Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 26
26 | 12.6.2005 H ótel Mamma á Hofteigi 10 er rótgróiðhótel. Það hefur verið rekið í þrjátíu ár.Tveir hótelgestir hafa tékkað sig út eneinn er eftir. Í raun ætti Hótel Mamma á Hofteignum að vera Hótel Foreldrar, en móðirin er framkvæmdastjóri heimilisins og allt í öllu. Hún er hót- elstjórinn, það leikur enginn vafi á því, og kannski eðli- legt að kenna hótelið við hana. Frí áfylling á gæðahóteli | Á bak við margra ára hótelrekstur hljóta að vera gæði, væri hann ekki annars löngu farinn á hausinn og gesturinn búinn að koma sér annað? „Jú, veistu, þetta er gæðahótel. Það er til dæmis ákaflega góð þvottaþjónusta hérna. Hún er sjálfvirk. Óhreinn þvottur hverfur hreinlega og skilar sér aftur sam- anbrotinn og fínn,“ segir Auður Ásgeirsdóttir, yngsta barn foreldra sinna, og glott- ir. Síðan fer hún að hlæja og segist reyndar oft þvo sjálf. Grínlaust. Að minnsta kosti stundum. Hún setji alla vega þvottinn inn í vélina. „Og svo gleymirðu honum þar og hann kemur samanbrotinn upp úr þvottahús- inu,“ botnar móðirin Auður Ólafsdóttir og mæðgurnar hlæja báðar. Hótel Mamma á Hofteignum býður ekki einungis upp á þvottaþjónustu og fata- hreinsun, heldur er hægt að panta morgunmat og snæða á veitingastaðnum sem býður upp á staðgóðan heimilismat. Hótelstjórinn virðist hafa hæfileika til að lesa hugsanir gestsins og vita hvað hann vill. „Það galdrast inn í ísskápinn það sem vitað er að mér finnst gott,“ viðurkennir Auður yngri og segir áfyllinguna meira að segja fría. „Þessa dagana eru sérlega vin- sæl skyr, ávextir og frosin ber sem síðan er blandað saman. Þá er þetta keypt,“ segir Auður eldri eins og ekkert sé sjálfsagðara. „Guð, er ég svona dekruð?“ spyr Auður yngri hins vegar hlæjandi. Hún hefur lengi haft íbúðarkaup í bígerð en ákvað í sam- ráði við þróunarráð og gæðasvið hótelsins að ljúka fyrst háskólanámi. „Ef ég tala um að yfirgefa hótelið draga foreldrarnir úr mér og benda á að það sé hagstæðara að vera hér og safna fyrir innborgun á íbúð. Þegar seinasti gesturinn fer verður húsið líka endanlega orðið of stórt.“ Leigubíll og lesefni | Eins og á alvöru hóteli er leigubíll í seilingarfjarlægð og mögu- leiki er á bílaleigu. Reyndar þarf ekki að leigja bílinn, heldur má fá hann lánaðan. Startgjaldið í leigubílinn er líka fellt niður. Það þarf ekki að borga fyrir farið. „Þau eru voðalega oft til í að skutla mér,“ segir hótelgesturinn og bætir við að aðgangur að bíl sé mikilvægur á hóteli sem þessu. Staðsetning gististaðarins skipti einnig máli. „Ætli ég væri hér nokkuð enn ef við ættum heima í Grafarvogi eða Kópavogi? Þurfa ekki svona hótel að vera miðsvæðis? Héðan get ég gengið bæði í skóla og vinnu á sumrin, þess vegna er nú svo hentugt að vera hérna. Svo er aðbúnaðurinn líka svo góður,“ segir Auður og blikkar hótelstjórann. Góður aðbúnaður, já. Hótel eru metin eftir ákveðnu flokkunarkerfi. Er aðgangur að síma á Hóteli Mömmu á Hofteignum? Svarið er játandi. Er hægt að nálgast dag- blöð og annað lesefni? Mæðgurnar kinka kolli. Er hægt að láta vekja sig á morgnana? Hótelgesturinn fer að hlæja og segir vissulega mögu- leika á slíku. Gestir komast líka inn og út allan sólarhringinn, aðgangur að tölvu og Netinu er í boði og herbergisþjónusta er til staðar. Hvað með míníbar, er hann á staðnum? „Kannski ekki í stofunni en að minnsta kosti í mínu herbergi. Einmitt eins og á alvöru hóteli!“ segir Auður yngri. Móðirin segir að þótt hún geri margt fylli hún hins vegar ekki á barinn. Það verði gesturinn að sjá um sjálfur. „Það væri nú gott ef hann fylltist sjálfkrafa,“ segir gesturinn hins vegar einungis og lítur glottandi á stjór- ann. Ást og hlýja | Á stærri hótelum er skóburstunarvél gjarnan á einum af göngunum. Slíkt er ekki til staðar hér en möguleiki er á að komast bæði í skóbursta og feiti. Á hótelinu er ekki lyfta en þar er bæði dyrasími og ákaflega vinaleg móttaka. Hót- elherbergið sjálft er rúmgott og salernið nánast við dyrnar. Á baðherberginu eru kynstrin öll af handklæðum og inni á herbergi sjónvarp með fjarstýringu – rétt eins og á margra stjörnu hóteli. Í garðinum er ekki sundlaug en Laugardalslaugin er rétt hjá. Það hlýtur að skipta máli. Hvernig er það, er aðgangur að hárþurrku á baðher- berginu? „Jú, jú, en ég á hana sjálf,“ segir Auður yngri. Hótelstjórinn lítur pollrólegur á hana og spyr hver hafi gefið henni þurrkuna. Auður fer að hlæja og bendir vinsam- lega á að þurrkan hafi verið fermingargjöf sem aldrei var gefin. Hún hafi dagað uppi á heimilinu og endað sem afmælisgjöf hennar sjálfrar. Hótel Mamma hefur augljóslega upp á margt að bjóða. Það er ekki að ástæðu- lausu að útibú þess um borg og bý eru vinsæl meðal íslenskra ungmenna. En hvern- ig er með greiðslufyrirkomulagið? „Borgar maður ekki með ást og hlýju?“ spyr Auður yngri brosandi. Aðspurð seg- ir hótelstýran kankvís að gesturinn standi yfirleitt í skilum. Sambúðin og hótelrekst- urinn gangi ljómandi vel. Af syni fyrrverandi hótelgests, sem skottast um stofuna, má ætla að töluverðar líkur séu á að Hótel Mamma verði í framtíðinni Hótel Amma. | sigridurv@mbl.is L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on HERBERGISÞJÓNUSTA Á HÓTEL MÖMMU HÓTEL MAMMA ER EF TIL VILL VINSÆLASTA HÓTELIÐ AF ÖLL- UM. EN ER ÞVOTTAÞJÓNUSTA Á HÓTELINU, HANDKLÆÐI OG HÁRÞURRKA? FYLGIR MORG- UNMATUR? MÆÐGURNAR AUÐ- UR ÓLAFSDÓTTIR OG AUÐUR ÁS- GEIRSDÓTTIR RÆDDU MÁLIN. Auður Ólafsdóttir hótelstjóri horfir á Auði Ásgeirsdóttur hótelgest snæða morgunverð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.