Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 5
6 Flugan fór á hótelbar og lét fluguhugann reika vest- ur og austur um haf ... 8 Eins og annað heimili Húsbandið Saga Class hef- ur leikið á Hótel Sögu í tólf ár og er engan veginn að hætta. 10 „Meðvituð hendun sjón- varps ...“ Sigtryggur Baldursson hefur lifað goðsögn- ina um villt rokk og ról á hótelherbergjum. 12 Að búa í eigin höfði Hótelherbergið er einskis manns land, fullt af þversögnum, draumum og veggfóðri. 16 Heimur hótelsins Þernan, þjónninn, hótelstjórinn, móttöku- manneskjan, porterinn og gestirnir greina frá sinni hlið málsins. 24 Eins gott og að sigla Hótel Ísland og Hótel Borg mörkuðu tíma- mót í sögu veitingareksturs á Íslandi. 26Herbergisþjónusta á Hótel Mömmu Vinsælasta hótelið í veröldinni. En er bíla- leigubíll innifalinn? 28 Stjörnum prýddir gististaðir Alda Þrastardóttir flakkar um og flokkar hótel. 30 Nýr gestgjafi í höfuðborginni Radisson SAS 1919 opnar dyr sínar í sögu- frægu húsi. 34 Umgjörð og innblástur Fyrirmyndir hótela í kvikmyndunum Shining og Lost in Translation. 35 Algjörir smámunir Sápurnar, saumaskrínin, sjampóin ... 36 Í þéttum sykurreyrsskógi Kaflar úr sex íslenskum skáldsögum. 38 Stundum eru gestirnir andvaka Birgir Rúnar Davíðsson er næturvörður. 40 Krossgáta Bók fyrir hund um ást...? Skilafrestur til föstudags. 42 Pistill Sjaldan hefur Auður verið jafnfegin því að ganga inn í hótelanddyri ... Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af herbergislyklum á Hótel Óðinsvéum. Vinsamlegast ónáðið ekki. L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on „Vindinn lægði ekki alla nóttina. Við inngang hótelsins var ýmsum þjóðfánum flaggað og ég ætlaði aldrei að geta sofnað því þeir börðust með svo miklum látum í veðurofsanum,“ skrifaði rithöfundurinn Haruki Murakami um Íslands- heimsókn sína í Lesbók í fyrrasumar. Kannski er það þetta sem gerist þegar Íslendingar ætla að vera al- þjóðlegir. Flagga öllum heimsins þjóðfánum en halda svo bara vöku fyrir heimsfrægum japönskum höf- undum. Rokið er svo gífurlegt. Veðrið er svo vont. Hvers vegna er nokkur maður yfirleitt að koma hingað? Hér á landi spannar saga hótela ríflega öld. Eitt þeirra, Hótel Borg, er bakland kostulegrar smá- sögu Halldórs Laxness, Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933, en þar flýgst ungur pikkóló á við ítalsk- an fasistaherforingja sem jafningja, enda lítil hefð hér fyrir búningasnobbi: „Hjálpræðishernum, sem fyrst- ur flutti lúðra og önnur hljóðfæri úr pjátri til landsins, ber að þakka það að eyþjóð þessi komst fyrst í kynni við einkennisbúnínga, og voru lögregluþjónar nokkru síðar látnir taka upp klæðaburð hans. Síðar voru póstþjónar látnir taka upp einkennisbúníng uppreistarmanna af Kúbu. Loks, þegar mentaðir hótelstjórar komu til landsins, var stofnað pikkólóembættið á Íslandi og var búníngur mikill og fagur látinn fylgja þess- um ítalska titli, sem raunar hefur þó aldrei notið verðskuldaðrar virðingar á Íslandi fremur en aðrir titlar meðal þessarar kaldlyndu þjóðar ...“ Glittir hér í dásamlega nesjamennskuna sem Laxness kunni öðrum betur að lýsa. En við höfum forframast, erum orðin samkeppnishæf – eins og það heitir – á fjölmörgum sviðum, líka í hótelbransanum. Því til vitnis eru nýtískuhótel í anda hönnunar og lista, ráðstefnuhótel, jarðbaðahótel og hver veit hvað. Sá sem vaknar í hótelrúmi á gjarnan erfitt, í svefnrofunum, með að muna hvar í heiminum hann er staddur. Nema ef fánalínur slást við gluggann. Íslenskt. Já, takk. | sith@mbl.is 12.06.05 Ís le ns k hö nn un Á veitingastaðnum Fjalakettinum á hinu nýja Hótel Reykjavík Centrum í Aðalstræti lifna veggir við með skemmtilegum hætti. Tvær elstu ljósmyndir sem til eru af Reykja- vík prýða þar hreyfanlegan hlera og fastan vegg. Arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson, Grétar Markússon og Steinar Sigurðsson höfðu umsjón með hönnun hótelsins, sem innblásið er af Reykjavík upp úr aldamótunum 1900, en að sögn Stefáns nutu þeir al- kunnrar snilli Árna Páls Jóhannssonar hönnuðar við útfærslu veggsins. „Þjóðminjasafnið gaf okkur svo aðgang að þessum myndum sem franskur maður, Des Cloizeaux, tók hér árið 1845. Á annarri myndinni sést hluti af þessu friðaða húsi, sem nú er Aðalstræti 16, eins og það var þá,“ segir Stefán Örn, en húsið er nú hluti af hótelbyggingunni. „Þannig að þetta hefur allt ákveðna skírskotun. Svo var líka hugmyndin að þetta kæmi inn í matseðilinn, að fólk hefði eitthvað að skoða meðan það hinkraði eftir matnum.“ Stefán segir gæði myndanna það mikil að mögulegt hafi verið að stækka þær upp í tvo metra, en þær eru Daguerreotýpur, aðferð sem var fyrirrennari ljósmyndafilmunnar. Veggurinn| Stefán Örn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.