsu aldurssamsetningum. Við finnum fljótt hvort fólk svingar með bandinu og breytum um áherslur eftir því hvernig stemmningin er.“ Albert bætir við: „Þegar sýningarnar voru komu oft hópar hvaðanæva af landinu, allt frá tíu upp í hundrað manns, sem skapaði iðulega rosa- góða stemmningu. Fólkið bjó þá á hótelinu, fór í sitt fínasta púss, mætti í kokteil, borðaði, horfði á sýninguna og dansaði. Böllin voru til þrjú, en oftar en ekki var heil skipshöfn á staðnum og þá var stappað og klappað og heimtuð meiri tónlist. Við spil- uðum gjarnan eitthvað áfram, en svo varð auðvitað að hætta og þá var kannski ein- hver kominn með veskið á loft og vildi fá gítarleikarann og einhvern með trommu upp á hótelherbergi og halda stuðinu áfram.“ Þeir hafa sóst eftir okkur | Árið 2000 varð Hótel Saga hluti af Radisson SAS-keðjunni, áherslur breyttust, sýningarnar lögðust af, en Saga Class hélt þó sessi sínum sem hús- band Súlnasalarins. „Þeir á hótelinu hafa sóst eftir að halda okkur og okkur þykir mjög gott að spila þar,“ segir Albert. „Við getum eiginlega ekki hugsað okkur betri vinnustað, enda höfum við verið svo mikið þarna að Súlnasalurinn er orðinn eins og annað heimili manns. Þannig að við erum þarna ennþá á langflestum skemmtunum, hlutfallið er sennilega um 80-90%. En breytingarnar opnuðu líka möguleika fyrir okkur til að fara út úr húsi og það höfum við gert. Við spilum nokkuð reglulega á Pla- yers í Kópavoginum og höfum til dæmis verið á nokkrum útihátíðum um versl- unarmannahelgina. Svo má geta þess að við höfum verið fengnir til að spila á nýárs- dansleikjum Perlunnar frá upphafi, eða í ein tólf, þrettán ár.“ Í Súlnasalnum hafa árshátíðirnar mikið til flust yfir á laugardagskvöldin, þótt allnokkur fyrirtæki haldi sig við föstudagskvöldin eins og þau hafa gert um árabil. „Þá eru jólahlaðborð á laug- ardagskvöldum með balli á eftir orðin mjög vinsæl. Við byrjuðum á því fyrir átta eða níu árum, þá voru þetta þrjú kvöld en núna eru þau átta frá því snemma í nóvember og til jóla.“ Árið 2002 lagði trommarinn Bjarni Helgason kjuðana á hilluna og í hans stað kom Andri Hrannar Einarsson. Ári síðar tók Cecilía Magnúsdóttir stöðu Sigrúnar Evu. Hinir fjórir hafa nú spilað saman í yfir þrettán ár – hvað liggur að baki slíku úthaldi? „Spilagleðin,“ svarar Þröstur að bragði. „Þrátt fyrir að vera með yfir 200 laga pró- gramm æfum við vikulega og alltaf eitthvað nýtt í gangi hjá okkur. Við leggjum okkur fram um að halda ákveðnum gæðastaðli og erum í þessum skemmtibransa af fúlustu alvöru. Til dæmis er það grundvallarregla hjá okkur að neyta aldrei áfengis þegar við spilum.“ Þessa dagana eru þreifingar í gangi um að endurvekja skemmtisýningarnar í Súlnasalnum. „Við erum inni í þeirri mynd,“ segir Albert. „Ég þori þó ekki að segja hverjir skemmtikraftarnir yrðu, að öðru leyti en því að það yrði toppfólk. Í Súlnasaln- um á Sögu er ekkert gert nema yfir því sé klassi.“ | pallkristinn@internet.is Eins og annað heimili Tólf ára Saga Class í Súlnasalnum – og ekkert að hætta! Við finnum fljótt hvort fólk svingar með bandinu Saga Class 2005, f.v. Albert, Andri Hrannar, Cecilía, Gunnar, Reynir og Þröstur. Lj ós m yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.