Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 32
32 | 12.6.2005 Margar hendur voru á lofti við lokaundirbúning er pistilskrifara bar að garði, nokkrum dögum fyrir opnun. Ljósamenn, iðnaðarmenn og rafvirkjar á þönum. Örar símhringingar og upplímdir minnislistar við herbergin yfir ýmsa þá smáhluti er enn vantaði þar inn. Kassar á gólfum og gámar utandyra, en ljóst að vandað væri mjög til í hvívetna. Hótelið er fjögurra stjarna að sögn Andra Más, búið 70 herbergjum í fjórum stærðarflokkum. Hann segir hótelinu ætlað að þjóna ört vaxandi hópi ferðamanna er kjósa sér persónulegan næturstað, málaðan af sögu og andrúmslofti. Segir hann fyrirtæki sitt Heimsferðir einbeita sér að ferðum manna landa á milli, og því hafi verið leitað til sérhæfðar þekkingar hótelkeðjunnar Radisson SAS varðandi rekstur hótelsins. Breytingar og aðlögun hússins að nýju hlutverki hafa staðið yfir um margra mánaða skeið. Að sögn kom berlega í ljós við framkvæmdirnar hversu vel var vandað til verks í upphafi og að byggingin henti einkar vel hinu nýja hlutverki. Og þrátt fyrir umtalsverða aukningu á gistirýmum á höfuðborgarsvæðinu, hafi ver- ið grundvöllur fyrir frekara framboð. Veitingastaðurinn Salt tekur 65 manns í sæti og mun ásamt bar sínum þjóna jafnt utanaðkomandi ferðamönnum sem heimamönnum. Matseðillinn er alþjóð- legur, en Andri segir umtalsverða yfirlegu, þróun og vangaveltur liggja að baki því að finna þar hinn rétta tón og samsetningu. Tréverk handa framtíðinni | Andi samtímans svífur yfir innandyra. Herbergi rúm- góð, lýsing mild og lofthæðin meiri en almennt gerist hérlendis. Húsgögn og inn- anstokksmunir ýmist sérvaldir eða sérsmíðaðir í hinum ýmsu heimshornum. Tæknivæddur nútíminn búinn að koma sér lipurlega fyrir í vistarverum, á meðan loftlistar, hurðir, gólf og rými varðveita verksummerki eldri sögu og anda. Fólkslyftan hin fyrsta yfirgaf húsið fyrir nokkrum áratugum síðan, en eftir stend- ur tignarlegur stigagangur er klífur innviði byggingarinnar hæðanna á milli með tilheyrandi andrými. Hvað hinn friðaða afgreiðslusal snertir voru uppi hugmyndir um að taka innréttingarnar niður í heilu lagi og afhenda til varðveislu og sýnis, en til þess fengust ekki tilskilin leyfi. Tréverkið var því plastað inn og klætt þili. Varð- veitt á bak við nýja veggi sem leyndarmál er seinni tíma kynslóðir geta afhjúpað og sótt, ef og þegar löngun er til. Á meðan geta Reykjavíkursálir samtímans notið mat- ar og drykkjar í fáguðum faðmi hins sögufræga húss og beint sjónum sínum að öðr- um, tímabærum, en um leið vandmeðförnum, betrumbótum á svæðinu. | snaefrid@internet.is Vandaður einfaldleiki einkennir efnisval og áferð herbergja um leið og hin óvenju mikla lofthæð og miðbæjarútsýni gefur líf. L jó sm yn di r: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.