Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 6
6 | 12.6.2005 Gestir á Hótel Jörð lenda oft í undarlegum ferðalögumí tilveru sinni. Sumir þeirra drepa niður faraldsfætisínum og gista á hótelum, þar sem þeir eiga tíma- bundið heimili. Þá getur reynst happadrjúgt að fara á hót- elbarinn, fá sér heimsborgaralegan mojito kokkteil eða þurran martíní: Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. Flugan tyllti sér við barborðið á 101 hótel, allsendis ókvíðin en full af þrá, og lét sig dreyma um að hún væri stödd á hinum minningarhlaðna gististað Memory Motel á Þjóðvegi 66 í Bandaríkjunum. Hugurinn hvarflaði líka um stund aftur í tímann á Harry’s Bar á Hyatt Regency í Honolulu á Hawaí … Hundraðogeinn er hipp hótel, eiginlega A little Trip to Heaven. Afgerandi rakspíra- og ilmvatnslykt, í dýrari kantinum, liggur í læðingi og atvinnumannslegir barþjónar þjóna gestum af stakri stimamýkt. Barinn er frekar bjartur en flauelsmjúkt myrkur er þó yfirleitt algjört „möst“ á svona stöðum. Sam- anber settið í kvikmyndinni Lost in Translation, sællar minningar. Hótelbarir, hvar sem er í heiminum, eiga flestir sameiginlegt að hafa annaðhvort rómantískt yfirbragð eða eru mjög stílhreinir og avant garde. Svo getur verið frekar fyndið að bregða sér á hótelbari á gististöðum úti á landi eins og í sveit Kristjáns Jó- hannssonar, Skagafirðinum, þar sem bændur eru stundum stórtenórar í hjáverkum og þenja brjóstkassa og raddbönd fyrir sveitunga sína og snobbaða gesti úr höfuðborginni. Niðurstaða Flugu á gagnsemi hótelbara: Upplagðir staðir til veiða fyrir lausar og liðugar flugustelpur. Á hótelbarina koma oft spennandi gestir til að fá sér drykk að loknum vel lukk- uðum ráðstefnum eða fundahöldum. Ef þessir staðir eru stundaðir er ekki ósennilegt að detta í lukkupottinn og rekast á fræga ameríska leikara sem eru á höttunum eftir kraftmiklu skemmtanalífi í Reykjavík. Það er heldur ekki slæmt að dreypa á köldum kokkteil á hótelbarnum að ný- lokinni ráðstefnu einhleypra eldflaugaverkfræðinga eða ársfundi samtaka sjarmerandi sjentilmanna. Gestaflóran er síblómstrandi og fjölbreytileg eða eins og Tómas kvað: En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. Þvílík bjútifúl bongóblíða var þessa helgi að varla hélst nokkur manneskja innandyra, hvorki á hótelbörum né annars staðar. Há- tíð hafsins var í fullum gangi og höfuðborgin sneisafull af sól- brúnu fólki. Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll sat alsæll fyrir utan stappfullt Kaffi Reykjavík með sinni undurfögru konu; Stein- unni Þórarinsdóttur, myndlistamanni. Í Pósthússtræti hnaut Flugustelpan um mjúka, hvíta bóm- ullarhnoðra sem límdir voru við gangstéttina og vísuðu veginn í Gallerí Tugt. Þar stóð yfir opnun hinna bráðungu og einstaklega efni- legu myndlistamanna; Steinunnar Harðardóttur og Sæmundar Þórs Helgasonar. Flugan slúttaði svo helginni með því að mingla á Mím- isbar, hinum eina sanna hótel- bar …| flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t Sigríður Freyja Ingimarsdóttir og Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Happadrjúgir hótelbarir og undarleg ferðalög … FLUGAN TÓNLEIKAR Anne Sofie von Otter á Listahátíð fóru fram í Háskólabíói. ARKITEKTASTOFAN KOLLGÁTA var opnuð á nýjum stað, í gömlu kartöflugeymslunum á Akureyri. Sigurður Guðmundsson og Daði Hrafnkelsson. Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Guðbjörg Pálmadóttir. MEGASUKK, Megas og Súkkat, léku og sungu á Grand Rokk. Jean Ómarsdóttir og Lára Guðnadóttir. Einvarður Jóhannsson, Eyþór Jósepsson og Ingólfur Guðmundsson. Sif Knudsen og Sibylle Köll. Árni Árnason og Bjarni Reykjalín. L jó sm yn di r: S ka pt i H al lg rí m ss on Hallgrímur Ingólfsson og Finnur Birgisson. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Sif Sigurðardóttir, Atli Heimir Sveinsson og Ragn- hildur Benediktsdóttir. Jónína Herdís Ólafsdóttir og Truusje Goetschalckx. Edda Jónsdóttir og Lára Martin. ... afgerandi rakspíra- og ilmvatnslykt, í dýrari kantinum, liggur í læðingi ... Anna Katrín Guðbrandsdóttir og Inga Árnadóttir. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.