Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 28
S jáist dularfull kona ganga á milli herbergja á einhverju hótelinu, strjúkafingri yfir myndir á vegg og lýsa með vasaljósi undir rúm, er allt eins vístað þar sé á ferðinni Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálaráði Íslands. „Mér fannst þetta svolítið erfitt í byrjun,“ segir hún hlæjandi. „Alls stað- ar tekur yndislegt fólk á móti mér og stundum hlýtur þeim að finnast ég óþol- andi nákvæm. En við verðum að vera svolítið ströng í hreinlætiseftirlitinu því annars stendur kerfið ekki undir nafni.“ Kerfið sem þarna er umtalað er stjörnuflokkunarkerfi Ferðamálaráðs Íslands og eitt af verkefnum Öldu er að ferðast um landið og taka út hótel og gististaði sem heyra undir það. „Það eru yfir 100 hlutlæg atriði sem eru metin og ákvarða fjölda stjarna sem gististaðurinn fær,“ segir hún og bætir því við að hér á landi sé það valkvætt hvort hótelið eða gististaðurinn kýs að vera með í kerfinu. Eftir að óskað hefur verið eftir flokkun gerir Alda úttekt á staðnum og kemur síðan í heimsókn einu sinni á ári til að athuga hvaða atriði viðkomandi gististaður uppfyllir og hver ekki. „Það hefur aldrei komið til þess að hótel hafi misst stjörnu. Auðvitað kemur oft fyrir að ég geri athugasemdir og þá þarf viðkomandi að lagfæra það áður en ég skoða aftur. Hins vegar getur það gerst að hótel bæti við sig stjörnu ef það hefur bætt við þjónustu eða aðbúnað sem leyfir fleiri stjörnur.“ Kerfið var tekið upp hér á landi árið 2000 og í dag er um helmingur alls gisti- rýmis á landinu flokkaður samkvæmt því. Alda segir ávinninginn augljósan fyrir hótelrekendur. „Þetta er opinbert gæðaeftirlit og um leið og gististaðurinn er kominn í kerfið veit gesturinn að hverju hann gengur því það er eitthvað ákveðið á bak við stjörnurnar. Það er gert betur við þessa aðila inni á landkynningarvef Ferðamálaráðs vegna þess að þetta eru staðir sem við getum óhikað mælt með. Þannig að þetta er ákveðin markaðssetning fyrir staðina. Því fleiri sem eru með í kerfinu því öflugra verður það og því markvissari verður þessi flokkun. Þannig að við erum alltaf að reyna að fá fleiri gististaði inn í kerfið.“ Hún bætir því við að með tilkomu Netsins sé slík flokkun orðin enn mikilvægari þar sem hlutlaus aðili tekur út staðinn. „Ef ég væri að leita að hóteli á Netinu, eins og fólk gerir gjarnan í dag, myndi ég vilja hafa eitthvað að miða við. Ef ég sæi eitt þriggja stjörnu hótel og annað sem væri ekki merkt með stjörnum, myndi ég auðvitað taka hótelið með þrjár stjörnurnar því þá vissi ég nokkurn veginn að hverju ég gengi. Þetta er ákveðin trygging og þá er mikilvægt að rekstraraðilarnir séu vel vakandi yfir því að uppfylla það sem felst í þeirra stjörnufjölda.“ Hún segir þó ekki endilega eftirsóknarvert fyrir hóteleig- endur að hafa sem flestar stjörnur. „Oft er miklu betra að vera gott þriggja stjörnu hótel en að lafa í fjórum stjörnum. Gestur sem kemur til að gista á fjögurra stjörnu hóteli er með ákveðnar væntingar og hann er ekki ánægður ef hon- um finnst staðurinn ekki uppfylla sínar kröfur. Þá er ekki sennilegt að hann komi aftur. Maður getur heldur aldrei metið þetta huglæga eins og andrúms- loftið á staðnum, útsýnið eða viðmót þeirra sem þjóna.“ Í grínþáttum sem gerast á hótelum er klassískt að láta eftirlitsaðila dúkka fyr- irvaralaust upp og valda írafári hjá starfsfólkinu, oftast með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum en slíkt er fjarri sannleikanum í Öldu tilfelli. „Ég hringi alltaf á undan mér og boða komu mína en það þýðir þó ekki að þeir sem starfa á hótelinu eigi að setja sig í ákveðnar stellingar. Ég á að skoða hótelið eins og það er dags- daglega og hótelstjórarnir verða bara að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Ef þeir eru með einhverja viðhöfn út af komu minni eru þeir að blekkja sjálfa sig því þá koma þeir ekki til með að standa undir væntingum gestsins.“ STJÖRNUM PRÝDDIR GISTISTAÐIR Alda Þrastardóttir flakkar um og flokkar hótel vítt og breitt um landið Maður getur heldur aldrei metið þetta huglæga eins og and- rúmsloftið á staðn- um, útsýnið eða við- mót þeirra sem þjóna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.