Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 18
18 | 12.6.2005 F jórða sumarið í röð starfar Alexander Kirchner sem sendisveinn áhóteli, nú sem svokallaður porter á Nordica Hóteli við Suðurlands- braut í Reykjavík líkt og í fyrrasumar en sumrin þar á undan var hann pik- kolódrengur á Hótel Sögu. „Porterinn hjálpar öllum sem eru á hótelinu. Ég er með síma á mér svo allar deildir geta hringt ef það þarf að hlaupa og ná í eitthvað. Aðalstarfið er þó að vera í móttökunni og hjálpa gestunum, halda á töskunum fyrir þá og svara í símann ef það er mikið að gera. Í raun eru þetta alls kyns reddingar.“ Starfssvið pikkolóa og portera er í raun svipað þó þeir síðarnefndu séu oftast aðeins eldri og hafi fleiri verkefni á sinni könnu en pikkolóar. „Góð- ur porter þarf að hafa góða samskiptahæfni og vera „kammó“ og hress,“ segir Alexander og bætir því við að tveir porterar séu starfandi á Nordica Hóteli sem skipti með sér tólf tíma vöktum. „Oft er kallað á mann úr öll- um áttum samtímis en þá þarf bara að forgangsraða. Ég myndi segja að ég nái að sinna öllu þótt það gerist kannski ekki á þeirri mínútu sem hringt er.“ Í starfi sínu hittir Alexander alls kyns gesti „allt frá þeim ríkustu“ til þeirra sem eru meiri meðaljónar í heimilisbókhaldinu. „Mér finnst mjög gaman að hitta Asíubúa af því að þeir eru svo allt öðruvísi en við en Am- eríkanar eru samt hressastir – þeir eru alltaf „ofurkammó“. Það er skemmtilegast þegar gestirnir eru vingjarnlegir á móti og eru ekki með neinn hroka eins og kemur fyrir. Þá þarf maður bara að bíta á jaxlinn og vera kurteis á móti þó stundum komi fyrir að mann langi til að svara full- um hálsi. Þegar gestirnir eru með eitthvert skítkast eins og kemur fyrir get- ur maður lítið annað gert en að brosa og láta sem ekkert sé.“ L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Hjálpar öllum á hótelinu „Þá þarf maður bara að bíta á jaxlinn og vera kurteis á móti …“ PORTERINN ALEXANDER KIRCHNER É g hef verið hótelstjóri síðan 1974 en þá stýrði ég sumarhóteli Eddu að Skóg-um undir Eyjafjöllum,“ segir Áslaug S. Alfreðsdóttir sem ásamt manni sín- um Ólafi Erni Ólafssyni rekur Hótel Ísafjörð auk sumarhótels Eddu í sama bæj- arfélagi. „Við vorum með Hótel Heklu í Reykjavík á sínum tíma sem síðar fékk nafnið Hótel Hof og enn síðar Hótel Lind en árið 1989 ákváðum við að söðla um og fluttumst til Ísafjarðar. Hér höfum við verið síðan.“ Hótelstjórn getur verið býsna erilsöm. „Þetta er eins og að reka stórt heimili. Við þurfum að sjá fólki fyrir öllum daglegum þörfum hvort sem það er næturgisting eða matur eða aðstoð þegar á þarf að halda. Hjá okkur hefur þetta jafnframt mót- ast mikið af því að byggja yfir ferðaþjónustuna á svæðinu og kynna fólki þá mögu- leika sem við höfum upp á að bjóða, þannig að það verði enn meira aðlaðandi fyrir það að koma til Vestfjarða. Í flestum tilfellum er fólk ekki að koma bara til að gista á hóteli heldur kemur það vegna einhvers, annað hvort í fríi til að skoða eitthvað eða þá í viðskiptaerindum.“ Hún segir funda- og ráðstefnuhald hafa aukist á hót- elinu undanfarin ár. „Við viljum gjarnan lengja ferðamannatímabilið hjá okkur og gerum það einna helst með þessu enda vorin og haustin góður tími fyrir ráðstefnur og fundi.“ Hún segir nýsköpunina í ferðaþjónustunni gera starfið enn skemmti- legra en ella. „Hótelstarfið sjálft gengur nokkurn veginn eins fyrir sig frá ári til árs en maður þarf að flétta svolítið í kringum það þannig að alltaf sé eitthvað nýtt um að vera og fólk vilji koma aftur og aftur. Við verðum að vera samkeppnisfær.“ Starfslýsing Áslaugar er því býsna víðtæk og það er fátt sem er þeim hjónum óviðkomandi þegar kemur að hótelrekstrinum. „Reyndar höfum við leigt út veit- ingareksturinn á hótelinu síðustu árin þannig að samstarfsaðilaar okkar sjá alfarið um allar veitingar á hótelinu og það sem þeim viðkemur,“ segir hún og bætir því við að slíkt fyrirkomulag sé býsna algengt í hótelrekstri hér á landi. Þegar Áslaug er innt eftir óvenjulegum atvikum eða uppákomum stendur hún eiginlega á gati. „Það er margt sem kemur upp en maður er búinn að vera svo lengi í þessu að það er ekkert sem kemur manni á óvart lengur. Á þessum árum hafa orð- ið miklar breytingar á ferðaþjónustunni. Áður komu ferðamennirnir gjarnan í heilu rútunum en núna ferðast þeir meira um á bílaleigubílum og þá tveir, þrír eða fjórir saman. Svo er gaman að sjá hvað Íslendingarnir eru orðnir duglegir að ferðast og við erum náttúrulega alltaf að vona að þeir uppgötvi bráðum Vestfirðina.“ En hvað þarf góður hótelstjóri að hafa til brunns að bera að mati Áslaugar? „Hann þarf að hafa yfirsýn yfir það sem hann er að gera og hafa vilja til að þjóna kúnnanum. Hann þarf stöðugt að reyna að bæta sig og standast kröfur tímans en það gerist ekki öðruvísi en með því að fylgjast með og lagfæra það sem þarf að bæta. Við höfum t.d. tekið öll herbergi og veitingasali í gegn hjá okkur á síðustu tveimur árum enda er þetta er bara eins og á heimili þar sem þarf að skipta út því sem orðið lúið.“ Mikilvægast er þó að halda fólki ánægðu. „Við erum í gestgjafa- hlutverki og þurfum að fylgja því vel eftir að öllum líði vel, bæði starfsmönnunum og gestunum.“ L jó sm yn d: H al ld ór S ve in bj ör ns so n Eins og að reka stórt heimili „Áður komu ferðamennirnir gjarnan í heilu rútunum en núna ferðast þeir meira um á bílaleigubílum...“ HÓTELSTJÓRINN ÁSLAUG S. ALFREÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.