Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 25
„Árið 1877 giftist frú Dorothea aftur. Eiginmaður hennar er Johan Halberg skip- stjóri, og svo vel vill til að veitingarekstur er sameiginlegt áhugamál þeirra beggja. Ár- ið 1878 fær Halberg veitingaleyfi og þau hjónin hefjast handa við undirbúning á smíði hótels við hliðina á kránni. Árið 1882 er risið myndarlegt gistihús í Austurstræti 2 og hlýtur nafnið Hótel Ísland. Því er þannig lýst í Þjóðólfi: „Veitingamaður herra Halberg hefur nú fengið hið nýja hótel sitt hérumbil fullgert. Það er bæði herra Hal- berg og Reykjavík til sóma. Það er hið fyrsta hótel hér á landi og svo úr garði gert að það mundi sæmilegt og vandað kallast í hverjum stórbæ í Evrópu sem væri, enda hef- ur herra Halberg ekki látið sitt eftir liggja að gjöra það sem framast voru föng á og ekki horft í að fá erlendis frá allt það sem til hússins þurfti“.“ Svínastía og náðhús | Gylfi segir ennfremur í bók sinni að hafin sé löng og viðburðarík saga Hótels Íslands. „Þar eru helstu veislur og dansleikir haldnir næstu tvo áratugi … Árið 1901 er Hótel Ísland stækkað verulega; vesturálma þess er reist ásamt turni á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis. Hlaut hótelið þar með endanlegt útlit sem þekkt er af myndum. Í því voru nú fimm salir og 53 gestaherbergi. Gamla Jörg- ensenskráin var enn við lýði og var skipt í þrjár vistarverur, sem kallaðar voru Al- menningur, Káetan og Svínastían; það fór eftir virðingu manna og stétt í þjóðfélaginu hvar þeir drukku.“ Sagt er frá því í Morgunblaðinu 2. desember árið 1928 að búið sé að opna náðhús fyrir konur í suðurálmu Hótels Íslands, en slíkt var nokkur nýbreytni. Náðhúsið er opnað að tilstuðlan bæjarstjórnar og er með þremur klefum. Fram kemur að aðgangs- eyrir séu tíu aurar og að afnot af mundlaug kosti fimm aura. Er prýðilega frá öllu gengið þarna, eins og segir í blaðinu. Á fyrsta fjórðungi 20. aldar segir í Sögu Reykjavíkur að flestir íbúar bæjarins vilji losa sig við sveitabraginn. „En þeir vildu vera bæjarbúar og unga fólkið gekkst upp í nýjungum … Meira að segja djassinn hélt innreið sína í bæjarlífið og olli ekki lítilli hneykslun. Snemma árs 1924 auglýsti Hótel Ísland að „hin margþráðu jass-áhöld“ hefðu komið með Gullfossi og yrðu notuð í fyrsta sinn í veitingasölum hótelsins mið- vikudaginn 13. febrúar.“ Miðbær Reykjavíkur er auður og hljóður aðfaranótt 1. febrúar 1944 – á nýbyrjuðu merkisári, þegar þjóðinni auðnaðist að ljúka sjálfstæðisbaráttu sinni með stofnun lýð- veldis á Þingvöllum, segir Gylfi Gröndal. „Það er norðanstormur og grimmdarfrost, 12–13 gráður. Á Hótel Íslandi við Austurstræti og Aðalstræti er fólk í fasta svefni, gestir ásamt starfsfólki, þar á meðal Alfred Rosenberg hótelstjóri og fjölskylda hans, alls fjörutíu og níu manns. Ein af starfsstúlkunum, Rósa Sigfúsdóttir, hafði herbergi á þakhæðinni. Klukkan hálfþrjú um nóttina vaknar hún fyrir tilviljun, telur sig heyra undarlegt snarkandi hljóð, stekkur fáklædd fram úr rúminu, opnar hurðina fram á gang og sér hvar eldur logar í veggjunum. Hún vekur alla á hæðinni, þar á meðal dótt- ur hótelstjórans, Ester Rosenberg, sem hleypur í ofboði niður í skrifstofu gistihússins á fyrstu hæð og hringir á slökkviliðið. Eldurinn breiddist út með ógnarhraða, enda var Hótel Ísland stærsta timburhús bæjarins. Aðstæður til slökkvistarfs voru hinar erfiðustu sökum veðurofsa og frosthörku. Eldhafið beindist að nærliggjandi húsum, yfir að Hótel Vík og verslunarhúsi B.H. Bjarnason og óttuðust menn að stórbruni yrði í miðbænum í líkingu við eldsvoðann 1915, þegar Hótel Reykjavík brann. En slökkviliðið vann þrekvirki; það leiddi slöngur í höfnina og kynstrum af sjó var dælt yfir eldhafið. Með því móti tókst að hefta útbreiðslu eldsins til nærliggjandi húsa. Hótel Ísland brann hins vegar til kaldra kola á tæpum tveimur tímum. Ungur maður brann inni í herbergi sínu á annarri hæð og margir björguðust naumlega,“ segir Gylfi í bók sinni. Þar kemur fram að ekki hafi verið byggt aftur á lóðinni þar sem hótelið stóð. Hún varð að bílastæði sem kallað var Hallærisplanið og nú er þar Ingólfstorg. Nafn hins sögufræga hótels gekk hins vegar í endurnýjun lífdaga þegar Ólafur Laufdal veit- ingamaður reisti hið nýja Hótel Ísland í Ármúla 9. „Þáttaskil urðu í sögu veitingamála hér á landi þegar Hótel Ísland brann. Elsta eiginlega gistihús höfuðstaðarins, tákn fortíðarinnar, var horfið af sjónarsviðinu, en þar hafði veitingarekstur verið samfleytt í áttatíu og sjö ár.“ helga@mbl.is 1962. Danshljómsveit á Hótel Borg. F.v: Vilhjálmur Guðjónsson saxófónn, Jónas Dag- bjartsson trompet, Björn R. Einarsson básúna og söngur, Erwin Köpper bassi, óþekktur gítarleikari, Magnús Pétursson píanó og Guðmundur R. Einarsson trommur.L jó sm yn d: A nd ré s K ol be in ss on Sumarsæla á Hótel Örk 7.450,- krónur* - Þriggja rétta kvöldverður hússins - Gisting í tvíbýli - Morgunverður af hlaðborði - Frítt golf á tveimur völlum - Sundlaug, jarðgufubað, heitir pottar *Sælulykill 14.900,- krónur. Gildir fyrir 2. Hveragerði Sími 483 4700, fax 483 4775 info@hotel-ork.is, www.hotel-ork.is Paradís rétt handan hæðar! Komdu maka þínum á óvart í sumar og bjóddu honum í sumarsælu á Hótel Örk. Ti lb oð Viðskiptavinir Hótel Arkar og veitingastaðarins Árgerði hafa frítt aðgengi að tveimur golfvöllum í Hveragerði. Á golfvöll Golfklúbbs Hveragerðis í Gufudal og á golfvöllinn við hlið hótelsins. Golf á Hótel Örk Undirfatnaður fyrir allar konur Vorum að taka upp nýjar vörur og Hamraborg 7, sími 544 4088, www.ynja.is Frábært verð Persónuleg þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.